Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 24
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.— 17. janúar 1982. ALÞYÐUBANDALAG1Ð Alþýöubandalagið í Reykjavík OPIÐHÚS Kosningavaka aö Grettisgötu 3 Opið hús fyrir félagsmenn ABR veröur i risinu aö Grettisgötu 3, i dag, laugardaginn 16. janúar. Húsiö opnaö kl. 21.00 Kaffi og kökur Kjörnefnd stefnir aö þvi aö birta niöurstöður úr fyrri umferð forvalsins upp úr miðnætti. Mætið og hittiö félagana og fáið upplýsingar um niðurstöður forvalsins. Stjórn V. Deildar ABR. Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Opnu húsi sem átti að verða i dag, 16. janúar, er frestað. Einnig fundi með Asmundi Stefánssyni 23. janúar. Nánar auglýst siðar. Viðtalstimi Garðars Sigurðssonar alþingismanns, verður að Kirkjuvegi 7, Selfossi, laugardaginn 23. janúar kl. 14. Kaffi verður á könnunni. Fjölmennum. Stjórnin Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Forval vegna bæjarstjórnarkosninga á Selfossi hefur verið ákveðið. Fyrri forvalsdagur er 13. febrúar, seinni forvalsdagur 20. febrúar. Félagsfundur verður haldinn 6. febrúar og er inntaka nýrra félaga m.a. á dagskrá. Nánar auglýst siðar. — Uppstillinganefnd. Ráðstefna um Atvinnumál i Norðurlandi eystra Norðurlandskjördæmi eystra — Atvinnumálaráð- stefna á vegum stjórnar kjördæmisráðsins verður haldin á Húsavik dagana 23. til 24. janúar. Eft- irtaldir málaflokkar verða á dagskrá: 1) Stefna Alþýðubandalagsins i atvinnumálum. 2) Atvinnuástand og horfur i kjördæminu. 3) Möguleikar létts nýiðnaðar. 4) Stóriðnaöur. 5) lönþróun og verkalýðshreyfingin Frummælendur verða meðal annarra: Þröstur Ólafsson, Pétur Eysteinsson, Helgi Guðmundsson. Þátttökutilkynningar þurfa að berast Siguröi Rúnari Ragnarssyni i sima: 44136 (Reykjahlið) Stjórn kjördæmisráðs. Alþýðubandalagið Keflavik Alþýðubandalagiö i Keflavik heldur almennan félagsfund i Tjarnar- lundi mánudaginn 18. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Undirbúningur starfs fyrir kosningar. 2) Inntaka nýrra félaga. 3) önnur mál. Þorrablót— Húsavík Þorrablót Alþýðubandalagsins á Húsavik veröur haldiö laugardaginn 23. janúar og hefst með borðhaldi kl. 19.30.Húsið opnaö kl. 19.00. DAGSKRA: l) Samkoman sett — Freyr Bjarnason. 2) Alþingismennirnir Guðrún Helgadóttir og Heígi Seljan skemmta með söng og spjalli. 3) Visnasöngur Helga Bjarna og Villa Baldurs. 4) Sigurður Hallmarsson stjórnar fjöldasöng.Veislustjóri er Freyr Bjarnason. Bragi.Siddi og Kalli sjá um fjörið. Félagar úr kjördæminu eru hvattir til að fjölmenna og taka meðsérgesti. Miðapantanir i sima: 41139 — 41761 og 41743 e.kl. 17.00. — Alþýöubandalagsfélagið Húsavik Laus staða Fulltrúastaða við embætti rikisskattstjóra er laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa lokið embættisprófi i viðskipta- fræði, lögfræði eða endurskoðun. Viðtæk þekking á skattamálum, þjálfun og starfs- reynsla á sviði þeirra, sem umsækjandi án embættisprófs i áðurnefndum greinum hefur öðlast, getur þó komið til álita við mat á umsóknum og ráðningu. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, skal senda rikis- skattstjóra, Skúlagötu57, Reykjavik, fyrir 15. febrúar nk. Rikisskattstjóri 12. janúar 1982 Þökkum innilega auðsýnda samúð viðandlát og útför Sigursveins Óla Karlssonar Jenný Sigurbjartsdóttir, börn Karl Sæmundarson Jón Óttarr Karisson Maria Valgerður Karlsdóttir Særún Æsa Karlsdóttir Fanney Magna Karlsdóttir Ragna Freyja Karisdóttir um helgina Dýrin i Hálsaskógi Akureyringar sýna nú „Dýrin i Hálsaskógi” við gifurlega aðsókn. Uppselt er á allar sýningar um helgina, en næstu sýningar verða á þriðjudagogfimmtudag.MyndinerafMikka ref (Gestur E. Jónas- son) á spjalli við bangsahjónin (Sunna Borg og Theodór Júliusson). Með þeim á myndinni eru Andrés Sigurvinsson, Hildigunnur Þráinsdóttir og Marinó Þorsteinsson. Leikbrúðuland á sunnudaginn A sunnudaginn kl. 15.00 verður sýning hjá Leikbrúðulandi að Frikirkjuvegi 11. Sýnd verða tvö leikrit Eggið hans Kiwi nefnist annað og hitt héitir Hátið dýranna. Miðasalan opnar að Frikirkju- vegi 11, kl. 13 á sunnudaginn og miðapantanir eru i sima 15937. Alþýðuleikhúsið um helgina Á