Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. september 1981 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. Iþróttafréttamaöur: Ingólíur Hannesson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Ilandrita- og prófarkalcstur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Símavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. (Jtkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. Afl gegn árásum • í ræöu er formaður Alþýðubandalagsins flutti ný- verið gerði hann að umræðuefni þær andstæður fjár- magns og félagslegra sjónarmiða sem takast á hérlendis sem annarsstaðar, og birtast á Islandi fyrst og f remst í leiftursóknarliði Sjálfstæðisflokksins og starfi Alþýðu- bandalagsins. Þau kjör sem alþýða landsins hef ur barist fyrir á umliðnum árum eru i hættu nái leiftursóknarliðið tökum á stjórn landsins. Alþýðubandalagið hefur lagt megináherslu á að beita pólitísku afli sínu í nánu sam- starfi við verkalýðshreyfinguna til þess að verja ávinn- inga alþýðusamtakanna og byggja upp á þeim grunni. í þessu sambandi nefndi Svavar Gestsson þrjú aðalatriði þessarar baráttu: 1. • ,,Hið fyrsta er baráttan fyrir bættum lífskjörum þjóðarinnar, innihaldsríkara lífi sem hefur gæðin til vegs en mælir ekki allt á vogir magnsins, gróðans eða neyslukapphlaupsins. í þessum ef num ætla ég aðeins að bæta því við að jafnréttiskrafan er meginmál á þessu sviði, og jafnrétti verður ekki náð, heldur ekki í launa- málum, nema þeir sem meira hafa gef i eitthvað eftir af sínum hlut. Það er útilokað að ná launajöfnuði með því að hækka laun allra jafnt hlutfallslega. Vissulega skyggir sérhyggjan á í þessu efni, en hér er komið að grundvallaratriði sem engin leið er að sniðganga og það er barnaskapur eða loddaraháttur af grófasta tagi ef menn ætla að færa öllum allt eins og takmarkalaust sé til skiptanna. 2. ð Annað meginverkefni Alþýðubandalagsins í stjórn- málabaráttunni er efling innlendra atvinnuvega. Það verkefni verður ekki leyst með sífelldum metingi milli atvinnugreina eða látlausu móðuharðindavæli ein- stakra atvinnurekenda. Hér er um að ræða verkef ni sem öll þjóðin hef ur f ullan skilning á. Þar ber okkur f yrst og fremst að leggja áherslu á að nýta auðlindir okkar sjálf ra skynsamlega á félagslegum forsendum, þar sem við gætum þess að ganga ekki á Jíf rænar auðlindir okkar. Nú er i undirbúningi mikið átak i raforkumálum lands- manna sem byggist á því að orkan verði enn f rekar en nú er þáttur í lífskjaragrundvelli landsmanna. Orkumálin eru einnig sjálfstæðismál og þess vegna hefur ríkis- stjórnin undir forystu núverandi iðnaðarráðherra sett sér það markmið að standa þannig að orkumálum að orkureikningur okkar verður sléttur um aldamótin gagnvart útlöndum, þannig að íslendingar verði sjálf- stæðir í orkumálum. 3. 9 Þriðji þátturinn eru utanríkismálin. Meginþungi þeirrar umræðu snýst nú um það með hvaða hætti er unnt að bæg ja þeirri vá f rá dyrum sem birtist í stórfelld- um vígbúnaði stórveldanna, nevtrónusprengjunni og aukinni áherslu Bandaríkjamanna á að tengja Islend- inga inn í kjarnorkuvígbúnaðarnet sitt, ekki aðeins til varnar heldur einnig til árása. Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er sammála nauðsyn þess að við leggjum lóð á vogarskálar f riðar en ekki stríðsundirbúnings. Að- eins örlítill ofstækisfullur minnihlutahópur hefur tekið undir með stríðsæsingamönnunum. Það er brýnt að meirihluti landsmanna láti í sér heyra áður en það verð- ur of seint. I þessum ef num er það aðalatriðið hvort við viljum búa þjóðinni lífvænleg skilyrði meðstefnuokkar í utanríkismálum, eða hvort við viljum fórna lífi hennar í þágu stríðsæsingamanna. Þeir sem kjósa líf ið f remur en sprengjuna þurfa að láta i sér heyra. Þeir