Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 14
14 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. september 1981 F ramle iðslus t j óri — síldarvinnsla A/S Ibestad Sild er nýtt fiskvinnslufyrirtæki sem á aö framleiða sild fyrir neytendamarkað. Fyrirtækið byggir nú sérstakt verksmiðjuhúsnæði fyrir sildariðnað 1500 fer- betra. Aætlað er að framleiðsla hefjist i febrúar 1982. Haustið 1981 verður keypt hráefni þannig að tilrauna- framleiðsla geti hafist strax og verksmiðjan er tilbúin. Gæði og fullvinnsla eru einkunnarorð fyrirtækisins sem er hið fyrsta sinnar tegundar i Norður Noregi. Fyrirtækið óskar að ráða: Fra mleiðslust j óra Verksvið: Innkaup Framleiðsluáætlanir Vöruþróun Gæðaeftirlit Áhersla verður lögð á starfsreynslu frá sildarvinnslu. Laun eftir samkomulagi, ráðning sem allra fyrst, fyritækið útvegar húsnæði. A/S Ibestad Sild er á Rollöya austan við Harstad. Sam- göngur við fastalandið eru með ferju. Það er u.þ.b. klukkustundar akstur til Harstad og u.þ.b. tveggja stunda akstur til Narvik. Á Rollöya eru skólar, og þjónustutilboð er gott. Nánari upplýsingar veita: Disponent J. Bergvoll, Ytre Rollöya Fiskarsamvirke, simi 082/74055. Disponent V. Sörensen, A/S Ibestad Sild, simi 082/95116. Oddmar Jenssen, Statens Teknologiske Institutt/Nord Norge, simi 082/44180. Umsóknarfrestur er til 30./9. — 1981. Skrifleg umsókn meö afriti af prófskirteinum og meðmælum sendist: Ytre Rollöya Fiskarsamvirke Postboks 504, 9401 Harstad Norege. Laust embætti sem forseti íslands veitir læknadeild Háskóla Prófessorsembætti ’i vefjafræði Islands er lausttilumsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um visindastörf um- sækjenda, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, fyrir 10. október n.k. Menntamálaráðuneytið, 10. september 1981 Ferðamálaráó Islands efnir til námskeiðs fyrir verðandi leið- sögumenn ferðafólks veturinn 1981—1982, ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Ferðamálaráðs, Laugavegi 3, Reykjavik. Umsóknarfrestur rennur út 21. sept. n.k. FERÐAMALARÁÐ ÍSLANDS Kennarar — skipstjórnarmenn Kennara með annars stigs eða farmanna- próf vantar að stýrimannadeild við Gagn- fræðaskólann á Höfn næsta vetur. Húsnæði til staðar. Upplýsingar veitir skólastjóri i sima 97—8321 eða 97—8384 næstudaga. Skólastjóri. Baðverðlr óskast til starfa i íþróttahúsinu i Keflavik. Nánari upplýsingar veitir starfsstjóri íþróttahúsins i sima 1771. Bæjarritarinn i Keflavik. 75 ára ídag 75. ára er í dag 15. september. Munda Stefánsdóttir Skarp- héðinsgötu 2. Reykjavik. Hún tekur á móti gestum i félags- heimili Sóknar Freyjugötu 27. eftir kl. 6. i dag. Mjólkur- framleiðsla minnkar 1 júli sl. var innvegin mjólk hjá mjókursamlögunum tæplega 11,7 milj. ltr. eða 0,7% minni en I júli i fyrra. Fyrstu 7 mánuði ársins var innvegin mjólk hinsvegar 60,2 milj. ltr.eða 4,6milj. ltr, minnien sömu mánuði I fyrra. Minnkunin 7,2%. Flest mjólkursamlögin tóku á móti Ivið meiri mjólk i júll i ár en i fyrra. Eitt samlag sker sig þó verulega úr en það er samlagið i Borgarnesi. Þar minnkaði inn- vegin mjólk I júli um 15,7% miðað við sama mánuö 1980. Nokkur minnkun varð og hjá Mjdlkur- stööinni i Reykjavik, I Búöardal og á Hvammstanga. Hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri varð aukning, 2,45%, svipuð á HUsavik, og hjá Mjólkurbúi Flóa- manna 0,16%. Smávegis aukning varð i sölu nýmjólkur og irjómaum 3%. En undanrennan er enn á undan- haldi. Fyrstu 7 mánuöina i ár minnkaði sala á henni um 9,5% frá árinu áður. Sm jörsalan gekk mjög vel á sl. ári, enkum þegar veröiö er lægst og trúlega hafa ýmsir átt nokkrar birgðir fram á þetta ár, enda samdráttur i sölu nú, miðað viö fyrra ár. Smjörbirgðir hafa þó sjaldan verið eins litlar og nú, miðað við árstima. Þann 1. ágúst voru til i landinu 544 lestir af smjöri en á sama tima I fyrra voru þær 1.137 lestir. Mjög mikil aukning hefur orðiö i sölu á feitum ostum eöa um 26%, en sala á mögrum ostum fer minnkandi. —m hg Afgreióum einangmnar plast a Stór Reykjavikur4 svoeðió frá mánudegi fóstudags. Afhendum vömna á byggingarst