Þjóðviljinn - 25.08.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.08.1981, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Dagana 16.—21. ágúst sl. héldu norrænir f é la gs rá ðg ja fa r ráðstefnu á Laugarvatni. Um 80 manns frá öllum Norðurlöndun- um töku þátt i ráðstefnunni, sem hafði að þema foreldra og sam- félag, með undirtitlinum, Deiling ábyrgðar foreldra og samfélags og afleiðingar þess i félagsmála- störfum. Ráðstefnan var skipulögð með fjölda fyrirlestra, og úrvinnslu i starfshópum. 2 félagsráðgjafar sem starfa á lsafirði, þær Rannveig Guðmundsdóttir og Auður Haraldsdóttir stýrðu um- ræðum um brautryðjendastarf félagsráðgjafa i sveitarfélögum og GuðrUn Kristinsdóttir yfir- maður fjölskyldudeildar Félags- stofnunar Reykjavikur hélt erindi um þróun i barnaverndarmálum á Islandi. 1 erindi Guðrúnar kom fram, að á siðustu tiu árum hefur verið komið upp hér á landi, flestum þeim tegundum stofnana, sem til eru annars staðar á Norðurlönd- um. Þar kom einnig fram að stuðningsaðgerðum við unglinga er mjög ábótavant. Það vantar til dæmis möguleika til stuðnings við heimilislausa unglinga og ung- linga með geðræn vandamál. Það vakti athygli annarra hve oft er gripið til þess ráðs hér á landi, að vista börn og unglinga i sveit. A ráðstefnunni kom fram, að Island væri i mörgu tilliti á eftir hinum löndunum i þess- ummálum, og að nauðsynlegt væri að endurskoða núgildandi löggjöf á þessu sviði. Þá væri Frá blaðamannafundi norræna félagsráðgjafa, sem haldinn var f lok ráðstefnunnar. Rásteina á Laugarvatni íslendingar á eftir Ekki fylgst með árangri í barnaverndarstarfi einnig bent á að barnaverndar- starf á landsbyggðinni væri viða i molum.ekki væri fylgstmeð hvað yrði um börn og unglinga, sem kæmu við sögu barnaverndar- nefnda og stofnana. Rætt var um hve mikinn lærdóm Islendingar gætu dregið af starfi annarra Norðurlandaþjóða, — og ekki sist lært af mistökunum sem þar hefðu verið gerð. Vöruðu menn til dæmis við hættunni á skrilræði i sambandi við þessi mál. Nýlega hóf göngu sina timarit norrænna félagsmálaráðgjafa, Nordisk sosialt arbeid, með aðal- bækistöð i Osló. Þessu timariti, sem nýtur fjárstuðnings frá norska og sænska félagsmála- ráðuneytinu, er ritstýrt af rit- nefnd með fulltrúum frá öllum Norðurlöndunum. Starfandi er ritnefnd i hverju landi og eru i islensku nefndinni: Nanna K. Sigurðardóttir, Sævar B. Guð- bergsson og Sigrún Júliusdóttir. 1 þvi eru greinar um rannsóknar- verkefni, yfir 1 i tsgreinar, umræðugreinar og bókakynn- ingar. Hvert hefti hefur ákveðið Taflið vígt um næstu helgi: Hverfakeppni í skák þrjár helgar í röð Tólf ára skólastrákar vigja taflið Akveðið hefur verið að tveir tólf ára skólaskákmeistarar, Tómas Björnsson, íslandsmeistari og Þröstur Þórhallsson, Reykjavik- urmeistari vigi útitaf lið um næstu helgi, laugardag eða sunnudag eftir veðri. Strax að vi'gsluskák- inni lokinni hefst hverfakeppni i skák sem haldið verður áfram þrjár helgar i röð. Það er Taflfé- lag Reykjavikur sem hefur skipu- lagt keppnina en áttatiu ár eru nú liðin siðan skákstarfsemi hófst með skipulegum hætti i höfuð- Tómas