laugardaginn kl. 20.30 sýnir Alþýöuleikhúsið Þjóöhátiö eftir Guömund Steinsson. A sunnudaginn veröur Sterkari en Superman sýndur kl. 15.00 en klukkan hálf niu á sunnudagskvöldiö veröur Illur fengur sýndur. Næsta sýning á Sterkari en Superman veröur svo á mánudagskvöldiö kl. 20.30. Galdraland í Tónabæ * ,,Galdraland”eftirBaldurGeorgsverðuráfjölunum um helgina i Tónabæ. Leikritið var sýnt fyrir jól i Reykjavik og nágrenni. Leik- stjóri er Erlingur Gislason, en leikarar Aðalsteinn Bergdal, Þórir Steingrimsson ogMagnús Ólafsson, — Baldurog Konni koma einnig iheimsókn.Siðustusýningar verða iTónabæ næstu sunnudaga kl. 3. Miðsala er við innganginn og á laugardag og sunnudag frá kl. 1—3. tónlist Sigríður Ellaá Akureyri Sigriður Ella Magnúsdóttir og eiginmaöur hennar Simon Vaughan halda söngtónleika á Akureyri nú um helgina. Undir- leikari er Jónas Ingimundarson. Á efnisskránni veröa dúettar eftir Mozart, Brahms, Rossini o.fl. og einsöngslög eftir Grieg, Purcell Mendelsohn, Borodin, Sigvalda Kaldalóns og Þórarinn Guðmundsson. Þau eru bæöi landsfrægir söngvarar og hafa einnig sungið mikiö erlendis. Aögöngumiöasala veröur I bókabúöinni Huld og viö inn- ganginn. Þaö er Tónlistarfélag Akureyrar, sem stendur fyrir tónleikunum og hefjast þeir kl. 17 laugardaginn 16. ianúar. Orgeltónleikar í Garðakirkju Orgeltónleikar verða nú á sunnudaginn 17. janúar kl. 17.00 i Garðakirkju. Verða þá flutt verk frá 16., 17. og 18. öld. Það er Antonio Corveiras sem spilar, en viku sfðar, 24. janúar verða aðrir tónleikar i kirkj- unni, þar sem leikin verður tón- list frá 17. öld og fram á okkar daga. Nýlist á sunnudagskvöld Tónleikar og gerningur verða haldnir 17. janúar kl. 20.30 I Ný- listasafninu við Vatnsstig og eru þar á ferðinni bandarisku lista- mennirnir Philip Corner og Ali- son Knowles. Þau voru á meðal frumkvöðla Fluxus-hreyfingarinnar á sinum tima, en hún var ein rót- tækasta listahreyfing siðasta áratugs. Philip Corner var hér á ferð sl. sumar á vegum Mob-Shop (Norræn sumar- vinnustofa listamanna) og hélt þá tónleika i Norræna husinu. Þau hafa bæöi unnið við margar listgreinar og brotiö meö þvi niöur hin hefðbundnu mörk þeirra. Allt áhugafólk er hvatt til að mæta. ýmislegt Vinnuvaka í Bústaðasókn Kvenfélag Bústaðasóknar efnir um helgina til „vinnu- vöku”. Tilgangur þessarar vöku er að afla peninga i þágu aldr- aðra á nýbyrjuöu ári þeirra og einnig að mótmæla ástandinu i þjóöfélaginu þar sem allt logar i sundurþykkju og ófriði. Verður fjölmennt i félags- heimili Bústaöakirkju og skipst á aö vinna og vaka stanslaust frá kl. 20 á föstudagskvöld 15. janúar til sunnudagsins 17. janúar. Hlýtt verður á messu kl. 14 sunnudag en siöan opnaöur basar og seldir munir þeir sem unnir veröa á vökunni. Félagiö heitir á allar félagskonur og aöra þá sem áhuga hafa á mál- efninu aö koma á fyrrnefndum tima og hafa meö sér verkefni eöa eitthvaö til skemmtunar. Séð verður um að heitt verði á könnunni á allri vökunni. Bænavika 18.—24. janúar Arleg bænavika er haldin um allan heim i næstu viku, frá 1.—24. janúar. Yfirskriftin er i ár: Bústaður Drottins,veröld- in — kirkjan. Ahersla bænavikunnar hvilir á bæn um friö, sáttagjörö og út- breiöslu orösins. Bænavikunnar veröur væntanlega minnst i sem flest- um söfnuðum landsins, sem auglýsa staö og stund. 1 Reykjavik verða samkom- urnar þessar: Mánud. 18. jan. Kristskirkja kl. 20.30. Miðvikud. 20. jan, Að- ventkirkjan kl. 20.30, Fimmtud. 21. jan. Hjálpræðisherinn kl. 20.30. Föstud. 22. jan. Fri- kirkjan I Rvk. kl. 20.30. Laugard 23. jan. Flladelfia kl. 20.30. Sunnud. 24. jan. Hallgrims- kirkja, guösþj. kl. 11. Námskeið PROUT nefnist alheimshreyf- ing sem starfar i um 100 þjóö- löndum og nefnist deild þeirra hér á landi Þjóömálahreyfing Islands. Nú er staddur hér kennari og starfsmaöur hreyf- ingarinnar, Ac. Sudiiptananda Avt., og mun hann halda nám- skeiö hér laugardaginn 16. janúar og sunnudaginn 17. janúar og hefst kl. 14.00. Nám- skeiðiö, sem er i formi sjálf- stæöra fyrirlestra og umræöna veröur haldiö I miöstöö Þjóö- málahreyfingarinnar I Aðal- stræti 16. Nánari uppl. i sima 23588.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.