Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.— 17. janúar 1982. skammtur Af slori Blaðamennska hefur, eins og víst flest annað í heimi hér, alltaf haft talsverða til- hneigingu til að verða subbuleg. Þetta á sér einkum tvær orsakir. í fyrsta lagi er hugsan- legt að í blaðamannastétt veljist subbur og í öðru lagi er hugsanlegt að kattþrifnum blaðamönnum sé uppálagt að ástunda subbu- skap til að auka á sölu blaðanna. Þeir blaðamenn sem láta hafa sig til slíks þykjast, að mínum dómi, aðeins vera þrifnir en eru subbur undirniðri. Blaðamenn virðast meðvitaðir um subbutil- hneiginguna í stéttinni og hafa þess vegna sett sér siðareglur svona einsog til að reyna að stemma stigu við óhóflegum sóðaskap i f jöl- miðlun. Ég veit, satt að segja, ekki um neina stétt aðra, sem séð hefur ástæðu til að setja sér siðareglur, hvort sem það nú kann að vera vegna þess að siðleysi sé aðeins hugsanlegt í hópi blaðmanna, eða þá að aðrar starfsstéttir telji subbuskap tilheyra í viðskiptum manna á milli. Ég er þeirrar skoðunar að hámark subbu- skapar í blaðahennsku séu nafnlaus lesenda- bréf, sem fá inni á síðum sumra blaða. Þar er tæplega við blaðamenn að sakast, heldur ritstjóra. Það var mikil íþrótt hér á árum áður, stunduð af hinum ,,mætustu mönnum”, að ausa í skjóli nafnleyndar pólitíska and- stæðinga sína slíkum auri og óhroða í blöðun- um, að klígju setti að landslýð. Nú hefur þetta að vísu breyst til batnaðar. Leifarnar eru nafnlausu lesendabréfin. Ég hef til skamms tíma verið þeirrar skoðunar að naf nlaus lesendabréf væru ær og kýr ,,f rjálsu og óháðu pressunnar", en teldust ekki til búsmala Þjóðviljans. Mér var meira að segja einusinni sagt, að það væri regla á Þjóðviljanum að birta ekki nafnlaus bréf, sem innihéldu neikvæða (að ekki sé nú talað um órökstudda) ádeilu um menn eða málefni. Svo bar hinsvegar við að á miðvikudaginn birtist í blaðinu nafnlaust bréf, sem ég get ekki kyngt.Þetta bréf var einhvernveginn fyr- ir neðan virðingu hins ærukæra Þjóðvilja og fjallar um morgundagskrá Ríkisútvarpsins. Þjóðviljanum virðist uppá síðkastið hafa verið óskaplega uppsigað við Morgunstund út- varpsins og er ekki nema gott eitt um það að segja. Við deilum ekki um smekkinn. En hitt er víst: Hvort sem Páll Heiðar kann að vera leiðinlegur eða skemmtilegur, þá verður hann brátt vinsælastur allra útvarpsmanna, ef Þjóðviljinn heldur áfram að fjalla með þessum hætti um hann og störf hans hjá út- varpinu. En eins og ég sagði: Það er víst slys, þegar nafnlaus lesendabréf birtast í Þjóðviljanum. Hinsvegar er lunginn af síðdegispressunni oft undirlagður af þessum andskota. Og þar eru menn virkilega að níða skóinn hver af öðrum. Ég man alltaf eftir lesendabréfinu, sem fisksalinn hérna vestur i bæ sendi, þegar annar fisksali setti upp fiskbúð á hinu horn- inu. Hvað það var dæmigert nafnlaust les- endabréf. Reiðkona í vesturbænum hringdi og hafði þessa sögu að segja: Lengi hefur einhver besta f isksala í bænum verið á Túngötu 41. Núna um daginn opnaði annar fisksali búð á Túngötu 42, beint á móti gamla fisksalanum. I gær fór ég inní nýju búðina og ætlaði að kaupa nokkrar gellur. Oft hef ur mér nú verið nóg boðið,en aldrei eins og þá. Fisksalinn, sem var að gera að þorski, sagðist ekki eiga neinar andsk. gellur (orðrétt) og bætti meira að segja við að ég gæti (eins og hann sagði orðrétt) étið þorsk einsog aðrir. Ég var í pelsi, og þegar hann tók innanúr