Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 15. september 1981 ) íþróttir(2) íþróttir (g íþróttír gn ■ ■■ ■ b ■ ■■ ■ mm a mm ■ ■ Lokastaðan Úrslit leikja I síöustu um- ferð 1. deildar islandsmóts- ins i knattspyrnu: Þór-Valur 1:2 Akranes-FH 3:1 Breiðablik -ÍBV 1:0 Fram-KA 2:0 Vikingur-KR 2:0 Vikingur . . 18 11 3 4 30: :23 25 Fram .... . 18 7 9 2 24: : 17 23 Akranes.. . 18 8 6 4 29: 17 22 Breiöablik . 18 7 8 3 27: 20 22 Valur .... .18 8 4 6 30: 24 20 ÍBV .18 8 3 7 29: 21 19 KA . 18 7 4 7 22: 18 18 KR . 18 3 6 9 13: 25 12 Þór . 18 3 6 9 18: 35 12 FH 18 2 2 i 13 20: :42 7 IHeíllaóskaskeyti ■ Heilaóskaskeytunum ■ hreinlega rigndi yfir. Vik- _ ingana eftir að sigurinn I I íslandsmótinu var I höfn. ■ Mörg skeytanna voru frá I gömlum Víkingum eins og ■ t.d. Hermanni Gunnarssyni, ■ Lolla f Val og Geir “ Hallgrimssyni! k-hól.J ■ H ■ ■■ I H ■ MB ■ M ■ H Sigurreifir hlaupa tslandsmeistarar Vlkings með bikarinn eftirsótta hringinn i kringum Laugardalsyöllinn. Það er fyrirliðinn, Diðrik Ólafsson, sem fremstur fer. — Ljósm.: —eik. í Lárus Guðmundsson. Sigurlás og í * Lárus urðu i markhæstir ! Þeir Sigurlás Þorleifsson, " iBV og Lárus Guðmundsson, J Viking skoruðu flest mörk I I 1. deildinni 1 ár. Markhæstu- | menn uröu þessir: ■ Lárus Guðmundsson, Vik- ingi 12 Sigurlás Þorleifsson, iBV 12 Þorsteinn Sigurðsson, Val 9 Fálmi Jónsson, FH 7 Sigurjón Kristjánsson, UBK 7 Ásbjörn Björnsson, KA 6 Guðbjörn Tryggvason, Akranesi 6 Gunnar Jónsson, Þór 6 Kári Þorleifsson, iBV 6 Ómar Jóhannsson, iBV 6 Sigurlás Þorleifsson. Víkingur meistari Islandsmótinu I knattspyrnu lauk á sunnudaginn með leik Vik- ingsog KRáLaugardalsvellinum. Með sigri Vikings, 2:0 tryggði lið- ið sér sigur i tslandsmótinu og má með sanni segja, að elstu menn muni vart eftir öðru eins, þvi sfð- ast vann Vikingur íslandsmeist- aratitilinn á þvi herrans ári 1924. Sigur i þessu móti hlýtur að vera Vikingum afar kærkominn, ekki sist vegna þess, að hann var sanngjarn, Vikingar urðu að leggja hart að sér og yfirstiga margar hindranir, þó engin jafn- ist á við þá, er þeir einum færri lögðu Eyjamenn að velli I einum af úrslitaleikjum mótsins. Það var mikil pressa á Viking- um þegar þeir gengu til leiks á sunnudaginn. Tap hefði gert sig- ur, Fram aö veruleika vegna markatölunnar i mótinu og þó jafntefli hefði dugaö til sigurs þá er einkar hæpið að leika upp á þau úrsiit I knattspyrnu KR-ingar gátu tekið lifinu létt, eins uröu þeir að gæta þess að tapa ekki með sjö marka mun, það gerðu úrslitin I leik Þórs og Vals á Akur- eyri. Er ekki ósennilegt að þeir hefðu veitt meira viðnám með sigur Þórs eða jafntefli á bakinu, þvi satt að segja áttu Vikingar, allt frá fyrstu minútum, allskost- ar við þá og réöu reyndar lang- timum saman lögum og lofum á vellinum. Fyrri hálfleikur var marka- laus, en a.m.k. i tvigang varb Stefán i marki KR að taka á öllu sinu til að forða marki. Hraði framlinumanna Vikings skapaði mikinn usla og eins til tveggja marka forysta heföi ekki verið svo ýkja ósanngjörn. Hættulegasta tækifæri KR i leiknum var upphafið að fyrsta marki Vikings I leiknum! Atli Þór Héöinsson