Þjóðviljinn - 25.08.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.08.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 25. ágúst 1981 Fjölskylda myrt í Auriol í Frakk- landi Snemma morguns sunnudaginn 19. júli hélt múrari einn til vinnu sinnar í einbýlishúsi í þorp- inu Auriol/ skammt frá Marseille. Þar hafði hann unnið nokkurn tíma fyrir ungan lögreglumann og f jölskyldu hans. En nú brá honum mjög þegar hann kom á staðinn: allt var á Rannsóknardómarinn ásamt samstarfsmönnum sinum. teknir i samtökin og var þá ekki um það skeytt þótt ýmsir þeirra hefðu vafasama fortfð að baki. Þannig gengu i samtökin ýmsir ótindir glæpamenn, sem höföu aö visu þann kost að kunna vel beit- ingu alls kyns vopna og sprengi- efna og sýndu auk þess að sögn talsvert hugrekki i baráttu sinni við OAS-menn. En við þetta sveigðust SAC-samtökin stöðugt inn á viðsjárverðari brautir. Um þetta leyti fór eðlilegt stjórnmálalif aft- ur að eflast i landinu eftir ólgu- tima Alsirstriðsins og var þaö þá mikil freisting fyrir Gaullista að nota sömu aðferðir gegn venju- legum stjórnmálaandstæöingum og þeir höfðu beitt gegn hryöju- verkamönnunum i OAS. Jafn- framt vildu glæpamennirnir sem staðið höfðu i þeirri baráttu fá eitthvað fyrir sinn snúð: þeir hik- uðu ekki við að fremja alls kyns afbort, svik og bankarán i skjóli SAC og nota sambönd sin til aö sleppa undan refsingu ef þeir voru gómaðir. Sagt var að það nægði að sýna félagsskirteini SAC til aö sleppa undan handtöku jafnvel þótt maður væri hreinlega staðinn að verki við eitthvert af- brot. Glæpamál verður stj ómmálahneyksli | tjá og tundri í húsinu, glögg ■ merki sáust um að reynt hefði verið að kveikja í, og J hvergi sást tangur né tet- . ur af lögreglumanninum I og fjölskyldu hans. Múr- arinn gerði lögreglunni því þegar viðvart. Eftir stutta rannsókn kom i ljós I að sex menn voru horfnir: iög- I reglumaöurinn, Jacques Massie , að nafni, kona hans, tengdafor- ■ eldrar, mágur og átta ára gamali sonur, fengu menn fljótlega illan grun um að allt þetta fólk hefði , verið myrt. Það rifjaðist upp fyrir | rannsóknarmönnunum að nokkr- um mánuðum áður. eða i hvrinn I maí, hafði Jacques Massie til- , . kynntaðskotiðheföiveriðá sigog ■ hafði hann nefnt nokkra menn I sem liklegir væru til aö sækjast | eftir lifi sinu, þótt ekkert yrði að , visu úr rannsókn i það skipti. I Lögreglan flutti þessa menn nú i gæsluvarðhald og tók að yfir- I heyra þá, en án nokkurs árangurs , i byrjun. En skömmu siðar brá þó I svo við aö fingraför eins þessara I manna, barnakennara að nafni | Finochietti, fundust i einbýlishús- ■ inu, og leysti hann þá frá Ískjóöunni. Pólitísk spilling ■ Þetta varð upphafið að ein- ■ hverri hinni furðulegustu leyni- lögreglusögu, sem gerst hefur I manna minnum i Frakklandi: ■ hinir ýmsu þættir hennar hafa ■ birst nánast eins og regluleg framhaldssaga yfir sumarleyfis- | mánuðina og eftir þvi sem fleira , hefur komiö i ljós hefur það orðiö ■ æ skýrara aö undirrót málsins er af pólitiskum toga spunnin og i | nánum tengslum viö ótrúlega ■ spillingu, sem þróaöist i skjóli | hægri stjórnarinnar, einkum Gaullista. Þegar þetta er ritað fer | þvi fjarri að öll kurl séu komin til , grafar. Finochietti sagði þannig frá at- burðum, aö fimm manna sveit hefði komiö i námunda viö ■ einbýlishúsið skömmu eftir | hádegi á laugardag* og hefðu I . mennirnir fylgst meö manna- ferðum gegnum sjónauka. Ekki , vildi Finochietti nafngreina | félaga sína, hann sagöi aðeins að þeir hefðu notað bókstafi i sam- skiptum sinum og kallast ,,A”, , ,,B” og ,,C”, en foringinn heföi' verið ,,Z”. Eftir nokkra bið heföu þeir séð bil aka frá einbýlishúsinu | og talið vist að það væri múr- ■ arinn, sem vann