þorskinum, sletti hann slorinu yfir mig alla svoleiðis að ég verð sennilega að láta hreinsa hann fyrir jólin fyrir offjár. Mér fannst ég eiga f ullan rétt á því að vilja heldur gellur og ég sagði fisksalanum það mjög kurteislega. Þá sagði hann (ég hef mörg vitni að því): ,,Sjálf getur þú verið andsk. gella". Ég er ekki móðgunargjörn, en það er hægtaðganga framaf manni. Ég snöggreidd- istog þó ég sé ekki vön að nota stór orð, þá sagði ég í þetta skipti „afsakið". Þá sló fisk- salinn mig utanundir með þorskinum, sem hann hélt ennþá á. Ég ákvað að versla ekki við fisksalann þennan daginn og ætlaði útúr búðinni. Þá rann ég um koll i slorinu á gólf inu, og þar sem ég lá þarna ósjálfbjarga fleygði hann í mig tveimur kúttmögum. Ég þarf víst ekki að segja hvernig pelsinn var orðinn. Ég komst samt út, en um leið og ég skellti á eftir mér hurðinni, skall heljarstór þorsklifur á rúðunni. Hana hefði ég fengið í höf uðið, ef ég hefði ekki verið búin að loka hurðinni. Þetta eru kannske smámunir, en samt vil ég benda öllum húsmæðrum í vesturbænum á að halda áf ram að versla við gamla f isksalann á Túngötu 41. Allar konur hérna í vesturbænum eru sammála um að hann sé miklu kurteisari en hinn. Þetta bréf hafði að vísu öfug áhrif. Gamli fisksalinn varð að loka. Því eins og sagt er: „Þangað leitar konan sem hún er kvöldust". En svo alvörunni sé nú aftur brugðið fyrir sig, þá ættu ritstjórar íslenskra blaða að sjá sóma sinn í því að birta ekki nafnlausan óhróður um menn og málefni. Því, eins og rit- stjórinn sagði um árið: óþverrinn fer uppí nef æ! jeg held jeg kafni. Allteru þetta aðsend bréf undir fölsku nafni. skráargatiö Eins og sakir standa ætlar Albert Guömundsson ekki aö taka sæti á lista Sjálfstæöisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar i vor. Þessu veldur frammistaöa Daviðs Oddssonar oddvita Sjálfstæöismanna á borgar- stjórnarfundi, þar sem fjár- hagsáætlun Reykjavikur var af- greidd. Hitt er annaö mál aö ákvarðanir Alberts eru breyti- legar frá einum degi til annars. Sjálfstæöismenn eiga i hinum mestu vandræöum meö um- ræddan lista og t.d. stendur allt fast með Ragnar ellefta Júliusson i baráttusætinu. Hann neitar aö vikja þrátt fyrir gylli- boö um umbun. Prófkjör og forvöl eru nú i fullum gangi og t.d. er Alþýöubandalagið meö fyrri hluta umferðar I forvali sinu I Reykjavik um þessa helgi. Heyrst hefur að ein- hver hópamyndun sé i gangi um einstök nöfn og hverfafélögin reyni jafnvel að gera bandalag sin á milli. Breiöholtsdeild hringi t.d. i Vesturbæjardeild og bjóði stuöning viö hennar fram- bjóðanda ef hún styöji sig o.s.frv. En Skráargatiö er náttúrlega ábyrgur aðili og nefnir engin nöfn i þessu sam- bandi. Háskóli Islands er heimur út af fyrir sig og i þeim heimi eru alls konar orðaleikir I gangi. Hús Háskólans heita mörgum garöanöfnum, svo sem Albert: Hyggst ekki taka sæti á listanum. Arnagaröur, Nýi garöur og Gamli garöur. Þegar hús laga- deildar reis af grunni bjuggust flestir við aö þaö fengi garðs- nafn og var m.a. stungiö upp á nafninu Fjörbaugsgaröur en þaö fékk þá óvart nafnið Lög- berg. Hins vegar er hús lækna- og tannlæknadeildar aldrei kallaö annaö en Tanngaröur meðal háskólamanna. Nú er að risa svokallað „hugvisindahús” og er þa'Ö sérstakt vegna óteljandi horna sem á þvi eru. Hefur nú komið upp sú hug- mynd aö kalla þaö Garöshorn. Og úr þvi aö Háskólinn er til umræöu heyröist á dögunum i gegnum