Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. september 1981 Þann 17. júlí sl. hélt Bob Dylan hljómleika á „Frei- lichtblihne" (útisviöi) uppi á kletti þeim, er kenndur hefur veriö við Lorelei, andspænis St. Goar í Rin- ardal. Var þetta liöur í Evrópuferö Dylans, sem hófst i Toulouse 21. júní og lauk í Avignon 25. júlí. Hljómleikarnir voru skipu- lagðir af KonzertbOro Fritz Rau í Frankfurt en á Lorelei sá „Die Lore- lei-Amphi-Theater GmbH" um alla framkvæmd. Blaðamaöur Þjóðviljans á staðnum brá sér upp á Lorelei seinnipart dags þann 17. og yfir- skyggði staðinn. Ekki var við það komandi að hleypa honum inn á blaðamannapassa, undirrituðum af Arna Bergmann, þar eð blm. var ekki á gestalista konsertsins. Auk þess var stranglega bannað að taka með sér myndavélar sem og skotvopn, og þar sem blm. vildi fyrir enga muni skilja myndavél sina við sig hvarf hann á braut rétt áður en hljómleikarn- ir hófust. Daginn eftir brá blm. sér aftur á staðinn og ræddi við nokkra, sem hlýtt höföu á boöskap Dyl- ans. Einn þeirra, sem hafði farið á Dylan-tónleikana ’78, taldi und- irritaðan ekki hafa farið mikils á mis, hljómleikarnir ’78 hefðu ver- ið margfalt betri. Búist hafði verið við um 20 þús- und manns en að sögn lögregl- unnar i Goarshausen, sem hafði auga með hljómleikahaldinu, Baksvipur bandarisks ungmennis, sem spurði hvort blm. ætti ekki „gras”. A bolnum má lesa nöfn og dagsetningar borga þeirra, sem Dylan heiðraði með nærveru sinni þetta árið. Bob Dylan á Lorelei voru „aðeins” um 16 þús. áheyr- endur mættir til leiks. U.þ.b. 1/4 hluti áheyrenda voru kanar, eink- um hermenn, og af þeim sökum voru ameriskir herlögreglumenn lika á staðnum. Hljómleikarnir áttu að hefjast kl. 20 en hófust 1/2 klst. siðar og þeim lauk um kl. 22.30. Alltfórþetta friðsamlega fram, glæpalöggan (KriPo) tók aðeins 28 fasta fyrir „eiturlyfjanotkun” (hass, marijuana og LSD voru einu lyfin sem fundust) og sá tals- maður lögreglunnar ástæðu til að benda mér sérstaklega á að amk. 7 þeirra heföu verið ameriskir hermenn. Þvi má bæta hér við að könnun, sem gerð var i V-Þýska- landi fyrir 3 árum, leiddi i ljós, að helmingur þeirra bandarisku hermanna, sem gæta kjarnorku- vopna i V-Þýskalandi, neyta eit- urlyfja. 1 klst. áður en tónleikarnir áttu að byrja, fór blm. gangandi frá svæðinu og niður i St. Goarshaus- en, sem er 5 km spölur, og voru bilastæðin á Lorelei þá óðum að fyllast. Engu að siður var bill við bil á leið upp fjailið og var ekið á hægum lestargangi og fjöldinn allur var fótgangandi. Þó reynd- ist mögulegt að koma öllum öku- tækjunum fyrir þar efra og aðeins 2 smáumferöaróhöpp áttu sér stað. Mikill fjöldi gisti á svæðinu I tjöldum og minnti þetta mjög á Þjóðhátið, nema hvað allar tjald- götur, svo sem „Veltusund”, „Týsgötu” og „Þórsgötu”, bar hvergi fyrir augu, þrátt fyrir heimsfrægt, þýskt skipulag. Mótorhjólatöffarar (Rockers), sem tilheyrðu ákveðinni kliku, voru viö innganginn, en slikt er alsiða i V-Þýskalandi við slik tækifæri, að sögn lögreglunnar, og þykir gefa góða raun!! Beita þeir miskunnarlaust