Þjóðviljinn - 29.08.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.08.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29.-30. ágúst 1981 DIOOVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Ólafsson. Kjartan Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir úmsjónarmaður sunnudagsblaðs: Þórunn Sigurðardóttir Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guðni Kristjánsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. ritstjórnargrein Gegn atvinnuleysi og of löngum vinnudegi • Þaö sem af er þessu ári hef ur atvinnulíf okkar ís- lendinga staðið með blóma. Skráð atvinnuleysi á fyrra helmingi ársins svar- aði til 0,5% af mannaf la, líkt og verið hef ur síðustu ár. í okkar heimshluta eru þau ríki sjálfsagt teljandi á f ingrum annarrar handar, þar sem svo vel hagar til í þessum ef num. • I mörgum nágrannalanda okkar er atvinriuleysið meiriháttar þjóðfélagsböl og því miður fá batamerki sjáanleg. Margar miljónir manna ganga atvinnulaus- ar, og þar sem ástandið er verst eins og í Bretlandi samsvara tölur um atvinnulausa því, að hér væru tíu þúsund manns atvinnulausir, og atvinnuleysisdraug- urinn þar með kominn inn á fimmta hvert heimili í landinu. • Harðast bitnar atvinnuleysið i nágrannalöndum okkar á unga fólkinu, og þeim sem af einhverjum ástæðum eiga erf itt með að standast harða samkeppni á vinnumarkaðnum. Miljónir æskufólks koma út úr skólunum en fá ekkert að starfa árum saman, og því fólki f jölgar stöðugt sem komið er á fertugsaldur, en aldrei hef ur tekið þátt í atvinnulíf inu. • Við íslendingar skulum ekki ímynda okkur, að það séeitthvað náttúrulögmál, að hér verði alla tíð næg at- vinna, þótt bölvun atvinnuleysisins ríði húsum allt í kringum okkur. Því er það skylda stjórnvalda á hverj- um tíma svo og samtaka bæði atvinnurekenda og verkafólks að fylgjast með þróun atvinnulífsins og grfpa til ráðstafana í tíma, ef upp kemur hætta á at- vinnuleysi. • Á undanförnum árum höfum við íslendingar verið að mestu lausir við böl atvinnuleysisins, en þess í stað hef ur meginþorri vinnandi fólks á Islandi þurft að leggja á sig óeðlilega langan vinnudag. Hinn langi vinnutími er líka þjóðf élagsböl, sem vinna þarf bug á. I ýmsum nágrannalöndum okkar er bannað með landslögum að vinna nema örfáa yfirvinnutíma í mánuði hverjum. Hér eru þeir býsna margir, sem haf c hins vegar alltað helming tekna sinna fyrir yf irvinnu. • Auðvitað eru atvinnuhættir okkar með þeim hætti að ekki verður hjá yfirvinnu komist í ýrhsum tilvik- um, svo sem við fiskvinnslu, þar sem bjarga þarf verðmætum undan skemmdum, en eitthvert hóf verðum við þó að hafa á í þessum ef num. • Við ættum að setja okkur það mark, að skera hina miklu yfirvinnu niður um a.m.k. helming á fáum árum án þess að heildartekjur manna skerðist. I þessu skyni þarf skipulegt átak að koma til. Til að ná þessu marki þarf meðal annars að fá f leira fólk til starfa í þeim framleiðslugreinum þar sem vinnuálagið er mest. Þetta verður ekki gert með valdboði heldur með því að gera framleiðslustörfin aðlaðandi hvað varðar launakjör og allan aðbúnað. Bætt skipulag og ný tækni ættu einnig að geta stuðlað að því á næstu árum, að stytta hinn langa vinnudag, sem hér hefur lengi