Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 1
þjoðvuhnn Þriðjudagur 15. september 1981 —204. tbl. 46. árg. Sérstakar ráðstafanir í þágu byggingarsamvinnufélaga: Ungir húsbyggjendur fái rýmkuð lánakjör Húsaleigulögin eru nú í endurskoðun, sagði félagsmálaráðherra á ráðstefnu um húsnæðismálin Félagsmálaráðherra hefur lagt fram í rikisstjdrn tillögur um að komið verði til móts við ungt fólk sem hyggur á húsbyggingar eða ibúðakaup i fyrsta sinn. Þessar tillögur eru nú til athugunar i stjórninni og er m.a. gert ráð fyr- ir að bankakerfið komi meira til liðs við húsbyggjendur en verið hefur. Þá eru uppihugmyndir um sérstakar ráöstafanir i þágu Byggingarsamvinnufélaga sem flest hafa innan sinna vébanda fólk sem er að byggja i fyrsta sinn. Þessar tillögur eru sprottn- ar af breyttum aöstæðum á lána- markaöi með verðtryggingu nær allra fjárskuldbindinga. Þessar upplýsingar komu ásamt fjölmörgum öörum fram á ráðstefnu Alþýðubandalagsins i Reykjavik sl. sunnudag, en þar var fjallaö um leiöir til þess að leysa húsnæðisvandann. Einhug- ur var um þaö á ráðstefnunni aö nýju húsnæöislögin myndu á næstu árum leysa úr brýnum vanda láglaunafólks i húsnæðis- málum ef myndarlega væri staöið Félagsmálaráðherra hefur lagt fram tillögur f rikisstjórn um að komið verði til móts við þá sem eru að byggja i fyrsta sinn. Myndin var tekin á ráðstefnu Alþýðubandalagsins I Reykjavik sl. sunnudag um húsnæðis- málin. Ljósm. eik. að framkvæmd þeirra. Fram kom i máli Ólafs Jónssonar for- manns stjórnar Húsnæöisstofn- unar að mikill áhugi er á félags- legum ibúðabyggingum og leigu- húsnæði á vegum sveitarfélaga um allt land. A ráðstefnunni var m.a. frá þvi skýrt að húsaleigulögin sem sett voru i fyrra væru nú i endurskoð- un eftir eins árs reynslutima. SU endurskoðun miðar að þvi að tryggja sem best rétt leigutaka og leigusala og er haft samráö við Leigjendasamtökin um hana. Sú hugmynd kom fram á ráö- stefnunni varöandi skyndilausnir i haust aö gerð yrði athugun á gistirými i borginni, og kannaöir möguleikar á nýtingu slfks hús- næðis fyrir námsmenn i vetur. Þá kom fram mikill áhugi á þvi að reistir verði nýir stúdentagarðar fyrir námsmenn sem nýta mætti sem hótel á sumrin fyrir vaxandi ferðamannastraum. Þá var einnig lagt til að gerð yrði skyndikönnun á vegum Reykjavikurborgar á þvi hverjir væru i húsnæðisvandræðum um þessar mundir, og hvað gera þyrfti til þess að leysa þær þarfir til bráðabirgða. Fram kom að þærtölur sem hingað til hafa ver- ið nefndar hafa litla sundurgrein- ingu hlotið, og sennilegt væri mið- að við ibúðaf jölda og nýtingu hús- næðis i borginni að leysa mætti vandamálin „frá manni til manns” ef i það væri gengiö. — ekh Það var margt um manninn þegar hornsteinn var lagöur I stöðvarhúsi Hrauneyjafossvirkjunar á föstudaginn var. Hér má sjá hluta gestanna ásamt starfsmönnum við virkjunina en fleiri myndir er að finna á bls. 9. Ljósm. —eik. , Búvöru- verðið á leiðinni Nýtt búvöruverð tekur gildi næstu daga en þess hefur veriö beðið frá 1. september s.l. Guðmundur Sigþórsson, ritari sex-manna nefndarinnar sagði i gær að komnar væru meginlinúr i útreikninga verðsins, en þó væri beðið eftir þvi aö rikisstjórnin fjallaði um einn veröþáttinn, þ.e. graskögglaverðið. Verðlagsgrundvöllur