þarna að Istaðaldri, og væri Massie nú einn heima. En þetta var rangt, þvi aö múrarinn var farinn og var • Massie sjáifur í bflnum, þannig L_ að þegar þessi undariegi árásar- flokkur ákvað að láta til skarar skriða hittu þeir alla fjölskyldu lögreglumannsins i einbýlis- húsinu, en ekki hann sjálfan. Samkvæmt frásögn Finochietti höfðu mennirnir hneppt alla fjöl- skylduna i bönd og ætlað siðan að biða átekta þangað til lögreglu- maðurinn kæmi og gengi i gildr- una, en þá hefði kona Massie borið kennsl á einn þeirra, þótt þeir væru allir með grimur. For- inginn „Z” hefði þá tekiö þá ákvörðun að ráöa alla fjölskyld- una af dögum og hefði það þegar verið gert. Massie hefði hins vegar ekki látið sjá sig fyrr en komið var fram á rauða nótt og verið myrtur eftir stutt en harðvitug átök. Finochietti harðneitaði að skýra frá tilgangi þessara morða, hann sagði aðeins aö skipunin hefði komið ,,að ofan” og hefði markmiðið veriö að góma Mass- ie, en fjölskyldan hefði goldið þess eins aö vera þarna til staðar. I byrjun fannst rannsóknar- mönnum þessi saga svo ótrúleg aö þeir tóku litið mark á henni, en þeir urðu að breyta um skoðun, þegar þeir fundu lik Massie eftir tilvisun Finochietti , og þá ger- breyttist lika eðli þessa saka- máls. Svo vildi nefnilega til að bæði Massie og Finochietti, og einnig allir aðrir sem grunaðir voru um aöild aö málinu, voru félagar i hinum dularfullu gaull ista-samtökum SAC („Service d’action civique”), og benti flest til þess aö þau væru á einhvern hátt viðriðin þessa atburöi. Það vakti gífurlega athygli i Frakklandi, þegar rannsóknin tók þessa stefnu, og rifjuðu frétta- menn þá upp langa og viðburöa- rika sögu SAC-samtakanna, sem urðu nú miðpunktur málsins. Einkaher de Gaulle Þessi samtök eiga rætur sinar að rekja allar götur aftur til fyrsta Gaullista flokksins R.P.F. sem var við lýði á árunum 1947—1952. Þá var mikil ólga i frönsku stjórnmálalifi og var þvi stofnuð e.k. öryggisdeild innan flokksins til að halda uppi röö og reglu á fundum Gaullista. Þegar flokkurinn var svo leystur upp 1952, heldu menn úr þessari öryggisdeild áfram aö starfa og voru i tengslum við allt það sam- særisbrask sem leiddi til þess að de Gaulle komst aftur til valda 1958. Það ár var SAC svo stofnað opinberlega, að undirlagi hers höfðingjans sjálfs, og skyldi hafa það hlutverk að mynda e.k. lif- vörð fyrir mektarmenn Gaull- ista og halda uppi röð og reglu á fundum þeirra. Þannig störfuöu samtökin i nokkurn tima. En þegar de Gaulle tók þá stefnu að veita Alsir sjálfstjórn eða sjálfstæði varö alvarleg kreppa innan þeirra og fjölda- margir gamalgrónir félagsmenn sögðu skilið viö þau. Um sama leyti varð einnig kreppa innan hers og lögreglu og stofnuðu ofstækisfyllstu hægri-mennirnir þá leynifélagið OAS til aö berjast meö ráðum og dáö gegn sjálfstæði Alsfrs. Gengust þeir fyrir hryðju- verkastarfsemi bæði i Alsir og viöa um Frakkland. De Gaulle sem haföi ekki lengur fullt traust á lögreglunni greip til þess ráðs aö styðja sig viö félaga úr SAC og lata þá berjast gegn OAS með sömu aðferðum og leynifélagið beitti, þ.e.a.s. hryðjuverkum og bellibrögðum (jafnvel mannrán- um) utan við lög og rétt. En þar sem félögum SAC hafði fækkað vegna kreppunnar voru nýir Rán, morð, hryðjuverk Þannig varð SAC að einhvers konar leynifélagi sem var á mörkum ljósfælinnar stjórnmála- starfsemi og hreinnar glæpaiðju og i voru alls kyns undirheima- seggir meö fæturna sitt hvorum megin við mörkin. Þau glæpa- mál, sem félagar úr SAC hafa verið bendlaðir við, eru ótalin, og hefur biaðið Le Monde nýlega rifjað upp nokkur slik, þar sem málsatvik eru nú nokkuð ljós: ránið og morðið á marokkanska stjórnmálamanninum Ben Barka 1965, f