Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 7
Helgin 16,— 17. janiiar 1982.^ ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Thor Viihjálmsson skrifar Der Wendepunkt Klaus Mann skrifaöi eins konar sjálfsævisögu þar sem hann fjall- ar sumpart um sama efni og i lykilskáldsögunni Mefisto,- sem ég sagði nokkuð frá i siðustu helgarsyrpu minni. Der Wende- punkt nær frá bernsku hans til ársins 1945. Raunar nær hún lengra aftur vegna þess að Klaus segir i forspjalli frá samdrætti foreldra sinna, og ætt sinni. Faðir Thomasar Mann var háæru- verðugur borgari og kaupmaður af virðulegum ættum i Hansa- borginni LUbeck,- sem sótti sér konu til Brasiliu. Þannig fengust hæfilegar andstæöur til að ala snilligáfuna. Bróöir Thomasar Mann Heinrich var einnig við- kunnur og merkur rithöfundur. Meö konu Thomasar Mann fengu börnin gyðingablóð til að pipra blönduna. Klaus lýsir ljóst og skemmtilega uppvexti sinum i var i útlegð, hún varð frægust bóka hans, hlaut eins konar succés de scandai eða endemis- frægð, ellegar hneykslisframa, einkum vegna lýsingarinnar á Hendrik Höfgen þar sem allir sáu ljóslifandi Gustaf Grundgens. Klaus Mann reynir að neita þvi að þarna sé um lykilskáldsögu að ræða. Það átti að gefa bókina út i Þýzkalandi árið 1949, en útgef- andinn gugnaði á þvi vegna póli- tizks þrýstings út af Griindgens. Seinna var aftur reynt að gefa bókina út i Þýzkalandi-, en þá var hún bönnuð vegna stefnu fóstur- sonar Griindgens á þeim forsend- um að þar væri höggvið of nærri æru hins látna. En Grúndgens hafði látizt á reisu i Manila á Filipseyjum árið 1963, af of stór- um skammti svefnlyfja. Mála- ferli stóðu út af þessu i nokkur ár; og urðu ein frægustu út af bók- menntum siðan slagurinn stóð um Ulysses, eftir James Joyce. Hindrun á útgáfunni i Vestur- Þýskalandi fékk svo m jög á Klaus Thomas Mann hún stofnaði; með bókmenntalegu ádeiluefni i söngvaformi og leik- þáttum; hún stjórnaði skipulagði söng samdi, var sálin i þessu, og þó segir Klaus að það sé ekki rétt þvi hálf sálin á móti i þessu kaba- rettfyrirtæki sem varð frægt og vinsælt, það var hin fjörmikla og h'eillandi leikkona Therese Giehse; sem átti sinn þátt i þvi að þetta varð áhrifarikasta leik- starfsemi þýzkra útlaga árum saman, að sögn Klaus Mann. En hvað um Brecht? Sem lika fór strax i útlegð þegar Þýzka- land féll. En þess er aö gæta að þá réð hann engu leikhúsi lengur þótt að visu væru stundum flutt verk eftir hann. Reyndar varð Zúrch- er Schauspielhaus brátt einskon- ar miðstöð þýzkrar menningar á þessu sviði, leikhúsið þar sem Jón Laxdal hefur starfað. Ég man ekki betur en að Therese Giehse hafi siðar starfað viö leikhús Brechts I Austur-Berlin: Berliner Ensemble. En nú var Piparmyllan, kaba- HELGARSYRPA foreldrahúsum og fyrstu viðleitni sinni til að hasla sér völl sem rit- höfundur þrátt fyrir veldi föður - ins. Hann játar að stundum hafi hann gengið of langt i uppátækj- um til að vekja á sér athygli, ná áheyrn, komast úr skugga sins fræga föður. Hann reyndi einna fyrst fyrir sér i leikhúsinu með þvi að skrifa leikrit, og tókst að vekja eftirtekt þótt dómarnir væru misjafnir. Jafnframt skrifaði hann leikdóma og veifaði mjög brandinum. Leið hans lá til Hamborgar ásamt Eriku systur hans til að leika bæði i