Björnsson, skóla- skákmeistari islands. borginni. Friðþjófur Max Karls- son, formaður TR og Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri munu flytja ávörp við vigsluna. Friðþjófur sagði i gær að teflt yrði á litlu borðunum umhverfis stóra borðiðog yrðiein skák valin til þess að sýna á stóra borðinu jafnóðum. I fyrsta hluta keppn- innartefla átta 5manna sveitir úr Þröstur Þórhallsson, skóla- skákmeistari Reykjavikur. hverfum Stór-Reykjavikursvæð- isins og er umhugsunartiminn á keppanda 20 minútur á hverja skák. Helgina 5.-6. september verður sveitakeppni milli unglinga úr Reykjavik og unglinga búsettra utan höfuðborgarinnar og einnig annar hluti hverfakeppninnar, fjórar sveitir. Helgina 12.-13. þema, en timaritið kemur fjórum sinnum Ut á ári. Fyrsta heftiö kom út i april sl. og fjallaði um störf að félagsmálaráðgjöf á þessum áratug. Um 1500 áskrif- endur munu vera að timaritinu. Fulltrúi tslands i ritstjórn er Sig- rún JUliusdóttir. Aðalerindi ráðstefnunnar á Laugarvatni var fyrirlestur Kurt Sjöströms um þróun samfélags- gerðar og íélagsmálapólitikur. Sýndi hann fram á samhengi efnahagsþróunar og stefnunnar i félagsmálum. Varaði hann sér- staklega við afleiöingum af ,,ný- frjálslyndi Chicagoskólans”, þar sem gert er ráð fyrir að félagsleg aðstoð verði á vegum einka- rekstrar (Kenningar Milton Friedmans og félaga). A blaðamannafundi sem haldinn var i lok ráöstefnunnar var sagt frá verkfalli félagsráð- gjafa i Danmörku, sem staðið hefur í marga mánuði. Verkfalls- sjóðir félagsráðgjafanna dönsku eru uppurnir og hafa fagfélög annarra opinberra starfsmanna hlaupið undir bagga með þeim. Þá hefur verið gerð tilraun til að setja á þá verkbann — og þeir hafa staðið i striði við verkfalls- brjóta. Enn er ekki sýnt hvernig þessi barátta mun fara. 1 félagi islenskra félags- ráðgjafa eru um 60 manns, þar af eru um 7 starfandi utan höfuð- borgarsvæðisins. Ljóst er að mik- ið starf og skipulagning stendur fyrir dyrum hjá þvi opinbera og félagsráðgjöfum. —óg. september tefla tveir eldri skák- meistarar tvær skákir og þær hverfasveitir tvær sem eftir eru keppa til úrslita. Þeir Tómas og Þröstur hafa á undanförnum árum tekið mjög virkan þátt i starfsemi TR. Þeir hafa teflt á fjölmörgum skákmót- um, ma. hefur Tómas þrivegis keppt i'útlöndum og Þröstur einu sinni. Þeir hafa náð góðum ár- angri á skákmótum og hafa að matistjórnarTRveriðum margt jafnöldrum sfnum til fyrirmynd- ar. Þykir stjórninni þvi viðeig- andi að þeir tefli fyrstu skákina á Uttaflinu. Ekki er að efa að hún verður spennandi þvi þeir félagar hafa tvivegis orðið efstir og jafnir i mannmörgum mótum. 1 Urslita- keppni sem fram fór i mars s.l. milli skólaskákmeistara Ur 1.-6. bekk grunnskólans i Reykjavik urðu þeir að heyja aukakeppni og hið sama varð ippi á teningnum á landsmóti skólaskákar i Varma- hlið 8.