Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 5
Þri&judagur 15. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 FRÉTTASKÝRING KOSNINGARNAR I NOREGI: Hvers vegna hægri sveifla? í gær var kosið í Noregi: þegar þetta er skrifað er ekki vitað um úrslit/ en öllum spám hafði borið saman um að kosningarnar mundu sýna greinilega hægri- sveif lu. Það er því ekki úr vegi að segja hér lítillega frá allmikilli úttekt á norskri hægrisveif lu, sem félagsfræðingar þar í landi hafa nýlega sent f rá sér i bókarformi. Þar er efniö tekið fyrir frá ýmsum hliðum, m.a. bæði gerö grein fyrir uppgangi Hægra flokksins sjálfs sem vill gjarna lýsa sér sem „hófsömum ihaldsflokki sem safnar til sin miðjufólki” (ummæli foringja flokksins Káre Willoch) — og svo fyrir hægribylgju almennt, sem nær allar götur út á hinn nýnasiska væng. „Allir eru kratar" Ein helsta niðurstaða bókar- innar er sú, að sigurför Hægri flokksins, sem fékk 17,3% at- kvæða árið 1973 en er nú kominn yfir 30% atkvæða, sé tengd þvi, hve likur hann sé i raun Verka- mannaflokknum. Verkamanna- flokkurinn, segir þar, er ekki lengur einn á sinum vettvangi i samfélagi, þar sem „allir eru kratar, lika borgararnir”. Þessi þróun er ekki öll á einn veg — ef til vill má snúa dæminu viö með þeim hætti, að segja, að allir þessir kratar séu með nokkrum hætti borgarar. 1 fyrrgreindri úttekt er nefni- Þessi mynd fylgdi áskorun til ungs fóiks um aö neyta atkvæ&isréttar, en nú haföi kosningaréttur veriö færður ni&ur i átján ár i fyrsta sinn. lega lögö allsterk áhersla á það, að enda þótt sósiaídemókratísk félagsmálastefna hafi tryggt sér viðurkenningu i öllum flokk- um, þá sé sú verkamannastétt, sem flokkur Gro Harlem Brundtland kennir sig við, gagnsýrð af boðskapnum um hámarkseinkaneyslu og þvi meðtækilegri fyrir boðskap Hægriflokksins en áður var. Hliðstæðar úttektir munu hafa sýnt, að ástæðan fyrir ósigri sænskra sósialdemókrata hafi fyrst og fremst verið sú að verkamennirnir yfirgáfu flokk- inn. Tilraun meö atkvæðin Samt á þetta ekki að þýða, að dómi félagsfróöra, að verka- mennirnir séu orðnir ihalds- samir til langframa — þeir gætu allt eins snúiö aftur til Verka- mannaflokksins næst, rétt eins og þeir eru liklegir til að kjósa sóslaldemókrata i næstu kosn- ingum i Sviþjóð. Þarna kemur aftur að þvi sem fyrr segir, að fólki finnst ekki mikill munur á Hægri flokknum og Verka- mannaflokknum. Þvi finnst aö það sé allt i lagi að gera smátil- raun með atkvæðaseðilinn og láta þá um leið i ljós vissan leiða með þá sem hafa lengi farið meö völdin. Fólki finnst að það sé á vettvangi hagsmunasam- takanna, verkalýðsfélaga og samtaka atvinnurekenda, sem hin pólitisku tiðindi gerist — miklu fremur en á þingi. 