Þjóðviljinn - 29.08.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 29.08.1981, Blaðsíða 20
HANN LIFIR Alekos, zi zi zi. Alekos, zi Alekos, lifir lifir lifir. Alekos, lifir. Þessi orð ómuðu i hug margra þegar loksins hafði tekizt ætlunarverk launböðla að drepa Alexandros Panagoulis með þjónustubrögðum leigu- morðingja. Og viða á húsveggjum stóð bókstafurinn Z. Allir vissu hvað það táknaði: Þið hafiö myrt hann, hann lifir samt. Þið getið aldrei framar drepið hann. Dáinn er hann orðinn tákn ódauðleikans. Nú er þessi einherji orðinn sam- eign allra sem hatast viö kúgun og spillingu, þeirra sem risa gegn haröstjórn, og veröa ekki bugaöir. Hvaða Alekos? Hver var Alexandros Panagoulis? 1 ágúst 1968 reyndi ungur maður að koma þvi kvikindi fyrir kattarnef sem þá var höfuð hinnar hatrömmu hershöfðingjastjórnar i Grikklandi. Sextán mánuðum fyrir tilræðiö hafði það boröaiagða illþýöi skotið 'kónginum ref fyrir rass, og oröið á undan honum tif að afnema mannréttindi. Pana- Panagoulis goulis hugöist snúa taflinu við. Hann stóð fyrir ævintýralegri uppreisnarráðagerð sem mis- tókst herfilega i flestum liðum framkvæmdarinnar; en tókst þó kannski það sem var brýnast, að verða sjálfur baráttutákn, vekja goðsögn, kveikja. Tæplega þrem vikum eftir valdaránið strauk Panagoulis úr hernum, þá átti hann eftir fimm mánaða her- skyldu . Hann leyndist i Aþenu, safnaði liði, og reyndi að skipu- leggja öfluga mótspyrnu- hreyfingu ásamt eldri bróður sinum Giorgios sem var foringi i hernum. Ofurhuginn ætlaði á augabragði að steypa hyskinu; með harðsnúinni sveit hugðist hann hremma útvarpsstöðina og helztu ráðuneyti á tæpum tveim timum, og nota útvarpið til að reisa þjóðina, og jafnvel þann hluta hersins sem kynni að vera andsnúinn valdaræningjunum. Siðan áttu kóngur (sem ýmsir Is- lendingar eru tregir að trúa að geti verið fantur eða vingull vegna spúsu sinnar, Onnu Mariu Friðriksdóttur Danasjóla og telur ekki eftir sér að saxa i eldivið i arininn heima hjá sér með karatehöggum) Konstantin og stjórnmálaforingjarnir Kanello- poulos og Paparidreou yngri að á- varpa þjóðina, foringjar helztu stjórnmálaflokkanna; og skyldu lýsa yfir að aftur væri stjórnar- skráin i' gildi og lýöréttindin, og þingið færi á ný meö æðstu völd. I hugmóði sinum og hreinlyndi ætlaði hetjan sér ekki af. Hann sást ekki fyrir i óskhyggju sinni. Þá má lita á það að her- foringjarnir höfðu ekki fulltreyst völd sin þegar hér var komið sögu. Kúgunartæki þeirra var enn i mótun. Þeir höfðu ekki náð að spenna þjóðlifið þeim heljar- greipum sem siðar varö. Enn þorðu menn að hvislast á, og jafn- vel formæla valdaræningjunum i sinn hóp. Seinna varð almennur ótti eins og tiökast i fasistarikjum við njósnara sem jivarvetna leyndust, oft er i holti heyrandi nær. Að visu kann Panagoulis þá þegar að hafa hugsaö sér aö þótt mistækist uppreisnin kyrini hann þó sumpart að sigra með þvi að veita þjóð sinni lýsandi fordæmi sem yröi munað um ókomin ár: Það er betra aö láta sér mis- takast en aö halda að sér höndum. Mistök eru dáð, athöfn