ástar- flækjuleik sem Klaus hafði skrifað, ásamt þeim Pamelu Wedekind og Gustaf Gröndgens, sem ég sagði frá i siðustu grein i sambandi við Mefisto. Gröndgens réð þvi að Klaus léki I leikritinu sinu sjálfur. Anja og Esther hét þetta leikrit,og segir frá lesbisku ástarsambandi meyjanna sem verkið heitir eftir, og verður ýmislegt til þess að trufla það og önnur flókin ástarmál verksins þar sem segir frá ýmsu rugluðu fólk, i anda timans og aðstæðna i umróti. Klaus segist hafa skrifað leikrit þetta á 14 dögum, fært það á blað, og segir að þaö hafi næst- um þvi skrifað sig sjálft likt og sér hefði verið lesið fyrir. Titil- hlutverkin voru skrifuð fyrir Eriku systur hans og Pamelu,«em hann var heitbundinn um sinn þangað til hún hljóp i fangið á kalli einum og giftist honum, sá lenti loks á geðveikrahæli og svo i útlegð; hún skildi við þann gamla og giftist Grilndgens þegar hann var skilinn við Eriku sem hann hafði gifzt, var hættur að vera róttækur og orðinn handbendi nazista og vildarvinur hins út- blásna istrubelgs Görings sem gerði hann voldugastan I leikhús- heimi Þýzkalands. Nú mætti spyrja hvort fólk þetta hefði sér nokkuö til ágætis annað en flókin ástarmál. Svo er að vlsu. Gröndgens þótti snillingur sem leikari. Erika og Klaus gátu sér bæði orð sem rithöfundar þótt aldrei væri það fullhljómandi þegar hugsað er til föðurins,enda alls ekki maklegt að þau yrðu að sæta samanburði þeim. Það gekk á ýmsu þegar Klaus Mann var að brölta til athygli, og urðu margir til að sveigja að þeim feðgum, og leita höggstaðar á föðurnum með þvi að sækja að syninum. Hann segir að skáldinu Bertolt Brecht hafi verið litt um sig og föður sinn gefið og hafi byrjað greini Berlinartimariti: Heimur- inn allur þekkir Klaus Mann, son Thomasar Mann. Hver er annars Thomas Mann? Mefistosagan eftir Klaus Mann sem segir frá timanum fyrir og nokkuð fram yfir valdatöku naz- ista og kom út 1936 þegar hann Mann (sem var orðinn banda- riskur borgari) að talið var að ætti þátt i þvi að hann framdi sjálfsmorö, fáum dögum eftir að ljóst varð að útgefandinn þyrði ekki að gefa bókina út. Kannski þurfti það nú ekki til. Klaus Mann var haustblóm á ættarmeiði sinum. Veilur sem voru kynfylgja höfðu dregið nákomin ættmenni hans til að slökkva sjálf sitt lifs- ljós, þar á meðal tvær föður- systur. Margir nánir vinir hans urðu úti i stormum heimsvandans og fyrirfóru sér, að visu réðu sumir þeirra ekki heldur við að sætta andstæður i geði sinu, og leysa vandræði i einkalifi i glund,- roða timans og sviptingum, gáfað og viðkvæmt fólk sem skorti stundum hörku og seiglu, eða herzlumun. Báðar bækurnar eftir Klaus Mann færa liðna tið nær okkur og eru merkar hugvekjur. Flótti t Der Wendepunkt segir frá flótta höfundarins frá Berlin til Miinchen eftir að hinn elliæri Hindenburg hafði látiö telja sig á að gera Hitler að kanzlara; og þar er lýst andvaraleysi þeirra sem trúðu þvi að sá væri bara handbendi stóriðjuhöldanna og herforingjaráðsins og væri svo ómerkilegur að af honum stafaði ekki varanleg ógn. Arið 1933 flýðu þau systkinin Þýzkaland og fóru i útlegð á eftir foreldrum sinum. Næstum allir fremstu höfundar Þjóðverja fóru i útlegð. Það voru eiginlega engireftir nema skáldiö Gottfried Benn; þvi verður ekki neitað að hann var gott skáld. Klaus fór snemma morguns 20. janúar 1933 frá Berlin fullur af óhug, göturnar mannauöar, vá- boðarnir kváöu við f hug hans: mene tekel ufarsin. A leiöinni til MOnchen hittir hann vin sinn sem vann með hon- um að þvi að gera leikrit eftir skáldsögunni eftir franska rithöf- undinn og flugkappann Saint-Exupéry.