Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 þána ihjörtum vorum og hvarflast 1 ljósbrot lindar und steini. n. Núer áin min þurr igrjóti. Skarirnar frá i haust hafa stormarvetrarins fægt i burt. Hvit auön undir svörtum væng einbúans — — hrafnsins i Rata. Gnýr fljótsins frá í fyrra geymist iþögn loftsins, greiptur fstirnaö bergmál Gnapa — —einnig kall sólskrikjunnar — — flug ishafskjóans — — suö fiugunnar — og langdrægtgagg lágfótu — ilmur lambagrassins — litur m osans viö lindina og logandi tibráin yfirsvörtum sandi — — all t — allt allt geymir hin hvita hljómskifa þagnarinnar. Ekkert tækniundur mannsins fær náö þeim hljómi — aöeins hinn sári broddur einmanans i byggð — hin nistandi nál tregans — hún ein fellúr i gróp þagnarinnar og fyllirbrjóst vor ljóöi, litum og söng. Ljóö Péturs hafa litið komið fyrir almenningssjónir. Þó hafa nokkur birst i blöðum og timarit- um og veriö lesin I Utvarp. Fyrir tveimur árum flutti Pétur þátt i ( útvarpinu og nefndi Jökulheima- ljóö. Voru þau ort i Jökulheimum eöa tengd staðnum meö ööru móti og fléttaö inn skýringum og lýs- ingu á staöháttum. En Pétur geröi fleira kvöldiö góöa en leiöa okkur um ljóðheima sina. Hann sagöi okkur frá ýmsu sem hann haföi oröið áskynja um háttemi árinnar og jökulsins sumurin sfn i JMculheimum. Af eiginrammleikhaföihannlært að skilja mál jökulsins og árinnar og af ótnilegum skarpleika og næmi tekist aö skilgreina og rannsaka eðli þeirra og samspil. Hann lagöi frá sér ljóöabókina og tók fram pappirsstranga og fletti honum sundur. Þar voru skráö i linurit- um niöurstööur mælinga hans á lofthita, skýjahulu, vindhraöa, úrkomu og vatnsmagni Tungnár viö Jökulkrók. Hann sagöi okkur aö Tungnárjökull væri ekki einn af meginjöklum Vatnajökuls heldur væri hann jökulgeiri I fjallshlið. I framhaldi af Tungnárfjöllum, milli Langasjó- ar og Tungnár lægi fjallshryggur meö stefnu á Jöklasystur, eins og Pétur vildi kalla Kerlingar i Vatnajökli. Hann sagöi okkur aö Tungná sækti ekkert djúpvatn til meginjökulsins. Þaö vatn sem kæmi i ána svaraöi til þess sem bráönaöi yfir daginn i Tungnár- , jökli.Linuritin studdu þessar full- yröingar svo aö ekki varö móti mælt. Athuganir Péturs uröu uppistaöa f grein sem birtist áriö 1972 í einu þekktasta jöklafræöi- timariti sem gefiö er út — Journal of Glaciology. Greinina skrifuðu Guömundur Guömundsson og Guttormur Sigbjarnarson. Þar voru birt m .a. linuritin, sem hann Pétur breiddi á boröiö fyrir fram- an okkur í Jökulheimum umrætt kvöld.SIðar, eöa áriö 1976birtust linuritin hans aftur á prenti og i þetta sinn i virtri kennslubók i jökla- og landmótunarfræöi — Glaciers and Landscape. A Geo- morphological Approach eftir David E. Sugden og Brian S. John. Þetta er ótviræö viöurkenn- ing á framlagi Péturs til jökl- arannsókna. Þvi hefur litt verið haldiö á lofti af honum eöa öðr- um, en veitir honum samt sem áöur þegnrétt i hópi þeirra tiltölu- lega mörgu og ágætu náttúru- fræðinga, sem ekki hafa háskóla- próf upp á vasann. Hin siöari árin hafa fengist á þvistaðfestingaraðPéturvar sv,o sannarlega á réttri leiö iathugun- um sinum I Jökulheimum á sjö- unda áratugnum. Gerfihnattar- myndir teknar áriö 1973, sýna ljóslega, hvernig markar fyrir fjallshrygg i jöklinum milli Tungnárfjalla og Jöklasystra. Helgi Björasson kannaöi þetta svæöi meö Issjá á sJ. ári og kort- lagöi jökulgrunninn, sem kemur greinilega fram sem fjallshrygg- ur. Pétur endurvakti sögnina um Stórasjó. Einhvern tima er hon- um varö gengiö á