Þjóðviljinn - 25.08.1981, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SlDÁ 1
(þeir sem nefndust ,,A”, ,,B” og
,,C”) játuðu aöild sina að málinu
og leystu frá skjóðunni. Þeir stað-
festu.frásögn Finochietti i öllum
atriðum og gáfu upplýsingar sem
leiddu til þess að þau fimm lik,
■sem enn voru ófundin, komu i
leitirnar: höfðu þau verið falin i
yfirgefinni námu.
Lék tveimur
skjöldum
En yfirheyrslur yfir þessum
mönnum leiddu fleira i ljós: þeir
sögðust nefnilega hafa verið ■
sendir á vettvang til að myrða
Massie og komast yfir mjög
mikilvæg skjöl, sem hann hefði I
haft i fórum sinum. Þeir vissu *
ekki sjálfir um innihald skjal-
anna, en rannsóknardómaranum
tókst þó að fá ýmsar upplýsingar I
um þau. Svo virtist sem Massie 1
hefði mjög leikið tveimur
skjöldum. Hann hafði tekið þátt i
alls kyns svindlbraski og jafnvel
haft i huga að stofna samtök sem 1
væru enn harðari en SAC til að
berjast gegn hinni nýju stjórn
Frakklands með alls kyns undir-
róðursstarfsemi og spellvirkjum. '
En til að tryggja stöðu sina hafði
hann safnað að sér margvislegum
skjölum og heimildum um starf- I
semi SAC og undirferli til að geta ’
notað þetta allt til að kúga félaga
samtakanna og ógna þeim ef þeir I
væru eitthvað á hans vegi. Ekki
tókst að fá nákvæmar heimildir
um innihald skjalanna, en talið I
var að meðal þeirra hefði verið
spjaldskrá um félaga SAC og
einnig skýrslur um ýmis belli-
brögð samtakanna, — sprengju-
tilræði gegn róttæklingahópum og
Serkjum, undirferli gegn þjóð-
ernissinnum i Korsiku og jafnvel
„banatilræði” gegn Giscard
d’Estaing i Korsiku snemma á
þessu ári sem látið var lita út eins
og það væri verk þjóðernissinna
en marga grunaði þó að runnið
væri undan rifjum SAC, og hefði
átt að auka vinsældir hans þegar
fylgi hans var i rénun.
Eftir þessar uppgötvanir álitu
flestir að þetta morðmál væri af
pólitiskum toga spunnið: þeir
fjórir menn, sem játað höfðu
þátttöku sina i morðunum, þ.á.m.
Finochietti, voru allt of litilsgildir
til að hafa getaö skipulagt þetta
sjálfir, og augljóst var að þeir
höfðu haft foringja — hinn dular-
fulla „Z” — sem hlýtt hefði ein-
hverjum æðri fyrirskip-
unum. Deilur Massie og
Maria virtust þó ekki nægileg
ástæða fyrir morðunum, en hins
vegar þóttu leyniskjölin nokkur
skýring. Ekki var alveg ljóst hvað
um þau hefði orðið: árásarmenn-
irnir töldu að ,,Z” hefði fundið
tösku með skjölum á heimili
Massie og haft hana á brott með
sér, en orðrómur var uppi um að
Massie heföi sjálfur komið hluta
þeirra i örugga geymslu nokkru
fyrir morðin.
Skjölin finnast
Erfitt var að komast lengra, þvi
að sá maður, Lionel Collard að
nafni, sem ýmsir árásarmann-
anna sögðu að verið hefði foringi
hópsins, neitaðí öllu, An játningar
hans var ekki hægt aö fá nokkurn
botn i málið og þvi siður finna
hlutdeild Maria og Debizet i þvi.
Það bætti ekki úr skák að gjald-
keri SAC i Marseille, sem talinn
var mikilvægt vitni, hafði horfið
um miöjan mai og reyndist
ógerningur að finna hann. Enn
einu sinni efuðust fréttamenn um
aö hægt yrði að fletta ofan af
þessu máli meir en orðið var.