Skrárgat aö einn próf- essor var aö hvisla um ýmsar þverstæður einstakra deilda háskólans. Hann sagöi t.d. aö það væri skrýtiö aö sú deild sem Sigurjón: Moggarökin reyndust haldlaus þegar á reyndi. best heföi komiö sér fyrir á veraldlega visu innan veggja háskólans væri guðfræöideild en ef menn vildu leggja heilsu sina i hættu væri best aö hefja nám i læknadeild. Ætluðu menn hins vegar aö leggja fyrir sig svindl þá væri aö sjálfsögðu visasti vegurinn aö ganga i lagadeild. Nú er svo komiö aö nokkrir menn innan Sjálfstæöisflokksins eru aö mynda meö sér miöjusam- stöðu þar. Þetta eru aðallega þeir Matti Matt, Matti Bjarna og Sverrir Hermansson. Sumir halda aö þeir séu þegar farnir aö undirbúa næsta landsfund, en þeir sem gerst þekkja vita þó aö svo er ekki. Astæöan er sú aö á siöasta landsfundi létu Mattarnir litiö á sér bera og gáfu engar stuöningsyfirlýs- ingar við Geir en Sverrir réöst hins vegar meö hrottafengnum hætti að formanninum. Af þessum ástæöum er búið aö setja þremenningana út i kuldann og gera þá áhrifalausa og það er ástæöan fyrir miðju- bandalagi þeirra. Nú eru þvi þrir armar i flokknum, Geirs- armur, Gunnarsarmur og miðjumoöiö. Nýi Kvennafræöarinn kom út fyrir jól og er hann aö hluta til þýöing úr dönsku handbókinni Kvinde kend din krop, sem hópur islenskra kvenna sá um. t bók- inni má fræöast um starfsemi kvenlikamans, sjúkdóma, getn- aöarvarnir, kynlif, fóstur- eyöingar, fæöingu barna, konur sem kynverur, lesbiur, fegrunarlyf, klám, nauðganir o.s.frv.. Nýi kvennafræðarinn hefur greinilega falliö I góöan jaröveg þvi aö hann seldist upp hjá forlaginu á vikutima fyrir jól og er nú ófáanlegur i flestum verslunum. Mál og menning sem gaf bókina út er nú að láta prenta viðbótarupplag. A Ibert Guömundsson var þungoröur i garö meirihluta borgarstjórnar viö umræöur um styrkveitingar borgarinnar i fyrri viku. Hann sagöi m.a. aö marka mætti stefnu og afglöp meirihlutans á þvi aö strax áriö 1979 heföi verið klipiö af styrknum til KFUM og K og þaö fé látiö yfir til Alþýöu- leikhússins sem þá var nýflutt til borgarinnar. Núna, áriö 1982 væri Alþýöuleikhúsiö svo meö 1 tvöfaldan styrk KFUM og K. Hér hefur verið horfiö frá kristi- legu uppeldi yfir til pólitfsks leikhúss, sagöi Albert og vildi spyrna viö fótum. Maðurinn meö skeggiö var talsvert til umræöu siöla nætur á þessum sama borgarstjórnarfundi. Kallaöi einn borgarfulltrúa ihaldsins það kaldhæöni örlaganna að i gátt salarins heföi sá merki maöur birst i allri sinni dýrð með skeggið uppúr og niörúr! Hefði hann sjálfur og önnur smámenni fundiö til vissrar öryggistilfinn- ingar við að berja hann augum. Maöurinn meö skeggið var Svavar Gestsson sem undan- farinn áratug hefur fylgst með fjárhagsáætlunarumræöum i borgarstjórn sem borgar- fulltrúi, ritstjóri og nú siðast sem ráöherra sveitarstjórnar- mála. Þaö er oft litiö manns gamaniö. ungs A nders Hansen blaöamaöur á Mogga er trúlega fjölmiðlanafn vikunnar aö þessu sinni. í milliliöalausum spurningum til Sigurjóns Pét- urssonar á fimmtudagskvöldiö var hann hvaö eftir annað skot- inn i kaf um leiö og hann skaust upp á yfirboröiö. Þaö sem vakti athygli hlustendá var hvað Anders var undrandi á þvi aö öll slagoröin sem hann haföi veriö útbúinn meö voru innantóm! Hann haföi greinilega gert þaö sem enginn annar gerir, — trúaö áróöri Moggans og borgarfulltrúa Sjálfstæöis- flokksins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.