Þjóðviljinn - 25.08.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.08.1981, Blaðsíða 4
4 SLÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 25. ágúst 1981 DJÚÐVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir úmsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . I.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Fétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. Lýðrœðiskrafa • Friðarrannsóknarmaðurinn Owen Wilkes hefur verið látinn laus úr varðhaldi i Svíþjóð. Hann er ekki sakaður um njósnir fyrir erlent ríki heldur er honum borið á brýn að hafa í heimildarleysi safnað upplýs- ingum um sænskar herstöðvar. Þessi skelfir hernaðar- yfirvalda hefur víða komið við. Rannsóknir hans leiddu til þess að Ný-Sjálendingar höfnuðu beiðni Bandaríkja- stjórnar um Omega-stöð á Nýja Sjálandi. ,,Við gátum sannað að þennan radíó-sendi mætti nota sem hjálpar- tæki fyrir bandarísku kjarnorkukafbátana, og leiðin til að gera þá óvirka væri einmitt að sprengja stöðvar af þessu tagi", sagði Wilkes í viðtali við Þjóðviljann 11. júlí sl. Ný-Sjálendingar vildu ekki gera sjálfa sig að skot- marki í atómstríði. • Wilkes hefur siðan tekið upp þráðinn í Ástralíu, Noregi og Svíþjóð, og upplýsingastarfsemi hans hefur hvarvetna vakiðathygli almennings og bræði yfirvalda, sem reyna að koma lögum yfir manninn. ,,Glæpur" Owen Wilkes felst einkum í hjólreiðum kringum her- stöðvar, en á þeim ferðum reynir hann að bera kennsl á tækjabúnað og setja hann í samhengi. í Noregi var það samhengið sem fór fyrir brjóstið á norskum herforingj- um. Þeir fengu Owen Wilkes dæmdan f yrir að haf a kom- ið upp um samhengíð í norskum herbúnaði. • í viðtali við Þjóðviljann lýsir Owen Wilkes ástæðunni fyrir áhuga sínum á tæknibúnaði herstöðva: ,,Aðalatr- iðið er að eðli þessa tæknibúnaðar er leynt fyrir íbúum þess lands, þarsem honum er komið fyrir. Almenningur veit ekki, eða á ekki að vita, hversu flækt við erum í hernaðarnet sem spannar allan heiminn. Og án þess að haf a innsýn í þetta samhengi getur viðkomandi þjóð ekki á frjálsum grundvelli tekið afstöðu til þess hvort hún æskir þessara tengsla við hernaðarkerf in eða ekki. Þetta er sérstaklega mikið alvörumál, þegar um það er að ræða, að reistar eru stöðvar, sem eru einboðin skotmörk í kjarnorkustríði við vissar aðstæður. Þegar tekið er tillit til þessara atriða er ekki hægt að verja leyndina sem hvílir yf ir uppbyggingu hernaðarkerfanna og þess vegna er það skylda okkar að f letta ofan af henni til þess að íbúar lýðf rjálsra ríkja geti fengið að taka afstöðu til þess sem er aðgerast." • Það er skiljanlegt að hernaðarsinnar skuli vilja þagga niður í mönnum eins og Owen Wilkes. Þeir eru vanir því að fá sitt f ram á lokuðum og leynilegum f und- um, þar sem stjornmálamönnum er settur stóllinn fyrir dyrnar. Þeir eru á móti því að vel upplýstur almenningur fái að taka afstöðu til þess sem er að gerast í uppbygg- ingu hernaðarkerfa. Þeir vilja halda almenningi fáfróðum í hernaðarmálum til þess að hægt sé að blekkja hann með einföldum áróðri. Þeir eru í raun á móti lýðræðinu sem þeir segjast vera að verja. — ekh. Almennt rugl • Morgunblaðið kemst að þeirri niðurstöðu með aðstoð breska vikublaðsins Economist að beita verði almennri skynsemi í afstöðu