eru yfirgnæf- andi að meirihluta meðal landsmanna, hvernig svo sem þeir hafa skipað sér í fylkingu í utanríkismálum áður". • Þessi meginviðhorf Alþýðubandalagsins eiga vaxandi stuðningi að mæta og grunntónn þeirra allra er baráttan fyrir jafnrétti og sjálfstæði þjóðarinnar. Hægri öflin munu á næstu misserum herða gagnsókn sína eftir mætti enda kosningar að vori. Aflið sem getur staðist bessarar árásir er fólgið í Alþýðubandalaginu. —ekh klippt ' ' ' ' ~ ' ÞÖRF ER AFDRÁTTAR- LAUSRAR UMFJÖLLUNAR frei viröi fleiri og he drung vctusöi ingslegu um aft v landsins óvaegin, a ekki viö ha hljóta skaó. Vissulega vera hæft i þ haróbýlt lano þjóóar á þenna. má þaö vera ‘ ef ekki á illa lenska þjóöin þessum áhrifum 1 öörum sviöum lifs fyrr var þaö gei ævintýra og innlifu fortiö, þegar smjör dropiöaf hverju ‘ dag fara kvöldvökur. útvarpi og sjónvarpi, mótvægiö veröur aö ast, ef viö ekki eigum ast i örvæntingarmy. enda I þjóöflutningum veikraspitölum annarra urlanda (þvi aö sjáli myndum viö gera þaö aö norrænu átaki, eins og a sem viö viljum láta borga okkur). Geöillskupúki t>aö þarf varla aö fjölyröa "Jk Dagskrá sjónvarpsins: „Viröistvera umofsniðin fyrirfámenn- an áhrifahó"” famálaráó. lóta fara . gagngera kö._ vilja almennings f þ«sum efnum, þolinmæöi fólkser á þrotum. iþvigagnrýn, .vjandiö á sinri meista, ** * væri aö segja aö þa lifiö leiöinlegra á sinn -lega hátt. Næsta kvöld, ■•skvöld, fór svo I ' og feril eins af -mönnum” Dallas og retlandi i föstudag- inn sem óhæ. ann I sambandi. Bætt um betur Og þegar dagskrá næstu viku er skoöuö, er ekki annaö aö sjá c.ftV.'" - ‘°rU 1 .aienfnt, sem ber ",v"THÍalldór Valdimarsson, Hugmannl þóttl Dauðadans Strind- berfi vera þunglamalrgt og langt Idkrit og vlll láta „fara fram gagn- gera könnun i vllja almrnnings” I dagskrárvaU. Sjónvarpssýki? Ölafur Ragnarsson fyrrum ritstjóri Visis skrifaði á dög- unum fjölmiðlapistil i Timann sem hann kallaði „Þjóð með snert að sjónvarpssýki”. Þar á hann við íslendinga. Og for- sendan fyrirsagnarinnar er sú, aö þegar sjónvarpið fór i fri reis myndbandabylgjan feikihátt og hafði þó verið i örum vexti fyrr. Ölafur vitnar i þessu sam- bandi til rannsókna sem gerðar hafa verið i Bandarikjunum á áhrifum gifurlegs framboðs af sjónvarpsefni á daglegt lif manna. Hann segir m.a.: „Niðurstöður ýmissa þeirra eru á þann veg að sjónvarpiö stjórni algerlega lifi margra fjölskyldna frá morgni til kvölds og torveldi mjög öll mannleg samskipti á heimilum. Fólk venjist hreinlega af þvi að taka afstöðu eða hafa skoðun. Mötun sjónvarpsins sé einstefnukennd og form þessarar miölunar sé þess eðlis aö ekki sé gert ráð fyrir að áhorfandinn láti i ljós skoðun sina heldur meðtaki efn- ið gagnrýnislaust”. En bætir svo við að lokum, að sem betur fer fái lslendingar enn ekki nema brotabrot af þeirri sjónvarpsmötun sem hefur þegar haft endaskipti á mörgu i hvunndagslifi Banda- rikjamanna: „sjónvarpssýkin hér á landi er þvi enn svo væg að ekki er ástæða til að hafa veru- legar áhyggjur af henni”. Hamingju- draumur Það má vel vera, að sjónvarp hafi enn ekki nándar nærri svipuð áhrif á daglegt lif Islend- inga og t.d. Bandarikjamanna eða þá Japana. Engu að siður eru ýmis einkenni „sýkinnar” farin að gera vart við síg mjög freklega. Eitt einkennið er, aö bréfaskrifurum i dagblöðum jafnt sem framgjörnum stjórn- málamönnum þykir rétt að tala um sjónvarpsdagskrá sem eins- konar mannréttindi sem ekki megi skeröa með neinu móti. Annað einkennið er sú sibylja sem heyra má i á allskonar vettvangi að hér á landi verði þá fyrst lift, þegar menn geti valið úr sjónvarpsrásum innlendum og erlendum, sem og mynd- bandaefni ýmiskonar, einmitt i einhverjum þeim mæli sem Bandarikjamenn gera nú: fyrr er þjóðin ekki