land- búnaðarafurða hækkar um 7,66% en verð á einstaka búvöruteg- undum hefur ekki verið reiknað ennþá. Samkvæmt þessu hækkar mjólkurverð ekki mikið þegar nýja verðiö kemur, þvi bráða- birgöahækkunin sem ákveðin var fyrir skemmstu á mjólkuraf- urðum, nam 7%. Reiknað er með að rikisstjórnin fjalli um gras- kögglaverðið i dag og að nýja verðið taki gildi á morgun. Jafn- framt mun nýtt kjöt koma á markað, en haustslátrun hófst i gær. Úrslitin í Noregi Stjórn Verkamannaflokksins fallin Hægri flokkurinn er óumdeilan- lega sigurvegari þingkosning- anna i Noregi, sem fram fóru i gær og fyrradag. Stjdrn Verka- mannaflokksins er fallin og ljóst er að þaö verður K5re Willock formaður þingflokks Hægri flokksins semreyna mun stjórnar- myndun borgaraflokkanna. Úrslit kosninganna eins og þau lágu fyrir þegar blaðið fór i prentun voru á þá leiö aö Verka- mannaflokkurinn tapaði 7 þing- sætum, Hægri flokkurinn ynni 11 sæti, Kristilegi flokkurinn tapaði 7 þingsætum og er hann sá flokkur sem býður hvað mest af- hroð. Sósialiski vinstriflokkurinn. bætti við sig manni, fékk þrjá þingmenn. Framfaraflokkurinn sem bauð ekki fram i siöustu kosningum fær3 þingmenn, Miöflokkurinn 11 og Venstre fær 2. Borgara- flokkarnir fá þá 78 þingmenn, en Verkamannaflokkurinn og SV 72. Þegar þessar tölur lágu fyrir var búiö aö telja 90% atkvæöa og talið aö litlar breytingar yrðu á. Aö sögn Sævars Guðbjörns sonar fréttaritara Þjóöviljans 1 Osló var kosningabaráttan ekki beinlinisspennandi, þar sem fyrir Káre Willock lá hver Urslitin yrðu. Allar skoðanakannanir sýndu fylgis- aukningu borgaraflokkanna og tap Verkamannaflokksins, ef eitt- hvað er frábrugöiö er hægri sveiflan ekki eins mikil og búist var við. Eitt helsta deilumál kosning- anna var fóstureyöingalöggjöfin, en Kristilegi flokkurinn barðist hvað harðast fyrir breyttri lög- gjöf, i þá veru aö þrengja heimild til fóstureyöinga. Hægri flokkur- inn hefur hins vegar gefið i skyn aö hann vilji óbreytt ástand, svo alltútliter fyrirað þaðsjónarmið verði ofan á. SG/—ká Fólksflóttinn mestur á íhaldstímum Er nú undir meðaltalinu Eins og vænta mátti hefur fólksflótti orðið mestur hér á landi i stjórnartlð ihaldsins. Þegar fólksflótti eða aðflutningur fólks er reiknaður út er miðað við fjölda aðfluttra umfram brott- flutta. Mestur fólksflótti varð árin 1969 er 1315 manns fluttu burt úr landi og 1970 1564.A ailra siðustu árum varð fólksflóttinn mestur i stjórnartiö Geirs Hallgrimssonar er 1051 flúðu land árið 1976 og árið ,1977 er 1009 manns flúðu skerið. Er taflan um aðflutning og brottflutning af fólki af jandi er skoöuð nánar kemur i ljó's að um meiri aðflutning en brottflutning er aöeins að ræða árin 1972 þegar að aöfluttir voru 431 og árið 1974 þegar aðfluttir voru 351. Annars litur taflan um aöflutta umfram brottflutta þannig út: 1969 -í- 1315 1970 -=- 1564 1971 -i- 172 1972 + 431 1973 4- 305 1974 + 351 1975 4- 326 Þannig eru brottfluttir umfram aðflutta á þessu tólf ára timabili samtals 6725manns eða um 560 að meðaltali á ári. Samkvæmt þvi eru þvi árin 1979 og 1980 undir meðaltali með brottflutta af landi. —óg 1976 4- 1051 1977 4- 1009 1978 4- 700 1979 4- 525 1980 4- 540

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.