Þjóðviljinn - 29.08.1981, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 29.08.1981, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 29.-30. ágúst 1981 stjórnmál á sunnudegí Kjartan Ólafsson Þarsegir m.a.: „Undanfarin ár hafa veriö mjög skiptar skoöanir um þaö hvort niív. formaöur ætti aö bjóöa sig fram til endur- kjörs, og ef svo yröi, þá hafa fjölmargir sjálfstaeöismenn einnig veriö efins i hvort þeir myndu ljá honum atkvæöi sitt á landsfundi” (!). Og Morg- unblaösmaðurinn heldur áfram fáum linum siöar: ,,En það.sem mestu máli skiptir nú, er aö Sjálf- stæðismenn fylki sér um formann sinn, látiaf efasemdum um hæfi- leika hans, og styöji hann þess i staðistarfi. Svokallaðir óbreyttir Sjálfstæðismenn verða nú að láta af niðurrifstali og snúi sér i þess stað aö þvi að byggja flokk sinn upp á ný.”. Hafa menn heyrt annað eins? NU má ekki lengur efast um hæfileika Geirs Hallgrimssonar! Slikt er bannað samkvæmt li'nu Morgunblaðsins. Og hverjir skyldu vera þessir „óbreyttu” Sjálfstæðismenn með „niðurrifs- talið” sem Morgunblaöiö skipar nú aö þegja, meðan verið sé að krýna hátignina? Taki þeir til sin sem eiga. Satt að segja kemst Morgunblaðið alveg ótrúlega nálægt því isvona skrifum að ná stil annars stór- blaðs, — nefnilega „Prövdu” sem Kommúnistaflokkur Sovétrikj- anna gefur út sem kunnugt er. Þar er lika bannað að efast um hæfileika flokksformannsins og hinum óbreyttu skipað að hætta öllu niðurrifstali! Vist hefði það verið hentugra fyrir Geir Hallgrimsson að vera ekki bara maður, heldur þó ekki væri nema hálfguð, nú eða sól- konungur svo enginn þyrfti að ef- ast um hans góöu hæfileika og enginn þyrfti að hlusta á niður- rifstal hinna óbreyttu unp hans hávelborinheit!! Halda menn ekki að það væri gaman að lifa, ef Morgunblaðið talaði eitt? álbert Guðmundsson PAlmi Jónsson Gunnar Thoroddsen Friðjón Þórðarson Eggert Haukdal Stjórnarsinnar geta ekki ætlast til þess að varaformaður Sjálfstæðisflokksins verði kjörinn úr þeirra röðum. Hins vegar geta þeir einnig treyst því að þeir verða boðnir velkomnir til starfa í flokknum þegar ríkisstjórnin hefur farið frá völdum. Stöðugt gengi skrifar A undanförnum þremur árum 1978—1980 hefur meöalgengi erlendra gjaldmiöla hækkað um rúm 45% að jafnaði f rá upphaf i til loka árs gagnvart islenskri krónu. NU eru horfur á að sam- svarandi breyting verði hins vegar f ár ekki nema i kringum 10%. Þessi miklu umskipti segja ærna sögu um þær breytingar sem nú eru að eiga sér stað i islensku efnahagsh'fi. Auðvitað hefur hækkun dollar- ans átt nokkurn þátt i þvi að styrkja fslensku krónuna i' sessi, þar sem mikið af okkar útflutn- ingsvörum er seit i dollurum, en mestu hefur þó valdið sú stefna rikisstjómarinnar sem boðuð var með efnahagsráðstöfununum um siðustu áramót, að halda genginu stöðugu og hverfa frá gengissigi, sem áður mátti heita daglegt brauð. Þessi stefnubreyting hefur átt mjög verulegan þátt i þeim árangri, sem þegar hefur náðst i glimunni við verðbólguna. Um áramót var boðað að geng- inu yrði haldið föstu fjóra mán- uðina og við þaö var staðiö. Á þessu ári hafa aöeins att sér stað tvær minniháttar gengisbreyt- ingar, önnur i mai i vor, þegar meöalgengi erlendra gjaldmiðla hækkaði um 4%, og svo nú i vik- unni, er meðalgengi erlendra gjaldmiðla hækkaði um 5%. Og nú er að þvi stefnt að halda gengi krónunnar stöðugu til áramóta. Astæðurnar fyrir gengisbreyt- ingunni, sem ákveðin var i siöustu viku, eru ljósar. Næstu mánuðina á undan hafði gengi islensku krónunnar farið hækk- andi gagnvart flestum Evrópu- myntum. Þannig höföu þau islensku útflutningsfyrirtæki, sem framleiða fyrir Evrópu- Þetta er Valhöll. — Hér skal