þann sem skrifaði bókina ódauðlegu um Litla prins- inn. Sá var fölur og áhyggjufullur þegar þeir hittust á brautar- stöðinni, segir Klaus: Hvað er að spurði ég hann. Hann virtist hissa. „Veiztu þaö ekki? Gamli maðurinn hefur út- nefnt hann, fyrir klukkutima.” „Gamli maðurinn?... Hvern?” „Hitler. Hann er kanzlari.” Útlegðin byrjaöi i Mönchen. Prússland og aðrir hlutar rikisins voru þegar komnir undir ógnar- stjórn nazista. Bæjaraland þrjózkaðist við, þó ekki væri lengi. Þar dönsuðu þeir enn á barmi gigsins. Erika Mann setti upp pólitiskan kabarett sinn sem Klaus Mann W.IL Auden André Gide rett Eriku og Therese, fullsetin kvöld eftir kvöld,- þar sem hinir ungu leikarar hömuðust við að hæða brúnstakkana og deila á ástandið, fjörugt og neyðarlega. Þau fóru lika i leikferðir, meðal annars til Sviss. Þannig liðu nokkrar vikur við veizluglaum og örvæntingarærsl i hrunadansin- um. Þau systkinin komu frá Sviss með lest, og þá var einnig Mfln- chen i hers höndum; landstjóri Hitlers eða Gauleiter hafði hrundið Bæjarastjórninni úr sessi við hrifningarlæti almúga,-H)g fýl- una af nazismanum lagði um allt. Þau voru aðvöruð af bilstjóra fjölskyldunnar;sem reyndist siöar hafa leikið tveim skjöldum og þjónaö nazistunum sem njósnari á heimili Thomasar Mann; en var þó ekki meira ómenni en svo að hann varaði systkinin við. Ýmsir vinir þeirra voru þegar i varð- haldi eða fangelsi, og þau sáu sér vænzt að hverfa hið fyrsta á brott. Thomas Mann hafði veriö á fyrir- lestrarferö og talað um: Mæöu og mikilleika Richards Wagners; sem var frægt erindi, og mikill þyrnir i augum nazistanna; og brátt fordæmt af þeim nafn- frægu andans mönnum sem gengu villimennskunni á hönd svo * sem Richard Strauss; sem að visu blekkti sjálfan sig i ofurtrú á mátt sinn og áhrif og hélt aö hann gæti haldið sjálfstæði sinu sem listamaður og snúið brúnu fiflun- um sem hann fyrirleit innilega i kringum sig; en var óvarkár svo upp komst, þaö er önnur saga sem lesa má um i bók Stefans Zweig: Veröld sem var. Nú vildi karl heim sem hefði veriö óðs manns æði að mati Klaus sem með herkjum fékk hann talið af þvi. Erika fór strax um kvöldið eftir komuna til Sviss til foreldra sinna; en Klaus sólar. hring siðar. Sólarhring var hann skelfingu lostinn á æskuheimili sinu reikandi um auðar stofurnar; litaðist um langar bókahillurnar; svalg hinzta sinni i sig myndirn- ar og listaverkin og las i minni sér ættargripi og annað sem var bak- svið bernskunnar;og fann aö hann mundi ekki sjá þetta svið aftur. Og þegar einveran varð óbærileg hringdi hann i bilstjórann áður- nefndan og þjóraði meö honum siðustu nóttina i bezta koniaki fööur sins; Töframannsins eins og börnin kölluðu þann gamla, der Zauberer. Aldrei hafði hann áður laumazt i þann metal. Og svo kvöddust þeir með ótal handa- böndum; og Klaus segir að sá siðasti sem hafi huggað hann þeg- ar hann hvarf frá ættlandi sinu hafi verið gæflynd bulla og blá- eygur svikari á báða bóga. Og