Þjóðviljinn - 29.08.1981, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 29.08.1981, Qupperneq 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29.-3». ágúst 1981 Helgin 29.-30. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Texti: Unnur G. Kristjánscjóttir I<eru vöfnr " __ Meða n Jt&érúlénd u r *»,*** sem hreinarnir reika^m. Meðan til eru skógar sem skýla bráðinni, huggar jörðin okkur. • & Höf. Paulus Utsi. (Þýð. Unnur G. Kristjánsdóttir) Slátrum Smölum Viðtal við Sama frá Svíþjóð: Jóhannes Marainen, Nils-Hendrik Sikku og Ann-Catrin Stenberg Samar eru ein þjóð og landamæri geta engu þar um breytt. Við eigum sögu, eigin hefðir, eigin menningu og eigið tungumál. Við höfum erft frá forfeðrum okkar land og vötn, rétt og þekkingu til fæðuöflunar. Það er líka óvéfengjanlegur réttur okkar að gæta og hlúa að þessum auðæfum með hiiðsjón af sameiginlegum þörfum okkar. Sameinaðir munum vér standa vörð um skóga, náttúruauðæfi og menningu, svo afkomendur okkar geti notið þess eftir okkur. (Ályktun 11 Samaráðstefnunnar „Lappadjöflar” Er mikill munur á liínaðarhátt- um Sama og Svia? ,,Þar er mikill munur á, þö erfitt sé að benda á hann. Ekki eru meir en 20 ár siðan að Samar almennt skömmuðust sin fyrir uppruna sinn og voru af Svium kallaðir „Lappadjöflar”. A þeim árum tóku Samar gjarnan sænsk nöfn. Við þekkjum mörg hörmu- leg dæmi þessa. Vinur okkar, gamall Sami, var eitt sinn i heim- sókn hjá dætrum sinum sem voru fluttar til Kiruna. Þegar hann mætti þeim á götunni, létu þær sem þær þekktu hann ekki. Margir Samar sérstaklega kon- ur, hafa látiö breyta augnalagi sinu til að uppruni þeirra sjáist ekki. Annars búa Samar ekki nema að litlu leyti aðskildir frá Svium. Það er t.d. ekki lengur til nema einn alsamiskur bær. Við erum yfirleitt minnihlutahópur i sænskum bæjum, og höfum tekið upp sænska lifnaðarhætti. Allra siðustu ár hefur orðið töluverð þjóðernishreyfing meðal Sama. Arið 1974 var stofnað iþróttafélag Sama. Það var keppt i knattspyrnu. Ekki var að sökum að spyrja, iþróttafélagið varð að mikilli hreyfingu sem siðan hefur ýtt mjög undir þjóðerniskennd og aukið samheidni Sama. Nú er al- gengt að Samar úr íjölskyldum sem hafa afneitað uppruna sinum i 2—3 ættliði, gangi i samiskt iþróttafélag og fylki liði i þjóð- ernisbaráttu Sama. Pólitiskir flokkar i Sviþjóð hafa ekki enn sem komið er skipt sér af þessari hreyfingu, enda erum við fá atkvæði, við höfum heldur ekki sjálfir staðið fyrir neinu stjórn- málastarfi, höfum reyndar litla trú á að það sé til nokkurs. Hjónaskilnaðir fátíðir Eiga Samar við svipuð þjóð- félagsvandamálaðglimaog aðrir landar þeirra? „Liklega ekki. Þó er töluvert um drykkjuskap, en sist meira en gerist og gengur. Atvinnuleysi er samt meira meðal okkar en ann- ars staðar i Sviþjóð. Það sem verra er, þeir sem hafa unnið við hreindýrarækt fá ekki atvinnu- leysisbætur. Annars eru hrein- dýraræktarlögin kapituli út af fyrir sig. Það er áberandi minna um hjónaskilnaði hjá Sömum en öðr- um sem við þekkjum til. Hvernig á þvi stendur er erfitt að sjá. Að visu eru Samar mjög trúaðir. Fjölskyldulif er mjög rótgróið. Fram á þessa öld tiðkaðist að for- eldrar eða fjölskyldur tóku ákvarðanir um hverjir giftust og þýddi ekkert að malda i móinn. Þessi hjónabönd urðu engu siður farsæl en þau rómantisku. Þjóðfélagsvandamál okkar eru tengd samskiptum okkar við Svia. T.d. er hráefni sem er að finna á okkar landssvæðum flutt til annarra landshluta. Sama er að segja um orkuvinnslu hér. Samabýli sem eru undir raf- magnslinunum, fá ekkert raf- magn. Ferðamannastraumur eykst ár frá ári. Stór svæði af hreindýrabeitilandi eru ónýtan- leg lengur vegna ferðamanna- straumsins og það hefur verið okkur stór biti að kyngja þegar við lesum i auglýsingapésum ferðaskrifstofa að við séum til sýnis eins og hver önnur furðu- dýr. 1 einum auglýsingatextanum las ég — „Komið til Lapplands, akið hreindýrasleðum, sjáið mið- nætursólina og Lappana — Ég minnist þess ætið, þegar þessi mál eru rædd, sem frammámaður i ferðamannaút- gerðinni hér sagði eitt sinn i sjón- varpsviðtali: „Við vOjum fyrir alla muni vinna i friði við Samana. Við höf- um t.d. boðið þeim að keyra ferðamennina á hreindýrasleð- um, en þeir svöruðu okkur ekki einu sinni.” A sama tima höfðu samar lokað brú sem byggð hafði verið til þæginda fyrir ferðamennina. Brúin var þannig staðsett að hreindýrahjarðir frá mörgum Samabæjum runnu saman og mikil vinna og vandræði urðu við að draga i sundur aftur. Brúnni lokuðum við alveg eftir þetta. Lappo - Lappland - Lappar = Endir - Landsendir - Fólkið sem býr á landsenda I islensku yar orðið — finna- galdur notað yfir galdra. Samar hafa verið taldið öðrum færari i kukli hverskonar? „Samar hafa alla tiðbúið i nánu sambandi við náttúruna. Við vor- >um i aldaraðir mjög einangraðir og náttúruöflin eru oft óblið i norður-Skandinaviu. Þess vegna þekkjum við þessi öfl betur, allt frá veðurofsanum niður i smæstu blóm. Það leiddi af sjáifu sér að þessi þekking, sem var meiri en gerðist hjá öbru fólki, var nýtt til margra hluta t.d. lækninga. Á uppgangstimum Sviakon- unga á öldum áður, var þessi kunnátta okkar notuð til aö greiða veg þeirra um Evrópu. Svo virtist sem að mikil trú hafi verið á galdrakunnáttu Sama á þeim timum. Svo er þvi ekki að neita að Sam- ar eru áberandi tortryggnir á lækna. Uppskurði sérstaklega, enda þekkjum við i mörgum til- fellum aðrar lækningaaðferðir sem hafa dugað. Mótmælaaðgerðir hefjast viö Alta. ... innan stundar mun lögreglan fjarlægja þá sem sitja. ..Nils Utsi var borinn þrisvar burt af lögreglunni. ,..við sveltum fyrir réttindum Sama".

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.