tíðk- ast, og tryggja fólki f leiri frístundir. • Það er verkefni stjórnvalda og verkalýðshreyf- ingarinnar að stuðla að slíkri þróun. Sú örtölvubylting sem nú færist nær mun á kom- andi árum draga úr vinnuafIsþörf atvinnulífsins og hin nýja tækni leysa mannshöndina af hólmi- á mörgum sviðum. Enginn þarf að vera hissa á spá- dómum um það, aðfyrir næstu aldamót verði almenn- ur vinnudagur kominn niður í sex stundir eða jafnvel færri íþróuðum iðnaðarþjóðfélögum. • Ekki er neitt nema gott um þetta að segja, svo fremi að hin nýja tækni leiði til almennrar styttingar vinnudagsins, en verði ekki til þess að magna hið gíf- urlega atvinnuleysi, sem nú er hvað þyngstur bölvald- ur í mörgum þjóðfélögum á Vesturlöndum. • Á miklu veltur bæði hér og annars staðar, að verkalýðshreyf ingin fái beina aðstöðu til áhrifa á alla þróun í þessum efnum, og ekki ráð nema í tíma sé tekið. • Við skulum stefna markvisst að styttingu vinnu- dagsins án þess þó að opna nokkra gátt fyrir vof u at- vinnuleysisins. k. úr aimanak ínu Þórbergur Þóröarson segir einhvers staöar i „Bréfi til Láru”, aö í sæluriki kommiín- ismans, sem komi fyrr en varir, muni aíþýðan vinna tvo daga i viku hverri, en nýta aöra daga vikunnar til að sinna sinum hugðar- og tómstundaefnum. Vissulega erþetta sú sýn sem við eygjum öll. Sumir segja draumsýn, en þarfsvo að vera? Reyndar eri' minum huga um tvennt að vel ja i þessum efnum : Martröö eða sæluriki. Þriðja iðnbyltingin er hafin. Sú fyrsta hófst með beislun guf- unnar á siðustu öld, önnur þegar raforkan var beisluð og sú þriðja er £ð ganga i garð, timi örtölvunnar. Jú, þetta er allt gott og blessaö. Við heyrum að menn eru að ræða þessi mál i útland- inu, og eitthvað er vist farið að bera á þessum undratækjum hér norður i' Dumbshafi, en landanum kippir sem fyrr i kynið. Þetta er átthvað sem al- menningur hefur ekkert vit á. Þetta er bara fyrir hálærða spekúlanta og best að vera ekkert að skipta sér af þessu. Þannig hugsar margur. Alltof margur. Innreið örtölvunnar hvort sem er á íslandi, eða i öðrum rikjum hins þróaða heims, boðar nýja og gjörbreytta tfma. Hvaða tima þessi nýjung boöar, fer eftir þvi hvort þaö veröur auðvald eöa alþýöa þessa lands sem ræður og stjórnar innreiðinni. Tekur viö timi atvinnuleysis og almenns volæðiseða tekur viðgullöld fri- tima og frelsis frá þrældómi? Það er ekki spurtum litið, enda mikiö i' húfi. Fyrirskömmu var sýnd hér i sjónvarpi þýsk mynd sem fjallaöi um innreið örtölvubylt- afla. Tölvu hér og tölvu þar. Sumum finnst þetta sniðug tæki. Jafnvel töfrandi, aðrir eru hræddir við þau. Flestir vita. minnst litið um þessi tæki starfsmátt þeirra og þá þróun sem þessi tæki geta boðið. A ráöstefnu sem Alþýðusam- band islandshélt um tölvumál i byrjun þessa árs varð niður- staðan, að verkalýðshreyfingin kreföist meðákvörðunarréttar um stjórnum og innleiðingu þriðju iðnby ltingarinnar. Verkalýðshreyfingin krafðist einnig opinberrar fræðslu um tölvumál og endurmenntunar sinna umbjóðenda. Sönn verkalýöshreyf ing krefst ekki einungis með- ákvörðunarréttar i sliku örlaga- máli, hún hlýtur að krefjast ákvörðunarréttarins. 