Þjóðviljinn - 29.08.1981, Blaðsíða 3
Helgin 29.-30. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
krikmyndrir
Þunnur þrettándi
Svo virðist sem breski
leikarinn og leikstjórinn
David Hemmings hafi
ætlað að búa til merkilega
mynd um ástandið í
Þýskalandi milli stríða,
þegar hann tók til við að
stjórna ,,Just a Gigolo"
(Hlaupið í skarðið,
Háskólabíó). Upphafs-
atriði myndarinnar benda
til þess að hér sé á ferðinni
Marlene Dietrich
David Bowie
athyglisverð mynd, ekkert
venjulegt rusl. En eftir-
væntingarf ullur áhorf--
andinn verður brátt fyrir
vonbrigðum.
í fyrsta lagi er einsog David
Hemmings hafi ómögulega getaö
gert upp viö sig hvort hann ætlaöi
aö búa til harmleik, gleöileik,
farsa eöa melódrama. I ööru lagi
er einsog gleymst hafi aö binda
saman marga lausa enda, og þeir
dingla lausir i myndarlok, öllum
til ama. Auk þess hefur leikstjór-
anum ekki tekist aö fá leikarana
til aö leika almennilega, og þaö
má merkilegt heita, ef haft er i
huga aö leikstjórinn er sjálfur
leikari og aö margt frægra leik-
ara kemur viö sögur.
Sorglegast 'af öllu er kannski
meöferöin á Marlene Dietrich,
sem þarna kemur fram i fremur
litlu hlutverki, og syngur titil-
sönginn Just a Gigolo.Þeim sem
muna Marlene Dietrich einsog
hún var hér áöur fyrr er svo
sannarlega enginn greiöi geröur
meö þvi aö sýna þeim hvilik
hryggöarmynd hún er oröin
núna: andlitiö stift einsog grima,
augun sljó, röddin brostin. Þegar
svona er komiö fyrir fólki á þaö
aö fá aö vera i friöi fyrir kvik-
myndafólki sem áreiöanlega
hugsar ekki um annaö en aö
græöa nokkrar aukakrónur út á
nafniö fræga.
David Bowie hefur mér alltaf
fundist fremur fráhrindandi
náungi, og ekki batnar álit mitt á
honum eftir aö sjá hann i þessari
mynd — nema siöur sé. Honum
viröist vera gjörsamlega fyrir-
munaö aö leika þetta hlutverk,
meö þeim afleiöingum aö viö
vitum næsta litiö um lautinant
Przygodsky þegar upp er staöiö,
og er þó ævi hans þaö sem myndin
snýst um.
Þaö kann aö vera nokkuö til i
þvi sem einn ágætur vinur minn
sagöi um þessa mynd, aö hún
væri grinmynd um uppgang
fasismans i Þýskalandi, gallinn
væri bara sá aö viö gætum ekki
tekiö sliku grini, okkur þætti fas-
ismi ekki fyndinn. En ýmislegt
bendir þó til aö ætlunin hafi ekki
veriö aö gera grin eingöngu.
Aöalsöguhetjan, Przygodsky, er
prússneskur liösforingi sem
kemúr á vigvöllinn rétt i þann
mund sem fyrri heimsstyrjöld-
inni er aö ljúka, og getur þvi ekki
látiö hetjudraum sinn rætast.
Honum tekst þó aö fá sprengju-
brot I hausinn. En aö striöinu
loknu finnst honum tilveran
næsta fánýt, og hann vill ekki
viöurkenna ósigur Þjóöverja.
Ekki er hann einn um þetta
sálarástand. Kraft kapteinn
(David Hemmings) er sama
sinnis og ákafur i aö gera eitthvaö
i málinu. Hann hefur þvi neöan-
jaröarstarfsemi I orösins fyllstu
merkingu: býr um sig i neðan-
jaröarlest undir Berlin, og safnar
um sig hjörö af ungum, sætum
strákum sem brátt fara aö
þramma einkennisklæddir um
göturnar. Przygodsky er i
uppáhaldi hjá Kraft og þeir
viröast búa saman um hriö. Ekki
eru hommasambandi þeirra gerö
nein skil, en einhverra hluta
vegna veröur Przygodsky ekki
einn af þeim sem þramma um
göturnar. Hann kýs heldur að
gerast „gigolo” (sem i islenska
textanum er ýmist þýtt sem
„þarfanaut” eöa „leigudansari”)
á skemmtistaö sem Marlene
Dietrich rekur fyrir rikar og þurf-
andi konur.