til kjarnorkuvopna og notkunar þeirra. I þessu skynsemistali Morgunblaðsins og Econo- mist varð aðalatriðið þó útundan. Þessi ágætu íhaldsblöð leiða það hjá sér að nefna aðalástæðuna fyrir vaxandi andófi gegn atómvopnum stórveldanna í Vestur-Evrópu- ríkjum. Hún er sú að Bandaríkin vilja koma fyrir í Vest- ur-Evrópu nýjum atómvopnum, sem eru þeirrar gerðar, að vaxandi líkur eru á því að þeim verði beitt innan tíðar. Jafnframt eru fram komnar kenningar um takmarkað atómstríð, sem aðeins er takmarkað í stórveldaskilningi, en myndi þýða gjöreyðingu í Mið-Evrópu. Ognarjafn- vægið var kenningsemalmenningur gat sætt sig viðí en hin nýja kenning vekur skelfingu. Og lítið verður fólk rórra við „almenna skynsemi" íhaldsblaða. „Almenn skynsemi" sem í vantar aðalatriði máls verður aldrei annað en almennt rugl. — ekh. klippt . Sprengja, sprengja Þeir töluðu mikið um sprengj- ur kratabroddarnir í kosninga- baráttunni fyrir alþingiskosn- ingarnar i desember 1979. Þeir höfðu þá fyrir stuttu sprengt eina rikisstjórn, og höfðu hátt um að sprengja margar fleiri á komandi timum. Þeir töluðu um að sprengja i loft upp sérhvert það samstarf, sem ekki lyti i einu og öllu þeirra eigin kokka- bók. En það var eins og kjósendum likaði ekki allt þetta sprengjutal og kærðu sig ekkert um að láta verkin tala i þeim efnum frekar en orðið var. Alþýðuflokkurinn tapaði i kosningunum fullum þriðjungi þess fylgis sem hann hafði notið hálfu öðru ári fyrr. Og siðan þá hafa hinir vig- reifu broddar Alþýðuflokksins ekki átt þess kost að sprengja rikisstjórnir i loft upp. Að brenna sitt eigið hús Nú mega þeir láta sér nægja að sprengja á sinum eigin heimavelli, að brenna sitt eigið hús. Og það logar glatt þessa dagana á flugeldasýningunni hjá sjálfsmorðssveit Alþýðu- flokksins. Þar er mikið um sprengingar. Fyrir tæpu ári siðan fóru fram formannsskipti i Alþýðuflokkn- um. Kjartan Jóhannsson ruddi þar geysi nú strið allra gegn öll- um, og enginn geti treyst næsta manni. Harmleikur um rógbera Varla er hægt að hugsa upp þær vammir eða skammir, sem Vilmundur lætur hjá liða að bera á „flokksbræður” sina, og sjálfsagt hvisla þeir sitt hverju um hann á bak. Vilmundur fullyrðir i sjón- varpi, að reynt hafi verið að teija fólki trú um að sjálfur væri hann drykkjusjúklingur eða vanheill á geðsmunum, nema hvort tveggja væri, — og hann hikar ekki við að fullyrða að það hafi veriö sjálfur formaöur Al- þýðuflokksins, sem staðið hafi fyrir þessari rógsherferð með dularfullu tali um „mannlegan harmleik”. Og Vilmundur spyr i ræðu þeir fundinn á Hótel Sögu, þegar blað þeirra hafði verið ritskoðað og stöðvað i prentsmiðjunni af útsendurum formannanna Kjartans og Sighvatar. 1 ræðu sinni á Hótel Sögu fer Vilmundur mörgum fögrum orðum um „drengskaparmann- inn” Jón B. Hannibalsson, sem hafi staðið með sinni ritstjórn! — Og öll þessi lofgjörð um krosstréð eina birtist i fyrsta tölublaðinu af málgagni Vil- mundar, i ræðunni sem þar er birt: — „Eina leiðin sem ég á er að boða til svona fundar með drengskaparmönnum eins og Jóni Baldvin Hannibalssyni....” Þessi orð má lesa á blaðsiðu 32 i blaði Vilmundar. En vei, — á blaðsiðu 20 í sama blaði Vilmundar kveður við annan tón. Þau orð eru greini- lega siðar skrifuð, þótt blaðsiðu- talið sé lægra. Þar