Þjóðviljinn - 25.08.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.08.1981, Blaðsíða 1
UuÐVIUINN Þriðjudagur 25. ágúst 1981 — 186. tbl. 46. árg. 2% hækkun á mánuði __7----á fasteigna- Ókeypis í strætó: Helmingi fleiri farþegar Þrátt fyrir leiðindaveður á sunnudag voru þeir fjölmargir sem tóku afmælisboði SVR og fóru ókeypis i strætó þann dag. Töldu vagnstjórar að farþegar hefðu verið um helmingi fleiri en venja er til og siðdegis var áberandi að heilu fjölskyldurnar tóku sér ferð borgarendanna á mdli, fram og til baka. I vögnunum var skilti, — verið vel- komin, ókeypis í strætó i dag og voru menn i hátiðaskapi eins og vera ber þegar strætó er fimmtugur. A laugardeginum, sýndu vagnstjórar nákvæmnis- akstur á Kirkjusandi og þrátt fyrirhifandi rok og rigningu voru margir sem fylgdust með úr strætisvögnunum. Nákvæmnisakstur á Kirkjusandi. Ljósm. —gel. Öðruvísi mér áður brá: Gervasoni í stjórn- skipaða nefnd! Eftir að franski liðhlaup- inn Patrick Gervasoni var leystur úr haldi og mál gegn honum látin niður falla var hann kosinn ritari einna af nokkrum samtökum and- stæðinga herskyldu, GARM. Þau samtök hafa nú tilnefnt þennan ritara sinn i stjórn- skipaða nefnd, sem á að endurskoða lögin um her- þjónustu i Frakklandi. Auk Gervasonis eiga sæti i nefnd- inni þingmenn og herfor- ingjar. Skv. heimildum blaðsins er Patrick Gervasoni af þessu tilefni væntanlegur á fund hermálaráðherrans Hernu 15. september nk, og má með sanni segja að skjótt hafi veður skipast i frönsku lofti þegar liðhlaupinn hund- elti er farinn að funda með herráðamönnum um fram- tiöarskipan herþjónustu. — m Skipulagsnefnd: Grjótaþorpið var samþykkt í gær 1 gær samþykkti skipulags- nefnd deiliskipulag aö Grjóta- þorpi og er það fyrsta varðveislu- skipulagið sem gert hefur verið hér á landi. Þrir fulltrúar meiri- hlutans samþykktu deiliskipu- lagið en tveir fulltrúar Sjálf- stæöisflokksins voru á móti. Borgarráð og borgarstjórn fá málið nú til umfjöllunar. Sigurður Harðarson, formaður skipulagsnefndar, sagði i gær að með deiliskipulaginu væri búið að leysa erfiðasta skipulagshnút borgarinnar frá upphafi. Þegar skipulagið hefur verið samþykkt i borgarstjórn geta fasteignaeig- endur i Grjótaþorpi i fyrsta sinn i sögunni fengið að vita hvaða rétt þeir hafa til uppbyggingar á lóð- um sinum og um leið hvaða verð- mæti þeir eru með i höndunum, sagði Sigurður. Það eitt er mikil framför. Sigurður sagði að með sam- þykktinni væri i fyrsta sinn stuðlað að varðveislu heils svæðis með skipulagsaðgerðum og þvi markaði deiliskipulagið timamót. Reynslan af framkvæmd þess mun væntanlega verða fordæmis- skapandi og til viðmiðunar við mótun skipulagslöggjafar okkar, n sagði Sigurður, en hún er ákaf- lega vanþróuð með tilliti til varð- veilsu enda er það hugtak ekki að finna i lögunum. — Hvað viltu segja um við- brögðin við þessu skipulagi og af- stöðu Sjálfstæðisflokksins? Deiliskipulagið hefur hlotið góðar undirtektir, sagði Sigurður. Hvað afstöðu Sjálfstæðisflokksins varðar, þá er greinilegt af bókun þeirra að þeir eru tilbúnir til þess að halda þessu i hnút áfram vegna ýmissa aukaatriða, sem þeir setja fyrir sig. Annars er þessi bókun i svo miklu ósam- ræmi við allan framgang málsins og afstöðu þeirra á fyrri stigum að hún er naumast marktæk. Tvi- skinnungurinn er einnig áber- andi. Þeir segja annars vegar að ekki sé með skipulaginu nóg aö gert i