Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.09.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. september 1981 Þriðjudagur 15. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Uppdráttur aö virkjunarsvæði Hrauneyjafossvirkjunar Hornsteinn lagður að Hrauneyjafossvirkjun Fyrsta vélin verður gangsett 1. nóvember 3/4 hluti allrar raforku í landinu frá Þjórsár- T ungnaársvæðinu Föstudaginn s.l. var hornsteinn lagður að stöðvarhúsi Hrauneyja- fossvirkjunar við hátiðlega athöfn að viðstöddu marg- menniz forseta islands, forsætisráðherra og iðn- aðarráðherra fremstum í flokki. í jiíni 1970 var verkfræðifyrir- tækjunum Verkfræðistofu Sig- uröar Thoroddsen hf. (VST) i Reykjavik og Harza Engineering Company International I Banda- rikjunum faliö sameiginlega að hanna virkjun Tungnaár við Hrauneyjafoss og var hönnunar- skýrsla skilað snemma árs 1971. Vorið 1974 fól stjórn Lands- virkjunar ofangreindum ráð- gjafarverkfræðingum að gera út- boðsgögn fyrir virkjunina. I ágúst 1977 voru vélar, lokur og fallpipur virkjunarinnar boðnar út. Vélar og rafbúnaður er keyptur frá ASEA, Sviþjóö, lokur og þrýsti- vatnsplpur frá Magrini Galileo, ltaliu og spennar frá EFACEC, Portúgal. Haustiö 1977 var ákveðið aö skipta byggingar- vinnu í nokkra áfanga, og var hver þeirra boðinn út sérstak- lega. Fyrsti áfangi byggingar- vinnunnar féll I hlut Fossvirkis, en byggingarvinnan er að mestu leyti i höndum innlendra verk- taka. Tungnaá hefur verið stifluö hálfum öðrum kilómetra ofan við Hrauneyjafoss og veitt þar i skurð. Venjulegt vatnsborð ár- innar ofan stiflu hækkar þá úr 417 I 425 m y.s., eða I frávatnshæð Sigölduvirkjunar I farvegi ár- innar er flóðgátt með þremur geiralokum, en um 3 km löng lág- reist jarövegsstifla teygir sig eftir hraunflákanum á vinstri bakka árinnar. Heildarmagn stiflufyllinga er um 700.000 rúm- metrar. Nálægt suðurenda stífl- unnar veröur 100 m breitt neyðar- yfirfall sem sópast burtu I aftaka flóðum. Er þaö 1 m lægra en stifl- an. Lónið ofan stlflu verður um 8.8 ferkm. að fleti. Rýipi 5 efstu metra i lóninu verður um 33 GI. Verður þar til dægurmiölunar til- tækt vatnsmagn. Til hliöar við flóðgáttir verður skuröinntak aðrennsliskurðar. Innrennslisopum, þess veröur hægt að loka með flekalokum. Að- rennslisskuröur um 1 km langur og 19 m breiöur i botninn, liggur um lægö I Fossöldu að steyptu inntaksvirki á noröurbrún öld- unnar. Þaðan liggja 3 stálpipur niður hliðina að stöövarhúsi. Verg fallhæð er um 88 m. Hver fallpipa er 272 m löng, 4.8 m við og flytur vatn 93 rúmmetra/ s, að aflvél við fullt álag. Frá hverflum rennur vatnið I frárennslisskurö, sem er 1,1 m km langur og 30 m breiöur I botn- inn. Hann endar I Flutningskvisl, sem rennur I Tungnaá um 100 m ofan við ármót hennar og Köldu- kvislar. Tii að hindra lækkun frá- vatns virkjunarinnar og minnka landspjöll vegna vatnságangs veröur settur þröskuldur i Flutn- ingskvlsl. Frávatnshæð við stöövarhús verður um 337 m.y.s. ef allar aflvélar orkuversins eru I gangi (rennsli um 280 m3/s). Stöðvarhúsiö er byggt