Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16,— 17. janúar 1982. Breiðholtsbúar KENNSLA hefst mánudaginn 18. janúar. Kennslugreinar og kennslustaðir eru: Fellahellir Mánud.: kl. 13:10—13:50 kl. 13:55—14:35 kl. 14:40—15:20 kl. 15:20—16:00 Miðvikud.: kl. 13:10—13:50 kl. 13:55—14:35 kl. 14:40—15:20 kl. 15:20—16:00 Enska I Enska Leikfimi I Enska II Leikfimi II Enska Enska III Enska Leikfimi I Enska IV Leikfimi II Enska Kennslugjald kr. 380,- greiðist í fyrstu kennslustund. Breiðholtsskóli Mánud.: kl. 19:40—21:00 Enska I Þýska I Barnaf.saumur kl. 21:05—22:30 Enska II Þýska II Fimmtud.: kl. 19:40—21:00 Enska III Fatasaumur kl. 21:05—22:30 Enska IV Fatasaumur Kennslugjald kr. 380,-. Saumar: kr. 745,- greiðist í fyrstu kennslustund. NÁMSFLOKKAR REYKJAVIKUR Laugarlækjarskóli KENNSLA hefst í Laugalækjarskóla mánu- daginn 18. janúar. INNRITUN fer fram á staðnum. Kennslugreinar og tími: Mánud.: kl. 19:30—20:50 Enska I kl. 21:00—22:20 Enska II Þriðjud.: kl. 19:30—20:50 Sænska III Bókfærsla frh. kl. 21: 00 -22: 20 Sænska 11 Bókfærsla byrj. Vélritur. Miðvikud.: kl. 19:30—20:50 Sænska á framhaldsskóla- stigi kl. 21:00—22:20 Sænska i byrjendur Fimmtud.: kl. 19:30—20:50 Enska III kl. 21:00—22:20 Enska IV Kennsiugjald kr. 380,- greiðist í fyrsta tíma. Námsflokkar Reykjavíkur sími 12992 Nordisk Textiltriennale 1982-83 III sýning Norrænnar vef jarlistar verður opn- uð í listiðnaðarsafninu í Helsinki, Finnlandi í sept. '82. Síðan fer sýningin um öll hin Norður- löndin. öllum þeim sem vinna að vefjarlist eða annarri textillister heimil þátttaka. Eingöngu verða tekin verk sem eru unnin í listrænum til- gangi en ekki til f jöldaframleiðslu. Þátttakendur mega ekki senda inn f leiri en tvö verk, og mega þau ekki vera eldri en þriggja ára. Tryggingargjald er miðað við d. kr. 165.00. Sérstök dómnefnd mun f jalla um verk- in. Innsendingartimi er í júlí '82. Nánar auglýst síðar. fslenski vinnuhópurinn: Ásrún Kristjánsdóttir s. 85174, Guðrún Gunnarsdóttir s. 19588, Sigurlaug Jóhannes- dóttir s. 14662 og Hildur Hákonardóttir s. 99-2190. Glúmur Hólmgeirsson skrifar Þverbrestir í íslenskri sögu Frá því að íslenskir barnaskólar hófu starf hefur þeim vísdómi sögu- skoðunar verið börnum kennd, að ísland hafi byggst af Noregi, og þaðan séu íslendingar komnir og öll þeirra menntun. Þessi söguskoðun gengur síðan upp allt skólakerfið. Og öll söguskoðun í Háskóla ís- lands virðist bundin við að dásama og mikla hina fornu víkinga frá Noregi, sem hentu börn á spjóts- oddum og þekktu engan ,,vísdóm" annan en þann, að liggja í sífelldum kon- ungadrápum og stríðum, kunnu ekki bók að gera né lesa. Fráleit fræði Þrátt fyrir þessa einhliða sögu- kennslu mun þó mörgum orðið örðugt að kyngja þessum fræð- um. Hvernig áttu norsku land- nemarnir, sem komu á smábát- um, og að likum 20 - 30 á hverjum báti, að flytja búfé? Einhverja búslóð hafa þeir orðið að hafa með sér til stofnunar búsetu i óbyggðu og auðu landi og vistir til ferðar yfir úthaf, sem búast mátti við að staðið gæti svo vikum skipti. Hlutu þær að taka mikið rúm, ekki sist vatnsbirgðir. Hvar var þá eftir rúm fyrir bú- pening, kindur, kýr og hesta og fóður og vatn fyrir hann, og það mikinn fjölda, að strax og þeir eru búnir að velja sér búsetustað hafa þeir svo stór bú, að þeir flytja út i stórum stil unna ullar- vöru og skinn? Ef þessar frásagnir eru athug- aðar með svolitilli gagnrýni verð- ur strax ljóst, að útilokað er að nokkurt rúm geti verið fyrir búfé og hey i bátunum, og þótt reynt hefði verið að flytja hey, hlaut það að verða ónýtt eftir fyrstu ágjöf, sem opinn báturinn fékk á sig. Hér hljóta þvi að vera maðk- ar i mysunni. Landnemar frá Noregi gátu aldrei komið með bú- fé með sér i smábátum sinum. Og er þá aðeins eftir sá kostur, sem reynt er að breiða yfir i land- námsbókum, að hér hafi verið mikil keltnesk byggð og hún kristin og friðsöm. En þegar norsku ribbaldarnir komu brutu þeir að mestu þessa friðsömu þjóð undir vopnavald sitt, og taldi hana vart með mönnum. Ritskoðun Þegar norsku, goðbornu ribb- aldárarnir voru’búriir áð ná vöfd- um i þjóöfélaginu og íærá bóka- gerð, fara þeir að rita bækur um landnámið, eftir