yfirgaf Þýzkaland 13. marz 1933. Fór til Parisar. Útlegð Siðan fór Klaus Mann viða um lönd, og reyndi að berjast á móti nazismanum, stýrði menningar- timaritum, skrifaði bækur og greinar og flutti fyrirlestra. Hann var ýmist i Paris Amsterdam Zflrich og stundum i Banda- rikjunum; tók þátt i margháttaðri samfyikingarviðleitni andans manna gegn villimennskunni, friðarþingum, Pen-klúbba ráðstefnum; þáði boð til Sovét- rikjanna; ferðaðist með Eriku systur sinni til Spánar þar sem borgarastyrjöldin geisaði, kom til Madrid sem hafði tvö ár staðizt áhlaup fasista undir vigoröinu No Pasaran. Hann lýsir þessu öllu mjög læsilega I bókinni der Wendepunkt, Straumhvörfin. Ljóslifandi mannlýsingar verða minnisstæðar, og honum er lagiö að gera þá sýnilega sem hann segir frá, jafnvel láta mann heyra rödd þeirra. Bláu augun Roose- velts þegar hann tók á móti rit- höfundunum á Pen-þinginu i vinnustofu sinni i Hvita húsinu og hafði látið aka hjólastólnum til hliðar við skrifborðið, hve blá þessi augu. Og sessunautur hans i langferðabifreiðinni á leið þangað, Ernst Toller rithöfundur, ljúfur viðkynningar en svo þreyttur, og sagði bara að maöur gæti nú sofið i nótt. Hann hafði verið höfuðpaurinn i hinu skammlifa byltingarlýöveldi i Mflnchen 1919-1920, fangelsaður ýmist og leysingi, og hrakinn bar- áttumaður frelsis, og frægt skáld sem hafði lika boðizt að bergja á sætleika sem frægðinni fylgir og glaum og hylli unz hann fann að sá bikar getur lika oröið beiskur; og flæktist um veröldina útlægur i striði við andvökuna, og fáum dögum siðar var hann nár, hafði hengt sig i hótelherbergi sinu i New York. Alls konar kynni af andans mönnum af ýmsu þjóðerni. Lýsingar á Frökkunum André Gide sem hann dáir mjög, Jean Cocteau, og hinu gáfaða unga skáldi sem var meöal kærustu vina hans René Crevel; hann framdi lika sjálfsmorð þegar rit- höfundamót eitt stóð yfir til sam- fylkingar gegn fasisma þar sem allt fór i bál og brand milli Ilya Ehrenburg og súrrealistapáfans sem vildi vera, André Breton. Enska skáldið Auden kemur og við sögu; sem skrifaði Letters from lceland, Bréf frá íslandi, og var hér á ferð fyrir strið og kom lika eftir það; hann hafði kvænzt Eriku Mann til að tryggja henni enskan borgararétt af örlæti sínu, og var hentugleikahjónaband eða það sem Frakkar kalla mariage blanc, að nafninu til. Og vinur Klaus Cocteau segir: Je suis un mensogne qui dit toujours la verité, ég er sú lygi sem segir alltaf satt; þúsundþjalasmiður- inn; og er lýsing Klaus Mann hin geðugasta sem ég hef lesið um þann fjölgáfaða gaur og trúð. Hann segir frá hinum vondöpru klikum þýzkra andans manna sem báru saman bækurnar i út- legöinni. Stundum á öldurhúsum, og sættu kannski augnagotum og jafnvel fnæsi frá öörum sátunum þegar svo var komiö aö hinn sið- menntaöi heimur var farinn aö fyrirlita mál Goethe Hölderlins og Heine, mál Musils Hermanns Broch Kafka og Thomasar Mann. Rithöfundar og skáld sem höfðu ekki lengur ættjörð til að ganga á. Málsnillingar sem höfðu ekki lengur áheyrendur. Margir þeirra þurftu aö flýja land úr landi, og þeir sem voru heppnir fengu griðland I Bandarikjunum meðan heimstyrjöldin geisaði. Þar á meðal Thomas og Heinrich Mann, og fjölskyldur þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.