Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 6
fi SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16,— 17. janúar 1982. DJÚÐVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraidsson, Kjartan Olafsson. Fréttastjóri: Álfheiöur Ingadóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magntis H. Gislason, Öskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. iþrótta- og skákfréttamaður: Helgi Ólafsson. útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkaiestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Símavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkcyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. ritstjórnargrein Samkomulag • Á f immtudagsmorguninn í þessari viku ríkti víð- ast bjartsýni um það, að kjaradeila sjómanna og út- gerðarmanna væri að leysast og var þá almennt með því reiknaðað ákvörðun um f iskverð fylgdi skjótlega í kjölfarið. • l hádegisf réttum ríkisútvarpsins þann dag var til- kynnt að samningar hefðu tekist í kjaradeilu sjó- manna og útgerðarmanna, og yrðu þeir væntanlega undirritaðir þá um kvöldið. • En þegar nánar var að gáð kom í Ijós að böggull fylgdi skammrifi, og hann býsna stór. Þess vegna voru engir samningar undirritaðir á fimmtudags- kvöld og höfðu enn ekki verið undirritaðir kl. sex síð- degis á föstudag þegar þessi orð eru skrifuð. • Af hálfu fulltrúa sjómanna voru sett fram þrjú skilyrði fyrir undirritun samniriganna. Þau voru þessi: — í fyrsta lagi, að almennt fiskverð til sjó- manna og útgerðarmanna hækki nú um a.m.k. 19%, í öðru lagi að auk þess hækki fiskverð til sjómanna þann 1. mars n.k. um sömu hlutfallstölu og næmi verðbótahækkun á kaup launafólks í landi og í þriðja lagi að það 7,5% olíugjald til útgerðarinnar, sem á sið- asta ári var tekið af óskiptum afla yrði með öllu úr sögunni fyrir lok þessa árs. • Skilyrðin sem fulltrúar útgerðarmanna settu fram voru einnig um 19% almenna fiskverðshækkun nú þegar og síðan nýja f iskverðshækkun þann 1. mars, en útgerðarmenn kröfðust einnig þess, að þeir nytu áfram 7,5% olíugjalds, eða fengju það að fullu bætt, og gerðu þá kröfu einnig að skilyrði fyrir undirritun nýrra kjarasamninga af sinni hálfu. • Ef stjórnvöld hefðu átt að uppfylla öll þessi skil- yrði bæði útgerðarmanna og sjómanna, hefði það ekki aðeins þýtt 19% fiskverðshækkun nú þegar, heldur einnig ákvörðun um nýjar fiskverðshækkanir eða ígildi þeirra síðar á árinu í því skyni að bæta útgerð- inni tapið af missi olíugjaldsins, og er þá ekki talin með fiskverðshækkun 1. mars n.k. til jafns við hækk- un launa. • Auðvitað var útilokað fyrir stjórnvöld að fallast á öll þessi skilyrði. • Fulltrúum sjómanna var boðið upp á 14% al- menna f iskverðshækkun núþegar (krafan var 19%). í öðru lagi var af stjórnvalda hálfu fallist á kröfu sjó- manna um nýja f iskverðshækkun 1. mars n.k. til jafns við hækkun verðbóta á laun, og sfðast en ekki síst var fulltrúum sjómanna boðið upp á 2% lækkun olíu- gjaldsins nú þegar og að olíugjaldið ýrði að fullu horf- ið úr sögunni um næstu áramót. • Þessu boði höfnuðu fulltrúar sjómanna, og neit- uðu at hvika frá skilyrðinu um 19% almenna fisk- verðshækkun bæði til sjómanna og utgerðarmanna. • Hér f Þjóðviljanum hafa áður verið færð gild rök að því að almenn fiskverðshækkun til útgerðarinnar upp á 19% sé fram úr hófi. • Þótt talað sé um 13,5% halla hjá útgerðinni fyrir fiskverðshækkun í niðurstöðutölum Þjóðhagsstofnun- ar, þá kemur berlega fram í forsendum Þjóðhags- stof nunar, að sú tala er í hæsta máta umdeilanleg. Um helmingur af þessum svokallaða halla hjá útgerðinni er fenginn með því að telja f ram meiriháttar kostnað- arhækkanir „umfram verðlagshækkanir" eins og Þjóðhagsstofnun tekur skýrt fram. • Það veldur því óneitanlega vonbrigðum að full- trúar sjómanna skuli leggja slíkt ofurkapp á að út- gerðin fái nú þegar alla þessa hækkun, en þá kröfu hafa samningamenn þeirra augljóslega lagt mun meira kapp á að knýja fram heldur en afnám olíu- gjaldsins, sem tekið er af óskiptum afla. • Þetta sýnist okkur vægast sagt dálítið sérkennileg stéttabarátta. • Við vitum ekki nú hvort fiskverðsákvörðun hefur verið tekin þegar þetta blað kemur f yrir augu lesenda. Okkar skoðun er sú, að stjórnvöld eigi að reyna til þrautar að semja við samtök sjómanna og úr því sem komið er væri skynsamlegast að mætast á miðri leið með samkomulagi allra aðila. Orð manna á sjó- mannaf undinum síðdegis í gær bentu til þess að það sé ekki vonlaust. — k. úr aimanakínu Umræðan um stóriðju á ts- landi hefur nú staðið látlaust um tveggja áratuga skeið. 