aðgangur bannaður fyrir alla þá óbreyttu, fyrir alla sem efast og fyrir „niðurrifsöflin”, sem enginn flokkur má þó án vera. Tilskipun Morgunblaðsins Arangur sem gefur vonir — Um Geir má enginn efast! markað,fengið færri krónur en áður i sinn hlut fyrir sömu vöru. Af þessum ástæðum var óhjákvæmilegt að hreyfa gengið litið eitt til. Hitter svo annaö mál að fráleitt er að miða gengisskráninguna á hverjum tima viö þau Utflutn- ingsfyrirtæki, sem versteru sett, heldur ber að lita á heikiaraf- komu útflutningsins, og beita þá öðrum ráðum en meiriháttar gengisfellingum til að jafna á millihér innanlands, ef þörf kref- ur. Dvínandi verðbólga Rétt er að taka fram, að sú 5% meöalhækkun erlends gjaldeyris, sem ákveðin var i vikunni.er ekki talin munu raska áformum stjórnvalda um aö lækka verðbólguna Ur 60 i 40% á þessu ári. t tilkynningu, sem Seöla- bankinn sendi frá sér daginn eftir gengisbreytinguna.er tekið fram aö verðbólgustigið sé nú talið 40,2% og • er þá miðað við verðlagsþróunina siðustu 6 mán- uöi og einnig viö spá um næstu 6 mánuði framundan. Þannig eru horfur á að meöal- gengi erlends gjaldmiöils hækki á þessu ári aöeins um tæplega einn fjóröa þess, sem veriö hefur aö jafnaöi undanfarin ár, og aö veröbólgustigið hér lækki á þessu ári um svo sem einn þriöja þess sem verið hefur tvö næstu árin á undan. Hér er ótvirætt um umtals- verðan árangur að ræða í islenskum efnahagsmálum, þótt betur megi ef duga skal. Og alveg sérstaklega er þessi árangur at- hyglisverður, þegar haft er i huga, að hann hefur ekki verið knúinn fram með kjaraskeröingu. Þvert á móti er þaö mat Þjóð- hagsstofnunar aö kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna verði i ár óbreyttur frá siðasta ári. Tvö markmið Við erum nú stödd i áfangastaö á miðju kjörtimabili. Þótt gott sé að rifja upp hvað áunnist hefur, þá er þaö framhaldið sem hér skiptir mestu máli. Þjóöviljinn hefur haldið þvi fram, aö unnt ætti aö vera aö þoka verðbólgunni áfram niður á næsta ári og koma henni í 30% fyrir árslok 1982. Við höfum lfka haldið þvi' fram aö þetta mætti ekki gerast meö þvi aö skera niöur kaup hjá almennu launafólki og ekki held- ur meö þviaö neita verkafólki um kjarabætur. Þvert á móti þurfa landsmenn aö sameinast um þau tvö mark- miö aö vinna á einu til tveimur árum upp aö fullu þá kjara- skerðingu, sem varðá árinu 1980, og koma kaupmætti ráöstöfunar- tekna, a.m.k. hjá láglaunafólki, upp fyrir þaö sem hann hefur áöur oröiö bestur (þaö var 1979), og svo hitt markmiöið aö koma verðbólgunni niöur í 30% á næsta ári og enn neöar fyrir lok kjör- timabilsins. Sjálfsagt verða ýmsir til að halda því fram að þessi tvö mark- mið hærra kaup og minni verðbólga geti ekki farið saman, en slilct er alger misskilningur. Það ætti m.a. reynslan af efna- hagsþróuninni, þar sem af er þessu ári, að sýna mönnum. [ Auðvitað fer það m.a. eftirj ýmsum ytri aðstæðum, hversu auövelt kann að reynast að ná þeim markmiðum, sem hér er minnt á, en við skulum vera hóflega bjartsýn i þeim efnum, og gleyma þvi ekki heldur að ærið margt er komið undir góöri stjórnun hér innanlands, og góðri samvinnu. Verður að haldast í hendur Verðbólgan verður ekki lækkuö m eð árásum á lifskjörin, og kaup- iö veröur ekki hækkaö I raun meö eintómum veröbólgukrónum. Bætt launakjör lágtekjufólks og minnkandi veröbólga eru ekki andstæöur, heldur veröur þetta tvennt óhjákvæmilega aö fara saman, eins og aöstæöur eru nú. Þaö er sú stefna sem Alþýðu- bandalagiö hefur haldið fram á undanförnum árum, ýmist utan stjómar eða innan. Þaö er sú stefna sem nýtur meiri viður- kenningar I þeirri rikisstjóm, sem nú situr, en nokkurri annarri sem hér hefur stjórnað um