segir: „En Alþýðublaðið hélt áfram að koma út i þessari viku. Af augljósum ástæðum er ritstjór- anum mikið i mun að segja sannleikann um Alþýðublaðs- deiluna: svik okkar og heiðar- leik sjálfs sin og flokksforyst- unnar.” Þarna hefur heldur bet- ur skipt um tón frá blaðsiðu 32, þvi svo bregðast krosstré sem önnur tré i rústum Alþýðu- flokksins. Þar stóð áður bú Alþýðuflokksins. L úr vegi Benedikt Gröndal, — kom i sjónvarpið og sagði að sér þætti svo einstaklega vænt um Gröndal, að hann mætti ekki til þess hugsa að hafa svo ágætan mann i formannssæti i Alþýðu- flokknum. — Best væri að hann tæki við sjálfur!! Óhusmlegir og tvöfaldir Vilmundur, sem talinn var skærust stjarna flokksins fyrir þremur árum, ætlaði hins vegar á þessu flokksþingi að láta sér nægja sæti varaformanns. En viti menn — hann kolféll fyrir manni úr þeim armi flokksins, sem Vilmundi þykir hæfa að nefna skitapakk á opinberum vettvangi. Og þennan ofjarl sinn, varaformann Alþýðu- flokksins, kallar Vilmundur nú „huggulegan einfeidning” þeg- ar hann lætur svo litið að minn- ast á hann i dagblöðunum. Svona fá menn nú einkunnir hjá Alþýðuflokknum, — og nú bið- um við bara eftir þvi að næsti maður verði stimplaður sem bæði óhuggulegur og tvöfaldur, ef ekki þrefaldur. Máske verður það Vilmundur sem fær ein- mitt þá einkunn. Það logar glatt i rústum Al- þýöuflokksins. Svo er að sjá sem 99 sinni á Hótel Sögu: „Beittu þeir Benedikt Gröndal svona aðferð- um, þegar þeir felldu hann?” Svona ganga nú hnúturnar i rústum Alþýðuflokksins og þess þá tæplega að vænta að slökkvi- liðið megi sin mikils enda fálið- að. „Efþessir menn eiga eftir að stjórna landinu — „Ef þessir menn eiga eftir að stjórna landinu i framtiðinni, þá hjálpi okkur guð”, segir Vil- mundur i Morgunblaðinu þann 7. þessa mánaðar og er þar að tala um sina eigin formenn, þá Kjartan Jóhannsson, formann Alþýðuflokksins og Sighvat Björgvinsson, formann þing- flokks Alþýðuflokksins. Ekki þarf að efast um að þetta ákall kemur frá hjartanu og verða trúlega ýmsir til að taka undir þaö. En i öllu þessu myrkri Al- þýðuflokksins, sá vesalings Vil- mundur þó lengi vel eitt ljós, eitt krosstré innan um allt „skita- pakkið”. Þetta krosstré var rit- stjóri Alþýöublaðsins, Jón B. Hannibaisson. Saman boðuðu Kjartan Jóhannsson. Flokksfor- maðurinn, sem stýrir eyðingar- öflunum. Vottorð „dreng- skaparmannsinsýf j Við sögðum áðan að þar gæti I enginn treyst næsta manni. Sá sem þú kallar drengskapar- mann i dag kallar þig svikara á morgun, og þannig kasta þeir orðaleppunum hver að öðrum, sprengjumenn Alþýðuflokksins. Viö skulum ljúka þessu með þvi að vitna i orö „drengskapar- mannsins”, Jóns B. Hannibals- sonar um Vilmund i Helgarpóst- inum siðasta. Hann segir: „Sem þingmaður er Vilmundur al- gjörlega mislukkaður, og þegar á reynir nýtur hann ekki trausts samstarfsmanna sinna. Vil- mundur er ekki pólitískur leið- togi. Hann leggur ekki fram neinar linur og leysir ekki vandamál.” Og nú er aðeins eftir að vita, hvorir vinni stærri afrek við að leggja i rúst þá 30 manna fjölda- hreyfingu,sem Vilmundur segir Alþýðuflokkinn vera, — „dreng- skaparmennirnir” eða „skita- pakkið”. Aðrir þurfa ekki að leggja þar hönd að verki. og skorlð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.