Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 2
KÆRLEIKSHEIMILIÐ „Pabbi, hvað mikið af þessu er aldan?" — Og sumum varö mál....I jósm. eik. — Ju er þaö ekki sem mér sýnist aö þetta sé hann Jón Armann Héöinsson? Ljósmynd. gel. viðtalið Rætt við Ingibjörgu Haraldsdóttur um Meistarann og Margréti Djöfullinn heimsækir Moskvu Ilaustiö er gengiö i garð og eftir þvi sem vikurnar liða nálg- ast sú vertiö sem kennd er viö bækur. Bókaflóöið sem yfir okkur skellur á þessum árstima er nú að hlaöast upp i prent- smiðjunum og fyrr en varir flæðir út úr og alls kyns ritverk- um skolar á land á ströndum lestrarhesta. Ein þeirra bóka sem vafalaust á eftir að gleðja margan manninn er „Meistar- inn og Margrét” eftir rússneska höfundinn Bulgakof. Ingibjörg Haraldsdóttir fyrrum blaöa- maöur viö Þjóðviljann lauk viö að þýða þetta fræga verk nú I haust, en Mál og menning gefur út. Ingibjörg var gripin glóðvolg rétt eftir að hún hafði skilað siðustu próförk að verkinu mikla í prentsmiðjuna. — Hver var Bulgakof Ingi- björg? Hann var á sinum tima vin- sæll rithöfundur i Sovétrikjun- um. Hann var læknir að mennt eins og fleiri rithöfundar og byrjaði að skrifa stuttar ádeilu- Ingibjörg Haraldsdóttir sögur i blöð. Leikrit bættust við og hann varð vinsæll á leik- sviðunum i Sovét. En svo gerð- ist það með hann eins og fleiri rithöfunda að hann var settur i bann, en þó slapp hann betur en margir aðrir. Hann skrifaði Stali'n bréf, þar sem hann kvart- aði yf ir þviað fá ekkertbirt eftir sig og sagðist eins vilja fara úr landi ef hann væri ekki til nokk- urs gagns i þessu landi. Sagan segir að Stalin hafi svarað með þvi að leyfa aftur nokkur leikrita hans. ! tólf ár var hann aö skrifa Meistarann og Mar- gréti og dó frá handritinu 1940. Útgáfusaga bókarinnar er nokkuömerkileg, þviað iheil 26 ár lá handritið óhreyft, en þá gerðist það að hún birtist nokk- uð stytt i þykku bókmennta- tímariti. Svo var henni smyglað úr landi og árið 1966 var bókin gefinút á rússnesku hér i vestr- inu. bað er sú útgáfa sem ég styðst við, enda er mér ekki kunnugt um að hún hafi verið gefin Ut sem bók i Sovétrikj- unum. Meistarinn varð mjög vinsæll og bókmenntatimaritið var hreinlega lesiðupp til agna. — Um hvað fjallar Meist- arinn og Margrét? Ja, það er nú það. Þetta er margslungin bók, en þó mjög skemmtileg og auðlesin. Sagan gerist einhverntima á þriðja eða fjórða áratugnum. Djöfullinn kemur i heimsókn til Moskvu, en inn á milli fléttast sagan um Pontius Pilatus og Jesú. Meist- arinn er rithöfundur sem hefur skrifað bók um þá JesU og Pila- tus, en fær hana ekki Utgefna. Hann á i útistöðum við Rit- höfundasambandið og það má segja aö gegnumgangandi tema sémaðurinn andspænis valdinu. Um leið er þetta ástarsaga Meistarans og Margrétar ást- konu hans. — í hvaða erindagjörðum er djöfullinn I Moskvuborg? Hann er þangað kominn til að halda árshátið sina, ásamt aðstoðarmönnum. Hann safnar að sérdraugum, fremur mikinn galdur — alvörugaldur og fer illa með þá sem það eiga skilið, og gerir allt vitlaust i Moskvu. Kannski er rétt að segja ekki mikið meira, en þetta sem hér hefur verið sagt ætti að gefa nokkra hugmynd um hvað er á ferðinni. Þvi er við að bæta að Meistarinn og Margrét fór sigurfór um heiminn eftir að hún kom Ut á ensku og fleiri málum, en nú er ioksins komið að okkur hér að njóta þessa mikla verks, sem i rUssnesku útgáfunni er upp á rúmlega 500 siður. Aö sjálfsögðu þýðir Ingi- björg úr frummálinu, enda kona altalandiá rUssneska tungu. —ká Svipmyndir af vellinum — Það var mark! Ljósm. gel. dásama matinn minn við kon- una þína, svo þú skalt bara flýta þér að éta þennan dásamlega hafragraut! — Hugsið ykkur ef þeir f staðinn fyrir verkfall hæfu skemmdarverk og kenndu okkur allt ^vitlaust!/_____ — Hvernig þá? -------~V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.