1 bók þeirri sem hér var nefnd er og getið um fleiri orsakir fyrir hægribylgju. Meðal annars frá, að iðnverkamönnum fer fækkandi og að unga fólkiö hefur fallið fyrir neysluhugsjón- um og lætur litt að sér kveða i stjórnmálum eftir ýmisleg skakkaföll sem vinstrihreyf- ingar hafa orðið fyrir. Mikil skattheimta hefur vakiö upp aukna „verkamannaihalds- semi” — og siðan hafa sósial- demókratiskir valdhafar valdiö vonbrigöum með þvi að skera niður ýmsa þá hluti sem sköpuðu áður samstöðu meðal almennings. Skýrslugerðarmenn, benda einnig á þaö, aö hægribylgjan geti fljótlega leitt til aukinnar róttækni i verkalýðshreyfingunni — róttækni sem gæti velt hægri- stjórn i kosningum 1985 — eöa fyrr. áb tök saman. I ■ I ■ I ■ I ■ | ■ I i ■ I i i i ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ i i ■ i i ■ Rösklega miljón útlendinga í Svíþjóð Sambúð innflytjenda og Svía fer versnandi Á sjötta og sjöunda ára- tugnum voru erlendir inn- flytjendur boðnir vel- komnir sem verkamenn til Svíþjóðar. Nú er efnahags- kreppa í landi og því sæta þeir nú vaxandi andúðar heimamanna. Hópar kyn- þáttahatara hafa látið á sér kræla og sumir tala um að i Sviþjóð sé að skapast ástand sem líkja megi við tímasprengju er seinna geti sprungið með svipuð- um hætti og í innflytjenda- hverfum breskra borga. Það er mikil ástæða til þess fyr- ir Islendinga að fylgjast með þessum málum þótt islenskir inn- flytjendur i Sviþjóð eigi vafalaust við minni „aðlögunarvanda” að glima en þeir sem komnir eru lengra að. Kjell öberg heitir formaður nefndar sem sænska stjórnin hef- ur skipað til að fjalla um það, hvernig hinum erlendu gisti- verkamönnum er mismunað. Hann segir að útlendingahatrið hafi á seinni tið orðið meira áber- andi sýnilegra en áður. Það hafi verið fyrir hendi en það sé eins og vissar hömlur séu af þvi farnar. Og formaður grisku innflytjenda- samtakanna i Stokkhólmi, sem eru giska fjölmenn, tekur undir það, að andrúmsloftið hafi versn- að. Tímasprengja 1 Sviþjóð eru nú 8,3 miljónir ibúa, þar af er 1,1 miljón innflytj- endur. David Schwarz heitir sænskur rikisborgari, sem fæddur er i Pól- landi, og gefur út timarit á ensku i Stokkhólmi um minnihlutamál. Honum finnst að i Sviþjóð megi greina vissar hliðstæður við Bret- land, þar sem komið hefur til meiriháttar óeirða. Það sem honum finnst skylt með þróun mála i Bretlandi og Sviþjóð er „tilhneiging (innflytj- endanna) til að safnast saman i sérstök hverfi, atvinnuleysi og vaxandi vantrú á lögreglunni”. Schwarz segir að þetta ástand geti verið eins og timasprengja. En aukiö útlendingahatur, segir hann, er ekki aöeins neikvætt fyr- irbæri. Nú er málið a.m.k. komið upp á yfirboröið og viö getum fengið opna umræðu um það. I Sviþjóð er 2,2% vinnandi manna atvinnulausir, en 4% af innflytjendunum eru atvinnu- lausir. Sænskir karlar höfðu 71000 krónur i meðaltekjur árið 1978 en innflytjendur 64000. Innflytjenda- konur höfðu að meðaltali 48000 krónur i tekjur en sænskar 54000. Hér er um að ræða mun sem er sýnu minni en i Bretlandi, en þá er eftir að skoða það, hvort hann sé ekki miklu meiri ef aöeins er hugsað um þá innflytjendur sem koma frá Suður-Evrópu. Hitt bera menn sér meira i munni, að innflytjendur komast oftar á sakaskrá en Sviar. Árið 1979 fengu þeir 77% dóma fyrir ólög- legt fjárhættuspil, 34% af nauðg- unardómum og 27% þeirra dóma sem felldir voru fyrir hórumang og þessháttar. Nokkrar bylgjur Fyrsta innflytjendabylgjan kom eftir strið: þar var einkum um að ræða flóttafólk frá Eystra- saltslöndum. Á sjötta áratugnum