En föstudaginn 14. ágúst
gerðust enn einu sinni mjög
óvæntir atburðir: eftir ein- I
hverjum krókaleiðum, sem ekki ■
hefur veriö skýrt frá, bárust
rannsóknardómaranum i hendur
leyniskjöl Massie eða stór hluti I
þeirra: þetta voru aö sögn 800 1
blaðsiður af skjölum og var það
eitt gefið upp að þetta væru frum-
rit. Eftir þetta frestaði rann- I
sóknardómarinn frekari yfir- ■
heyrslum i hálfan mánuð meðan I
verið væri að kanna allt þetta
mikla lestrarefni. Búist er þvi við
miklum uppljóstrunum, og 1
einkum vonast menn til að fá svör I
við spurningu sem brennur öllum
á vörum: hver eru tengsl Gaull-
istaflokksins nú við allt þetta ■
glæpahyski?^ e.m.j. I
. JkJspl \
W'-r, J j J I
HjP , I' - •... .#<\ %£
* íi
Wm ^ -j^
Hópurinn sem kom hingað til lands á laugardag fær sér kaffisopa f Stúdentakjallaranum áður en lagt er úti rokiö. Ljósm.—gel—
„Verð stöðugt gagn-
rýnni á hlutverkin”
— segir Julie Christie, sem vinnur hér við kvikmynda-
töku ásamt breskum kvikmyndagerðarkonum
„011 vinna i myndinni er unnin
af konum, nema hvað nokkrir
karlmenn eru i litlum hlut-
verkum. En alla vinnu t.d. viö
leikmynd, leikmuni og tónlist, sjá
konur um. Til þessa hafa karl-
menn nánast einokað alla tækni-
vinnu i kvikmyndum” sagði Sally
Potter leikstjóri myndarinnar
„Gull” (vinnuheiti) sem þessa
dagana er verið að taka uppi á
Langjökli. Megnið af myndinni er
tekið erlendis, en atriði úr endur-
minningum aðalpersónunnar
Ruby, sem leikin er af Julie
Christie, hafa islenskt jöklalands-
lag að bakgrunrii.
Bresku kvikmynda-
gerðarkonurnar komu hingað til
lands á laugardag og verða hér
framyfir mánaðamót. Kvik-
myndin hefur hlotið styrk frá
British Film Institute og hefur
undirbúningur staðið yfir i all-
langan tima.
Sally, sem ásamt Lindsey
Cooper, (sem semur tónlistina)
og Rose English, (sem gerir leik-
mynd), samdi handrit myndar-
innar og sagði hún að það heföi
tekiö talsverðum breytingum
eftir að. fariö var að æfa með
leikurunum fyrir u.þ.b. 6 vikum.
„En nú erum við búnar að
negla handritið niður orð fyrir orð
og þá er bara að byrja að taka.”
Sally er menntaður danshöfundur
(kóreógraf) og dansari og sagöist
hún"hafa gengið á sama listaskóla
og Colette Lafont, sem leikur
annaö aðalhlutverkið. „Það
verður mikil kóreógrafia i mynd-
inni óg tónlistin gegnir einnig
þýðingarmiklu hlutverki” sagði
Sally ennfremur . (Þess má geta
aö Sally kom hér i hitteðfyrra
með „The feminist Impr.
group”.)
Efni myndarinnar er erfitt að
tiunda. en hún fjallar um tvær
konur, lif þeirra, uppgjör við for-
tiö og nútið og afstöðu þeirra til
sjálfra sin og þjóðfélagsins.
Við ræddum stuttlega við þær
Lindsey Cooper og Julie Christie
aðloknum blaðamannafundinum,
sem haldinn var i Stúdenta-
kjallaranum. Þær höfðu mikinn
áhuga á að vita eitthvað um
islenskt menningarlif, — kvik-
myndir, leikhús og bókmenntir,
og hvort hægt væri að fá forn-
sögurnar á ensku. Julie hafði þó
mestan áhuga á að ná sér i góða
islenska vettlinga, enda var
grenjandi stormur og rigning
þegar þær komu til landsins. Julie
sagðist hlakka mjög til að vinna
þetta verkefni, ekki sist vegna
þess aö konur vinna öll verk.
„Og að vinna með konu sem
leikstjóra er sjaldgæf ánægja,”
sagði hún.
Viö spurðum hana ennfremur
hvaöa áform hún heföi, — hvort
hún hygðist minnka við sig kvik-
myndaleik, en undanfarin ár
hefur hún leikið fremur litið.
„Nei, ég lék i mörgum kvik-
myndum þegar ég var i Ameriku,
en svo fékk ég nóg af verunni þar
og sneri til Bretlands. Þaö tók
nokkurn tima fyrir mig aö
komast aftur i gang þar og nú hef
ég orðið meira en nóg aö gera”.
Julie, sem hóf feril sinn sem
leikkona hjá Royal Shakespeare
Company i London sagðist ekki
hafa leikiö á sviði siðan hún lék á
Broadway fyrir fimm árum, en
gjarnan vilja gera það aftur ef
viöfangsefnið væri spennandi.
„Ég verð æ gagnrýnni á þau
verkefni sem mér eru boöin og ég
neita stöðugt verkefnum, vegna
þess að mér finnst þau ófullnægj-
andi.” sagði Julie.Þegarhún haföi
fengið vitneskju um að nóg væri
öl af vettlingum i hafurtaski
hópsins, var hópurinn kvaddur
með ósk um góða ferö og betra
veður.. Þs
Julie Christie: Hlakka til verkefnisins
Sally Potter: Allt unniö af konum.