Þjóðviljinn - 25.08.1981, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 25. ágúst 1981 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5
Þróttheimar á Reykjavíkurviku:
Utihátíöin flutt inn-
fyrir þröskuldinn
Krakkarnir i Þróttheimum sem
ætluðu að halda útihátiö fyrir
þroskahefta á sunnudaginn létu
þaö ekki á sig fá þótt veðrið
brygðist og öðrum útiatriðum
væri aflýst, þau fluttu bara sam-
komuna innfyrir þröskuldinn.
Þar var glatt á hjalla og komu
um 280 börn til hátiðarinnar um
daginn, en á annað hundrað um
kvöldið þegar haldin var veisla
fyrir eldri hópinn.
Heimafólk stóð fyrir skemmti-
atriðum. en hljómsveitin Kaktus
söng og spilaði, sýning var i
brúðuleikhúsi og kók og Tomma
hamborgarar voru veittir að
kostnaðarlausu.
Þetta er i annað sinn sem slik
hátið er haldin i Þróttheimum
eftir að samstarf hófst með æsku-
lýðsráði borgarinnar og For-
eldrafélagi þroskaheftra barna.
Er ekki annað að sjá á meðfylgj-
andi myndum, sem —gel— tók á
hátiðinni, en að allir hafi skemmt
sér hið besta.
■■
Áttu húsnæði fyrir okkur?
Hvað á nú til bragðs að taka? Við erum 18 og 19 ára,
erum utan af landi og þurfum að sækja skóla suður i vetur.
En nú strandar allt á þvi að við fáum hvergi inni i
Reykjavik. Við viljum ekki hætta námi, en þurfum jafn-
framt að fá húsnæði. Skyldi nú ekki einhver vita um litla
ibúð, sem hægt væri að leigja reglusömu pari i vetur, td.
einhver sem kannast við álika vandræði frá gömlu skóla-
árunum.
Mikið yrðum við þakklát ef einhver gæti bjargað þessu
og þá hringt i sima 96—61739 eftir kl. 19. Góðri umgengni
heitið og reglusemin er fyrir hendi.
Nemar i vanda staddir.