langt árabil. Það er andstæðan við leift- ursóknarpólitik flokkseigenda- félagsSjálfstæðisflokksins og þær kaupránskröfur sem Alþýöu- flokkurinn barðist harftast fyrir og lét varða stjórnslitum aö hann fékk þær ekki fram fyrir tveimur árum. Rikisstjórnin þarf ekki að kviöa dómi kjósenda, ef henni auönast að fylgja þessari stefnu fram til loka kjörtimabilsins, og ef bæri- lega tekst til á öðrum sviðum. Stuðningsmenn rikisstjórnar- innar mega hins vegar ekki láta sér nægja að fólk sætti sig við stjórnina, af þvi það sjái engan skárri valkost. Sú krafa er alltof lágreist. Eymd stjórnarandstöðunnar er slik að þar er við of smátt að jafnast. Hverjir klappa Geir upp? Við látum vera aö skemmta okkur viö að fjalla um heljar- slóðarorrustu Alþýðuflokksins. Engum dettur vistihug aö þinglið hans hafi afgangsorku til að stjórna landinu. Þeir hafa nóg með sitt. En litum stuttlega á ástandið i Sjálfstæðisflokknum . Flokks- eigendafélag Sjálfstæöisflokksins hefur boðað til landsfundar flokksins eftir um það bil tvo mánuöi. Allir vita að i Sjálfstæðisflokkn- um ri'kir ekki aðeins illvig sundr- ung heldur einnig alger forystu- kreppa. Flestir stuðningsmenn flokks- inshafa taliðnær einboöið að Geir Hallgri'msson hlyti að vikja úr formannssæti á komandi lands- \ fundi svo hrapallega sem hann hefur stýrt flokknum. Innan Valhállar hefur verið leitaö meö logandi ljósi, aö ein- hverjum þeim, sem hugsanlegt væri aö fengið gæti lágmarks- stuöning sem formannsefni í staö Geirs. En öll þessi leit hefur . engan árangur boriö vegna þess að i flokkseigendafélagi Sjálf- stæðisflokksins er hver höndin uppi á nóti annarri. Enginn þeirra sem nefndir voru hafði stuðning þegar á reyndi. Geir Hallgrimsson verður þvi klappaðurupp á landsfundi Sjalf- .stæðisflokksins, en ákafast munu þeir klappa fyrir þvi enduriíjöri, sem ekki sitja fundinn og aldrei hafa greitt Sjálfstæðisflokknum atkvæði. , ' I Obreyttum bannað að efast Það er átakanlegt að lesa i Morgunblaöinu á fimmtudaginn var grein eftir starfandi blaöamann við blaðið, þar sem hvatter til endurkjörs GeirsHall- grim ssonar. Nú skal hreinsað til Ensvoþarf flokkseigendafélag Sjálfstæðisflokksins lika að hugsa fyrirvaraformanniviðhliö Geirs. Menn muna að á sinum tima voru þeir Geir Hallgrimsson og Gunnar Thoroddsen valdir i sæti formanns og varaformanns flokksins með það i huga aö gæta jafnvægis milli flokkseigenda- félagsins og annarra i flokknum af Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum veriö talinn eiga allt sitt undir þvi' aö þetta jafnvægi raskaöist ekki. Sem kunnugt er gefur Gunnar Thoroddsen ekki kost á sér áfram i sæti varafor- manns, eins og komiö er, og þarf þvi að velja mann I hans stað. Margirhafa látið sér detta i hug að mikiö kapp yröi á þaö lagt að fá t.d. Pálma Jónsson eða Albert Guömundsson til aö taka þetta sæti viö hliö Geirs, þó ekki væri nema til að öðlast þann svip að einhver von sé enn um aö forða megi flokknum frá endanlegum klofningi. En áþreifingar af þessu tagi virðast ekki vera vel séöar af Morgunblaöinu. Þar er blaða- manni þess att fram á ritvöllinn i fyrrnefndri grein, ekki bara til að lofsyngja Geir, lika til að gefa mönnum linuna varðandi kjör varaformanns. Morgunblaðsmaðurinn* segir: „Þegar iupphafi er ljóst, að nýr varaformaður verður að vera úr stjórnarandstöðuarmi flokksins. Ekki kemur til greina að álykta fyrst gegn rikisstjórninni, en verðlauna hana siðan með þvi að kjósa stuðningsmann hennar eöa jafnvel ráðherra sem varafor- mann Sjálfstæðisfiokksins”. — Og þessu fylgir mynd af þeim öll- um fimm: Gunnari Thoroddsen, Framhald á bls. 26

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.