Þjóðviljinn - 25.08.1981, Síða 2

Þjóðviljinn - 25.08.1981, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 25. ágúst 1981 KÆRLEIKSHEIMILID viatalifl — Það er ekkert gaman að leika við hana. Hún svindlar og segist vera skotheld. Fyrirlestur: Örvuð stofnun nýrra fyrirtækja 1 dag kl. 17:15 heldur cand. oecon. Niels Ravn starfsmaður Jósku tæknistofnunarinnar fyrirlestur i Norrænahúsinu um efnið „Hvernig er örvuð stofnun nýrra fyrirtækja i Danmörku”. Vandamál þeirra sem stofna vilja ný fyrirtæki eru á seinustu árum komin i brennidepil i Dan- mörku. Talin er vaxandi þörf á að stofna ný fyrirtæki til að vinna á þann hátt á móti at- vinnuleysi. Margar mismun- andi aðferðir hafa verið reyndar en mestur árangur náðst með þjónustu, sem báðar tæknistofn- anir Dana hafa komið á fói. Einnig hafa aörir aðilar náð góðum árangri svo sem pen- ingastofnanir, sem hafa látið áhættufjármagn renna til hinna nýju fyrirtækja. Röð námskeiða hefur borið góða raun, t.d. höfðu fimm námskeiðsem haídin voru i Arósum i för með sér stofnun 22 fyrirtækja með 80 nýjumi vinnustöðum. Fjórar höggmyndir Einars á kortum Listasafn Einars Jónssonar hefur látið prenta kort af eftir- töldum höggmyndum Einars Jónssonar: Dögun (1897—1906), Hvild (1915—1935), Útlagar (1898—1900) og Fæðing Psyches (1915—1918j. Kortin eru til sölu i Listasafni Einars Jónssonar. Listasafn Einars Jónssonar er opið yfir sumartimann alla daga nema mánudaga, kl. 13.30—16. Allt er bannað Það er ekki einleikið hvað þýsk- um umferðarfröinuðum dettur i hug. Þetta vegaskilti er að finna fyrir frantan ein umferðarjarð- göng þar i landi. Hvað jarðgöng koma háhæluðum sköm við, vit- um við ekki, en sjálfsagt gcta hælarnir skipt sköpum i hrað- hrautarumferö cins og í annarri lifsins uinlerö. „No comment” Einar Ólafsson tekinn á beinið Einar Ólafsson skáld var gripinn glóövolgur þegar i hann sást hcr i Þjóðviljahúsinu og beðinn að segja okkur af ferðum sinum til Kúbu. — betta var vinnuferð, og i henni 10 tslendingar. Það er Vináttufélag tslands og Kúbu sem skipuleggur þessar ferðir, og þessi var sú ellefta sem farin er. Þetta er árlegur viðburður. Islendingarnir blanda svo geði við samskonar hópa frá Norður- löndunum. Ferðin er farin til að kynnast kúbönsku þjóðfélagi og fræðast um byltinguna á Kúbu, sem er langtifrá lokið. Svo tekur hópur- inn þátt i uppbyggingunni, þetta er vinnuferð, einsog ég sagði áð- an. Við hvað er unnið? — Við tókum þátt i að byggja skóla, og tindum þessutan ávexti. Auk þess voru farnar kynnisferðir á vinnusta.ði, i menntastofnanir og slikt til að kynnast landi og þjóð. Kúbanir mega vel Heldurðu að svona heimsókn geti gefið ferðalangi einhverja hugmynd um ástand i landinu? Ferð á borð við þessa getur verið mjög gagnleg, ef menn hafa opin augun. En ég geri mér lika grein fyrir takmörkunum slikra heimsókna, timinn er stuttur, og kynnin verða yfir- borðsleg. Hinsvegar er i Kúbu- ferðunum lögð áhersla á að ferðamenn séu vel undirbúnir, enda er það skilyrði þess að not hafist af ferðinni önnur en skemmtun. En eru svona ferðir ekki bara skipulegur heilaþvottur af hálfu gestgjafans, og eftirlitsmenn i liverju spori? — Nei. Að minnsta kosti ekki þessi. Við vorum töluvert mikið á eigin vegum, m.a. i Havana dag og dag, og virtumst hafa fullt frelsi til að tala við livern sem var. Ilversu mega Kúbanir? — Vel. Það er áberandi að fólk er ánægt og litur vel út, hef- ur nóg að bita og brenna. Það er mikil uppbygging i landinu, og