sinu höfði. (Hafa verið könnuð visindalega áhrif irskrar menningar á upphaf is- lenskrar menningar, — ritöld?) Ari fróði er fenginn til að rita þá sögu og er hann ber bók sina und- ir biskupa og ráðamenn, er hon- um gert að endurrita hana. Og þá erhann kom með bókina á ný, fær hann þann dóm, að þeir ákváðu að þannig skyldi söguna rita. Og i Islendingabók og Landnámu er reynt á ýtrasta hátt, að fela allan þátt Kelta i landnámi á Islandi, þó að þögnin um þá æpi hástöfum um þátt þeirra aö sköpun is- lenskrar þjóðar. Eitthvað hefur Ari ekki verið allskostar anægður með þessa bók sina þvi að lokum segir hann: Þat er missagt er 1 þessum fræðum skal hafa þat, er sannara reynist. En allt frá dögum Ara hefur það verið æðsta skylda fræða- manna islenskra, að mikla og dýrka_ rangfærslur Ara fróða i landnámssögunni: Dýrkunhans á norrænu ribböldunum og tilraunir hans til að þurrka þátt Kelta út. Mér er ekki kunnugt um neinn há- skólalærðan, islenskan sagnfræð- ing, sem hefur tekið sér fyrir hendur að rannsaka sagnfræði- lega íslendingabók og Landnámu og liklega menningu þjóðarinnar fyrir ritun þeirra, t.d. áhrif Kelt- nesku á þróun og sköpun islenskr- ar tungu á Söguöld. Benedikt o.g Árni Aftur á móti hafa tveir alþýðu- menn, sem ekki hafa af neinni æðri menntun að státa, gefið út bækur, þar sem þeir taka þessa islensku iandnámssögu til ræki- legrar athugunar og komast báðir að sömu niðurstöðu: Sagan er mjög úr lagi færð, þagað um grundvallaratriði og logið til um annað. Er það íslanda, eftir Benedikt Gislason frá Hofteigi og Landnám fyrir landnám, eftir Árna Óla. Báðir færa sömu rök fyrir þvi að byggð hafi verið hér mikil fyrir komu norskra hingað. Benedikt leggur mesta áherslu á menningu Keitanna sem hér voru, og áhrif hennar á norræna menn, er þeir komu. Þeir hafi lært að gera bækur og rita af þjóðinni, sem hér var. Islending- ar hafi komist svo langt fram úr Norðmönnum i ritiist og mennt- un, að þegar Norðmenn fara seint og um siðir að reyna að rita sina sögu, þá hafa þeir engin gögn þar heima en verða að leita þeirra til tslands. Og svo láta menn sig hafa það að halda þvi fram, að ts- lendingar hafi sótt menntun til Noregs. Benedikt sýnir það eftir irskum og fleiri heimildum, að tsland var þekkt mörg hundruð árum fyrir komu Ingólfs og að byggð var orðin mikil hér mörg hundruð ár- um fyrir irska landnámið og ts- land var áningarstaður tra, sem fóru milli trlands og Hvitra- mannaiands i Ameriku. Þá þurfti ekki féað kaupa Arni Óla leggur mesta áherslu á það atriði sem sönnun fyrir byggð hér fyrir landnám, að þeg- ar Norðmenn fara að sækja hing- að er það ekki fyrir það að landið sé óbyggt heldur af þvi, að hér var svo mikill fjöldi búfjár, að óprúttnir yfirgangsmenn létu hendur skipta og tóku svo margt fjár, sem þeir gátu. Það er lausnin á gátunni hvernig þeir gátu komið upp stórbúum jafn fljótt og þeir stigu á land og þurftu ekki að flytja búfé með sér. Fræg er sagan af Auði djúp- úðgu er hún setti bú undir frænd- garð sinn. Þá þurfti ekki fé að kaupa.Þetta virðist auðskilið mál öllum. En svohafa sagnfræðingar verið flæktir i ranghermi is- lenskrar landnámssögu, að þeir hafa stritaðst við, að reyna að fá eitthvað alit annað út úr henni en i orðunum felst. Og hvernig hefur þessum bók- um verið tekið? Þeirra er yfirleitt ekkert getið. Þögnin á að geyma þær. Ég veit ekki til að Háskóli is- lenskra fræða hafi getið þeirra til lofs eða lasts. Sögufölsunin skal ráða. ARBÆR KENNSLA fer f ram í Árseli og Árbæjarskóla. Kennslugreinar: Mánud. og f immtud. Leikfimi I Leikfimi II Þriðjud.: Enska I Enska II Fimmtud.: Enska III JEnska IV kl. 17:00—18:00 iÁrseli kl. 18:00-19:00 íÁrseli kl. 18:00—19:20 í Árseli kl. 19:30—22:50 íÁrseli kl. 18:00—19:20 iArseli kl. 19:30—22:50 í Árbæjarsk. Þriðjudaga: Þýska I Þýska II Þýska III Fimmtud.: Myndvefnaður kl. 18:00—19:20 iArseli kl. 19:30—20:50 íArbæjarsk. kl. 21:00—22:20 í Árbæjarsk. kl. 16:00—18:00 íÁrseli Kennsla hefst mánudaginn 18. janúar samkvæmt stundaskrá. Kennslugjald kr. 380,-. (Myndv.: kr. 505,-) greiðist í fyrstu kennslustund. Námsflokkar Reykjavíkur simi 12992

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.