Þjóðviljinn - 25.08.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.08.1981, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 25. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 iþróttir 0 íþróttir g) íþróttir r Elstu menn fullyrtu, að aldrei hefði viðrað jafnilla til knatt- spyrnulandsleiks hér á landi eins og á laugardaginn, þegar islend- ingar unnu auðveldan 3-1 sigur á Nigeriumönnum. KSÍ-menn voru farnir að tvistiga á Laugardals- vellinum hálftima áður en leikur- inn skyldi hefjast, þvi þá voru Nigeriumenn ekki mættir til leiks. Hefur Afrikubúunum sjálf- sagt ekkert litist á veðrið, og lögðu þeir ekki af stað frá hóteli sinu, fyrr en 25 min. vóru i leik- inn. Ekki var hægt að sýna mikið i rokinu og regninu, en þó var mesta furða hve góðu spili Islendingarnir náðu i siðari hálf- leik á móti vindinum, og hefðu mörkin þá getað orðið fleiri, þannig misnotaði Marteinn Geirsson vitaspyrnu. Staðan i hálfleik var 1-0. Islendingar léku undan vindi i fyrri hálfleik og var þá um algera einstefnu að ræöa á mark Nigeriu. Strax á 6. min skoraði landinn sitt fyrsta mark og verður þaö aö teljast af ódýrari gerðinni. Árni Sveinsson er með knöttinn við hliðarlinuna á miðj- um vallarhelmingi Nigeriu- manna, hann hyggst gel'a fyrir markið, en þá tekst svo vel til, að boltinn tekur stóran sveig yfir markvörðinn, sem ætlaðiað gripa hann auðveldlega á vitapunkti, en i netið fer boltinn. 1-0. Fóru áhorl'endur, sem voru fáir, nú að búast viö súpu ,,a la mörk”, og vist er það að Islend- ingarnir sóttu stift, kannski of stift, og undirritaður var ekki al- veg sáttur við sóknarleik strákanna. 1 stað þess að leyfa Nigeriu- mönnum að sækja örlitið, og fá þá þannig úr eigin vitateig, pressuöu tslendingarnir þá um allan völl, og gálu þeim engan frið. Þetta leiddi til þess, að við vorum stanslaust i sókn, en and- stæðingarnir nánast með allt lið sitt inni i vitateig, og þvi fengu sóknarmenn okkar litiö sem ekkert svigrúm til athafna inn i vitateig Nigeriu. Verra var þó, að islensku strákarnir reyndu fá sem engin langskot i leiknum, og er það með öllu óskiljanlegt þar sem þeir höfðu 6—9 vindstig sér til hjálpar, auk þess sem mark- vörður Nigeriu virtist ekkert allt of öruggur i starfinu. Tvö þokkaleg skot áttu strákarnir okkar þó i fyrri hálf- leik. Ómar Toríason átti það fyrra. Hann fékk knöttinn á vita- teigslinú, og óvaldaður skaut hann ágætu skoti en rétt framhjá. Á 41. min. á Örn Óskarsson hörkuskot fyrir inna vitateig, en beint á markvörðinn. 1 millitiðinni munaöi litlu að okkur tækist að bæta við marki er Arni Sveinsson var heldur seinn til, eftir að markvöröurinn hafði misst knöttinn frá sér eftir laust skot Sigurlásar, sem hafði komist i gott færi. Þannig lauk þvi fyrri hálfleik með einu marki, þrátt fyrir ótal hornspyrnur Islendinga og stanslausa pressu á mark Nigeriumanna. Héldu sumir að nú myndi dæmið snúast við i seinni hálíleik. Þeir, sem hófu leikinn fyrir lsland voru: Guðm. B., Viðar, Marteinn, Sævar, Orn, Magnús, Árni, Ómar, Sigurlás, Lárus og Pétur. Guðmundur markvörður og Sigurlás skiptu i hálfleik fyrir Fimm léku sinn fyrsta landsleik á laugardaginn Þeir Guðmundur Baldurs- son (Fram), Ómar Torfason (Víking), Sigurður Lárusson (Akranesi), Ólafur Björns- son (Breiðablik) og Ragnar Margeirsson léku sinn fyrsta landsleik, er við lékum gegn Nigeriumönnum á laugar- daginn. Guðmundur og Ómar hófu leikiipi, en Ragnar stóö sig best nýliðanna, þó