til dæmis skólamál virðast kom- in i gott lag. Við heimsóttum meðal annars marga nýlega heimavistarskóla úti i sveitum. Fólk er mjög áhugasamt um framgang byltingarinnar og meðvitað um að hún er enn i gangi. Það kemur nú ekki alveg heim og saman við fréttir um fjöldaflótta frá Kúbu norðuryf- ir? — Sumir eru óánægðir, og það er kannski ekki óeðlilegt. Það er nóg að borða á Kúbu og hægt að lifa þar ágætu lifi, en það er litið um munað, vöruúr- val i búöum af skornum skammti, bilaeign hverfandi o.s.frv.. Fólk lætur lokkast af allsnægtum Bandarikjanna, sem Kanar sjálfir eru iönir'viö að gefa af gyllimyndir. t sumra hugum eru Bandarikin nokkurs- konar paradis á jörðu. Það hefur hinsvegar verið reyndin, að það fólk sem flyst yfir sundið er ekkert velkomið i Bandarikjunum, og býr þar við atvinnuleysi, húsnæðisskort og fyrirlitningu. Það gleymist oft þegar rætt er um þessa Kúbani sem fara til Bandarikjanna að þetta er vandamál um alla Mið- og Súð- ur-Ameriku, og viða miklu meira en á Kúbu. Þetta eru einskonar þjóðflutningar. Almenn mannréttindi, rit- frelsi, málfrelsi...? — Þetta sem þú nefnir er að minu áliti dökka hliðin á kúbönsku samfélagi. Skortur á lýðræði. Raunar rikir mikið lýðræði i nánasta umhverfi fólks. Það starfa allskonar fjöldasamtök um þá hluti, og þar taka mjög margir þátt. Það má nefna hverfasamtök i borgum og bæj- um, sem ráða miklu um skipu- lag sins bæjarhluta, og ég held að á flestum vinnustöðum séu helstu ákvarðanir teknar sam- eiginlega. Hinsvegar er allri alþýðu mjög erfitt að hafa áhrif á alla mótun heildarstefnu, á æðstu stjórn samfélagsins. Rússnesk áhrif? — Ég varð var viö að Kúbanir litu á Sovétrikin sem sérstakt vinariki Kúbu, og eru þeim þakklátir fyrir veitta aðstoð. Að öðru leyti fannst mér litið um bein áhrif, ég sá enga Rússa á götunum svo ég vissi. Það má þó nefna að flestar erlendar bækur um pólitik i búðum eru þýddar úr rússnesku. Pólitiskar umræður einsog ,þær gerast meðal sósialista á Vesturlöndum eru alveg utanvið sjóndeildarhring Kúbumanna, og það fólk sem ég ræddi við var mjög fáfrótt um vinstrihreyf- inguna i Vestur-Evrópu. Ég tók eftir þvi lika, að það vissi sára- litiö um þróun mála i Kina. Mér virtist að innan kvenna- samtakanna, sem annars hafa unnið mjög sterkt starf á Kúbu, væru umræður afskaplega staðnaðar og ættu litið skylt við það sem helst er á döfinni hjá kvenfrelsishreyfingum hér i álfu. Kommúnistaflokkurinn er eini flokkurinn á Kúbu, og einok- ar allar pólitiskar umræður, jafnvel innávið, þvi aö þar rikir takmarkað frelsi til að berjast fyrir öðrum viðhorfum en sam- þykktri flokksstefnu. llafðirðu nasaþef af einhverri stjórnarandstöðu, löglegri eða ólöglegri? — Nei. Hugmyndir um slikt virtust þeim sem ég ræddi við mjög fjarlægar. Nicaragua, E1 Salvador...? — Það sem hreif mig kannski mest á Kúbu var al- þjóðahyggja þeirra, bæði ráða- manna og almennings. Þeir leggja mikið uppúr samstöðu við striðandi alþýðu annars- staðar, og auðvitað einkum i grannlöndum. Við hittum þarna menn frá E1 Salvador og frá Guatemala, og það var mjög fróðlegt að heyra um baráttuna þar. Hvernig eiguni við að Ijúka þessu, Einar? — Tjah, ég held að á Kúbu hafi gerst mjög merk tiðindi sið- an um valdatöku, og er eftir ferðina enn hrifnari af kúbönsku byltingunni en áður. En þeim gæti reynst hættulegur þessi skortur á opinni umræðu, á lýð- ræði. An þess er enginn sósial- ismi — m

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.