komst i gegnum vörn- ina og renndi boltanum framhjá Diðrik I markinu. Boltinn hitti að visu ekki rammann en á leiðinni útaf munaði engu að tækist að pota i netiö. Vikingar sneru vörn i sókn og þegar Lárus Guömunds- son fékk boltann út við enda- mörkin vinstra megin sýndi pilt- urinn hvað virkilega i honum býr. Með eldsnöggri bolvindu gerði hann tvo KR-inga jafnvægislausa og að þvi búnu sendi hann hárfin- an bolta fyrir markið og fyrrum KR-ingur, Sverrir Herbertsson, gerði sinum fyrri félögum þann ljóta grikk að skaila i bláhornib hægra megin, 1:0. Þetta mark gerði i raun og veru út um leikinn og íslandsmótið um leið. Kr-ingar misstu móðinn en Vikingar tviefldust. Stuttu siðar tók Sverrir Herbertsson auka- spyrnu, þrumaði I átt að marki og Lárus Guðmundsson kom fæti fyrir á leibinni og boltinn fór rak- leiðis I markið, 2:0. Eftir seinna markiö var aðeins formsatriði að ljúka leiknum og þegar dómarinn flautaði leikinn af rögnuðu Vikingar og áhang- endur liösins að vonum ógurlega. Allir liðsmenn stóðu fyrir sinu þrátt fyrir mikla taugaspennu. KR-ingum var aldrei gefinn minnsti friður og sárasjaldan skapaðist hætta við Vikingsmark- ið. Larus Guðmundsson.hættuleg- asti framlinumaður Vikinga, náði með siðasta marki tslandsmóts- ins að komast upp við hliðina á Sigurlási Þorleifssyni og rak þannig endahnútinn á gott keppn- istimabil. Væntanlega verður bið á þvi að hann sjáist i Vikingsbún- ingnum ef leikurinn við franska liðið Bordeaux er undanskilinn. — hól. Lárus Guðmundsson rennir boltanum I netið eftir aukaspyrnu Sverris Herbertssonar. Með þessu marki innsiglaði Lárus sigur Vikings i íslandsmótinu. ÍBK og ÍBÍ flytjast 1. deildt / 1 Rétt eins og i 1. deild lauk keppni I 2. deiid um helgina. Úrslit fyrir lokaumferöina voru ráðin, þannig að litil spenna rikti i þessari umferö. Sá leikur sem hvað mesta athygli vakti var viðureign toppliðanna, ÍBK og ÍBi, sem fram fór i Keflavik á laugardaginn og lauk honum með óvæntum sigri isfiröinga, 4:2. Kefivlkingar skoruðu fyrstu tvö mörkin og voru þar að verki þeir Steinar Jóhannsson og Óli Þór Magnússon, en fyrir iBÍ skoruðu bræðurnir Órnólfur Oddsson (3) og Jón Oddsson. Fylkirvann auöveldan sigur á áhugalausum Haukum. tJrslitin urðu 4:0. ómar Egilsson skoraði tvivegis fyrir Fylkismenn og Hörður Guðjónsson og Anton Jakobsson skoruðu sitt markið hvor. Bjarni Jóhannsson skoraði eina mark Þróttarfrá Neskaup- stað I leik liðsins við Völsunga. Fleiri mörk voru ekki skoruö. Leikurinn fór fram á Húsavik. Reynir frá Sandgerði gerði góða ferð til Borgarness. Reynismenn unnu Skallagrim með einu marki gegn engu. A föstudagskvöldið léku Þróttur, Reykjavik og Selfoss á en Selfyssingar og Haukar leika í 3. deild að ári Laugardalsveliinum. Þróttur vann með fimm mörkum gegn 'einu. Lokastaðan i 2. deild varð þessi: Keflavik.... 18 13 2 3 38:12 28 Isafjörður .. 18 12 3 3 34:18 27 Þróttur R... 18 Reynir.....18 Fylkir.....18 Völsungur .. 18 Skallagr. ... 18 Þróttur N... 18 4 22:13 21 5 20:16 21 7 23:18 19 7 21:20 17 8 20:21 15 8 16:23 13 Selfoss....18 Haukar.....18

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.