var komið á fót opinberum sænskum innflytjendaskrifstof- um i Aþenu, Belgrad og Ankara i Tyrklandi og öðrum höfuðborgum sem freistuðu verkamanna til starfa við sænsk færibönd, námur og eldhús veitingahúsa. Ungverjar komu eftir uppreisn- ina 1956. Tékkar eftir „vorið” 1968, Ogandamenn flúðu undan Idi Amin, Suður-Amerikumenn undan harðstjórum og Pólverjum fjölgaði á sjöunda áratugnum. Sænskt velferðarþjóðfélag hef- ur gert meira fyrir innflytjendur en flest önnur. Með lögum frá 1975 fengu þeir kosningarétt og kjör- gengi til bæjar- og sveitarstjórna. Erlendir verkamenn njóta sömu þjónustu i heilbrigðis-, skóla- og félagsmálum og Sviar sjálfir. Innflytjendur eiga rétt á 250 stundum á ári sem greitt er kaup fyrir til að þeir geti stundað ókeypis sænskunám. Börn þeirra fá kennslu á eigin máli, og i sænskum skótum er kennt á 70 tungum fyrir utan sænsku. Blöð, menningarstarfsemi og félög inn- flytjenda fá styrk frá sænska rik- inu. Harðnar í ári En i lok siðasta áratugar fór að þrengjast fyrir dyrum. Stjórnin býst við meiri halla á fjárlögum á næsta ári en nokkru sinni fyrr. Og nú i haust á að skera rikisútgjöld „Þeir safnast saman I sérstök hverfi, atvinnuleysi er meira en meöal heimamanna og þeir óttast lögregluna......” niður um 12 miljarði — mest gf þeim sparnaði verður á kostnað útgjalda til félagsmála. Haustið 1979 veröa menn varir við aukin umsvif kynþáttahaturs- hópa, og til verða samtök sem kalla sig BSS („Haldið Sviþjóð sænskri”). Þau treysta sér samt ekki fram i sviðsljósið, og starfa um pósthólf i Malmö. Hinsvegar er til einskonar nýnasistaflokkur, NRP, sem er talinn hafa um 10 þúsundir meðlima. Fyrrnefndir öberg og Schwarz neita þvi, að samtök af þessu tagi skipti máli — þau eigi sér ekki „sterka” for- ystuménn, og fjölmiðlar veita þeim engan stuðning. Schwarz telur hinsvegar að sú mismunun sem innflytjendur sæti sé að verulegu leyti sjálfum stjórnvöldum að kenna. Þau hafi beitt þá velviljaðri velferðar- stefnu, en ekki fariö með þá sem jafnréttháa aðila og þar með ekki tekist að virkja það sem i þeim býr. Það var i lok sjöunda áratugar- ins að Sviar fóru að setja ýmsar skoröur við innflytjendastraumn- um. Nú þurfa flestir að hafa at- vinnuleyfi áður en þeir koma til landsins. Undanskildir eru verka- menn frá Finnlandi, Noregi og Is- landi, sem hafa gert samninga við Svla um frjálsan vinnumark- aö. Langlfestir innflytjendur koma frá Finnlandi, eða 44%, siðan kemur Júgóslavia meö 9,4%, Danmörk með 7,2% og Noregur meö 6,3%. En fjandsamleg af- staða til innfytjenda beinist þó fyrst og fremst að verkafólki frá öðrum löndum en Norðurlöndum. David Schwarz telur, aö það sé önnur kynslóö innflytjenda sem mæti mestum erfiöleikum —og er Sviþjóö reyndar ekki einsdæmi i þeim efnum. Sú kynslóð er ekki reiðubúin til að taka aö sér þau erfiðu og illa launuðu störf, sem foreldrar þeirra gengu inn i og Sviar vilja sjálfir helst ekki vinna. Þeir munu krefjast þess jafnréttis i raun sem þeim hefur verið gefiö fyrirheit um en samfé- lagið er ekki reiðubúið til að veita þeim. (Endursagt, Information)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.