sem kveikir eldmóð 1 hinum kúguðu, sagði Panagoulis við blaðamann skömmu fyrir dauða sinn. Ýmis atvik leiddu til þess að Panagoulis breytti áformum sinum.l seinni ráðagerð hans var að hefjast skyldi handa með fjöl- breyttum hætti þann 13. ágúst 1968. Sjálfur ætlaði hann að sprengja Papadopoulos i loft upp á þjóövegum úti, á ieiðinni til Sounion frá Aþenu. A meðan átti að skapa umferðaröngþ\0ti i Aþenu miöri með þvi að sprengja hjólbarða á öllum bilum sem áttu leið um ýmsa helztu vegi sem iágu inn i Aþenu og út úr henni: strá þúsundum nagla oddsorfinna i báða enda sem hefðu veriö sveigðir svo þeir gætu bitið hjól- barðana örugglega, og á þessari hátiðlegu stund áttu að springa eldsprengjur í þjóðgörðum borgarinnar og gera myndarleg bál þar og i þurrum furuskógum á Lykabettoshæð og viðar; svo slökkvilið hefði nóg að starfa og lögreglan öll, herlið borgarinnar lika; þannig átti að verða auðveld undankoma á báti þegar harð- stjórinn hefði verið sprengdur i tætlur við tilkomumikla upp- ljómun hins goðsögulega báls i skógunum og lystigörðum Aþenu. Allt mistókst. Engir eldar kviknuðu, engum nöglum var stráð. Ein sprengja sprakk, og orkaði litlu nálægt Ólympiuvanginum. Og þó hafði Panagoulis farið með hvern einasta mann sem hafði hlutverki aö gegna við að kveikja bálin,og starfað með þeim að undirbúningi i- kveikjunnar svo að ekki var annað eftir en að lykilmaðurinn i þeim þætti á viðkomandi stað kæmi akandi á umsaminni stundu, hentist út úr bil sinum og bæri sigarettu að kveikju- þræðinum og, æki burt áður en sprengjan spryngi. Enginn þessara manna átti að vita um annan. Allt fór i handaskolum fyrir handvömm, og hik, og allskonar óheppni. Hin öfluga sprengja Panagoulis sprakk án þess aö senda Papadopoulus heim til hel- vitis i armkrika andskotans. Panagoulis fyrir rétti I Aþenu, haldið af vörðum. Upphafning. Undankomubáturinn sigldi til hafs, Panagoulis hirðist undir kletti, kaldur og hrakinn, meðan hin rósfingraða morgungyðja tendraði himinhvelið. Þar fundu varðliðar hann þegar þeir voru i þann veginn að hætta leit eftir tvo og hálfan tima. Þetta var Donkikótisk keðja af mistökum. Og þar hófst fimm ára pislarvætti Panagoulis i höndum böðla sinna sem aldrei tókst að kúga hann né beygja með pyntingum og hvers kyns harð- ræði, og hann svaraði fólsku þeirra með sifelldum ögrunum, og svivirti óspart þá sem áttu allskostar við hann. Þeir þorðu ekki að drepa hann: dauður yrði hann þeim ennþá erfiðari. Og þar kom að honum var sleppt úr fangelsi; og komst til Italiu þaðan sem hann reyndi að efla andspyrnuna gegn her- foringjunum sem hann frekast mátti. Hann fór um lönd viða og reyndi að virkja og samfylkja út- lægum Grikkjum, og fór á laun nokkrar ferðir til Grikklands til að skipuleggja mótspyrnuflokk þar. Sú saga verður ekki rakin hér né hvernig hann bjargaöist iðulega með ævintýralegum hætti undan flugumönnum andskota sinna sem vildu hann feigan sem fyrr, ef mætti vefða með nokkurri leynd. II Litið þið þarna til hægri, hvislaði Kevin Andrews að okkur i leigubilnum á veginum frá Aþenu til Glyfada, eftir strand- lengjunni. 