friðunarmálum og of fá hús friðuð en hins vegar leggja þeir til að allt norðan Bröttugötu að Vesturgötu verði^ rifið og bygg- ingamagn þar stóraukið. A þessu svæði eru einmitt þau hús sem Húsafriðunarnefnd rikisins leggur mesta áherslu á að verði vernduð. Sjálfstæðismenn hafa ekki komið fram með neinar til- lögur i þessu sambandi nema bilastæðahús og svo niðurrif og meira byggingamagn en þá til- lögu komu þeir með á siðustu stigum umfjöllunarinnar i skipu- lagsnefnd. Þessi málflutningur þeirra er gjörsamlega óábyrgur og i algeru ósamræmi við þá stefnumörkun um varðveislu þorpsins sem þeir höfðu sjálfir samþykkt áður, sagði Sigurður. Hjörleifur Stefánsson, arkitekt og Pétur Ottósson þjóðháttafræð- ingur unnu skipulagiö að Grjóta- þorpinu. — AI Konurtaka kvikmynd'l II Ánur Ki’acIm'q wmll i.iX L„i'Jll. i. Hópur breskra kvikmynda- gerðarkvcnna kom hingað til lands í storminn og regnið á laugardaginn og undirbúa nú kvikmyndatöku upp á Lang- jökli. Kvikmyndatakan mun standá fram yfir mánaðamót og er fjármögnuð með styrk frá British Film Institute. Annað aðalhlutverk myndar- innar leikur breska kvikmynda- leikkonan Julie Christie og er rætt við hana og stöllur hennar og sagt frá kvikmyndatökunni á bls. 7 hér i' blaðinu. „öll vinna við myndina er unnin af konum, nema hvað nokjcrir karlmenn eru i litlum hlutverkum. En alla vinnu t.d. við leikmynd, leikmuni og tónlist sjá konur um”, sagði Sally Potter ein af höfundum kvikmyndahandritsins i viðtali viö Þjóöviljann i gær. tn j li markaðnum A öðrum ársfjórðungi þessa árs hefur hækkun á fasteignaverði orðið nokkru lægri en hækkun byggingarkostnaðar á sama timabili. Fyrstu tölur Fasteigna- mats ríkisins benda til þess aö fasteignir hafi hækkað um 2% á mánuðieða 6% á öðrum ársfjórð- ungi, sem er mun minni hækkun en á hinum fyrsta. Mestu hækkanir á milli mánaða á þessu ári voru frá janúar til febrúar en minnstar frá mars til april. í lok fyrsta ársfjórðungs hækkuðu fasteignir um 3—4% á manuði. Fasteignaverð i júni var nálægt 45% hærra en gildandi fasteignamat. I fréttabréfi Fasteignamats rikisins kemur fram að hinir svo- kölluðu „visitölusamningar” gera það að verkum að heildar- verð fasteigna lækkar um 10% og útborgunarhlutfaller nálægt 60%, eða mun lægra en viðgengist hefur. Enn hefur Fasteignamat- inu ekki borist svo mikið magn af slikum samningum að áhrifa þeirra gæti beint i heildartölum um fasteignaverð en könnun á litlu úrtaki slikra samninga bendirtil ofangreinds. Þegar tiilit er tekið til lægra heildarverðs lækkar útborgunarupphæðin um 25—30%. Þó að heildarverð lækki bætir verðtryggingin það upp þannig að raungildi verðtryggðra samninga er ekki lægra en óverð- tryggðra. 1 fréttabréfinu kemur einnig fram að áberandi sé að áhvilandi visitölulán séu „reiknuð upp”. Eftir að lifeyrissjóðslán urðu visi- tölutryggð og farið var að reikna þau lán upp, hafa menn i auknum mæli gert sér grein fyrir þvi' hvað raunverulegar eftirstöðvar eru hærrien eftirstöðvar afnafnvirði. Sem dæmi má nefna að elstu lán- in, frá 1. júli 1974 hækka allt að fjórfalt. Þau hafa liklega veriö nokkuö snögg viöbrigöin frá sólinni i Nigeriu og i gjóstinn á Laugar- dalsvellinum á sunnudags- kvöldið. Þaö er Mc. Onwudiwe þjálfari nigersku knattspyrnu- mannanna, sem hér vappar, en umsögn um leikinn er á fþrótta- siðum i dag. — Ljósm. —gel— Sjá 10. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.