Þjóðviljinn - 25.08.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 25. ágúst 1981
íslenska járnblendifélagið hf.
vill ráða
RAFVIRKJA
frá og með 1. október n.k. Starfið er fólgið
i viðhaldi og viðgerðum á rafbúnaði verk-
smiðjunnar að Grundartanga.
Nánari upplýsingar veitir Adolf Ásgrims-
son i sima 93-2644.
Umsóknir skuiu sendar Islenska járn-
blendifélaginu hf. á þar til gerðum um-
sóknareyðublöðum, sem fást á skrifstofu
félagsins á Grundartanga og Tryggvagötu
19, Reykjavik, svo og Bókaverslun
Andrésar Nielssonar hf., Akranesi, fyrir 1.
september 1981.
Endurnýja þarf eldri umsóknir.
Grundartanga 19. ágústl981.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
VERKAMENN
við lagningu jarðsima i nágrenni Reykja-
vikur og i Gnúpverjahreppi.
Nánari upplysingar verða veittar hjá
starfsmannadeild stofnunarinnar.
Frá Gruiuiskólanum
á ísafirði
Þrjá kennara vantar að Gagnfræðaskól-
anum á isafirði (7.-9. bekk).
Aðalkennslugreinar: íslenska, danska og
eðlisfræði/liffræði.
Umsóknarfrestur er til 31. ágúst n.k.
Upplýsingar gefur Kjartan Sigurjónsson,
skólastjóri, i simum 94-3845 og 94-3874.
Skólanefnd.
Svæðisstjjórn
Reykjavikur
um málefni þroskaheftra og öryrkja hefur
opnað skrifstofu að Tjarnargötu 20. 101
Reykjavik, simi 21416.
Skrifstolan veröur opin virka daga, nema
laugardaga, lra kl. 9—13. Viðtalstimi
framkvæmdastjóra mánudaga og mið-
vikudaga kl. 10—12.
Laus staða
Við Mennlaskóianii á Akureyi i er iaus til umsóknar staða
kennara i þýsku (2/3 stööu;
Laun samkvæmt launakerli siarlsmanna rikisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum uppiýsingum um námsferil
og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 20. september n.k.
Umsóknareyðublöö fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
21, ágúst 1981.
Kennara vantar
við gagnfræðaskólann i Hveragerði.
Æskilegar kennslugreinar enska, stærð-
fræði og lesgreinar. Upplýsingar gefur
Bjarni Eyvindsson i sima 99-4153 og Val-
garð Runólfsson i sima 99-4288 og 4232.
Minning
Jón Kristjánsson
frá Kjörseyri
Fæddur 2. maí
1908 — Dáinn
12. ágúst 1981
Jón var fæddur að Bæ i Hrúta-
firði 2. mai 1908.
Foreldrar hans voru Margrét
Sigvaldadóttir frá Heydal og
Kristján Jónsson i Bæ. Jón ólst
uppmeðforeldrum sinum i Bæ og
siðar að Kjörseyri.
Hann hóf búskap aö kjörseyri
1935, eða nokkrum arum eítir að
faðir hans lést, og kvæntist um
svipað leyti eftiriifandi konu sinni
Ingigerði Eyjólfsdóttur frá Sól-
heimum.
Eftir að Jón hóf búskap á
Kjörseyri starfaði hann mikið að
félagsmálum, einkum þó að
búnaðarmálum, var um langt
skeið formaður Búnaðarfélags
Bæ jarhrepps.
Mörg hin siðari búskapará sin
vann hann mikið á vegúm mæði-
veikinefndar, sem aðstoðar-
maður hjá Guðmundi Gislasyni
lækni.
Eftir að hann hætti búskap og
fluttist til Reykjavikur var hann
fastur starfsmaður hjá Rann-
sóknarstöðinni á Keldum. Þar
vann hann æ siðan, meðan heilsa
hans entist.