Heimabungu, noröan viö Jökulheimaskálana og leit yfir farveg Tungnár til suö- vesturs i miklum vatnavöxtum var áin eins og stórt stööuvatn yf- ir aö lita. Kom honum þá I hug þjóösöguvatniö týnda. Þessi hug- mynd varö lifsseig og hefur tengst farvegi Tungnár og hugsanlegu miöiunarlóni þar hef- ur verið gefiö nafnið Stórisjór. Rannsóknir viö Tungná hafa leitt iljósaö þar hefur veriö stööuvatn fyrr áöldum. Trúlega fæst aldrei úr þvi skoriö, hvort stööuvatnið I Tungnárlægöinni og Stórisjór voru eitt og hiö sama, en naf niö er nú tengt henni eigi aö siöur. Af framansögðu mætti ætla aö aöalstarf Péturs I Jökulheimum hafi veriö sjálfstæöar visinda- rannsóknir og sföan hafi hann notað frístundirnar til yrkinga, en þvi má ekki gleyma aö hann var þar fyrstog fremst sem veöurat- hugunarmaöur, sem skráöi veö- urathuganir á þriggja klukku- stunda fresti allan sólarhringinn nema hánóttina. Vannþaö verk af vandvirkni og nákvæmni eins og allt sem hann fékkst viö. Hann var lengst af billaus i Jökulheim- um og notaöi tækifæriö er gesti bar aö garöi, þvi aö þá gafst hon- um kostur á aö komast i Jökul- krók, sem var aöalathugunar- staöur hans viö rannsóknirnar á jökulbráönuninni. Stillti hann feröimar eftir aflestrunum á veö- urmælunum og gætti þess vand- lega aö vera kominn aftur i tæka tiö fyrir næsta aflestur. Auk alls þessa vann Pétur aö þýðingum og umgengni öll var til fyrirmyndar bæöi utanhúss og innan. A undanförnum árum hef ég notiö margra góöra stunda I ná- vist Péturs og Guörúnar og barna þeirra, fyrst i Jökulheimum, en siöari árin hér i þéttbýlinu, nú seinast 3. sept. s .1. Var allt viömót hiö sama og fyrr þrátt fyrir að Pétur væri merktur af þeim sjvlk- dómi, sem dró hann til dauöa tveimur dögum siöar. Hann dró fram minnisbók og rifjaöi upp ljóö og atburöi frá Jökulheimum og brá Ktskyggnum á vegg og viö horfðum á ána hans eins og hún byltist fram undan jökulsporöin- um i Jökulkróki á afmælisdaginn eftirminnilega. Ég kvaddi Pétur vin minn, þennan skapmikla væntumþykjumann. Þegar ég frétti látiö hans var mér ljóst, aö nú fyrst var afmælisveislunni góöu lokiö, en minning hennar er varanlegt feröanesti. Ég hef hér aöeins reynt aö lýsa fátæklegum oröum tveimur hliö- um á fjölflata gimsteini, þeim sem ég kynnist best. Aörir veröa aö gera hinum skil. GuðrUnu og börnunum og fjöl- skyldum þeirra votta ég dýpstu samúö mina. Elsa G. Vilmundardóttir PéturSumarliöason var fæddur I Bolungarvik og ólst þar upp, fram á unglingsár. Þetta sjávar- pláss fannst mér hann bera með sér allt sitt lif. Þótt ég hafi aldrei stigið þar fæti, né séö annaö en Vikurljósin — og þaö utan af sjó, þá finnst mér ég þekkja þaö betur en mörg önnur þorp, sem ég hefi komiö i og jafnvel stundaö vertiö frá. Sjdrinn fjöllin, veörabrigöin og lifsbarátta fólksins i þessarri út- róörarstöð norðurundir heims- kautsbaug stóö manni lifandi fyrir sjónum f frásögn Péturs. Mér finnst aö þaö hljóti aö hafa mótaö lifssýn hans og aðUr þessu mannlifi hafi sprottiö ýmsar grundvallarskoöanir hans. Pétur var góöur sagnamaður. Hann kunni heilu rfmnaflokkana og mörg stórkvæöi þjóöskálda, sem hann fluttioftá vinafundum. Auk þess sand af visum og þjób- kvæöum oft tengdum frásögnum, eöa beint Ur lifinu fyrir vestan. Sjálfur var hann skáld gott. Hann var góöur ,upplesari og málsnjall, enda þekktur meöal útvarpshlustenda, einkum Uti á landsbyggðinni, fyrir flutning sinn á erindum og þáttum SkUla frá Ljótunnarstööum, sem hann annaöist i fjöldamörg ár. Ég tók eftir þvi, þegar viö vorum saman á feröalögum, aö hann hefði oft ekki þurft aö segja tilnafns.