Þjóðviljinn - 29.08.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.08.1981, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Helgin 29.-30. ágúst 1981 garöar 09 gróður Umsjón Sjötti ágúst 1758 Móritz Halldórsson gaf út ís- lenska garöyrkjubók áriö 1883. Þar getur aö lesa: „Björn Halldófsson á þakkir í ágústmánuði fyrir um 223 árum voru kartöflur f yrst settar niður i íslenska mold. Björn Halldórsson prófastur í Sauðlauksdal á heiðurinn af því. Kartaflan, sem ber vlsinda- nafniö Solanum tuberosum (af tuber = hnýöi), haföi veriö i rækt- un hjá Idniánum Suöurameríku um óminnistlö löngu áöur en Spánverja rak þangaö. Indlánar þurrkuöu kartöflur og geröu af þeim m jöl og höföu gert lengur en þeirra sögur náöu. Kartaflan var þá þegar oröin svo gömul nytja- jurt aö ekki hefur tekist aö finna villtar kartöflur af neinu tagi. Eitt er samt vlst aö þær hafa komiö upp á I Andesfjöllunum. bar eru erföasjóöir kartöflunnar Rót Hafsteinn Hafliðason og Sævar H.Jóhannsson og leiö á löngu áöur en bændur læröu þaö. Landbúnaöarfélagiö danska lét útbýta 1772 bæklingi ókeypis um jarðeplarækt. Haföi prestur einn danskur er Trojel hét samiö hann. Konungurinn hét verðlaunum fyrir ræktun þeirra ár eftir ár, en þaö kom fyrir ekki. Tilraunirnar meö jaröeplarækt- ina uröu færri og færri þangaö til um siöustu aldamót (1700/1800), voru þó ýmsir er lögðu fast aö bændum aö halda áfram ræktun jarðepla og káltegunda. — Þegar aöflutningar á kornvöru uröu stopulir um byrjun þessarar aldar, meöan á 7 ára striöinu milli Dana og engla stóö varö jarðeplaræktin þó fyrst almenn um land allt, þaö fer svo jafnan og i öllum löndum, aö neyöin kennir nöktri konu aö spinna”. Brauð Móritz gefur svohljóöandi upp- skrift aö Kartöflubrauði: „Jarö- eplin eru vel þvegin i köldu vatni og siöan soöin uns þau eru vel meyr. Vatninu er nú hellt úr pottinum og er svo hrært i meö þvöru eöa ausu meöan þaö er volgt þangaö til þau eru oröin aö mauki. Atta pottar af þessu mauki eru blandaöir fjórum pott- um af rúgmjöli og láta menn vökvann ráöa sjálfan, sem i maukinu er og skal ekkert vatn látiö saman viö. Litiö eitt af súr- deigi er gott aö láta I maukiö og er þaö svo látiö standa um nætur- tlma. Næsta morgun er enn blandaö svo miklu rúgmjöli sem þurfa þykir til þess að brauö- deigiö veröi nógu þétt I sér. Þetta brauð má svo baka sem önnur brauö”. — Ekki er laust viö aö þessi uppskrift minni mig á rúgbrauöiö sem ég vandist ungur viö Djúp! En þessum þætti má ekki ljúka án varnaroröa: Látiö sem minnst ljós komast aö kartöflunum. Ekki þarf mikla birtu til aö hnýöin fari aö mynda eitriö solanin. Boröiö ekki hráar grænar kartöflur. Sol- anin veröur óvirkt viö suöu en skilur eftir rammt og súrt bragö. Strax eftir upptöku veröur aö þurrka kartöflurnar á dimmum staö, ekki i sólinni eöa björtum skúr. Svöl dimm geymsla er best. hinna eilífu og er þaö markaö af þvi, aö þar eru enn i umferö ýmis