Siðustu ár sin þjáðist hann af
hjartasjúkdómi, sem dró hann til
dauða 12. þessa mánaöar.
Eg hef nú, i örstuttu máli,
tiundað lifshalup Jóns á Kjörs-
eyri.
Sennilega mun þvi einhver
hugsa og jafnvel mæla að hér
verði amen eftir efninu.
Ég er þó á öðru máli, þvi mér
finnst, aðenn sé flest það ósagt,
er ég vildi sagt hafa. Mun þó fátt
verða sagt af þvi er á hugann
leitar.
Það er þa fyrst, að mér finnst
hún nú þynnast ærið hratt, su
fylking samferðamanna er ég
hefi haft mestsaman við að sælda
á liðnu æfiskeiði.
Það erþað annað, að mér finnst
það i senn nöturlegt og broslegt,
að ég, sem hef fleiri ár aö baki en
flestir þeirra sem gegngnir eru,
skuli vera olan moldar og
reyna af góðum vilja en litilli getu
að minnast hinna látunu vina
Ég man vel eftir Jóni, sem sjö
ára snáða, þegar hann var að
sýna okkur, hvað hann væri
mikill karl, með þvi að drekka úr
blekbyttunum. Hann var okkar
langyngstur og við höfðum öll
mikið dálæti á honum, og sama
var að segja um kennarann,
Elskuna hans Þórbergs.
Árin liðu. Löngu seinna lágu
leiðir okkar saman i ungmenna-
félaginu. Hann reyndist mér
góður og skemmtilegur íélagi.
Við áttum lengst aö sækja á ung-
mennafélagsfundina, að Borgum.
Urðum viðþvioftsamferða fram
og til baka og fannst mér þessar
ferðir stundum vera skemmti-
legri en sjálfir fundimir.
Svo kom kreppan. Þá i'óru
margir, einkum hinir yngn, aö
skoða veröldina i nýju Ijósi. Þar á
meðal við Jón ásamt ýmsum
öðrum er voru á svipuðu reki
Við sem þannig vorum sinnaðir
þarna i Hrútaf irðinum stofnúðum
félag, er við nel'ndum Félag rót-
tækra alþýðumanna. Seinna
Kommúnistaflokknum og siðar
Sósialistallokknum og Jón var
enn með.
En, fyrir kosningarnar 1942,
hefur honum vist fundist sem
mælirinn væri troðinn, skekinn og
fleytifullur. Hann sagði skilið við
okkur sósialista og lann okkur
það helst til foráttu, að Sósialista-
flokkurinn hefði enga nothæfa
stefnu i málefnum bænda. Hafði
hann þar lög að mæla, þvi meðan
Idljanskan mótaði bændapólitik
Sósialistaflokksins var hún ekki
upp á marga fiska.
Árinliðu. Við Jón vorum æriðoft
á öndverðum meiði og deildum
um bæði héraðsmál og landsmál.
Minn hlutur var þó stundum
stórum verri. Það kom l'yrir að ég
notaði þaövopn gegn honum, sem
hann kunni ekki að verjast. Það
var háð og kerskni i bundnu máli.
En slikar erjur jöfnuðust þó út
vonum fyrr.
Þrátt fyrir allt reynd-
ust forn vináttubönd okkar
svo sterk, að ýfingar um litilfjör-
leg dægurmál náðu aldrei að
granda þeim.
Þetta kom þó aldrei betur i' ljós
en eftir að Jón var fluttur til
Reykjavikur.
Aldrei brást það, að hann sækti
mig, ef hann vissi að ég væri
staddur i bænum. Og átt hefi ég
marga ógleymanlega ánægju-
stund á heimili þeirra hjóna.
Meiri gestrisni og hlýju hefi ég
ekki notið annarsstaðar, þóttviða
hafi verið vel til min gert.