fyrir 3 aflvélar sem hver um sig veröur 70MV. Gerð inntaksvirkis veröur hagað þannig, að unnt veröur að bæta við fjóröu vél siðar. Vatns- hverflar verða af Francis gerð á lóðréttum ási. Snúningshraði þeirra verður 200 sn/min. Tengi- virki verður lokaöur SF 6 bún- aöur. Þaöan verða lagðar tvær 220 kV háspennulinur, önnur að Sigöldu, en hin að Brennimel i Hvalfirði. „Þau ár sem Landsvirkjun hefur staðið fyrir stórvirkjunum við Þjórsá og Tungnaá hafa reynst dýrmætur skóli fslenskum verkfræðingum og verktökum”, sagði iðnaðarráðherra m.a. erhann ávarpaöi gesti við at- höfni sl. föstudag. Ávarp iðnaðarráðherra við lagningu hornsteins að Hrauneyjafossvirkjun Dýrmætur skóli Forseti Islands. Háttvirta samkoma. Fyrir Islendinga er það ekki lengur nýnæmi að hleypt sé vatni á hverfla og straumur vatnsins breytist i straum rafeinda frá1 búnaöi virkjunar. Hins vegar er miklum áfanga náð, þegar horn- steinn er lagöur að einu stærsta vatnsorkuveri I landinu til þessa, virkjunar sem heimild er fyrir að veröi allt að 280 MW aö afli, er stundir liða fram. Innan fárra vikna mun 1. aflvél Hrauneyja- fossvirkjunar taka að snúast eins og ráð var fyrir gert i verkáæthin, sem gerð var eftir að stjórnvöld veittu heimild til framkvæmda við virkjunina f árslok 1976, en þá var verkhönnun og undirbúningi útboða að mestu lokiö. Síðan eru liöin tæp 5 ár, og segir þaö sina sögu um framkvæmdatima við stórvirki sem þessi á Islenskan mælikvarða. Við virkjanaundir- búningþarfforsjálni og hafa ber I huga aö auðveldara er aö hægja á en hraöa slikum framkvæmdum, ef aöstæður bióða. Margir hefðu kosið aö unnt hefði reynst að láta. takmarkaðan vatnsforöa Þóris- vatnsmiðlunar snúa hverflum I Hrauneyjafossvirkjun á sl. vetri og draga þannig úr timabundnum orkuskorti I raforkukerfi lands- ins, en nú verðum við að láta okk- ur nægja að vera reynslunni rikari. Hér hefur verið unniö af alúð mikiö og gott starf, fyrst við fjölþættan undirbúning á vegum Landsvirkjunar og sföan hörðum höndum i 4 sumur og að hluta til að vetrarlagi á virkjunarsvæðinu. Landsvirkjun hefur enn einu sinni sýnt, hvers hún er megnug undir dugandi forystu og með þvi harðskeytta liöi sem fyrirtækiö hefur á aö skipa, og þá ekki sist þeim sem staðiðhafa hér vaktina, verktakar og liðsmenn þeirra ásamt yfirstjórn af hálfu Lands- virkjunar hér á virkjunar- svæðinu. Það hefur veriö ánægju- efni að koma hingað i heimsókn á byggingartima virkjunarinnar og finna þann mikla áhuga sem rikt hefur á að þoka verkinu áfram samkvæmt áætlun og helst betur. Hér hafa hundruö manna verið að I bliðu og striöu, margir i góðri æfingu og vanir f jallaloftinu frá glimunni við Sigölduvirkjun og jafnvel frá byggingu Búrfells- stöðvar fyrir hálfum öörum áratug. Hér hafa menn fengið að kynnast fjúki úr noröri og vikur- regni úr suöri, en slikt er fljótt að gleymast við öræfadýrðina bjarta. Hún rikir hér mcrgum stundum og bætir upp einsem d og útilegu. Hér er staður til að þakka þeim er fyrir verki hafa staðið og að verki unniö, öllum með tölu án þess að nafngreindir séu. Þær