vióskipta monnum aó kostnaóar lausu. Hagkvoemt vero og greiðsluskil málar vió ftestra hoefi. einangrunat ^^■plastið Aórar framl«ióskfvorur pipueinangrun >OR skrufbutar ALÞÝÐUBANDALAGIO Félagsfundur um borgarmálefni: Breiðholt Almennur félagsfundur um borgarmál verður haldinn i kaffistofu KRON við Eddufell n.k. fimmtudagskvöld 17. september kl. 20.30. Frummælandi: Guðmundur Þ. Jónsson, borgarfulltrúi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta bæði vel og stundvislega. Stjórn 5. deildar ABR, Breiðholti. Alþýðubandalagið, Selfossi og nágrenni Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 16. september að Kirkju- vegi 7, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Forvalsreglur. 2. Otgáfa blaðs um bæjar- mál. 3. önnur mál. — Stjórnin. Breytt heimilisföng Félagar i Alþýðubandalaginu i Reykjavik eru hvattir til að tilkynna skrifstofu félagsins (simi 17500) um nýheimilisföng. —Stjórn ABR. Alþýðubandalagsféiagar i Reykjavik Giróseðlar vegna árgjalds fyrir 1981 hafa verið sendir til félags- manna. Hvetur stjórn félagsins félaga til að greiða árgjöldin við allra fyrstu hentugleika. — Stjórn ABR. Alþýðubandalagið i Kópavogi. — Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn miðvikudaginn 16. september kl. 20.30. Dagskrá: 1. Skólamál. 2. Lóðaframboð-lóðaþörf. 3. önnur mál. Allir félagar i ABK eru velkomnir. Stjórn Bæjarmálaráðs ABK. Kjördæmisráð Alþýðu- bandalagsins, Austur- landi Aðalfundur Kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins i' Austurlands- kjördæmi verður haldinn á Seyð- isfirði dagana 26. og 27 september 1981. Aöalumræðuefni á fundinum veröur flokksstarfið og undirbún- ingur fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar á næsta ári. Auk þess verður rætt um byggða- mál og drög að stefnumótun i þeim efnum. Helgi Seljan, alþingismaður og Hjörleifur Guttormsson, iðnaðar- ráðherra verða á fundinum. Dagskrá: Laugardagur 26. september 1981 Kl. 13.00 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og rit- ara. 3. Kosning kjörbréfanefndar og nefnanefndar. 4. Avarp: Helgi Seljan, alþingis- maður. 5. Avarp: Hjörleifur Guttorms- son, iðnaðarráðherra. Kl. 15.30: Kafffihlé. Kl. 16.00 6. Flokksstarfið og undirbúning- ur fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar: Einar Már Sigurðsson og Stefán Thors. 7. Umræður. Kl. 19.30: Kvöldverður. Kl. 20.30: 8. Nefndarstörf. Sunnudagur 27. september 1981 Kl. 10.00: 9. Byggöamál. Drög að stefnu- mótun i atvinnu-, félags- og samgöngumálum: Halldór Arnason. 10. Umræður. Kl. 12.00: Hádegisverður. Kl. 13.00: 11. Nefndarstörf og framhald um- ræðna. 12. Aðalfundarstörf og kosningar. Kl. 16.00: Fundarslit. Auglýsing um starfslaun til listamanns Stjórn Kjarvalsstaða auglýsir eftir umsóknum um starfs- laun til listamanns i allt að 12 mánuði. Þeir einir lista- menn koma til greina við úthlutun starfslauna. sem búsettir eru i Reykjavik, og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir við úthlutun, sem ekki getað stundaö lisígrein sina sem fullt starf. Það skilyrði er sett, að listamaðurinn gegni ekki fastlaunuðu starfi meöan hann nýtur starfs- launa. Fjárhæðstarfslauna fylgir mánaðarlaunum samkvæmt 4. þrepi 105. lfl. i kjarasamningi Bandalags háskólamanna og fjármálaráðherra f.h rikissjóðs. Starfslaun eru greidd án orlofsgreiðslu eða annarra launatengdra greiöslna. Að loknu starfsári skal listamaðurinn gera grein fyrir starfi sinu með greinargerð til stjórnar Kjarvalsstaða, framlengingu, flutningi eða upplestri á verki i frumflutn- ingi eða frumbirtingu, allt eftir nánara samkomulagi við stjórn Kjarvalsstaða hverju sinni og i tengslum viö Lista- hátið eða Reykjavikurviku. Ekki er gert ráö fyrir sér- stakri greiðslu samkv. þessari grein, en listamaðurinn heldur höfundarrétti sinum óskertum. 1 umsókn skal gerð grein fyrir viðfangsefni þvi sem um- sækjandi hyggst vinna að og veittar aðrar anuðsynlegar upplýsingar. Umsóknum skal komið til stjórnar Kjarvalsstaða fyrir 1. okt. 1981. 11. september 1981, Stjórn Kjarvalsstaða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.