Þjóðviljinn - 22.08.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.08.1981, Blaðsíða 11
Helgin 22.-23. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA U kvikmyiMlir F j ölbrau taskólinn á Akranesi Akranes • • Oldungadeild Innritun i öldungadeild fer fram dagana 27. ágúst til 3. september kl. 8—16 daglega. Fimmtudaginn 3. september verður skrif- stofa skólans opin vegna innritunar til kl. 19. Simi skólans er 2544. Kennsla i öldunga- deild hefst mánudaginn 7. september. Elisabeth Taylor Stjörnur á stjörnur ofan Rock Hudson Nú er Margaret gamla horfin á vit feðra sinna fyrir allmörgum árum og þvi þurfti að finna ein- hverja aðra til að leika ungfrú Marple. Fyrir valinu varð Angela Lansbury, ensk leikkona sem varö fræg i Hollywood á striðsár- unum fyrir að leika „vondar konur” og gerðist siðan söng- stjarna á Broadway. Hún er allt öðruvisi Marple en Margaret gamla, en hefur þö ýmislegt til sins ágætis. Vitaskuld stelur hún senunni af öllum stjörnunum, en það á hún lika að gera, annars væri hún engin ungfrú Marple. Stjörnurnar Beta og Kim, Tony og Rock eru alveg einsog þær eiga að vera, og sennilega eru þær sv<jna i raun og veru: dálitið af- dankaðar, en búa þó enn yfir þó- nokkrum sjarma. Geraldine Chaplin tekst það sem ég helt hún myndi aldrei geta: að vera frá- hrindandi og andstyggileg. Og Edward Fox fer mjög vel meö hlutverk spæjarans, frænda ung- frú Marple. Myndin er dæmigerð afurð afþreyingaiðnaðarins, tæknilega fullkomin, ágætlega leikin, skemmtileg.... Aðeins eitt atriði finnst mér umhugsunarvert i sambandi við þessa mynd. Fyndnin i henni gengur eiginlega öll út á að gera grin að svona leynilögregluafþreyingarmynd- um. Hvað eftir annað er beitt ráðum sem duga vel til að skapa gamaldags krimma-stemmn- ingu, en þegar spennan nær hámarki reynist hún alltaf vera byggð á alröngum forsendum. Og þetta vekur hlátur i áhorfenda- salnum, einsog til var ætlast. Upphafsatriði myndarinnar, sem gerist I kvikmyndahúsi þorpsins, er einnig gott dæmi um þennan húmor. Þar er verið að sýna gamaldags krimma, sem óspart er gert grin að. Þetta er mjög langt frá þvi að vera nokkurt einsdæmi. Húmor af þessu tagi er áberandi algeng- ur i afþreyingariðnaði nútimans, og mér finnst hann bera þvi vitni við að viö lifum á heldur ófrum- legum og leiðinlegum timum. Spegilbrot er i raun ekki annað en samsafn af gömlum klisjum, sem framreiddar eru með fyndni af þvi tagi sem tíðarandinn krefst. Þessi fyndni er einsog ný sósa sem hellt er yfir gömlu klisj- Agatha Christie urnar sem hafa gengið sér til húðar. Það er einsog engum detti neitt nýtt i hug. Samt sem áður held ég að engum þurfi að leiðast i Regn- boganum meðan þessi mynd verður sýnd þar. Listinn yfir aðstand- endur myndarinnar Spegilbrotsem nú er sýnd í Regnboganum, er skraut- legur í besta lagi: sögu- þráðurinn er spunninn af Agöthu Christie, leikstjóri er Guy Hamilton og í helstu hlutverkum eru Elizabeth Taylor, Kim Novak, Tony Curtis, Rock Hudson, Geraldine Chaplin og Angela Lansbury. Hvað viljið þið hafa það betra? Otkoman er i samræmi við þær væntingarsem nafnalistinn vekur óhjákvæmilega, hvorki betri né verri. Þaö er margt hægt að gera vitlausara en að skreppa i Regn- bogann og eyða þar kvöldstund i þessum forframaða félagsskap. Þvi einsog kerlingin sagði: afþreying er lika nauðsyn. Spegilbrot (The Mirror Crack’d) segir frá dularfullum atburðum sem gerast i litlu ensku þorpi þegar þangað kemur hópur Hollywoodstjarna að gera kvik- mynd um Mariu Skotadrottningu. 1 þorpinu býr roskin kona, ungfrú Marple, sem á frænda i Scotland Yard. Þetta reynist koma sér af- skaplega vel þegar farið er að rannsaka málin. Agatha heitin Christie var afar dugleg við að búa til flókin og dularfull mál, en hún var enn duglegriaðskapa eftirminnilegar persónur. Hver kannast ekki við Hercule Poirot, eða Miss Marple? Þessi ágætu skötuhjú eru ómiss- andi hluti af okkar vestrænu menningu. Ég minnist þess að hafa séð Miss Marple leikna af stórkostlegri leikkonu, sem hét Margaret Rutherford. Hún hafði allt það til að bera sem hlutverkið krafðist, var sérviskan holdi klædd, og óborganlega fyndin. Ingibjörg Haraldsdóttir 10% staðgreiðsluafsláttur eöa góð greiðslukjör Landsins mesta úrval af reiðhjólum Reiðhjól fyrir alla krakka, konur og kalla Lítið sýnishorn: » * vm frá Frakklandi frá Englandi frá Italíu Kim Novak skrifar 10 gíra hjól 24", 26" og 28' Gamaldagshjól Án gira og 3ja gira Torfæruhjól 16" dekk Vantar þig öðruvísi hjól? Hringdu og spurðu eða komdu og skoðaðu, Við eigum áreiðanlega það sem þig vantar Mikið úrva/ af reiðhjó/a varah/utum Reiðhjólatöskur, hraðamælar, lásar MjfSlimHI og margt fleira Varahluta- og viðgerðarþjónusta — Árs ábyrgð Suðurlandsbraut 30 — Sími 33320 Frá Fjölbrautaskólanum / við Armúla Stundakennara vantar i eftirtaldar greinar: Leikfimi pilta, 14 timar. Leikmennt og fundasköp, 6 timar. Tónmennt (kórstjórn), 6 timar. Nánari upplýsingar i skólanum simi 31200. Skólastjóri. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavikur verður haldinn mánudaginn 31. ágúst n.k. i Lindarbæ, Lindargötu 9, og hefst kl. 20. Fundarefni: 1. Venjulegaðalfundarstörf. 2. önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvislega. Stjórnin. Bílbeltin hafa bjargað ||se™

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.