þakkirflytég i nafni rikisstjórnar íslands og iðnaöarráðuneytis. Þau ár sem Landsvirkjun hefur staðið fyrir stórvirkjunum viö Þjórsá og Tungnaá hafa reynst dýrmætur skóli islenskum verk- fræðingum og verktökum. Vinnu- skipulagi og verktilhögun hefur fleytt fram, stig af stigi og við Hrauneyjafossvirkjun hefur öll forysta veriöá innlendri hendi og fleiri islenskir hugvitsmenn og islenskar hendur fengiö verk að vinna en við fyrri stórvirkjanir i landinu. Engum blandast lengur hugur um, aö á sviöi verk- kunnáttu erum við einfærir og getum i vaxandi mæli einnig náð tökum á framleiðslu tækja og búnaðar fyrir virkjanir og raflinur I landinu. Þessi þróun er vegvi'sandi fyrir framtiðina, einnig I stórframkvæmdum af öðrum toga svo sem í iðjuverum, sem nýta munu orku islenskra fallvatna i vaxandi mæli. 1 tengslum viö þessa virkjun er nú verið að reisa öfluga raflinu vestur um öræfi til Hvalfjarðar. Mun hún auka verulega öryggi notenda, ekki sist á Suövestur- landi. Ráðgerð er tenging afi- stöðvanna hér við Tungnaá, einnig tilausturs sunnan jökla, og þau tengsl þurfa aö komast á inn- an tveggja ára, ef vel á að vera. Siðar verður lagt á Sprengisand meö öfluga raflinu til Norður- og Austurlands um fornar þing- mannaleiðir. Aflstöðvarnar eru hjörtu raforkukerfisins og raf- „öll eigum viö rétt til þeirra gæöa sem landiö hefur aö bjóöa, en um leiö veröum viö aö sameinast um viðgang auðlindanna meö eöli- Iegri hlifö og verndarstefnu,” sagöi Hjörleifur Guttormsson m.a. I ávarpi sinu. linurnar æöar sem strauminn flytja. Þvi fleiri og þéttriðnari, þeim mun meira öryggi I afhend- ingu. Þetta leiðir hugann aö þeirri stefnu, aö dreifa virkjunum um landið, einnig stórvirkjunum. Slikt má raunar teljast sjálfgefiö horft til lengri tima vegna dreif- ingar vatnsaflsins og þar meö virkjunarkosta. Núverandi stjórnvöld hafa sett sér það markmið aö hraða slikri þróun og um það er vaxandi samstaða stjórnmálaflokka, þótt keppni gæti milli landshluta. A meðan unnið verður að þvi að tryggja vatnsbúskapinn að baki aflstöðva á þessum slóðum meö vatna- veitum og stækkun Þórisvatns- miðlunar, veröur hafist handa við stórvirkjanir á nýjum slóðum, numið nýtt land i orkuöflun til aö treysta öryggi raforkunotenda sem viðast á landinu og efla undirstööu byggöar. Virkjun get- ur ekki verið markmið i sjálfu sér, heldur þarf hún að vera til þjóðhagslegra nota, nær og fjær. Sunnlendingar hafa margir haft atvinnu af -stórframkvæmdum við árnar hér efra, en orkan frá virkjunum hefur að mestufarið fyrir ofan garö og aðeins nýst at- vinnurekstri i fjórðungnum i tak- mörkuðum mæli. Að þessu er fundið og það með réttu, þótt landið sénd aö verðaeitt samfellt orkuveitusvæði. Þvi fylgja ný viðhorf i skipulagi raforkuöflunar og nú er unnið aö samningum milli rikisins og Landsvirkjunar um að fyrirtækið færi út orkuveitusvæði sitt, taki til hendi á nýjum slóðum við virkj- anir og rekstur meginstofnh'na. Ég tel ástæðu til bjartsýni um lyktir þeirra samninga og með þeim geta færustu menn I raf- orkuiðnaði okkar innan sem utan núverandi Landsvirkjunar sameinað kraftana við ný og stór- brotin verkefni, sem Alþingi hefur að nokkru nú þegar markaö stefnu um með löggjöf um raf- orkuver fyrr á þessu ári. Við Islendingar þurfum að lita á land okkar sem heild, auölindir þess og hagnýtingu þeirra. 