þóttviðhittum ókunnugt bændafólk. Það þekkti hann á röddinni. Sumariö 1963 bauöst honum óskastarf. Hann réöist sem veöurathugunarmaöur og eftir- litsmaöur viö skála Jöklarann- sóknarfélagsins, sem gefiö haföi verið nafniö Jökulheimar. Þvi starfi gegndi hann öll þau sjö sumur, sem veðurskeyti voru send þaöan. Ég heimsótti hann þangaö og sá aö þar var réttur maöur á réttum staö. Fásinna einverunnar þama i auöninni viö jökuiræturnar og algeru gróöur- leysi sýndist mér ekki eins þrúg- andi og ætla mætti. Það var nokkuð um allskyns feröalanga, sem komu við til aö fá gagnlegar upplýsingar um stefnu og leiðir. 1 talstööinni haföi hann oft fréttir af feröamönnum og ýmsum rann- sóknarmönnum viöa inni á há- lendinu og var oft milli- göngumaöur i margvislegum vanda og gat komið skilaboöum i ýmsar áttir. Aö lokinni Jökulheimaveru Péturs gafst okkur og heimilis- fólki okkar betra næöi til sam- funda en oft áöur. Oft höfum viö, Sigriður kona min og Guðrún, kona Péturs eytt saman nokkrum fridögum viö spil og spjall i Olfus- borgum, á Gjábakka og I Laugar- dal, bæöi að sumri og vetri. Þau hjónin haf a lika tekið okkur meö i fjölmargar ferðir, stuttar og langar. Þá kynntumst viö til fulls hve frábær feröamaöur Péturs var. Hann var góöur og gætinn ökumaður og réöi yfir ökumáta sem skilaöi okkur drjúgt áleibis, en bauö aldrei af sér neinn skyndilegan vanda. Hann var mjög vandlátur á þaö hvemig búiö var um farangur og annaö, sem haft var meðferöis og aldrei kom neitt þaö fyrir, aö hann væri ekki undirbúinn aö mæta þvi. Ég hefi ekki farið oröum um ævistarf Péturs, kennsluna, til þess treysti ég mér ekki, enda gæti þaö orbiö langt mál. Hann hefir stundum gert opinberiega grein fyrir ýmsum viöhorfum sinum til þeirra mála og þó áreiöanlega oftar I hópi starfs- bræöra sinna. Viö hjónin vottum Guörúnu, börnum þeirra hjóna og barna- börnum einlæga samúö okkar og svo gera böm okkar og barna- börn, þvi öll eiga þau dýrmætar minningar um Pétur Sumarliöa- son. Haraldur Björnsson. Mér hnykkti viö, þegar ég heyröi tilkynnt andlát Péturs góö- kunningja mins Sumarliöasonar, vissi raunar aö hann var ekki sterkur á svelli likamlegrar hreysti, þótt ekki væri hann fyrir aö kvarta. Þvi aö hann var hraustmenni i andanum og lét ekki bilbug á sér finna. Mér þykir sennilegt aö hann hafi i lengstu lög veriö aö sinna huglægum mál- um, t.d. yrkingum eöa þýöingum — og ég var aö vona að hann færi aö ganga frá fyrsta ljóðabókar- handriti sinu til prentunar. Kannski hefur hann náö þvi. Vist er að margur maðurinn i vinahóp Péturs heitins kýs að eiga bók meö ljóöum hans. Hann orti rim- að og órimað jöfnum höndum, a.m.k. hin siöari ár. tslenzk nátt- úra var hvaö mest áberandi I vali Péturs á yrkisefnum, enda var hann henni afar handgenginn, dvaldi m.a. allmörg sumur viö veöurathuganir i fjallaskála I nánd Vatnajökuls, Jökulheimum. Þar varö til heill ljóöaflokkur. Kynni okkar Péturs byrjuöu á matstofunni hjá Katrinu Björns- dóttur i Ingólfsstræti 9, þeirri mætu konu. Siöan er liöib nokkuö á fimmta áratug, og eftir alllangt hlé fyrst I stað uröu samskipti okkar einkum I tengslum viö út- varpið. Pétur kom nokkuö oft fram i útvarpi sem lesari á eigið efni, þýtt og frumsamiö, en lang- oftast þó sem flytjandi þess máls, er Skúli Guöjónsson á Ljótunnar- stööum haföi fram aö færa viö hlustendur Skúli sendi Pétri pistla sina og gat treyst þvi aö hann kæmi þeim til skila meö ákjósanlegasta