Þjóðviljinn - 29.08.1981, Side 8

Þjóðviljinn - 29.08.1981, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29.-30. ágúst 1981 í Þjóð- minja- safni Hefur þú komiö í Þjóð- minjasafnið? — Ef ekki þá ættir þú að drífa þig — með alla f jölskylduna. Svo ein- kennilega sem það hljómar, er það samt sem áður satt, að f jöldamargir islendingar hafa ekki komið i Þjóðminjasafn is- lands, þótt þeir hafi ef til víII skoðað f jölda safna er- lendis. Við litum við í Þjóð- minjasafninu á dögunum og smelltum af nokkrum myndum og spjölluðum við fólk. Dóróthea Stephensen gæslu- kona sat inni i „músikherberg- inu” þar sem ýmiss konar hljóö- færi eru geymd, — langspil, fiölur, orgel og pianó. ,,Og þetta skrifborö er ættar- skrifborö Stephensenanna, fyrst átti þaö Olafur og siöan Magnús Stephensen”. Dóróthea sýndi okkur þvi næst inn i baöstofuna, en s.l. vor var flutt baöstofa frá Skaröi i Dölum og sett upp i bjóö- minjasafninu. ,,I þessari baöstofu var búiö fram til 1957 og hér i loftinu má sjá svertu eftir reyk, þvi hér var eldaö I endanum”, og hún bendir upp i rjáfriö. Baöstofan er meö rúmum, rúmfötum og húsgögn- um og meöan viö skoöum hana koma fjöldamargir útlendingar að forvitnast um þessi hýbýli for- feöra okkar. Við höldum áfram göngu okkar um safniö og inni viö stórt og fallegt útskoriö altari hittum viö Monicu Lauritzen frá Gautaborg. „Eg er hér á þingi fjölmiöla- fræöinga og er aö nota timann til aö kynnast menningu og sögu ts- lendinga”, segir Monica aðspurð. Hún kvaöst alltaf reyna aö skoöa minjasöfn þegar hún ferðast til annarra landa, þvl þaö segir henni svo mikiö umþjóöina. Viö spuröum hana hvaö hún skoðaöi helst á söfnum. „Ég hef mestan áhuga á aö skoöa handverkiö, — hvernig vinna og list tengist i ýmiss konar nytjaiist. bað vekur mesta athygli hér hvaö þessar trúarlegu myndir og mótiv er miklu lit- skrúöugra og liflegra en viöa þar sem ég hef skoöað slikt á erlend- um söfnum. I raun og veru þykir mér mjög gaman aö kynnast menningu tslendinga, yfirleitt, þvi við vitum svo sáralitiö um hana i Sviþjóö”, sagöi Monica. Myndirnar á siöunni segja sína sögu um þaö sem er aö sjá á bjóö- minjasafni, en þó ekki nema aö litlu leyti. Viö hvetjum fólk^l aö sjá meö eigin augum. —þs „Trúarlegar myndir eru hér miklu liflegri en viöa erlendis, þar sem ég hef skoöaö hliöstæö verk”, sagöi Monica frá Sviþjóö. „Á söfnum kynnist maður þjóðinni” Þessi guilfallega klukka er eins konar formóöir tölvuúranna sem i dag þykja ómissandi. Þessi segir þér nokkurn vegin þaö sama, hvaö tfmanum lföur, vikudag, tunglkomur og mánuö. Þessa klukku smiöaöi Eyjólfur Þorkelsson 1883 og fékk fyrir hana verölaun Iönaöarmannafélagsins. Doróthea viö æ'ttarskrifboröiö. Ofan á þvf liggja ýmis hljóöfæri, — fiöla og langspil. Dóróthea Stephensen i baöstofunni, sem sett hefur veriö upp i Þjóö- minjasafninu. Ljósm —gel—

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.