Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 31
Helgin 16.— 17. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 31
Fiskverðið:
samkomulag
Nýjar vonir um
Verður samið um 17% hækkun?
Um klukkan níu i gær-
kvöld voru allgóðar horfur
taldar á því að seinna um
kvöldið eða í nótt tækist
samkomulag allra aðila í
yfirnefnd Verðlagsráðs
sjávarútvegsins um nýtt
fiskverð.
í fyrradag hafði sjó-
mönnum verið boðin 14%
fiskverðshækkun ásamt
ýmsu fleiru sem frá var
greint hér i blaðinu i gær.
Fulltrúar sjómanna og út-
gerðarmanna vildu þá ekki
hvika frá kröfunni um 19%
fiskverðshækkun.
Þegar leiö á daginn i gær kom
hins vegar i ljós, aö ef til vill
kynni aö reynast unnt aö mætast
nálægt miðri leiö, meö samkomu-
lagi allra aðila og er leiö á kvöldiö
taldar vaxandi likur á allsherjar-
sainkomulagi um nálægt 17%
fiskverðshækkun.
A blaðamannafundi, sem þeir
Kristján Ragnarsson og Ingólfur
Ingólfsson fulltrúar seljenda i
yfirnefnd boðuöu til i fyrrinótt til-
kynntu þeir, að fulltrúar kaup-
enda og oddamaöur i yfirnefnd
hefðu þá þegar myndað meiri-
hluta i nefndinni og ákveðið fisk-
verð i andstöðu við fulltrúa selj-
enda. Þessi „ákvörðun”, sem
þarna var talað um reyndist þó
ekki hafa verið endanleg, eöa
formlega frá gengin, en fram
kom hjá Steingrimi Hermanns-
syni, sjávarútvegsráðherra i
gærmorgun, að hann teldi þó ekki
lengur unnt að ákveða fiskverð
nema með samkomulagi við full-
trúa kaupenda.
A fundi sjómanna sem sagt er
frá á öörum stað hér á siöunni, og
haldinn var siðdegis i gær kom
fram hjá Ingólfi Ingólfssyni full-
trúa sjómanna i yfirnefnd Verð-
lagsráðs að samningamenn sjó-
manna gætu hugsað sér að víkja
eitthvað frá þeim skilyröum, sem
þeir ásamt fulltrúum útgeröar-
manna höfðu áður sett.
I framhaldi af þvi komst hreyf-
ing á málin á nýjan leik og sem
áður sagði voru,er leið á kvöldið*
taldar nokkrar vonir til þess, aö
heildarsamkomulag gæti tekist.
Rétt er þó að taka fram að óvissa
rikti enn um málin þegar þetta er
skrifað.
k.
Steindórsdeilan:
Málið er
í höndum
samgöngu-
ráðuneytis
Lögregian hefur lokiö rannsókn
á máli þvi er varöar leigubilastöö
Stcindórs, en sem kunnugt er
hafa staöiö deilur um þaö hvort
bílstjórar þar hafi heimild til
leiguaksturs.
Utanríkis-
ráðherra
Ungverja-
lands i
opinberrí
heimsókn
Utanríkisráöherra Ungverja-
lands, hr. Frigyes Puja, og kona
hans komu I opinbera heimsókn
til lslands á fimmtudag.
Ráðherrannm'uneiga viðræður
viö Ólaf Jóhannesson, utanrikis-
ráðherra, og hitta Gunnar Thor-
oddsen, forsætisráðherra, að
máli. Ráðherrann mun
heimsækja Alþingi og Vigdisi
Finnbogadóttur, forseta Islands
að Bessastöðum. Þá mun ráð-
herrannkoma i heimsókn i Arna-
stofnun, Listasafn Islands og
jarðhitaverið á Svartsengi.
1 gær kynnti Seðlabanki Islands
ráðherranum islenskt atvinnu- og
efnahagslif i hádegisverðarboði
og i dag laugardaginn 16. janúar
mun Reykjavikurborg bjóða hon-
um til hádegisverðar.
Lögreglan sendi rikissak-
sóknara i gærmorgun gögn
varðandi málið til umsagnar og
mats hvort ástæða væri til að
rannsaka fleiri þætti þess. Rikis-
saksóknari svaraði um hæl i gær
og i bréfi hans segir að áður-
nefndur ágreiningur sé einkarétt-
areðlis, sem leita veröi lausnar
eftir einkaréttarleiðum. Ekki
þótti saksóknara ástæða til að
mæla fyrir um frekari lögreglu-
rannsókn.