aðferðum, sem jafnvel þýska löggan veigrar sér við að brúka, — amk. opinber- lega. Óvart komu mér i hug orð- in: „Sitthvað er gæfa og gjörvi- leiki”, er ég leit töffarasveitina augum. En kannski eiga slikar sveitir eftir að leysa blessaðar hjálparsveitir skáta af hólmi á Þjóðhátiðum Vestmannaeyinga i framtiðinni. ingis. „Sitthvaö er gæfa og gjörvi leiki”. Hér má sjá 3 úr töffarasveitinni. Das Mitbríngen m TlaschenJ)csen, TcnbandgerátenJob-TÍtm-a. Video~ kameras.Waffen u.fyrctechníschen ðeráten ist grundsatzlúh untersagt Jt i$ forbidden to bríng 'm botttes. cans, taperecordens, photo-film-and videocameras, weapons or fireworks „Það er stranglega bannað að taka með sér flöskur, dósir, segulbands- tæki, mynda-, kvikmynda- og myndsegulbandsupptökuvélar, vopn og „fyrværkeri” (flugelda)”. Þetta skilti hékk yfir innganginum. Að sjálfsögðu var innihaldi þeirra hvitvins-, rauðvins- og bjórflaskna, sem gerðar voru upptækar, ekki hellt niður i viðkvæman grassvörðinn: Þessir 2 tiiheyrðu töffarasveitinni. Reykjavik Auglýsing Stjórn Byggingarsjóðs Reykjavikur- borgar hefur verið falið að leita eftir kaupum á allt að 20 ibúðum, sem notaðar verða sem leiguibúðir á vegum borgar- innar. Fyrst og fremst er leitað eftir ibúðum, sem nú standa ónotaðar. Einnig kemur til greina að kaupa húsnæði, sem áður hefur verið notað til annars, ef hent- ugt þykir að brey ta þvi i ibúðarhúsnæði. Þeir sem hafa hug á að bjóða húsnæði til kaups samkvæmt framanrituðu, eru beðnir að senda tilboð til stjórnar Bygg- ingarsjóðs Reykjavikurborgar, Skúlatúni 2, 105 Reykjavik, fyrir 28. sept. n.k. í tilboði komi fram: Verð eða verðhug- mynd, greiðslukjör, stærð húsnæðis, lýs- ing á húsnæði o.fl. þess háttar. Reiknistofnun Háskólans óskar eftir að ráða starfsmann i vinnslu- deild sem fyrst. Mjög fjölbreytt starf. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun æski- leg. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 21. sept. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður i sima 25088. Reiknistofnun Háskólans Hjarðarhaga 2 nBBiwimE Staða deildarstjóra á dagdeild. Staða deildarstjóra á göngudeild. . Æskilegt er að umsækjendur hafi sér- menntun i geðhjúkrun. Stöður hjúkrunarfræðinga á geðdeild A—2. Stöður hjúkrunarfræðinga i Arnarholti. 2 stöður aðstoðardeildarstjóra á hjúkr- unar- og endurhæfingardeild (Grensás) eru lausar til umsóknar nú þegar. Staða deildarstjóra á lyflækningadeild (A—6). Staða aðstoðardeildarstjóra á lyflækn- ingadeild. Stöður hjúkrunarfræðinga á skurðlækn- ingadeild, hjúkrunar- og endurhæfingar- deild i Hafnarbúðum, Grensás og á hjúkrunardeildina við Barónsstig. Stöður sjúkraliða á öllum deildum. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra i sima 81200 (207,201). Reykjavik, 11. sept. 1981. BORGARSPÍTALINN Borgarspítalinn Læknaritari Óskum eftir að ráða læknaritara til starfa nú þegar. Starfsreynsla eða góð vélrit- unarkunnátta áskilin. Upplýsingar um starfið veitir Brynjólfur Jónsson i sima 81200 / 368. Reykjavik, 11.09.1981.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.