jármálahneyskli 1971 (félagar úr SAC björguðu fjár- svikamönnum undan of mikilli hnýsni hins opinbera með aðstoð þeirra „sambanda” sem þeir höfðu, en gegn riflegri þóknun), bellibrögð i kosningabaráttu 1976, morðárás á verkfallsvörð i Reims 1977, sprengjuárásir á þjóöernis- sinna i Korsiku undanfarin ár o.fL.Slik mál eru þó ekki nema örlitill hluti af raunveruleikan- um, þvi að svo virðist sem félagar úr SAC hafi yfirleitt sloPPÍb und- an rannsóknum og réttarhöldum. Blaðiö Libération hefur einnig talið upp ýmis glæpamál, þar sem þessir menn hafa komið við sögu, þótt aldrei hafi þau veriö rannsökuö niður i kjölinn, og ber þar hæst bankarán, myntfölsun- armál o.þ.h.. Þó er enn ótalið þaö sem e.t.v. er einna alvarlegast: árið 1974 komu I leitirnar skjöi, sem sýndu aö SAC-samtökin höfðu gert áætlanir i mai 1968 um að handtaka helstu leiðtoga vinstri manna og hafa þá i haldi á iþróttavöllum, ef ástandið geröist alvarlegt. Vinstri menn hafa krafist þess óralengi að SAC-samtökin yrðu leyst upp og gerð ýrði itarleg rannsókn i málum þeirra. Vegna óvinsælda þeirra mun Pompidou forseti hafa ákveðið að „hreinsa til” i þeim eftir valdatöku sina 1969 og losna við verstu glæpa- mennina. Ekkert fréttist um framkvæmd þeirrar stefnu, en þó var talið að eftir þann tima hefðu afbrotamenn úr SAC ekki getað sloppiö eíns auðveldlega við refs- ingar og áður. En samtökin störf- uðu áfram, hálfvegis á bak við tjöldin, og var þvi haldiö fram að þau hefðu i auknum mæli oröið einhvers konar starfsvettvangur fyrir ofstækisfyllstu hægri sinna. Eftir valdatöku Giscards 1974 virtust félagar þeirra á báöum áttum: sumir héldu fast viö Gaullismann, en aörir beittu starfskröftum sinum i þágu Gisc- ardsinna. Innri átök Eftir allt þetta kom það mönnum ekki mjög á óvart að SAC skyldi vera á einhvern hátt bendlaðviö moröin I Auriol, en þó var erfitt að segja fyrir um það hvernig tengslunum kynni aö vera háttað. Það gat vel verið aö moröin væru einungis uppgjör milli hversdagslegra glæpa- manna, sem voru af tilviljun félagar i SAC, en hitt kom jafn vel Jacques Massie lögreglumaður og fyrrverandi foringi SAC i Marseille. Pierri Debizet, leiðtogi allra SAC-samtakanna. Kennarinn Finochietti, sem fyrstur leysti frá skjóðunni. Jean-Joseph Maria keppinautur Massie. til greina aö ástæður þeirra væru pólitiskar og tengdar pólitískum bellibrögðum samtakanna i Marseille og viðar og jafnvel Gaullistaflokknumsjálfum. Ýmislegt kom i ljós sem studdi seinni tilgátuna: rannsóknar- mennirnir komust nefnilega að þvi að Jacques Massie hafði verið formaður Marseille-deildar SAC en látið af þvi starfi þegar hann fór um skeiö á lögregluskóla i öðru héraði. Þá varð maður aö nafni Jean-Joseph Maria foringi til bráöabirgða en það upplýstist að hann og Massie voru haturs- menn miklir og vildi Massie ná foringjastöðu sinni aftur. Deilur þeirra urðu svo heiftarlegar að 5. mai var Debizet, yfirmaður allra SAC-samtakanna, kvaddur til Marseille til aö reyna að koma á sáttum, og viröist hann hafa tekið afstöðu með Jean-Joseph Maria. Massie haföi sjálfur sett banatil- ræðið i byrjun mai i samband við þessar deilur. Rannsóknardómarinn i málinu, kona að nafni Francoise Laurens- -Guerin, fyrirskipaði nú viðtækar handtökur á félögum i SAC og lét meira aö segja handtaka Debizet sjálfan og flytja til Marseille. En það var þó viö ramman reip að draga, þvi að allir neituðu i byrjun. Ýmis blöö létu i ljós þá skoðun aö sennilega myndi þetta mál aldrei upplýsast fremur en mörg önnur pólitisk mál af þessu tagi. En fimmtudajginn 30. júli gerðust enn óværitir atburðir: þrir menn úr sveitinni sem myrt hafði Massie og fjölskyldu hans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.