Einskonar kvenkyns hliðstæöa
Przygodskys er stúlkan Silly, sem
leikin er af Sydne Rome. I upp-
hafi er hún kölluö sósialisti og
byltingarsinnuö götusöngkona, en
þar sem byltingin lætur á sér
standa fer hún út i aöra sálma,
syngur á kabarett og kemst loks
til Hollywood og fær rlkan prins
fyrir eiginmann.
Henni gengur aö visu betur i líf-
inu en lautinantinum, en vel-
gengni hennar er fólgin i að selja
sig. Niöurlæging þeirra er i raun-
inni sambærileg, en Silly gengur
betur, kannski vegna þess aö þaö
er konum „eölilegra” aö selja
sig? Hafi ég lesiö rétt úr stein-
runnum andlitsdráttum David
Bowie, þá kann Przygodsky illa
viö niöurlæginguna. Silly er alveg
sama, enda hefur hún efni á þvi
aö kaupa sér þjónustu þarfa-
nautsins hvenær sem henni
sýnist, m.a.s. á brúökaupsnótt
hennar og prinsins gamla.
Þýskaland milli striöa hefur
veriö nokkuö vinsælt viöfangsefni
kvikmynda, og hafa margar
ágætar myndir veriö geröar um
þetta timabil. Frægastar eru
sjálfsagt Kabarett eftir Bob
Fosse og Slöngueggiö eftir
Bergman. Smám saman hefur
oröiö til klisjukennd mynd af
timabilinu, þar sem spillingin er i
hásæti. Just a Gigoloer uppfull af
klisjum i þessum dúr. Höfundar
hennar fá aö visu nokkrar hug-
myndir sjálfir, en þeim tekst ekki
aö vinna úr þeim aö neinu gagni.
Útkoman er léleg einsog viö mátti
búast. Þetta skrifast á reikning
handritshöfundar og leikstjóra:
myndin er einfaldlega klaufalega
skrifuö og ófrumleg, og leikstjór-
inn hefur ekki þaö til brunns aö
bera sem þarf til aö gera sæmi
lega mynd eftir lélegu handriti.
ELDAVÉL
OFN
GRILL
POTTUR
OG
PAIMIMA,
eöa pvísem næst!
Nýja rafmagnspannan frá Oster
gerir þér mögulegt að sjóða, steikja og baka
án þess að þurfa að standa yfir pönnunni allan
tímann. Með forhitun og hitajafnara geturðu
eldað alltfrá kjötréttum til pönnusteiktra
eftirrétta - að ólgeymdum pönnukökum -
á næstum því sjálfvirkan hátt.
Komu og skoðaðu gripinn í verslun okkar!
A Bílbeltin
hafa bjargað y^FEROAH
Óvenjulega hagkvæm kjör —
— Við sendum bæklinga til ykkar ef óskað er.
FLUG:
EXCURSION
f jölskylduafsláttur
APEX
Verðfrá kr. 2.237,-
HÖTEL:
Penta — International —
Stratford Court —
Clifton Ford— Londoner —
Drury Lane— Piccadilly.
Ferdaskrilstofa
KJARTANS
HELGASONAR
Gnodavog 44-104 Reykjavik - Simi 86255
FRIIÐ:
Fiesta — Escort — Cortina — Cortina station.
3000 milur innifaldar i hálfan mánuð eða
meira. Húftrygging og verðið er frá kr. 1.900,-
Öll hótel miðsvæðis,
með baði, wc og
litasjónvarpi.
Verð f rá 12 pundum
á mann, miðað viðtveggja
manna herbergi.