1 flóanum er flotalægi Nató, herstöð mikil I Glyfada og flug- völlurinn, og flugvélarnar sem eru að koma og fara klippa sundur setningarnar með drunum sinum fyrir ferðamönnum sem sitja á svölum úti á hótelunum með útlenzku nöfnunum eins og Beau Rivage, Fagraströnd, klingja glösum við hægar sveigjur upptypptra Eukalyptus- trjá nna. Eftir næstu beygju, sagði hann: ég segi ykkur seinna. Sólin skein eins og alla daga, og bakaði skrokkana á bað- ströndinni við stóru hótelin, og færiböndin runnu stanzlaust með farmana noröurbleika svo brúnast mættu á baðströndinni (þó það sé reyndar komið á daginn að litverpir lysthafendur geti oröiö jafnbrúnir af þvi að éta sérstakar pillur einsog súkkulaði eða harðfisk heima hjá sér). Bilstjórinn skipti um stöð i út- varpinu og náði bouzoukimúsik i staðinn fyrir ameriskt söng- breim. Þögul horfðum við til hægri á þeim stað þar sem Kevin benti okkur. Akreinarnar voru tvær, og tengibraut skammt frá. Stórt skilti auglýsti heimsveldið Texaco (sem er upprunniö á sömu slóðum og siðbornir gisti- vinir islenskra heimila, Dallas- fólkiö). Það var á bilageymslu, og autt svæöi þar fyrir framan, en gryfja tii hliöar opnaöi leið með undirgöngum i bilageymslurnar. Skilti þar áletraö: KALON TAXIDHl sem þýöir góöa ferð. Viö stigum út Ur leigubflnum á milli Glyfada sem margir is- lenzkir feröamenn hafa gist og Voulagmeni sem íslenzkir hafa lika gist og notið margrömaörar fyrirgreiöslu Siguröar A. Magnússonar. Viö vorum á leið með Kevin Andrews til að ganga á fjall, gult með gráum klettum með hvitum skellum, og engum gróðri nema hibiscusrunnum sem þola öllum gróðri betur þurrk. Þar ætluðum við aö skoða hella i þessu eyði- landi helgaða skógarguðnum Pan. Um þá vita fáir.. Frá veginum var nokkurn spöl að fara áður en kæmi á fjallið. Við vorum varla komin út af veginum þá snarstanzar Kevin: Staðurinn, sagði hann: sem ég sýndi ykkur, þar var hann drepinn. Panagoulis. Hann var einn á leiðinni frá skrifstofu sinni i Aþenu._Um nótt. (7t i Glyfada, þarsem inóðirhans bjó. Það voru tveir bilar að verki. Annar þeirra fannst seinna. Með sérstakri á- keyrslutækni hröktu þeir hann Ut af veginum. Þetta voru sér- fræöingar. Gróðurinn var orðinn þyrrkingslegur. Það var ekkert notalegt að ganga á ilskóm upp fjallshliðina. Það var mjög heitt. Bara iággróður grjót og sandur. Kaktusar á stangli. Sólin beint yfir um nón. Sjórinn hvitnaði i mistrinu fyrir neðan og rann saman við himin, utan við her- skipin á læginu. Tveir asnar á ferð um vegarbrún drógu hvor sina vinámuna á tvihjólaðri kerru með afturhalla, og dottandi strákará öörum kjálkanum undir stórum stráhatti með danglandi keyri, þræðandi laufskugga meðan langferðabifreiðar þutu með hvin og lúðurvæli. Billinn hentist út af veginum, sagði Kevin: yfir auða svæðið, bremsurnar dugðu ekki á þessari fleygiferð til að forðast gryfjuna, svo billinn endastakkst niður hjá skiltinu sem bauö góða ferö: KALON TAXIDHI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.