Þjóðviljinn - 01.09.1981, Síða 3

Þjóðviljinn - 01.09.1981, Síða 3
Þri&judagur 1. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 BRUNALIÐIÐ BRÁ Á LEIK Margt manna fylgdist með fjölbreyttri dagskrá við Slökkvistöö- ina i Reykjavik á laugardaginn, en þar fór fram sú kynning sem fresta varð vegna veðurs i lok Reykjavikurviku. Slökkviliðsmenn sýndu margar hliðar á sér á laugardaginn ungum og öldnum til ómældrar ánægju og nokkurs fróðleiks. Þeir settu á svið húsbruna, reykköfun, björgun manna úr eldi, ofan af hæðum, sig i björgunar- kaðli, stökk i fallmottu, notkun handslökkvitækja o.fl. o.fl. Hinar bestu aðstæður eru við Slökkvistöðina til kynninga af þessu tagi og nóg pláss fyrir áhorfendur á holtinu i kringum. A meöfylgjandi myndum má sjá „húsbrunann” og áhugasamt ungt fólk fylgjast með slökkvistarfinu. —Ljósm gel. Fisksölu- samtök í hættu vegna tregðu okkar Arið 1974 gengust Kanadamain fyrir stofnun samtaka fiskselj- enda við norðanvert Atlantshaf, þeirra, sem selja i Bandarikjun- um. Sambandsfrystihúsin og ISC hafa átt aðild aö þessum samtök- um. Verkefni þeirra er að auglýsa fisk úr Noröur-Atlantshafinu á Bandarikjamarkaöi sem og hverskonar upplýsingastarfsemi um nýtingu hans. Aörir aðilar aö samtökunum hafa verið i Kanada, Noregi og I Danmik-ku fyrir hönd Dana og Grænlend- inga. Að sögn Guðjóns B. ólafssonar framkvstj. hafa Sambandsfrysti- húsin og ISC stutt þetta samstarf frá upphafi en nú væri útlit fyrir aö þaö legöist niður, einkum vegna tregöu annara is- lenskra aðila til að taka þátt i þvi. Kanadamenn, sem lagt hafa fram mestan hluta fjSribagnsins, hafa viljaö auka þetta samstarf. En vegna tregðu samstarfsaöilanna er nú útlit á aö Kanadamenn dragi sig út úr sam- starfinu en hefji herferö til aö auka sölu á sinum eigin fiski á Bandarikjamarkaöi og aö þeir verji mun meira fé til þess en þessi samtök hafa gert. Aö áliti þéirra, sem stutt hafa þessa starfsemi, er slæmt ef hún leggst niöur og íslendingum til tjóns og illttil þess aö vita ef skammsýni islenskra fiskútflytjenda veröur henniaö fjörtjóni. — mhg Miðnefnd Samtaka herstöðvarandstæðinga: Fordaanir nifteindasprengjima Miönefnd Samtaka herstöðva- andstæöinga hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Miðnefnd Samtaka herstööva- andstæöinga harmar og mótmæl- ir þeirri ákvöröun Reagans for- seta Bandarikjanna að heimila smiöi nifteindasprengja og bæta þannig við enn einni tegund ger- eyöingarvopna i vopnabúr, sem þegar hafa aö geyma vopn er eytt geta heimsbyggöinni margsinnis. Þessi ákvöröun getur ekki leitt til annars, en frekari stigmögnunar vigbúnaöarkapphlaupsins og aukiö á þaö öryggisleysi, sem þjóöir heims búa viö i skjóli svo- nefnds ógnarjafnvægis. Miönefndin skorar á utanrikis- ráöherra og islensk stjórnvöld aö beita sér einarölega gegn þessari ákvöröun, enda fráleitt aö lfta svo á, aö hér sé um innanrikismál Bandarikjanna aö ræða. t fyrsta lagi er sú yfirlýsing einskis verö aö vopnin skuli geymd i Banda- rikjunum, þvi aö vegna eölis þessara vopna er ætlunin aö beita þeim á vigvöllum og þá einkum I Evrópu, ef til átaka kæmi þar. I ööru lagi getur þaö ekki talist inn- anrikismál Bandarikjanna né nokkurra þeirra stórvelda, sem halda þjóöum heims i gislingu meö fulltingi gereyöingarvopna vegna eigin öryggishagsmuna, hvort enn er aukið viö þann vig- búnað sem nú þegar ógnar öllu lifi á jöröu hér.” „Konurnar á Niskavouri” veröur sýnt i Þjóöleikhúsinu um næstu helgi. Myndin er úr sýningunni. Gestaleikur frá Helsinki í Þjóðleikhúsinu Sænska leikhúsiö i Helsinki kemur i fyrsta skipti meö gesta- leik til islands um næstu helgi og sýnir alþekktan finnskan gaman- leik, „Konurnar á Noskavouri”. Leikstjóri er Kaisa Korhonen, sem er isiendingum aö góöu kunn, en hún leikstýröi, „Þremur systrum” sem komu á Listahátiö i fyrra og hélt s.l. vor námskeiö fyrir islenska atvinnuleikara. Kaisa þykir enn besti leikstjóri Finna og hefur sýning þessi hlotið mjög góöa dóma og mikla aösókn. Leikritiö er eftir Hellu Wuolijoki, sem er i hópi þekktustu rithöf- unda Finna og var m.a. kunn af samstarfi viö Bertold Brecht. Leikritiö er leikiö á sænsku og taka ýmsir þekktustu sænsku- mælandi leikara Finna þátt I sýn- ingunni. i hópnum eru 27 manns ásamt meö leikhússtjóranum Dr. Carl öhman. Meöleikstjóri er is- lenskur, Kári Haildór Þórsson, en leikmynd er eftir Thomas Grip- enber og tónlist eftir Kaj Cyden- ius. Sýningar verða aöeins tvær, laugardaginn 5. september og sunnudaginn 6. september kl. 20.00. Miöasala hefst fimmtudag- inn 3. sept. kl. 13.15.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.