Þjóðviljinn - 29.08.1981, Side 11

Þjóðviljinn - 29.08.1981, Side 11
Helgin 29.-30. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Fálkaungi meö fóstra sínum Þeir beita gjarnan klóm og kjafti fálkaungarnir, sem fóstraðir hafa verið og aldir á Tilraunastöðinni á Keldum, en þangað eru sendir ungar sem teknir eru af útlendingum. Á myndunum hér meðfylgj- andi er fóstri þeirra, Þor- steinn Þorsteinsson, sem vinnur á Keldum,með einn ungann. Fálkaunginn á myndinni er einn af fimm ungum sem teknir voru á Keflavikurflugvelli i fyrra, en nú hefur þeim verið sleppt og vita menn ekki annað en þeir standi sig vel i lifsbaráttunni úti á viðavangi. Þeim var sleppt i Her- disarvik, en þeir munu hafa verið teknir i hreiðri norður i Þingeyj- arsýslu. Ævar Petersen hjá Náttúru- fræðistofnuninni sagði i viðtali við blaðið að mikil vinna væri við að ala fálkaungana og væru menn jafnan uggandi um þá, eftir að þeim væri sleppt. Ungar, sem teknir eru nýútskriðnir úr eggi, læra ekki að veiða af foreldrum sinum, og erfitt fyrir menn að reyna að kenna þeim það. Fugl- arnir eru allgrimmir og þarf að ala þá á nýmeti, t.d. smáfuglum. Ævar sagði að engir ungar hefðu komið i fóstur i sumar þótt það þýddi ekki endilega aðenginn hefði reynt að smygla ungum úr landinu. „En okkur virðist sem augu almennings séu að opnast og t.d. fyrir norðan er greinilegt að menn eru betur vakandi en áður, þegar útlendingar eru annars vegar.” Karl Skirnisson tók þess- ar myndir af Þorsteini með einn ungann, en Þorsteinn hefur unnið á Keldum um langt árabil. — þs. sHák Súétín í sovésku blaði: íslendingar miklir skákáhugamenn Við rákumst á grein eftir Súétin þann sem hingað kom að þjálfa is- lenska skákmenn i blað- inu „Moscow News”, Moskvufréttum, sem skrifað er á ensku og ætlað til dreifingar um heimsbyggðinav Fyrirsögnin er: ís- lendingar eru miklir skákáhugamenn, og sið- an segir: Þetta var það sem mér var efst i huga þegar ég yfirgaf Reyk javik eftir mánaðardvöl við að þjálfa islenska landsliðið. Hinir al- mennu fræðilegu fyrirlestrar voru tengdir einstaklingstilsögn og við skipulögðum meira að segjá æfingamót með styttri tima en venjulegt er i skák, klukku- tima á mann. Það var i fyrsta sinn sem ég tek þátt i sliku móti. Ég var i 1,— 2. sæti með sex vinninga af sjö, jafn hinum unga alþjóðlega meistara Helga óiafssyni (nafna Friðriks ólafssonar, forseta alþjóðasam- bandsins FIDE). Eg kom til tslands i þann mund að unglingalið landsins var að búa sig undir keppnisferð til Bandarikjanna. Ingimar Jóns- son, forseti islenska skáksam- bandsins, bað mig að halda stutt- an fyrirlestur i byrjunarfræðum fyrirhópinn. Eftir fyrirlesturinn fylltist ég áhuga á hæfni þessara 15-16 ára gömlu skákmanna, og bauð þeim tuttugu til fjölteflis. I einlægni sagt bjóst ég ekki við miklum árangri gegn þessum styrku skákmönnum. Helmingur þeirra hefur svipaðan styrkleika og meistarakandidatar hjá okkur (Candidate Chess Master, sovésk skákgráða, samsvarar sennilega tæpum mástara íslenskum). Siðar fékk ég gott tækifæri að kynnast þvi af eigin raun hversu almennur skákáhugi rikir i land- inu, og að gæði skáklistar meðal yngstu manna eru mikil, jafnvel á smæstu stöðum. Til dæmis virðist skák skipa heiðurssætið hjá hverri fjölskyldu i Bolungarvik, sem er fiskiþorp I norðurhluta landsins. Sérstaklega minnist ég gestrisninnar hjá Júliusi Sigur- geirssyni sjómanni og fjölskyldu hans. Þrir fjögurra sona hans eru prýðilegir skákmenn. í stuttu máli sagt er styrkleiki áhugamanna á íslandi miklu meiri en i mörgum öðrum miklu stærri löndum i vestri. Og hinn griðarmikli áhugi sem islending- arsýna skáklistinni er einstæður. Dr. Ingimar Jónsson er aðal- skipuleggjandi og útbreiðslumað- ur skákarinnar á Islandi. Enda voru islendingar mjög undrandi á þeirri ákvörðun bandariska utan- rikisráðuneytisins að neita hon- um um vegabréfsáritun til að sitja nýafstaðtð FIDE-þing I Atlanta vegna þess að hann er i vinstrisinnuðum stjórnmálasam- tökum. Eg fékk lika tækifæri til að hitta Friðrik Ólafsson, forseta FIDE. Það gerðist i'boði i sovéska sendi- ráðinu. Við áttum nokkuð opin- skáar viðræður. Siðan skiptumst við á bókum. Hann gaf mér fyrstu bók sina, úrvalsleiki („Selected Games”), og ég gaf honum mina seinustu, — Dæmigerðar vit- leysur („Typical Errors”). Meðan ég dvaldist á Islandi hafði ég gott færi á að kynnast hæfileikum yngri kynslóðar islenskra skákmanna. Ég varð mjög hrifinn, og sérstaklega verð ég aðnefna Jón Arnason og Helga Ólafsson, sem meðal annars státar af tveimur sigrum yfir hollendingnum Timman. Þeir skara einkum frammúr fyrir mikið sjálfstæðiviðaö meta stöðu á borði og eru gæddir einstöku hugarflugi. Ég held að allir skák- menn gleðjist af þvi að kynnast skák sem annar þeirra tefldi á Skákmóti Norðurlanda: Margeir Pétursson — Hdgi Ólafsson. Benoni-viæn. 1. d4-Kf6 2. c4-e6 3. g3-c5 4. Rf3-cxd4 5. Kxd4-d5 6. Bg2-e5 7. Rf3-d4 8. 0-0-RC6 9. e3-Bc5 10. exd4-exd4 11. Hel + -Be6 12. Rg5-0-0 13. Rxe6-fxe6 14. Rd2-Dd6 Skákmennimir hafa hingað til teflt mjög nútimalega byrjunar- gerð. En framhaldið er vand- ráðið, og i þessari skák gerði hvitur afdrifarik mistök. 15. Re4 (?) Eðlilegur leikur, en alls ekki sá besti. 15. Rb3 er mun nákvæmari. 15. -Rxe4 16. Bxe4-d3 17. Be3? Ein mistökin enn, og nú verður feigum varla forðað.l7.Bf4mundi hafa haldið jafnvæginu. 17. — d2! 18. He2-Bxe3, 19. Hxe3-Had8. Svartur hefur nú sterkt fripeð á d2, og það gerir út um leikinn. 20. Kg2-Dd4, 21. Hbl-Hf6, 22. Bc2-Re5 23. Dgl-Rg4 24. Hd3-De4! Ilvitur gefst upp. — in þýddi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.