1 haust gengur alþýða þessa lands að samningaborðinu við þá aöila sem þykjast hafa það i hendi sér hvernig innrás þriðju iðnbyltingarinnar veröur hagað. Það er til litils fyrir verkalýðshreyfinguna að semja um kauphækkun til þeirra sem veröa ekki á vinnumarkaði á MARTROÐ- SÆLURÍKI ingarinnar hjá þarlendum. Mörgum hefur sjálfsagt brugðið við minna, en þá sást á skján- um. Myndin sýndi harmleik, sem alþýða og samtök hennar hér á landi verða að forða þjóð- inni frá. Þriöja iðnbyltingin i Þýskalandi hinu vestra er hafin, og staöan er augljós. Alþýða þessa mikla iðnveldis hefur tapað i þessari byltingu eins og i öörum þeim sem á þeirri grund hafa verið háðar. Þýskaland er ekkert eins- dæmi. Japönsk alþýða er löngu gjörsigruð og slikt hið sama er þvi miður að segja um fleiri þjóðri'ki tæknialdar. Þýskaland liggur mér hins vegar ofarlega i huga vegna þessaöég vona að sú sjónvarps- mynd sem sýnd var frá töpuöu striði, hafi kveikt i fieirum en mér. Það var brugðiö upp mynd frá bilaverksmiöju. Þar var ör- tölvan að taka völdin. Alþýöan og hreyfing hennar hafði sofið á verðinum og áhrifamáttur hennar var enginn. Það var ömurleg sjón aö sjá fulltrúa auðvaldsins, ota fingrum sinum i att að einstökum verkamönn- um og segja hróðuga: Við þurf- um ekki að njóta þinna starfs- krafta lengur, tæknin sér fyrir þvi. Og þú þarna i horninu, þú geturfengiö aö haldaáfram, en þá lækka lika launin, tæknin sér fyrir þvi. Og þú, já þú ert hepp- inn, þú bæði heldur vinnunni og sömu launum, þrátt fyrir alla tæknina. ,,En hvað, ekki situr verka- lýðshreyfingin þegjandi yfir þessu”, spurði einhver. Ráðherrann svaraði þvi. „Auövitað er verkalýðshreyf- ingin óánægö. Fólk verður hins vegar að átta sig á þvi að ef við tæknivæðum ekki allan okkar Lúðvík Geirsson skrifar iðnaö i topp, þá verðum við al- gjörlega undir i samkeppninni við Japani á alþjóðlegum mörkuðum. Japanir standa okkur miklu framar á öllum sviðum”, sagði ráöherrann. „Þar hugsar verkafólkið fyrst um fyrirtækið, siöan um sjálft sig”. Af auglýsingum i blöðum hér á landi undanfarnar vikur má ráöa að auglýsingastriöið stendur ekki lengur eingöngu um kók og pepsi og video, heldur eru tölvurnar komnar i spiliö. Allir þurfa tölvu. Tölvu i fyrirtækið, það sparar mann- komandi árum, verði þróunin hér svipuö þvi sem nú gerist viða erlendis. í Evrópu einni, ganga millj. manna atvinnu- lausir i dag. Margir þeirra hafa aldrei unnið ærlegt handtak, eins og þar segir. Kröfugerö islenskrar verka- lýðshreyfingar og þá islenskrar alþýðu hlýtur að taka mið af þessum staðreyndum. Sifellt meiri hagvöxtur elur ekki af sér ný störf. Hins vegar er hægt að stjórna vinnu- markaðnum og framleiðslunni á þann veg, að allir haldi óskertum launum fyrir skemmri vinnutima, en ein- hverjir útvaldir, sérfræöingar eða ekki sérfræðingar, einoki ekki vinnumarkaðinn. Við stöndum á timamótum. Það er i okkar hendi hvemig samfélag við viljum skapa. Raunar erum viö á síðasta snúningi, þvi skammt er milli feigs og ófeigs. Karl Max sagði f yrir nærri 130 árum að kapitalisminn myndi að lokum leiða af sér afnám vinnu,þarsem þá myndi tæknin taka við völdum, sem aftur þýddi afnám kapitalismans. örtölvubyltingin er lokastigiö i þessari þróun sem Karl Marx sá réttilega fyrir um miðja sið- ustu öld. — Ig-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.