frjáls, fyrr er hún ekki þjóð meðal þjóða i mynd- heimi. Það virðist furöu algengt að hamingjudraumur manna sé að geta haft „eitthvað létt og skemmtilegt” fyrir framan sig, hvenærsem er — og þar með að sitja aldrei uppi meö eitthvað það sem er pinulitið öðruvisi óaðgengilegra, alvarlegra en hin algengasta fjöldafram- leiðsla á skemmtiefni. Dauðadansinnn Þessi tónn er sérstaklega al- gengur i obbanum af þvi sem skrifað er um dagskrá islenska sjónvarpsins, hvort sem um er að ræða athugasemdir fjölmiðl- ara sjálfra eða þá lesendabréf. Til dæmis að taka hefur hver tekið við af öðrum til að kvarta yfir sænskri upptöku á Dauðadansi Strindbergs, sem sýnd var tvö kvöld snemma i siðustu viku. Einn lesandi Dag- blaðsins vildi gera einmitt þetta leikrit að tilefni til sérstakrar rannsóknar á misbrúkun sjón- varps i þágu „fámenns áhrifa- hóps” — þvi miður fylgdi það ekki með, hvaö það væri sem þessi áhrifahópur vildi með svo „þunglamalegu og löngu leik- riti” eins og þar stendur. Óvinur þjódarinnar Blaðamaður á Timanum var á svipuðum buxum fyrir helgi — hann baö strax i fyrirsögn um „afdráttarlausa umfjöllun” um dagskrá sjónvarpsins vegna þess að „sjónvarpið hefur nefni- lega greinilega sett sér þaö markmiö að verða óvinur þjóð- arinnnúmereitt”! Og lauk máli sinu á að biöja sjónvarpið aö finna sér eitthvað „þarfara og fegurra hlutverk en það að efla þunglyndi, leiða svartsýni og vonleysi islensku þjóðarinnar”. Aö visu ætlum við ekki aö taka „listrænar stórýkjur” af þessu tagi allt of alvarlega, en tónninn er, svipaður þeim sem margir aðrir gefa, og ástæða fyrir gremju blaðamannsins sú, að þetta kvöldið er „vandamála- mynd”, hitt „óeirðirnar i Bret- landi i sumar”, þá mynd „um —og græðgi mannsins” og siðan eitt- ■ hvað um „hræðilegan veruleika I kreppuáranna”. Og siöast en | ekki sist: það er kvartað yfir , Dauðadansinum. Vímugjafi og veruleiki Merkilegur fjandi. Vitaskuld I er Dauöadansinn erfitt verk og ■ dapurlegt, en það var það sjón- I varpsefni sem gætt var mestu I ósviknu lifi af þvi sem nú hefur I fyrirauguborið um stund, þetta ■ var sterk og eftirminnileg sýn- I ing á einu þeirra verka sem tim- ans tönn vinnur ekki á. En lát- l um nú svo vera, að menn hafi * meiri áhuga á efni af ööru tagi. I Það einkennilegasta við fyrr- I greinda sjónvarpsgagnrýni er I kannski það, að menn virðast J halda að það sé hægt að bjarga fólki undan „svartsýni og von- leysi” með þeim lifsflótta sem I finnst i skemmtiefni þvi sem J forðast allt sem er dapurlegt eöa erfitt eða „vandamál”. Það væri gaman aö vita við hvað I þessi skoöun (sem mun allút- ■ breidd) styðst. Að sönnu rámar okkur i það, að á striðsárunum hafi blómgast með helstu I styrjaldaraðilum sérkennilegar J lifsflóttamyndir sem voru eins I óralangt frá striðsveruleikan- I um og hugsast gat. Varla eru ls- , I lendingar svo illa haldnir, aö J þeir þurfi á slikri vimugjöf aö I halda. Kannski er það sönnu nær, að þeir sem hafa fengið I rosaskammta af eintómu létt- ■ meti langtimum saman, einmitt I þeir veröi enn siður en ella færir I um að mæta „þunglyndi, leiða I ogvonleysi”,ennsiður færirum J aö horfast i augu við veruleik- I ann en þeir sem þora að horfa á kvikmynd eða sjónvarpsleikrit I sem er eitthvað annað og meira J ensætsúpa með þeyttum rjóma. I Hitt er svo annað mál, að vita- I skuldeigamenn að halda áfram I aö gagnrýna islenska sjón- J varpsdagskrá, afglöp sjón- I varpsmanna eða þá fjársvelti I stofnunar sem verður harka- I lega fyrir barðinu á pólitiskum J visitöluleik. Það er mikil nauð- I syn. Dapurlegaster bara þetta: að undarlega oft er skammast I einmitt út i þá hluta islenskrar J sjónvarpsdagskrár sem sist I skyldi. áb | skoríð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.