Það varð enn til að auka á-
nægjuna, að þá lágu leiðir okkar
saman á flestum sviðum. Áhuga-
mál okkar höfðu færst i sama far-
veg. Við höfðum fjarlægst dægur-
málin, en hugur okkar beggja
hafði hneigst að þjóðlegum
fræðum. Er það að visuekkieins-
dæmi um menn, þegar aldurinn
færist yfir. Einhverjir munu ef-
laust kalla þetta flótta frá nú-
tiðinni, sem við skiljum ekki, en
leitum að stormahléi í liðinni tið.
Ég vil svo enda þessar ’fátæk-
legu hugleiðingar með því að
segja frá einni endurminningu,
þar sem við Jón komum báðir við
sögu, endurminningu, sem
löngum hefir yljað mér um
hjartarætur.
Ásjötugsafmæli minu fyrir átta
árum, efndu nokkrir vinir minir
til mannfagnaöar á þessum
timamótum lifs mins.
1 hófi þessu voru íluttar
margar.ræður og á mig borið
meira lof en ég fékk undir risið.
Þótt ljótt sé til frásagnar er
flest af þvi, sem þarna var sagt.
liðið mér úr minni.
Þó er þar ein undantekning.
Það var ræðan, sem Jón Krist-
jánsson flutti þarna. Hún hefir
yljað mér um hjartarætur, fram
til þessa dags.
Flestir sem þarna voru saman-
komnir þekktu mig aðeins ai
skrifum mi'num eða sem gest i
Reykjavik.
En Jón þekkti mig sem bónda
og hvernig ég hagaði mer i dags
ins önn , norður i Hrútafirði. Hann
dró heldur enga dul á að við
hefðum oft deilt og deilt hart.
Eneinsog rauðurþráður gekk i
gegnum þessa ræðu alla dreng-
lyndi flytjandans, vinátta og
hjartahlýja, i garð þess, sem
ræðunni var beint til.
Það eru þessar minningar, sem
eru mér efstar ihuga nú, þegar ég
kveð Jón á Kjörseyri, þakka
honum fyrir samfylgdina og óska
honum góðrar ferðar og gleði
rikrar heimkomu, nandan við
móðuna miklu.
Að endingu færi ég svo ekkjt
hans og bömum þeirra minai
innilegustu samúöarkveöjur.
Norðurfirði á Strönduni,
14. ágúst 1981
Skúli Guðjónsson,
Ljótunnarstöðum.
LOGTÖK
Eftir kröiu tollsijórans i Reykjavik og að
undangengnum úrskurði verða lögtök
látin íram lara án frekari fyrirvara á
kostnað gjaidenda, en ábyrgð rikissjóðs,
að átta dögum liðnum frá birtingu
þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum
gjöldum:
Söluskatti fynr aprii, mai og júni 1981 svo
og nýáiögðum viöbótum við söluskatt.
VÖrugjaldi skv. 1. nr. 77 1980 og skv. 1. nr.
107 1978 fyrir aprii, mai og júni 1981.
ÁfÖllnum og ógreiddum skemmtanaskatti
og miðagjaldi, svo og söluskatti af
skemmtunum, skipulagsgjaldi af
nýbyggingum, gjaidföllnum lesta-, vita-
og skoðunargjöldum af skipum, gjald-
föllnum þungaskatti af disilbifreiðum,
skatti samkvæmt ökumælum og
skoðunargjaidi bifreiða og vátryggingar-
iðgjaldi ökumanna fyrir árið 1981, al-
mennum og sérstökum útflutnings-
gjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af
skipshöfnum ásamt skráningargjöldum.
Borgarfógetaembættið i Reykiavík
20. ágúst 1981.
Stuðningsfjölskylda!
Unglingsstúlku bráðvantar herbergi á
leigu, helst hjá fjölskyldu er gæti veitt
henni stuðning og leiðsögn. Nánari upp-
lýsingar veitir undirrituð milli kl. 9 og 17 i
sima 29000 — 496 eða 597 — og eftir kl. 17 i
sima 18895.
Hrefna ólafsdóttir
félagsráðgjafi.