011 eigum við rétttilþeirra gæða sem landiö hefur aö bjóða, ai um leið verðum við að sameinast um við- gang auðlindanna með eðlilegri hlifð og verndarstefnu. Kröfu um sameign verður aö fylgja skýlaus krafa um samábyrgð og stjómun um nýtingu, sem tryggir að náttdrlegar auðlindir skili sér til þeirra kynslóöa, sem erfa eiga landið. Viö hagnýtingu orku- lindanna, hinna stórfelldu gæöa fallvatna og jarövarma, eigum við að taka til hendi svo sem hag- kvæmni, öryggi og hagsmunir þjóðarheildarinnar bjóða, um leið og viö tökum eölilegt tillittil ann- arra gæöa, landnýtingar, náttúruverðmæta og náttUru- feguröar. I þessum málum þurf- um viö að hefja okkur yfir skammsýnan landshlutarig og ganga til verka af víðsýni og sanngirni, sem fámennri þjóð i stóru landi er mikil nauðsyn aö rækta meö sér. Við höfum nU efni á þvi, Is- lendingar 20. aldar, að taka þátt i nýju landnámi, landnámi öræf- anna, með öörum og stórbrotnari hætti en forfeður okkar sem sóttu inn til heiða, sumpart i örreytis kot i von um að verða’bjargálna. Nú tökum við I gagnið stórvirkj- anir á hálendinu meö fárra ára bili, og á þessu sama ári og þjóðin eignast Hrauneyjafossvirkjun hefur verið tekin ákvöröun um friðlýsingu og varanlega verndun Þjórsárvera undir barmi Hofs- jökuls hér litlu norðar. Hvort tveggja tel ég gæfuspor og sam- eina þau viðhorf, sem hafa ber að leiðarljósi I hinu nýja landnámi öræfanna. Um þessar slóðir var lengst af fáfarið nema af leitarmönnum, og viðburður að hér gisti útilegu- maður nema i þjóðsögu. Það er ekki nema aldarfjóröungur siðan fyrstu athuganir hófust vegna virkjunarframkvæmda með landmælingu á vatnasvæði Tungna ár, Köldukvislar og Efri Þjórsár. Er við brunum hingað I dag til hátiöarhalda kemur mér I hug fyrsti landmælingaleiöangur Raforkumálaskrifstofunnar, er sniglaðist um troðninga upp með Tungnaá i jUnl fyrir aldarfjórö- ungi og braust yfir jökulgorminn á Hófsvaði á leiö tU Þórisvatns. Það reyndist þá stif tveggja daga ferö. Lanáið íeið hægt hjá og timi var til aö hafa samfylgd af Jóni Helgasyni og ljóöi hans „Viö Tungná”: Við hrjóstrugan sand og viö hrjúfan klett heyrði ég Tungná niða. Geldingahnappurinn glóöi þar einn og grá var hin tröllslega skriða. Loðmundur stóð með sinn loöna feld og lyfti tindóttum gnúpum, en áin hverfðist i hröðum flaum helköld i sinum djúpum. Þar heyrði ég óspilltan hróðrarþátt á heiðanna fornu tungu, er straumurinn herti með sterkan róm á stefjabálkunum þungu. Og andvaka fann ég með ógn og dýrð um öræfanóttina bjarta, að loksins ég átti mér legurúm við iands mins titrandi hjarta. Slöan þetta var kveðið hefur mannshöndin breytt flaumi Tungnaár, sem nú knýr æ fleiri aflvélar og veitir birtu um byggö ból. Fossinn við Hrauneyjar verður vissulega brátt aðeins svipur hjá sjón. Mestu skiptir