-10. mai s.l. A fyrra mótinu sigraði Þröstur og hlaut titilinn „Skólaskákmeistari Reykjavik- ur” og á hinu siðara sigraði Tóm- as og hlaut titilinn „Skólaskák- meistari Islands”. Gróska í listiðnaði: 24 lístiðnaðarmenn sýna í Danmörku i október og nóvember munu verk 24 islenskra listiðnaðar- manna sýnd i Frederikshafn og Tönder i Danmörku. i Frederiks- havn hafa árlega frá 1973 verið haldnar sýningar á þeim listiðn- aði sem bestur gerist i hverju Norðurlanda og kallast „pejl- ing”. islensk sýning er nú haldin Dúóí Djúpinu i kvöld leika þeir John Tchicai, altsaxistinn þekkti, og Askell Másson dúó i Djúpinu, en þeir rifja nú upp gamlar minn- ingar nieð sumum áheyrenda sinna, þvi þeir léku saman á Montmartre i Kaupmannahöfn fyrir uþb. 10 árum. Á undan leikur islenskt jasstrió. þar i iyrsla sinn. Þessi stóra samsýning er til marks um hina miklu grósku sem nú er i islenskum listiönaði, og kom fram á blaðamannafundi islenskra aðstandenda i Norræna húsinu i gær, að þessi sýning markarlok eins annasamasta árs isögu islensks listiðnaðar. Islend- ingar sýndu i Hasselby-höll i Svi- þjóð i byrjun árs, listiönaðarsýn- ing var á Kjarvalsstöðum fyrr i sumar, Textilfélagiö átti hlut að fatahönnunarsýningu i Finnlandi nU i' ágúst, og eru þá ótaldar hinar ýmsu einkasýningar. Verk islenskra listiönaðar- manna hafa vakið mikla athygli á þessum sýningum og öðrum, og jafnvel komið á óvart á Norður- löndum, þar sem hingaö til hefur verið álitið að kothokriö eitt væri við lýði á íslandi i þessum efnum sem öðrum. Boð Frederiksstad- manna barst islendingum fyrir milligöngu Norræna hússins, sem hefur staðið undir kostnaði og vinnu við samsöfnun verka, send- ingar þeirra og annan undirbún- ing sýningarinnar á islandi ásamt Stefáni Snæbjörnssyni innanhússarkitekt. Stefán og þeir listamannanna sem á blaðamannafundinum voru hrósuðu mjög þætti Norræna hússins, og sögðu, aö þetta kynn- ingarstarí væri illhugsandi án þátttöku þess, en Ann Sanderlin var hin hógværasta, og taldi að svona nokkuð væri húsinu bæði skylt og ljúft, þvi að tilgangur þess væri ekki einungis að kynna Norðurlönd mörlandanum, held- ur einnig okkur þar. tslensku listamennirnir sem þátt taka i sýningunni eru sem áður segir tvær tylftir, og sýna verk Ur fernskonar efniviði. Keramik .senda Borghildúr óskarsdóttir, Edda óskarsdóttir, Elisabet Haraldsdóttir, Gestur Þorgrimsson, Jóna Guðvarðar- dóttir, Jónina Guönadóttir, Kol- brún BjörgUlfsdóttir, SigrUn Guð- jónsdóttir og Steinunn Marteins- dóttir. Gull- og silíurmuni sýna þau Guðbrandur J. Jezorsky, Hjördis „Minmsmerki” textílverk eftir Rögnu Róbertsdóttur Gissurardóttir, Jens Guðjónsson og Jón Snorri Sigurösson. Um ýmisskonar tekslilverk (vefnaður, fatahönnun ofl.) sjá Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Eva Vilhelmsdóttir, GuðrUn Auðunsdóttir, GuðrUn Gunnars- dóttir, Hulda Jósefsdóttir, ina Salóme Hallgrimsdóttir, Ragna Róbertsdóttir, SigrUn Guðmunds- dóttir, Sigriður Jóhannsdóttir og Leifur Breiðfjörð. SigrUn Einarsdóttir sendir listaverk Ur gleri. Sýningin i Frederikshavn hefst 2. október, en rétt fyrir mánaöar- mót flyst sýningin til Tönder, og lýkur þar i desemberbyrjun. Sýning islendinganna verður i Bangsbosaíni, sem er gamall herragarður frá fjórtándu öld, en þar hafa aðrar norrænar listiðn- aðarsýningar einnig farið fram. — m. Keramik eftir Steinunni Mar- teinsdóttur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.