hætti alla leið inn i hlustir og heilabú landsmanna. Pétur var skýrmæltur og stund- um fastmæltur, svo aö þar fór ekkert á milli mála. Minnti hann mig stundum aö þvi leyti þó nokk- uö á mesta útvarpsmann okkar til þessa, Helga Hjörvar. Meöal mestu áhugaefna Péturs var islenzkt mál, og mat hann mikils hina mestu orösnilldar- menn okkar, ekki sizt ef saman ófst fagurt mál og rikulegur skáldskapur. Einn slíkan snilling Kveðja frá Austurbæjarskólanum 1 dag verður til moldar borinn Pétur Sumarliöason, kennari. Viö vissum þaö, samstarfsmennimir, aö hann átti viö mikla vanheilsu aö striöa siöustu starfsárin og undruöumst þaöhve honum tókst aö láta litinn bilbug á sér finna. Ugglaust hefur haröræði upp- vaxtaráranna skiliö eftir spor i skapgerðina, aö álitlegast væri aö láta ekki deigan siga fyrren fokiö væri i öll skjól. Pétur heitinn var fæddur 24. júli 1916 f Bolungarvik. Foreldrar hans voru hjónin Björg Péturs- dóttir og Sumarliöi Guömunds- son, sjómaöur. Pétur heiúnn var tæplega ársgamall þegar hann missti móður sina og ólst hann upp á fjölmörgum stööum á Vest- fjöröum og viö Breiðafjörð. Þegar hann var 15 ára gamall voru dvalarstaöirnir orönir jafn- margir og árin sem hann átti aö baki. Þrátt fyrir mikla fátækt tókst honum meö tilstyrk góöra manna aö brjótast til mennta og lauk hann kennaraprófi voriö 1940. Lengst af starfsævi sinnar kenndi hann viö Austurbæjar- skólann i Reykjavik, fyrst 1944—’47 og aftur 1957—’80. Siöustu árin starfaöi hann viö bókasafn skólans og vann hann þargottstarfviö aö byggja safniö upp sem námsmiöstöö nemend- anna. Hann kappkostaði aö afla handbóka og annarra kennslu- gagna til nota fyrir nemendur og kennara skólans. Hann var gæddur góðri skipulagsgáfu sem nýttist jafnt i kennslustörfum hans sem i' safnvinnunni. Þaö duldist engum sem i safniö kom aö þar fór natinn og snyrtilegur starfsmaöur höndum um hlutina. Pétur heitinn átti sæti i stjórn Félags skólabokavaröa og hann lét ávallt til sin taka i' félags- málum kennara. Pétur heitinn var þekktur og vinsæll útvarpsmaöur en hann ýmistþýddiog las sögur eöa flutti efni eftir sjálfan sig eöa pistla frænda sí'ns Skúla á Ljótunnar- stööum. Viö samstarfsmenn Péturs Sumarliöasonar söknum hans úr hópnum og þykir skarö fyrir skildi. Þó er mestur harmur kveðinn aö eiginkonu hans Guörúnu Gisladóttur ogbörnum. Þeim og öörum vandamönnum hans sendir skólinnsinar innileg- ustu samúöarkveðjur. Alfreö Ey jólfsson. Pétur Sumarliöason var góðvinur minn. Hann var Vest- firðingur, eins og ég, fæddur i Bolungarvik. En fundum okkar bar ekki saman fyrr en hér syöra. Hann tók kennaraprtf ungur aö árum og var kennari og skóla- stjóri úti á landsbyggöiimi, siöar kennari viö Austurbæjarskólann I Reykjavfk. Siöustu árin var hann bókavörður þar. Pétur haföi fjölþætta hæfileika. Hann var feröamaöur mikill og fróður um sögu lands og þjóöar. 1 mörg sumur aö skóla loknum fór hann til fjalla og dvaldi þar sumarlangt. Þaö var inni i Jökul- heimum, þar sem hann var viö mælingarog veöurathuganir.Þar orti hann ljóö undir áhrifum frá islenskri náttúru og minningum bernsku sinnar. Hann birti litiö sem ekkert af ljóöum sinum, en er hann var kominn yfir miöjan aldur safnaöi hann ljóöastefjum sinum saman. Þau eru enn I handriti, en verðugt er aö þau komi út i' bók honum til viröingar og öörum til umhugsunar, því aö hann vandaöi stef sin. Erlendis koma fram upplesar- ar, sem tileinka sér skáld og rit- höfunda og lesa upp verk þeirra. 