1 önd- verðu skiptust menn mjög i tvo hópa, annars vegar voru hinir -dyggu fylgjendur hennar og hins vegar andstæðingar. A við- reisnartimanum voru það eink- um Sjálfstæðismenn, sem héldu fram áróðrinum um nauðsyn stóriðju, reyndar studdir af mætti af vikapiltum sinum i Alþýöuflokknum. í her- búðum Sjálfstæðismanna voru á þeim tima uppi stórkostleg áform um stóriðnað i landinu en þau mættu þá mikilli og ein- dreginni andstöðu Alþýðu- Um blessun bandalags og Framsóknar. Stóriðjusinnarnir héldu fram þeim hugmyndum að nauðsyn bæri til að virkja fallvörn lands- ins sem hraðast og selja orkuna erlendum kaupendum, enda væri raforka framleidd með vatnsafli á undanhaldi i heim- inum vegna tilkomu kjarnorku- vera. Rafmagn framleitt i kjarnorkuverum yrði svo ódýrt að íslendingar ættu þess engan kost er fram liðu stundir að keppa við þau um orkuverðið. Þessa umræðu frá áratugnum 1960—70 er ekki ætlunin að rifja upp hér, en minnt á að á grund- velli þessara viðhorfa þáver- andi rikisstjórnar var álsamn- ingurinn gerður. Og enn er stóriðja n á da gskrá. Frá þvi að farið var að fram- kvæma stóriöjuhugmyndimar og til þessa dags hefur íslend- ingum gefist kostur á að sann- reyna ágæti stóriðjunnar á sjálfum sér, þvi nú eru rekin i landinu þrjú iðjuver af þeirri stærö. Láta mun nærri að um 1000 manns vinni i þessum þremur fyrirtækjum, Alverinu i Straumsvik, Grundartanga- verksmiðjunni og Kisiliðjunni við Mývatn. Ein höfuöröksemd stóriöju- manna hefur verið frá upphafi sú, að hún sé nauðsynlegur þáttur i að byggja upp og styrkja atvinnullfiö I landinu, ótryggt sé að byggja afkomu allrar þjóðarinnar á hinum hefðbundnu atvinnuvegum okkar, sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaöi. Hafa menn einkum bent á það i gegnum árin, aö sveiflur á verði fiskafurða geti stórskaðað efnahagslifið og valdið alls kyns erfiöleikum, sem stjórnvöld eigi erfitt meö að yfirstiga. Einhæft atvinnulif sé lítilli þjóö hættulegt, fjöl- breytnin muni styrkja sjálf- stæðiö og bæta lifskjörin. Inn i umræðuna um stóriöjuna hefur einnig komið sú staðreynd aö á vinnumarkaðinn hér á landi muni koma aö minnsta kosti 25.000 manns til aldamóta og þvi fólki þurfi aö skapa at- vinnu. Segja stóriöjumenn, aö ein þýðingarmesta leiðin til þess sé að koma á aukinni stóriðju. Ef litið er til þeirrar reynslu, sem við Islendingar höfum af þessum atvinnurekstri, þá er ekki hægt að segja að hún sé uppörvandi. Álverið i Straums- vik hefur verið rekið með halla oftar en hitt; veit þó reyndar enginn hvað hæft er i þeim rekstrartölum, sem gefnar eru upp. Alverið er að öllu leyti i er- lendri eigu, rekiö af útlending- um og stjórnað af útlendingum, þegar á reynir. Samningurinn, sem viðreisnarstjórnin gerði um sölu á orku til fyrirtækisins var i upphafi fráleitur, og hafa ekki náðst fram verulegar breytingar á honum til bóta, þó orkuverðið sem i gildi er nú, sé ekki jafn hlægilega lágt og þaö var I upphafi. Þennan samning treystir sér reyndar enginn til aö verja lengur,svo hrapallegur sem hann var. Sveinn Kristinsso skrifar Ef þau tvö fyrirtæki, sem eftir eru, þe. Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga og Kisiliöjan viö Mývatn eru tekin til umfjöll- unar, þá hefur rekstur þeirra gengið illa. A siöasta ári var hallinn á rekstri Járnblendi- verksmiðjunnar um 60 miljónir króna, en á Kisiliðjunni um 7 miljónir. Islenska rikið þarf að greiöa samkvæmt sinni eignar- aöild að Járnblendiverksmiöj- unni 55% eða um 33 miljónir króna vegna hallans á siðasta ári, og eru þá ekki öll kurl komin til grafar. Fjármagns- staða fyrirtækisins mun vera meö þeim hætti aö allt hlutafé þess er uppétiö i rekstrinum og þarf þvi væntanlega aö setja i það 30—50 miljónir króna til þess að halda áfram þetta ár. Enginn getur giskað á hversu mikill hallinn kann að reynast þá, svo að ekki er óliklegt að enn þurfi að sækja fé 1 rikissjóð handa fyrirtækinu i lok ársins. Þegar þessar staöreyndir um rekstur Járnblendiverksmiðj- unnar eru bornar undir menn þá er oft sagt aö við þessu hafa allt- af verið búist. Verðlag hafi ekki farið eftir þeim vonum, sem uppi voru og þvi séu hallatöl- urnar svo háar sem raun ber vitni. Þvi var spáð að verð á af- uröum verksmiðjunnar myndi hækka á siðasta ári og þvi væri nauðsynlegt að auka afköstin með stækkun hennar. Stækkun- inni var náö fram þrátt fyrir verulegar efasemdir manna, m.a. núverandi iðnaðarráð- herra. Svo þegar búið var aö setja upp ofn númer tvö, kom á daginn að hans var ekki þörf, tapið myndi reynast meira, ef hann væri haföur i gangi. Þetta er nú stjórnviska i lagi. Erfiðleikar i rekstri Kisiliðj- unnar viö Mývatn eru ekki eins stórir og viö Járnblendiverk- smiðjuna. Stafa þeir einkum af slæmri stöðu islensku krónunn- ar gagnvart Evrópumynt og einnig þvi að verð hefur ekki farið hækkandi i raun, heldur fylgt verðbólgu i þeim löndum, sem kisilgúrinn er seldur til. Nú kann margur að spyrja sem svo: Ef tslendingar afneita stóriðju af þeirri gerð sem fyrir er i landinu hvaða möguleika hafa þeir til að styrkja sitt efna- hagslif og skaffa atvinnu fyrir þær þúsundir, sem munu koma á vinnumarkaðinn á næstu ár- um? — Ef spurningin er um að styrkja efnahagslifið þá er það staðreynd, að sveiflur i verði málmafurða hafa verið afar miklar undanfarna áratugi og það verölag, sem nú er rikjandi viröist ætla aö vara áfram. I óskhyggju sinni eru stóriöju- menn að spá fram i timann, enda mega þeir til. Þeir hafa hins vegar ekki reynst svo spá- mannlega vaxnir hingaö til að sérstök ástæða sé til aö taka boöskap þeirra alvarlega. Um allan heim eru nú gifurlegir erf- iöleikar i iðju af þeirri gerö er viö höfum og mörgum iðjuver- um lokaö. Það er þvi ekki beint lokkandi að auka slikan rekstur. Varðandi það að finna þeim höndum verk að vinna, sem i framtiðinni munu taka við^þá er stóriðjan ekki beint vel til þess fallin. Alkunna er að i engri at- vinnugrein hér á landi er annað eins fjármagn á bak viö hvert mannár, og jafnvel þó komið yrði i framkvæmd hugmyndum Birgis Isl. Gunnarssonar um byggingu þriggja iöjuvera i nánustu framtið mun þaö ekki leysa atvinnumálin. Þrjú stór- iðjuver gefa ekki fleiri en 2000 mönnum atvinnu ef miðað er við svipaöa stærð og álverið i Straumsvik. Og jafnvel þó við byggðum tiu stóriðjuver til aldamóta myndi það ekki nægja. Það er alveg Ijóst, aö ís- lendingar munu aldrei geta sjálfirreist slikan iönað, jafnvel þó gefiö væri að allir væru þvi sammála að svo skyldi gert. út- lendingar yröu þvi aö koma inn i dæmiö og er hætt viö aö ýmsum yröi þröngt fyrir dyrum, þegar álverksmiðja væri komin i hvern fjörð. Islendingar eiga ekki aö hafna stóriðju af einhverjum óskil- greindum ótta viö hana. Við eig- um hins vegar aö taka mið af þvi sem er að gerast i kringum okkur, og skera okkur stakk eft- ir vexti. Við þurfum þvi i enn frekari mæli en hingað til að einbeita okkur aö þvi að byggja upp okkar heföbundnu atvinnu- vegi, skapa þeim betri rekstrar- skilyrði með stjórnvaldsaögerö- um og finna markaði fyrir framleiösluvörurokkar. Enginn vafi er á þvi aö vinnslu sjávar- afla má stórbæta og auka þann- ig verðmæti hans. Ýmsan létt- iðnaö þarf að styrkja til þess að hann standist samkeppni við innflutning stórþjóðanna. Land- búnaöinn þarf aö endurskipu- leggja. Eins og áður kom fram kost- aöi tapið á Grundartangaverk- smiðjunni þjóðina ærna upp- hæð. Fyrir þetta fé heföi verið hægt að vinna af viti aö ýmsum aðkallandi verkefnum i þremur undirstöðuatvinnugreinum okk- ar. En eflaust verður áfram haldið að reka stóriðju með bullandi tapi, og áfram haldið að lofsama blessun hennar. — Svkr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.