frumstæö afbrigöi og stofnar. Okkar dag- legu kartöflur eru meira eöa minna komnar fram I Evrópu viö endurteknar innfrjóvganir á þeim kartöfluafbrigöum sem bárust I upphafi hins vesturlenska kart- öfluskeiðs. Þegarmikiö viö liggur aö fá ný afbrigöi meö auknu mót-' stööuafli gegn kvillum og veöráttu er leitaö i þennan litn- ingabanka til aö fá fram þá eigin- leika sem þykir henta. Rót hinna eilífu Spánverjar voru ekkert seinir á sér aö taka þessa forvitnilegu jurt, sem Indlánar kölluöu „bat- atas” þ.e. rót hinna eillfu, til heimalandsins mest til að sjá og sýna. Englendingar, meö Sir Frances Drake I broddi fylkingar, uröu þó fyrstir til aö rækta kartöflur af einhverri alvöru. Bretar og Irar höföu nokkurra áratuga forskot I kartöfluátinu þegar Þjóöverjar uppgötvuðu aö hægt var aö brugga úr þeim. Þar meö var Þýskaland falliö fyrir „die Kartoffel”. En Frakkar fúlsuöu viö enn um stund. Marie Antoi- nette og Loövlk hennar efndu til sérstakra kartöfluveislna, hún meö kartöflublóm I hári og hann I barmi, og eins létu þau bera fram kartöflur á borö sln daglega. Hvort má um þakka þessum kon- unglega áróöri eöa þvl aö hungursneyö rlkti i Frakklandi, þá leiö ekki á löngu aö hinir hrjáöu Frakkar tóku kartöflurnar fram yfir sultinn. 1 Danmörku var um þessar mundir maöur aö nafni Mikael Hindhede. Hann vildi sanna og sýna aö hægt væri aö lifa á kart- öflum einum saman viö góöa liö- an. Til aö gera kenningar sinar áþreifanlegar lét hann garð- yrkjumenn slna, Madsen og Jörgensen, nærast á kartöflum einmata, meö tólg til viöbits I eitt og hálft ár. Þaö fylgdi sögunni, þegar ég heyröi hana, aö þeir Madsen og Jörgensen heföu veriö hressari eftir tilraunina en fyrir og aö úthald þeirra og starfsþrek heföi aukist aö mun. skiliö, þótt eigi hefði hann gert neitt annaö sér til ágætis, fyrir aö hafa oröiö fyrstur manna á Is- landi til aö gróöursetja þar jarö- epli. — Ég haföi — segir hann (Björn) — lesiö um þennan nyt- sama jaröávöxt, aö hann væri notaður I Þýöverjalandi og á mörgum stööum um noröurálfu heims, og menn matreiddu jarö- eplin og geröi úr þeim mél og heföu þau til margra rétta. Mig langaöi þá til aö reyna, hvort þær gætu eigi vaxiö hjá mér. Fékk ég mér þá frá Kaupmannahöfn skeffu af jaröeplum. En þau kom- ust eigi I mlnar hendur fyrr en ári siðar (1758) og eigi fyrr en 6. dag ágústmánaöar, þvi aö skip kom þetta ár slöla hingað. Þegar ég skoöaöi eplin, voru þau alsprottin og fest meö rótunum saman i bundini, er sjálfar voru af þvl skorpnar og úttaugaöar, svo ég var hræddur um aö þær væru eigi framar nýtar, einkum þar sem svo langt var liöiö á sumar og besti timinn um garö genginn. Ég lét þau þvi I annaö stærra ilát og blandaöi þau moldu og lét svo vera. En I októbermánuöi þá er ég skoöaöi þau, fann ég nokkur smáber og voru hin stærstu á stærö viö piparkorn. Geymdi ég þeirra til ársins 1780 (svo!) er ég setti þau niöur til reynslu og var svo heppinn