þó aö þau mannvirki sem koma i hans staö og sem hornsteinn hefur verið lagöur aö hér i dag verði til að efla með okkur dáð og dug til athafna, sem veiti is- lenskri menningu styrk og okkur er landið byggjum tóm til aö njóta hennar og næmi til að leggja hlustir við hjartaslögum landsins. Megi gæfa fylgja þessari virkjun. Þökk sé þeim er reistu. Séð yfir fallpipurnar þrjár, stöðvarhús og frárennslisskurð að Hrauneyjafossvirkjun. Þegar allar afl- vélar virkjunarinnar, þrjár að tölu, verða komnar i gagnið 1982 verður raforkuframleiðslan 210 MkW. Tangóharmonikkan bandonion. r Astarsögur, hnifstungur og tugthúslif: Tangóinn enn 1 fuliu f jöri Á miðvikudaginn næst- komandi geta íslendingar orðið einstæðra tónleika aðnjótandi í Félagsstofnun stúdenta í Reykjavík. Þrír mikilhæfir íslenskir tón- listarmenn, Edda Erlends- dóttir, píanó, Helga Þórar- insdóttir, lágfiðla og Laufey Sigurðardóttir, fiðla auk Bandaríkja- mannsins Richard Corn á contrabassa og Frakkans Olivier Manoury á bandon- ion munu flytja tangótón- list í útsetningu tónskálds- ins Philip Manoury, sem er bróðir ofannefnds Olivier. Tónleikarnir verða svo endurteknir tvisvar sinn- um á föstudags- og laugar- dagskvöld um næstu helgi í Þjóðleikhúskjallaranum. Að þessu tilefni þótti blaðamanni Þjóðviljans ekki úr vegi að rif ja eilítið upp um sögu og eðli þess- arar tónlistarhefðar. Tangóinn, tónlistin og dansinn, spratt upp úr jarðvegi alþýöutón- listar, sem Milonga kallast og enn er vinsæl meðal ibúa Uruguay og Argentlnu. Milonga er fyrir sitt leyti upprunnin úr tveimur átt- um. Um miðja siðustu öld var uppi hópur manna I Argentinu, sem flökkuðu um landiö, sögðu sögur, sungu, spiluöu á gitar og miðluðu alþýðlegum fróöleik. Þeir kölluö- ust Payadores. Takturinn I tón- listinni er þeir iðkuöu, habanera, var upprunninn frá Havana á Kúbu. Tónlist Payadoranna varð fyrir miklum áhrifum af tónlist- arhefð þeldökkra þræla, sem bor- ist höföu meö þrælaversluninni frá Afrlku til Uruguay. Sú Afrlku- tónlist hefur veriö kölluð Can- dombe. Milonga varð sem sagt til viö samruna þessara tveggja þátta. Undir lok aldarinnar færðist mikill fjörkippur I landnám Evr- ópubúa I Argentinu. Stór hluti þessara landnema fékk vinnu viö að gæta nautgripahjarða á slétt- um Argentinu. Þeir uröu einhvers konar s-ameriskir kábojar. Siðan geröist það um aldamótin, að gaddavirinn hélt innreið sina i landiö og heilu skararnir af þess- um kúasmölum misstu atvinnu sina og hópuðust til Buenos Aires þar sem þeir settust aö I hreysum i úthverfum borgarinnar. Þess má geta, Jorge Louis Borges hef- ur lýst lifi og innræti þessara gæfulitlu landnema I mörgum bóka sinna. Þarna voru samankomnir menn af ýmis konar Evrópubergi brotnir: Italir, Spánverjar, Frakkar, Portúgalir, Þjóöverjar og Pólverjar svo eitthvaö sé nefnt. I þessum evrópska suöu- potti, sem myndast haföi I ann- arri heimsálfu, varö hin hefö- bundna Milonga smátt og smátt kveikjan aö nýsköpun: tangóinn fæddist. Svo til strax eftir að tangótón- listin varð til ásamt dansinum Tangósöngvarinn heimsfrægi