Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 ÞáUakendur I pallborðsumræðunum, fr.v. Adda Bára Sigfúsdóttir, ólafur Jónsson, Skúli Thoroddsen, Sigurjón Pétursson, Jón Ásgeir Sigurðsson, Guðmundur Þ. Jónsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Þor- björn Broddason, Svavar Gestsson og Guðjón Jónsson. Ljósm. eik. Ráðstefna Alþýðubandalagsins um húsnæðismál: og úrbætur Úttekt A sunnudaginn var haldinn fjöl- menn ráðstefna á vegum Aiþýðu bandalagsins i Reykjavík um lausnir á húsnæðisvandanum. Fjölmargir ræðumenn fulltrúar Alþýðubandalagsins og verka- lýðshreyfingarinnar i húsnæðis- málum ■ þjóðféiaginu gerðu vendilega grein fyrir ástandinu i dag og reifuðu ýmsar hugmyndir til úrbóta. Þá var einnig bent á óhróður borgarfjölmiðlanna um Alþýðubandalagið og verkalýðs- hreyfinguna — og voru menn á einu máli um nauðsyn þess að standa vörö um félagslega ávinn- inga verkalýðshreyfingarinnar. Margir þeirra, sem starfað hafa á pólitiskum vettvangi húsnæðis- málanna, minntust fyrri gjörn- inga íhaldsins gegn athafnasemi verkalýðshreyfingarinnar I hús- næðismálum. Sögðu þeir flokk og verkaiýðshreyfingu vel geta stað- ið af sér þessa lygahryðju ihalds- pressunnar nú einsog áður fyrr. Þorbjörn Guðmundsson for- maður Alþýðubandalagsins i Reykjavik setti ráðstefnuna með nokkrum orðum. Fundarstjóri var Adda Bára Sigfúsdóttir. Jón Asgeir Sigurðsson fjallaði um málefni leigjenda. Þorbjörn Broddason rakti hlutverk félags- málastofnunar Reykjavikurborg- ar i húsnæðismálum. Skúli Thoroddsenfjallaöi um húsnæðis- mál námsmanna og framkvæmd nýju húsaleigulaganna. Guö- mundur Þ. Jónsson flutti erindi um húsbyggingar i Reykjavik og atvinnumál. Guðmundur J. Guðmundsson flutti ræðu um þátt verkalýðs- hreyfingarinnar i byggingu hús- næðis á félagslegum grundvelli og Guðjón Jónsson hélt ræðu um félagslegar ibúðarbyggingar sem framtiðarlausn. Stefnumótun i húsnæðismálum og hlutverk Reykjavikurborgar var yfir- skriftin á erindi Sigurjóns Péturs- sonar. Ölafur Jónsson fjallaði um framkvæmd nýju húsnæðislag- anna og að lokum flutti Svavar Gestsson framsögu um hlutverk rikisins og stefnumótun i hús- næðismálum. Að loknum framsöguerindum voru opnaðar umræður sem stóðu fram á kvöld. I dag og næstu daga verður i blaðinu greint frá erindum framsögumanna og um- ræöunum á ráðstefnunni. —óg . / Islenskar vorflugur 1 kvöld, þriðjudaginn 15. september heldur GIsli Már Gislason erindi á vegum Liffræði- félags tslands og nefnist það „Um útbreiðslu og lifsferla vorflugna”. Erindið verður flutt I stofu 101 I Lögbergiog hefst kl. 20.30. ÖUum er heimill aðgangur. Vorflugur hafa eflaust borist til Islands frá nágrannalöndunum eftir lok isaldar. Þekktar eru 11 tegundir á íslandi og finnast allar i Skandinaviu og 8 þeirra á Bret- landseyjum, en á þessum svæð- um eru á milli 200—250 tegundir vorflugna. 1 fyrirlestrinum verður fjallað um niðurstöður nýlegra rann- sókna á vistfræði islenskra vor- flugna.Lirfurvorflugna, sem eru vatnadýr, hafa hérlendis tekið sér bólfestu i miklu fleiri gerðum bú- svæða en þær gera i nágranna- löndunum, og stafar það liklega af minni samkeppni milli þeirra á Islandi eða minni áhrifum frá öðrum tegundum. Leið- rétting Það verður ekki annað sagt en við, aðstandendur Lystræningjans, höfum mikla trú á lesendum Þjóð- viljans. Um siðustu helgi birtist frá okkur auglýsing þar sem fyrirsögnin var: Gerist áskrifendur að tima- ritum Lystræningjans og sama auglýsing birtist svo aftur i þriðjudagsblaðinu. En þrátt fyrir þessa ágætu aug- lýsingu var ekki hlaupið að þvifyrir lesendur blaðsins að gerást áskrifendur að tima- ritunum. Okkur láðist sem sé að gefa upp simanúmer og heimilisfang. sima 71060, 71719 eða 28716, og Pósthólf 9061, 129 Reykjavfk. Með kveðju, Lystræningjar. (A) Auglýsing Framkvæmdanefnd árs fatlaðra og stjórn Öryrkjabandalags íslands efna til opins fundar miðvikudaginn 16. september kl. 20.30 i Norræna húsinu. Norman Acton aðalframkvæmdastjóri Alþjóðlegu endur- hæfingarsamtakanna mun flytja erindi um störf og stefnu samtakanna svo og stefnulýsingu samtakanna i málefnum fatlaðra fyrir 9. áratuginn. Allir velkomn- ir. ALF A-nefnd Stjórn ÖBí TÆKNIFULLTRÚI Staða tæknifulltrúa er veitir forstöðu teiknistofu Hafnamálastofnunar rikisins er laus til umsóknar. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og starfsreynslu,- sendist Hafnamálastofnun rikisins, fyrir 22. september 1981. HAFNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS Auglýsinga- og áskriftarsíimi 81333 Blaðbera vantar strax! Bergstaðastræti — Smáragata Hávallagata — Sóleyjargata Háaleitisbraut—oddatölur UOÐVIUJNN Lausar stöður |ÍÍ VIÐ HEILSUVERNDARSTÖÐ ’ i " REYKJAVIKUR Stöður hjúkrunarfræöinga við barnadeild heilsugæslu í skólum heimahjúkrun Bæði er um hlutastarf og heilt starf að ræða. Einnig síðdegisvakt kl. 16—20 á heimahjúkr- un. Heilsuverndar/félagshjúkrunarnám æskilegt. Staða sjúkraþjálfara við heimahjúkrun. Staða Ijósmóður við mæðradeild/ hálf staða. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Stöður tannlækna við öskjuhlíðarskóla — skóli fyrir börn með sérþarf ir — hluta starf, einnig ýmsa aðra skóla í borginni. Upplýsingar gef ur skólayf irtannlæknir í síma 22400. Skrif legar umsóknir þurfa að berast fyrir 20. september. Umsóknareyðublöð fást á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Heilbrigðisráð Reykjavíkur Námsflokkar Kópavogs Innritun i verslunar- og skrifstofudeild fer fram i sima 44391 miðvikudaginn 16. og fimmtudaginn 17. sept. kl. 16.00 til 19.00. Innritun i almenn námskeið fer fram dag- ana 21,—25. sept. i sima 44391 kl. 16.00 til 19.00. Kennslugreinar: Enska, danska, norska, sænska, franska, þýska, spænska, leður- vinna, skrautskrift, bókfærsla, myndvefn- aður, trésmiði, leirmótun, myndlist, hnýt- ingar, barnafata- og kjólasaumur og vél- ritun. Forstöðumaður Þjóðviljinn — Bíldudalur Ráðinn hefur verið nýr umboðsmaður Þjóðviljans á Bildu- dal. Hann heitir Ilalldór Jónsson, Lönguhlið 22, s. 2212. D/OBV/U/m StOUMÚLA 6, StMI 81333 Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Gunnars Benediktssonar rithöfundar Valdis Halldórsdóttir Heiðdis Gunnarsdóttir Árni óskarsson Halldór Gunnarsson Jarþrúður Þórhallsdóttir Þorsteinn Gunnarsson Ingunn Guðbrandsdóttir Benedikt Gunnarsson Ólafia Guðjónsdóttir Styrmir Gunnarsson Kristin Sigurðardóttir og barnabörn Bálför Kristins Péturssonar listmálara verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. september kl. 13.30. Vandamenn, Pétur Sumarliðason kennari verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju kl. 13:30 i dag 15. september. Guðrún Gisladóttir Gisli ól. Pétursson Bjarni B. Pétursson Vikar Pétursson Pétur örn Pétursson Björg Pétursdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.