Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 15
frá Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skriýið Þjóðviljanum esendum Fyrirspurn til Vilmundar Gylfasonar: Lýðræðið í Sjómanna- félagi Reykja- víkur Mig langar aö koma þeirri fyrirspurn til lýöræöispostulans Vilmundar Gylfasonar, hvernig stendur á því aö hann minnist aldrei á Sjómannafélag Reykja- vikur. Ég hefverið þar meölimur frá 1937—1967 og á þeim tima var meira en helmingur af félags- mönnum úr öðrum starfsstétt- um, svo sem, lögreglumenn, dægurlagasöngvarar, prófessor við Háskólann, auk ýmissa annarra. Mér er ókunnugt um annaö, en þetta sé eins viö lýöi i dag. Er ekki skeggiö skylt hök- unni? Hvi tekur þú ekki á þessum málum? Hafa ekki flokksfélagar þinir ráöið yfir þessu félagi um ómunatiö og nú siöustu árin meö hjálp ihalds- ins, samanber Pétur i DAS og Guömund tollvörð ? Erekki timabært í öllu þessu lýöræðisglamri aö ein harMugl- egasta sjómannastétt i heimi, fái mannréttindi i sinu eigin stéttarfélagi? Meö bestu kveöjum. Arni Jóhannsson Á leið í skólann Jæja krakkar, hvernig finnst ykkur að vera byrjuð í skólanum aftur? Já, ég vissi að ykkur þætti það gaman. En ykkur sem eruð nú að byrja í f yrsta sinn? Finnst ykkur ekki skrítið að vera allt í einu farin að ganga í skóla? En til að komast í skól- ann, þá þurfa sjálfsagt flest ykkar ef ekki öll að fara einhvern hluta gang- andi og jafnvel að fara yfir götur þar sem mikil umferð er. Þeir sem vinna hjá um- ferðarráði sendu okkur þessar myndir og báðu um að við kæmum þeim á framfæri við ykkur. Kannski hafið þið líka fengið þessar myndir sendar heim. Við skulum líta vel yfir myndirnar og læra það sem þar segir, því þá verðum við örugg í um- ferðinni. Það eru ekki bara þið sem eruð á leiðinni í skól- ann sem þurfið að fara yfirgötur, kannski marg- ar á dag, þar sem allt er fullt af bílum. Fullorðna fólkið fer líka yfir götur, og sumir eru glannar og verða jafnvel undir ein- Gangið eins langt frá gangstéttarbrúninni og unnt er. Gangið ekki fleiri en tvö samhliða. Gangið fremur í röð þeg- ar þið eruð mörg saman. Þar sem engin gangstétt er: Gangið alltaf á móti akandi umferð vinstra megin eins nálægt veg- arbrún og unnt er. hverjum bil. Ef við lærum það sem stendur á myndunum og Gangið alltaf á gang- stéttinni. Notiö alltaf gangbrautir þar sem þær eru. Á þjóðvegum aka bíl- stjórar hratt. Lítið mjög vel í kringum ykkur áður en þið farið yfir þjóðveg- inn. förum ef tir því, þá getum við verið öðrum til fyrir- myndar í umferðinni. Barnahornid Þriöjudagur 15. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 .Þjóðskörungar 20. aldar Roosevelt flytur ávarp til bandarísku þjdðarinnar timum siðari heimsstyrjaldarinnar. utvarpi á Franklin D. Roosevelt Ö Siónvarp ’O' kl. 20.45 Franklin Delano Roosevelt þritugasti og fyrsti forseti Bandarikjanna var fæddur I New York i janúarlok 1882. Roosevelt var kjörinn I borg- arstjórn New York 1910. 39 ára gamall fékk hann lömunar- veikiog lamaöist upp aö mitti. Roosevelt vann sigur á sjúk- dómnum meö fádæma einurö og eftir aöeins þrjú ár var hann aftur staöinn á fætur. Hann hélt pólitisku starfi áfram innan demókrata- flokksins, varö kjörinn borg- arstjóri í New York og siöan forseti i fyrsta sinn áriö 1932, þegar kreppan var skollin á. Roosevelt boöaöi gjör- breytta efnahagsstefnu, og rikisafskipti. Þrátt fyrir and- stööu afturhaldsaflanna náöi Roosevelt undraveröum árangri i baráttu sinni sem þegnar Bandarikjanna endur- guldu meö þvi aö kjósa hann eigi minna en fjórum sinnum forseta. En þaö var ekki einungis kreppan sem berjast þurfti gegn. Seinni heimsstyrjöldin skall á og Roosevelt lýsti yfir fullum stuöningi viö banda- menn. Roosevelt er án efa einn mesti þjóöskörungur 20. ald- arinnar. Hans er ávallt minnst sem eins ástsælasta forseta Bandaríkjanna. Hann náöi ekki aö lifa endalok heims- styrjaldarinnar síöari. Hann var oröinn mjög sjúkur maöur siöustu valdaárin, og 12. april 1945 lést hann, 63 ára aö aldri. Sjónvarp kl. 21.45 .. i" Kannt þú blásturs- aðferðina? Kannt þú aö bregðast rétt viö, þegar komiö er á slys- staö? Þtí hugsar kannski I þá veru, aö slikt skiptiengu máli, þú hafiraldrei lent íslíkriaö- stööu og óliklcgt aö slíkt eigi eftir aö henda. Þú þolir ekki aö sjá blóö og gætir þvi ekki kom- iö aö neinu gagni, eöa þú hugs- ir eitthvaö i þá átt, aö vel sé þess viröi og sjálfsagt aö allir kunni skyndihjálp, blásturs- aöfcrö og annaö þaö sem aö gagni gæti komiö, en þvi miö- ur þú hafir bara aldrei gefiö þér tima til aö læra allt þetta og sjáir ekki fram á aö svo megi verða á næstunni. Vertu þá heima i kvöld og horföu á sjónvarpiö. A dag- skránni er sænsk mynd þar sem sýnd eru og kennd nauð- 'i synlegustu viðbrögö, þegar komið er að fólki sem er I j dauöadái. Kenndar eru lifgun- 1 araöferðir s.s. hjartahnoö og blástursaöferö. Þessi mynd 1 tekur aöeins klukkustund I flutningi og þú hefur vel efni á þvi aö læra sitthvaö um þessi fræði þennan eina klukkutima. Þú veist ekki hvenær slasaöir þurfa virkilega á þinni hjálp aö halda, og hvenær þú þarft hjálp annarra. Þegar slys á sér staö skipta minútur máli. Þessar mlnútur er hægt að lengja ef sá er fyrstur kemur á vettvang kann réttu aöferðim- ar og réttu tökin. Aö lokinni sænsku fræöslu- myndinni veröur efnt til um- ræðna sérfróöra manna i sjón- varpssal þar sem einstök at- riöi myndarinnar veröa nánar úrskýrð Sighvatur Björvinsson stýr- ir þeim umræöum og ráölegg- ingum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.