Carlos Garbel. sem stiginn var við hana varö hún hin mesta hneykslunarhella með- al ráðamanna og kirkjunnar þjóna. Þvl þannig var málum háttað, að meöal þessara fátæku innflytjenda, sem komnir voru langan veg I leit að fé og frama, voru karlmenn I miklum meiri- hluta og þvl voru þaö einkum þeir sem spiluöu og dönsuðu tangóinn af mikilli ástriðu. Það þótti ráða- mönnum einkar ósiölegt. Þannig var tangóinn bannfærður strax i fæöingu, en allt kom fyrir ekki, hann breiddist út meöal þessa fólks eins og eldur I sinu og teygði sig út fyrir fátækrahverfin til æ stærri þjóðfélagshópa. Oll þróun tangósins minnir óneitanlega á það, sem gerðist á sömu árum I N-Amerlku I öðrum kafla tónlistarsögunnar, þ.e.a.s. hvernig jassin varð til úr blús-tónlistinni, sem einnig átti rætur sinar að rekja til Afriku. I báöum þessara tilfella verður til ótrúlega þróttmikil tónlist meðal öreiga, sem breiðist siöan út með- al allrar alþýðu og endar sem „fin” tónlist. Enda eignaðist tangóinn einnig sinn „Louis Armstrong”, hann hét Carlos Gardel og öölaöist heimsfrægö eins og margir muna. Carlos þessi, söngvari og hjarta- knúsari, hélt upp i frægt tónleika- ferðalag til Evrópu I byrjun þriðja áratugarins með heila hljómsveit I farangrinum. Evr- ópa tók andköf. Hvilikur kraftur, hvilikar ástriður og tangóinn hóf sigurför sina um álfuna. Og þá loksins sáu yfirvöld og kirkjunnar herrar i Argentlnu sig til knúinn til að létta tangóbanninu, sem þar hafði rikt frá fyrstu tiö. Það sem þótti svo fint i Paris og Lundúnum gat ekki veriö einfaldur djöfla- dans. Evrópubúar tóku slöan tangó- inn upp á sinar hendur og hófu að spila hann og dansa á sina vlsu, en af þvi að þar varö hann að tiskufyrirbrigði reis hann og féll eins og gengur. Tónlistin og dans- inn stöðnuðu i sama farinu og hafa litið breyst siðan. 1 Argen- tinu og Uruguay hélt þessi tónlist hins vegar áfram að þróast og hafa gert allt til þessa dags. I upphafi voru gitarinn og flaut- an aðalhljóðfærin i tangótónlist- inni, siðar bættist bandonion i hópinn, en það er hljóðfæri af harmónikkuætt, sem upprunniö er úr þýskri kirkjutónlist. Band- onion varð siðar mikilvægasta hljóðfærið og tákn tangótónlistar- innar. A þriðja tug þessarar aldar samanstóðu stórar tangóhljóm- sveitir af fjórum bandonionum, fjórum fiölum, pianói og kontra- bassa auk söngvara. Þannig voru og eru „big-band” hljómsveitir á stórum dansleikjum. Meðal al- þýðunnar I Uruguay og Argentinu er sunginn tangó einnig mjög vin- sæll. Þá er söngvarinn aöalatriöiö en f jórir gitarar eru honum til aö- stoðar. Hér skal minnt á einn þekktasta núlifandi tangósöngv- ara Argentínubúa, Edmondo Riv- ero. I söngvum slnum fjalla þess- ir listamenn um hina áhrifamestu þætti llfsdramans: ástina, af- brýðisemina, tryggö og svik, hnifsstungur og fangelsislif. Þessir söngvar geta verið eins blóðugir og Islendingasögurnar. Sumir söngvanna eru enn þann dag i dag bannaöir af yfirvöldum Argentlnu vegna þeirrar þjóðfé- lagsádeilu sem i þeim felst. — hst

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.