1 dáöi hann öörum fremur, Einar Benediktsson, og kunni fjölda kvæba eftir hann utanbókar. Þvl er bezt aö Einar eigi hér lokaorft- in (þýöing hans): Danmörku var framan af þessari öld H.C. Andersens upplesari, sem feröaöist um og las upp verk ævintýraskáldsins. Hann varö listamaöur á þessu sviöi og gerfti þaö aö ævistarfi sinu aö lesa upp verk Andersens. Pétur Sumarliöason og blindi ritsnillingurinn Skúli Guöjónsson á Ljótunnarstööum voru vinir. Pétur varö einka flutnings- maöur aö verkum Skúla á opin- berum vettvangi. Skúli sendi hon- um handrit sin t.d. aö erindum og frásögnum, sem áttu aö koma i útvarpinu. Pétur las í útvarpinu tugi erinda og greina eftir Skúla. Heföu þar fáir gert betur. Pétur haföi rólega og hreina rödd og las svo veleftir efninu, ab alltkom til skila, sem höfundurinn setti á blaö. Þessir menn voru svo and- lega skyldir aö hvorugur máttián annars vera á þessu sviði. En Pétur las einnig og flutti i útvarpinu eigin verk og þýðingar. Þaö var auöfundiö aö honum var unun aö flyt ja orðiö. Hann er lik- lega eini Islendingurinn, sem hef- ur þjónaö rithöfundi á þennan hátt. Pétur naut sin á fjöllunum og heiölöndunum. Hann var náttúrunnar barn. Og þegar hann var meö litlu dóttur sinni i fjalla- kofa þarna ofar byggðum i vor- leysingum og litfögur blóm voru aö springa út viö jökulröndina, mun hann hafa lifaö dýrlegar stundir. Pétur var ekki mikill aö vallar- sýn, en hann var vasklegur I framgöngu og vann heilshugar aö hverju verki, sem hann lagöi hug og hönd aö. Hann kvæntist ungur aö aldri Guörúnu Gisladóttur, læknisdóttur frá Eyrarbakka, en hún er i þriöja lið frá Jakobi Hálf- dánarsyni, upphafsmanni sam- vinnufélaga á Islandi, góð kona og mikilhæf i störfum. Ég hygg, aö þau hafi átt saman skap og skylda hæfileika. Þau eignuöust fimm börn, sem komin eru á manndómsaldurinn. Ég sendi þérGuörún og börnum ykkar, hlý jar kveöjur i minningu þessa ástvinar ykkar. Gunnar M.Magnúss. Nú er látinn Pétur Sumarlfta- son kennari og félagi okkar úr Kópavogi, 65 ára aft aldri. Pétur þekkti ég af starfi i Alþýðubanda- laginu. Kynni okkar hófust er ég var hafftur til liösinnis viö undir- búning á sumarferðlagi Alþýöu- bandalagsins i Reykjavik ein- hvern tima á siöasta áratug. Pétur var þá meöal þeirra sem lögöu á ráöin um allt fyrirkomu- lag feröarinnar. Siöan áttum viö eftir aö kynnast betur i Alþýðu- ^andalaninn f Kónavoei. Þá sjaldan ég þurfti til Péturs aft leita, á þeim skamma tima sem viö þekktumst, þá var þaö allt á sömu bókina lært, aft heilshugar og skýr voru öll hans orö. Fyrir þab kann ég honum innilegar þakkir fyrir. Svo eldheitur sem hann gat verið og baráttuglaöur, þá fannst mér alltaf aö hann heföi langa þjálfun i aö taka afstöðu sem sósialisti, enda virtist hann mér alls óþreytandi i pólitik. Hann var meira en kjósandi og stuftnings- maöur. Hann tók afstööu til þess sósialisma sem aörir töldu sig vera aö boða. Enda sýnir þaö sig á afkomendum Péturs og konu hans Guðrúnar Gisladóttur, aö þau hafa öll meötekiö pólitiskar hugsjónir þeirra hjóna og lagt mikiö af mörkum í starfi fyrir Al- þýöubandalagiö. Ég færi fjölskyldu Péturs heit- ins samúðarkveftjur um leift og ég þakka henni og honum ágætt samstarf. Asmundur Asmundsson. Ó fjalladýrð, ó strönd, sem viðisvidd i fjarlægö baðar, með vötn og fossa og hjörtun trygg, sem elur gamla Frón, mig flytur hagstætt leiöi burt frá ykkur hraftar, hraftar, en hug minn, hug minn geymir þetta land, sem hvarf mér sjón. Baldur Pálmason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.