hinir stæðu fyllilega fyrir sinu. — B. Ekki eru islendingarnir á mynd þessari að fagna marki, heldur lyfta þeir höndum til merkis um að þeir vilji fá vitaspyrnu. Hana fengu þeir, þvi einn Nigeriumanna var nýbúinn að slá knöttinn frá marklínunni. Marteini tókst að skora úr vítinu, þó honum hafi brugðist bogalistin stuttu áður, eins og sést á mynd hér að neöan. —• Mynd: — gel —. Ísland-Nígería 3:0 sigur Islands í rigningu og roki Þorstein og Ragnar Margeirsson, og var greinilegt aö Guðni þjálfari ætlaði aö leyfa sem flest- um að spreyta sig. íslensku strákarnir voru ekkert að tvinóna við hlutina i byrjun seinni hálfleiks og tóku strax völdin þrátt fyrir rokið. Strax á 1. min. skallar Pétur framhjá eftir góða fyrirgjöf Lárusar. Minútu siðar er Pétur íelldur inn i vitateig og Eysteinn Guðmundsson dæmir vitaspyrnu. Marteinn tekur spyrnuna, en markvörðurinn ver laust skot hans enda búinn að hreyfa sig áður en Marteinn spyrnti. Áfram héldu strákarnir okkar að sækja, og til marks um yfir- burði Islendinga má nefna, að fyrsta skot Nigeriumanna sem svo getur kallast kom á 16. min. og tveimur minútum fyrr fengu þeir sina fyrstu hornspyrnu. Lárus hefðiátt aö geta bætt við marki á 17. min. en þá fékk hann boltann einn og yfirgefinn á vita- punkti eftir skot Arna Sveins i stöng, en skot Lárusar fór viðsfjarri markinu. Þremur minútum siðar leika þeir Pétur og Marteinn laglega saman upp að endamörkum, þar sem Pétur gel'ur l'yrir markið og Lárus skallar boltann snyrtilega inn — 2-0. Næstu minútur voru tiöinda- snauðar og leiðinlegar fyrir áhorfendur allt þangað til á 27. min. Árni Sveins tekur þá horn- spyrnu, sem Maggi Bergs fram- lengir á Lárus, en þeir hörunds- dökku slá boltann á linu-viti. Marteinn skorar nú úr vitinu, þó svo skot hans fari á mitt markið, þvi markvörðurinn var lagður af stað i annað hornið, áður en Marteinn spyrnti. 3-0. Það sem eftir var leiksins gerðist ekkert, er markvert getur talist, nema ef vera skyldi tið og gróf brot eins leikmanns Nigeriu- liðsins, sem ekki virtist sáttur við úrslitin, og voru sumir strákanna heppnir að sleppa frá stór- meiðslum. Lauk þvi leiknum með sigri landans 3-0. Leikur þessi gefur okkur þvi miður litla visbendingu um raun- verulega getu okkar. Til þess voru aðstæöur of slæmar, og and- stæðingarnir of lélegir. Þeir sem sluppu hvað best frá leiknum voru Pétur Ormslev, Marteinn og Lárus, en litið reyndi á vörnina, og ekkert á markveröina. Guðni þjálfari vildi greinilega gefa sem flestum leikmönnum tækifæri til að spreyta sig, eins og áður segir. Skipti hann fjórum leikmönnum útaf, Guðmundi, Sigurlási, Viðari og Ómari, og i staö þeirra komu inná: Þorsteinn Bj. Siggi Lár, Ólafur Björnsson og Ragnar Mar- geirsson, sem stóð sig best vara- manna. A hina reyndi litiö. Óliklegt er, að Nigeriumenn hafi nokkurn tima leikið knattT spyrnu i sliku veöri sem.á laugar- daginn var, og eflaust leika þeir betri knattspyrnu við betri skilyrði. Þó er ljóst að þeir eru eftibátar okkar i iþróttinni, en hversu lengi það verður skal ósagt látið. Við skulu vona að Nigeriumenn taki úrslitunum ekki of illa, en sumir áhorfendur töldu að skreiöarsamningar okkar við Nigeriu yrðu e.t.v. ekki endurnýjaðir. — B. A þessari mynd — gel —sjáum viö markvörö Nigeriu verja fyrra vlti Marteins. Skot hans var laust, auk þess, var markvörðurinn lagður af stað I hornið, áður en Marteinn spyrnti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.