Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 16
UOÐVIUINN Þriðjudagur 15. september 1981 Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins I sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsimi afgreiðslu ^ 81663 Samband byggingamanna ályktar: Öflug samstaða verkalýðssamtakanna Uppsögn samnlnga hjá byggingamönnum Á laugardaginn var haldinn fundur Sambands- stjórnar og formanna aðildarfélaga Sambands byggingarmanna. I ályktun sem samþykkt var á fundinum er meðal ann- ars undirstrikað mikilvægi sóknar í félagslegum rétt- indamálum og um aukinn kaupmátt. Þá er einnig bent á að markmiðunum verði frekast náð með öfl- ugri samstöðu verkalýðs- samtakanna. Ályktunin er svohljóðandi: „Nú, sem jafnan áður skiptir launaupphæðin sjálf ekki höfuö- máli I kjarasamningum. Aukinn kaupmáttur launa, hjöðnun verð- bólgu, atvinnuöryggi og sókn i félagslegum réttindamálum, skiptir ekki minna máli þegar meta skal hvert stefnir um lifs- kjör launafólks i landinu. í þeim samningum sem nú fara i hönd er kaupmáttaraukning og full verðtrygging mikilvægasta viðfangsefnið. Telur fundurinn að þeim markmiðum verði frekast náð með öflugri samstöðu verka- lýðssamtakanna. A hinn bóginn er ljóst að byggingamenn þurfa að ná fram leiðréttingu á ýmsum þáttum sinna samninga, sem ekki er á færi annarra en samtaka þeirra sjálfra að leysa. Fundurinn telur þvi að við gerð næstu kjarasamn- inga skuli samningsumboð félag- anna verða hjá Sambandinu en bendir jafnframt á að með kaup- gjaldsvisitölu, tryggingamál og fleira þess háttar, sé rétt að fjall- að sé um á vettvangi ASI. Þá hvetur fundurinn öll aðildarfélög Sambandsins til þess aö taka upp umræður um væntanlegar kröfur og samningsgerð meö það i huga að segja upp samningum fyrir 1. október n.k. þannig að þeir verði lausir frá 1. nóvember. Þvi er knýjandi nauðsyn að allar kföfur verði fram komnar fyrir næstu mánaðamót, svo unnt verði að taka endanlega ákvörðun um framkvæmd samninga og kröfu- gerðina i heild.” Samvinna stúdenta og ferðamálaráðs: NYR STUDENTA- GARÐUR? Ferðamálaráðstefna sam- þykkti stuðning A laugardaginn var haldin Ferðamálaráðstefna 81 þar sem meðal annars var samþykkt til- laga um stuöning við byggingu nýs stúdentagarðs, sem leysti húsnæðisvanda námsmanna að vetri tii og gæti tekið við ferða- mönnum að sumri til. Ályktunin fer hér á eftir: „Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Islands, er sjálfseignar- stofnun sem á og rekur ýmis þjónustufyrirtæki i þágu stúdenta og annarra námsmanna. Félags- stofnunin rekur m.a. tvö fyrirtæki er að ferðamálum starfa, þ.e. Ferðaskrifstofu stúdenta og Hótel Garð (sumarhótel). Hótel Garður er rekið á stúd- entagörðunum tveim, Gamla Garði og Nýja Garði þann tima ársins er stúdentar eru ekki við nám. Þeir stúdentar er á Görð- unum búa eru alfarið utan af landi, og er löngu ljóst að garð- arnir anna hvergi nærri eftir- spurn eftir garðvist. Það er þvi brýnt hagsmunamál náms- manna, einkum stúdenta frá öðrum byggðalögum en Reykja- vikursvæðinu, að byggður verði hið fyrsta nýr garður. Vegna þessa vill Félagsstofnun stúdenta leita stuðnings - Ferðamála- ráðstefnu 1981, sem haldin er i Stykkishólmi, við þá hugmynd að reistur verið hið fyrsta nýr stúdentagarður, i samvinnu og samráði við Ferðamálaráð, með hugsanlegri fjármögnun úr Ferðamálasjóði, enda verið gert að skilyrði aö garðurinn verði nýttur til hótelrekstra mánuðina júni til ágúst ár hvert.” Tillagan var samþykkt samhljóða á ráðstefnunni. —óg Fiskimjölsfram- leiðendur óánægðir með loðnuverðið: Ræða við ráðherra Fiskmjölsframleiðendur frest- uðu á föstudag aðalfundi sinum fram i október og samþykktu að óska éftir viðræðum við sjávarút- vegsráðherra um rekstrarvanda loðnuverksmiðjanna. Segir i fréttatilkynningu frá Félagi isl. fiskmjölsframleiðenda að verk- smiðjurnar geti ekki starfað áfram ef rekstrargrundvöllur þeirra brestur og er s ifiasta verð- lagning á loðnu til bræðslu átalin harðlega. Félag fiskmjölsframleiðenda telur að i forsendum oddamannsv hafi verið gert ráð fyrir miklu hærra verði á afurðum en fáan- legt sé og ennfremur hafi verið gert ráð fyrir hærra gengi á dollar en skráning segir til um. Þessar „bjartsýnis forsendur” þýði að verksmiðjurnar fái ekkert upp i afskriftir eða vexti og litið upp i viðhaldskostnað. Hins vegar sé gert ráö fyrir þvi að veiðiskip fá allan kostnað greiddan, þar með taldar afskriftir og hafi hagnað að auki. Húsnæðisvandi námsmanna: Fundur OECD: Auka þarf samstarf ranns óknastofnana Verður leigt hótel í vetur? Það þarf að leysa húsnæðis- vanda námsmanna utan af landi hið bráðasta, sagði Skúli Thor- oddsen framkvæmdastjóri Fé- lagsstofnunar stúdenta er blaðið forvitnaðist hjá honum um tilurð tiUögunnar um nýjan stúdenta- garð í Reykjavik, sem Ferða- má laráðs tefnan samþykkti i Stykkishólmi nú um helgina. — Þaðeru nfutiunámsmenn ut- an af landi sem fá nú inni á stúd- entagörðunum I einstaklingsher- bergjum.Ená Hjónagörðum eru 55 fjölskyldur námsmanna. Það erljóst að SOOstúdentafjölskyldur vilja búa i stúdentaíbúðum ef að þær væru fyrir hendi. Umsóknir um ibúðir á görðunum eru svo margar að engri tölu tekur. A þriðja hundrað umsóknir bárust um vist á StUdentagörðunum i einstaklingsherbergi — það eru allt stUdentar utanaf landi. — — Þegar þetta ástand er skoðað ásamt þvi ófremdarástandi i gistihúsamálum sem skapast aö sumri og til mikilli fjölgun ferða manna á næstu árum, þykir mér einsýnt að fari saman tvenns kon- ar hagsmundir. Þvi samþykkti ferðamálaráðstefnan i Stykkis- hólmi stuöning við byggingu fyr- irhugaðs stúdentagarðs til að leysa húsnæðisvanda náms- manna á vetrum og ferðamanna á sumrin. Ég fagna þessari frum- sýni allra fulltrúa á Ferðamála- ráðstefnu ’81 og vænti góörar samvinnu Félagsstofnunar og Ferðamálasjóðs, en likur eru á að hann komi til með að eiga hlut að fjármögnun á nýju görðunum. — — Við hafum gert okkar itrasta til að leysa húsnæðisvanda náms- manna nU i vetur. Við höfum reynt aö fá hótel á leigu án árang- urs. Félagsstofnun fól Stúdenta- ráði að annast húsnæðismiðlun nú i haust og eitthvað hefur það skilað árangri en vandinn stendur eftir sem áöur. Það eru mörg dæmi þess að námsmenn hafi hætt við fyrirhugaö nám sitt vegna húsnæöisskorts. Ég ber þá von I brjósti að hóteleigendur skilji vandamálið þvi með fullri nýtingu hótel i vetur væri fundin bráðabirgöalausn á húsnæðis- vanda námsmanna. — —óg Dagana 10. og 11. september var haldin ráðstefna á Hótel Loft- leiöum um visinda- og tækni- stefnu á islandi. Þessi ráðstefna var haldin vegna athugunar sem Efnahags- og framfarastofnunin hefur gert að beiðni Rannsóknar- ráðs ríkisins. i tengslum við ráð- stefnuna var einnig haldinn fund- ur visindanefndar Efnahags- og fram farastofnunarinnar. •' A ráðstefnunni var f jallað um skýrslu, sem OECD hefur gert um visinda- og tæknistefnu á is- landi. Er hUn löng og efnismikil, og er þar rakin þróun rannsókna hér á landi siðasta áratug. Til- drög skýrslunnar eru þau, að 1960 komu fulltrUar OECD til islands. Voru þeir að kanna stöðuna i tækni og visindum hér með tilliti til efnahagsþróunar i landinu. Tiu árum siðar voru þeirenn á ferð og I framhaldi af þvi lét Rannsókn- arráð rikisins gera langtimaáætl- un fyrir árin 1974—1978 um meg- inþróun atvinnuveganna. Á sið- asta ári komu svo enn á ný sér- fræðingar frá OECD til aö kanna stöðu mála og hafa þeir skilað áliti þvi, sem ráðstefnan fjallaði um. Þessir menn voru próf. Christopher Freeman frá Bret- landi og James Mullin frá Kanada. 1 skýrslu þeirra félaga kemur fram, að íslendingar standa sig best irannsóknum i sjávarútvegi, orkufrekum iðnaöiog landbdnaöi. Miðað við nágrannalöndin eru Is- lendingar hins vegar skammt á veg komnir I rannsóknum á bygg- inga- og framleiðslusviði. Þá kemur fram i skýrslunni, að óvenju hátt hlutfall heildarfjár- framlaga til rannsóknarstarfa kemur Ur opinbera geiranum. Nemur þaö um 90%, en á Norður- löndum er talan frá 30—50%. Af- gangurinn kemur frá einkaaðil- um. Kom fram á ráðstefnunni i ræðum manna, að þetta hlutfall þyrfti að breytast, þannig að einkaaöilar verðu hærri upphæð- um til rannsókna. I umræðum á ráðstefnu þessari kom fram að samstarf þeirra stofnana, er stunda rannsóknir i landinu, væri ekki sem skyldi, og oft gætti jafnvel tortryggni milli þeirra. Þessu þyrfti nauðsynlega að breyta. Þá var það mál manna aðauka þyrfti mjög fjár- magn til rannsóknarstarfseminn- ar i landinu. Tengja þyrfti hana við langtimaáætlanir, en ekki bara við úrlausnir smærri vanda- mála, eins og oft hefði verið gert. Inn i umræöur ráðstefnugesta spunnust vangaveltur um þátt- töku kvenna i visindum og rann- sóknarstarfi. Einungis þrjár kon- ur sátu ráðstefnuna og töluðu þær allar um þetta efni. Töldu þær skýringuna liggja i innrætingu á hefðbundinni hlutverkaskiptingu allt frá barnæsku. Um 120 þáttakendur sátu ráð- stefnuna, þar af 20 Utlendingar. Svkr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.