eftir fjórar vikur, að lita hér i landi ókennda jurt spretta upp af þeim”. — Og svo heldur Móritz sjálfur áfram: „Eftir aö reynslan haföi sýnt, aö jarðeplin gætu oröiö full- þroska, fóru ýmsir bændur aö rækta þau og heppnaöist þaö vel á velflestum stööum. En menn voru eigi á tslandi vanir aö leggja sér þennan ókennda ávöxt til munns, Kartöflur — kóngafæöa Kartöflur með paprikurjóma. Það sem þarf: 1 kg nýjar kartöflur, 125 gr flesk, 1 st. laukur, 1—2 tsk. paprikuduft, 2 dl. rjóm i, söxuö steinselja eöa graslaukur. Sjóöið kartöflurnar, flysjiö og skerið i' teninga. Brúniö flesk- bita, kartöflur og saxaöan lauk, stráið papríku yfir, helliö létt- þeyttum rjóma yfir og stráiö saxaöri steinselju eöa graslauk á. Gott með fisk-eöa kjötréttum. Kalt kartöflusalat Þaö sem þarf: 1/2 kg soönar kaldar kartöflur, 1 stk. epli, 1/2 st. laukur miölungi stór, 1 msk. sætt sinnep, 1—2 msk. tómatsósa, 1/2—1 msk. eplaedik, 2 msk. majones. Sinnepi, tómatsósu og epla- ediki hrært vel saman við majonesiö. Kartöflur og epli brytjuö i' bita, frekar smáa, og laukurinn smáttsaxaður. Þessu er bætt i löginn og hrært saman við. Agætt er aö láta kartöflu- salatið standa i isskáp góða stund áöuren þaö er boriö fram. Vel má sleppa eplinu að skaö- lausu, ef kartöflur eru nógar. Þetta salat er t.d. mjög gott með brauðmat. Spænsk Tortilla Þaö sem þarf: 8 miðlungi stórar kartöflur, 1 laukur, 4 egg, 2—3 msk. smjörliki, salt og pipar. 1) Skræliö kartöflurnar og sker- ið i' eins þunnar sneiöar og hægt er. Skolið vel undir köldu vatni. 2) Flysjið og finhakkið laukinn. 3) Steikið kartöflur og lauk I smjörlikiou. ATH. — ekki hafa pönnuna of heita. Hræriö iaf og til. Þaö gerir ekkert til þó aö kartöflusneiðarnar merjist. 4) Þeytiö eggin létt I þaö stórri skál að bæta megi kartöflun- um út I. Setjiö þær út I þegar eggin eru nægilega þeytt. Saltiö t.d 1/4 tsk. og takiö nokkra snúninga á pipar- kvörnina. 5) Snerpiðaftur undir pönnunni og rétt áöur en feitin byrjar aö krauma hellir þú eggja- hrærunni á pönnuna. Hrærið stöðugt i' meö gaffli, þar til hræran þykknar. 6) Hvolfiö diski jafnstórum pönnunni yfir hana og snúið svo Tortillan fari yfir á disk- inn. Renniö henni siðan aftur á pönnuna og steikiö hina hliöina. Þessi uppskrift af spánskri Tortillu dugar vel fyrir tvo. Gott er aö hafa salat meö og jafnvel aö boröa hana kalda. Kartöflukrás íæ ofninum Það sem þarf: 1 kg nýjar kartöflur, 250 gr kjöthakk, 2 st. laukur, 60 gr flesk, 500 gr tómatar, 2 dl. rjómi, majoram, paprlka, salt, brauö- mylsna, rifinn ostur og smjör- liki. Sjóðið kartöflurnar, flysjiö og sneiöið. Brúniö flesk og lauk, hrærið kjöthakki saman viö, kryddiö og helliö i smurt eldfast mót ásamt -sneiddum tómötum og kartöflum. Þeytiö rjómann léttog helliö yfirí mótinu, stráiö rifnum osti og brauömylsnu yfir og setjiö smjörlikisklipu hér og þar. Bakiö góöa stund I ofni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.