Lögreglustjori hafði strax I gær
sent gögn málsins til samgöngu-
ráöuneytisins til skoöunar.
Hugsanlegt framhald málsins
er þvi það að einhver aöili taki sig
til og snúi sér til borgarfógeta og
krefjist lögbanns. Er þá málið
komiö fyrir dómstóla.
— Svkr.
Fjölmennasti fundur sem sjómenn hafa nokkru sinni haidiö á Islandi sögöu menn i Sigtúni i gær án þess aö nefna tölu, en margir giskuöu á aö á
milli 700 og 800 manns heföu sótt fundinn. (Ljósm.: eik.)
Fjölmennasti fundur sem sjómenn hafa haldið:
F undurinn veitti
Sagði hann að Steingrimur hefði
hótaðþessu og raunar verið búinn
að ákveöa þetta i fyrrakvöld. En i
gær heföu þeir svo rætt saman,
Ingólfur og Steingrimur og heföi
ráðherra þá sagt að það hæsta
sem hann gæti fariö i fiskverði
væri 17% hækkun en lægsta tala
sem sjómenn gætu hugsað sér
væri 18%.
Ingólfi fullt umboð
til að ganga frá
málum sjómanna
í Verðlagsráði
Fjölmcnnasti fundur sem
sjómenn hafa nokkru sinni haldiö
hófst kl. 16.00 i gær i Sigtúni I
Rcykjavik. Þcir óskar Vigfússon
formaöur S1 og Ingólfur
Ingólfsson fulltrúi sjómanna f yf-
irncfnd Verölagsráös sjávarút-
vegsins skýröu fundarmönnum
frá gangi mála i samningalotunni
undanfariö og frá gangi mála i
Verölagsráöi. Geröu þeir báöir
haröa hriö aö ráðherrum, einkum
Stcingrimi Hermannssyni vegna
gangs mála i Verðlagsráöi, en
samt kom i ijós i ræöu Ingólfs aö
aöeins bar 1% á milli þcss hæsta
scm Steingrimur sagöist geta
samþykkt og þess lægsta sem
sjómenn viidu fá varöandi fisk-
verö.
Ingólfur Ingólfsson sagði undir
lok ræðu sinnar að hann tryöi þvi
ekki fyrr en hann tæki á að
Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjómanna I yfirnefnd Verðlagsráös I ræöu-
stól á fundinum i gær en viö hliö hans situr fundarstjórinn Ingólfur
Stefánsson (Ljósm.: —eik)
sjávarútvegsráðherra léti verða
af þvi að ákveöa fiskverð með
fiskvinnslunni gegn atkvæðum
sjómanna og útgeröarmanna.
Þá sagði Ingólfur ennfremur að
hann teldi aðsjómenn yrðu að at-
huga vel sinn gang áður en þeir
tækju ákvörðun um að hafna
þessu og fá fiskverð samþykkt
með fiskvinnslunni, sem þá yrði
15,5% og þar með myndi verkfall
sjómanna halda áfram. Og hann
tenti á að á Vestfjörðum væru
sjómenn ekki i verkfalli og þeir
myndu hefja róðra um leiðog nýtt
fiskverð kæmi. Viða annars
staðar m yndi þetta einnig gerast.
„Samtök sjómanna eru veik,
vegna þess hve dreifö þau eru og
viða eru sjómannadeildir innan
verkalýösfélaga, sem nú knýja
mjög á um að róðrar hefjist”,
sagði Ingólfur.
A fundinum kom fram tillaga
um að kvika ekki frá 18% til 22%
hækkun fiskverðs, en Sigfinnur
Karlsson frá Neskaupstað bað
flutningsmenn að draga þetta til
baka þar sem samþykktslíkrar
tillögu myndi binda hindur
Ingólfs Ingólfssonar i yfimefnd.
Gerði flutningsmaður það og
siöan stóð óskar Vigfússon
formaður SI upp og bað fundinn
aö lýsa fullu trausti á Ingólf og
gefa honum umboð sitt til að
leysa málin f yfirnefnd með þeim
hættisem sjómenn geta viðunaö.
Var þetta samþykkt með yfir-
gnæfandi meirihluta og
lófaklappi.
Fundurinn stóð langt fram á
kvöld enda höfðu menn margt að
ræða eins og staðan er nú hjá
sjómönnum.
— S.dór.