Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 19
Helgin 16,— 17. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 19 Annar hluti feröasögu frá Póllandi verndaðar, geymir Cracow fleira merkilegten bara Wawel höllina. 1 gamla bænum er markaðstorgiö (Rynek Glowny) eitt fegursta miðaldatorg sem enn er varðveitt i Evrópu. Á þvi miðju stendur mikil bygging. (Sukiennice) KlæðahUsið, sem upprunalega var byggt i gotneskum stil en siðar endurbyggt i renesans, en þó án þess að missa allan svip bernsku sinnar. Núna gegnir þessi undurfagra bygging sama hlutverkiog hún hefurgegnt allar götur siðan — kaupmiöstöð. Kringum torgið standa rik- mannleg kaupmannshús frá ýms- um timum. Að vissu leyti má segja að þau hafi fengið að gjalda þessað eigendur þeirra voru rikir og vildu láta bæöi rikidóm og vald sjást á framhlið húsa sinna. Er nyir stilstraumar bárust sem þóttu glæsilegri en hinir gömlu var ekki hikað við að rifa niður og byggja upp, —eða bara bæta við. NU bera þessi kaupmannahús rikidóm norfinna eigenda sinna vitni i hinni algjöru stilringulreið sem einkennir þau, eða öllu held- ur framhlið þeirra. Þar ægir saman gotneskum renesans, barrok og jafnvel 20. aldar fúnk- sjónaliskum dráttum. Gömul hUs geta sagt lifandi sögu, það geta hUs lika þtítt þau séu ný. Meira að segja byggingar sem óvist er hvort verið er að byggja upp eða rifa niður, þær geta lika sagt sögu. En þó dauöir hlutir geti sagt merkilega sögu, er samt engin saga merkilegri en sú er sögð er af fólkinu sjálfu, I iðandi mannlifi götunnar, i verk- smiðjunni, á kaffihUsinu eöa annarstaðar i grtískumiklum kál- garíi h'fsins. Leiðinlegur páskadagur Páskadagur er leiöinlegur dagur, — næstum eins leiðinlegur og Föstudagurinn langi. Allt autt, hvergi neitt lif. Við gengum um og reyndum að lesa söguna um lifið úr dauðum mannvirkjum. Eftir að hafa ráfað um göturnar svefnvana og skjálfandi af kulda, fundum við loks eitt af þrem veitingahúsum borgarinnar sem opið var þennan leiðinlega dag. „Kaffi og koniak” sagði Ömi, „kaffi takk” sagði ég. Ómi fór að hjarna við, — það fór að færast roði i andlitið og blik augna hans bar vitni um þá skerpu er titt fylgir djúpum hugsunum. „Heyrðu” sagð’ann. „Mikil bölvuð þverstæða er þetta að halda uppá þótt guðið hafi ein- hverntima i fyrndinni sigrað dauðann. Fyrir utan að heim- ildirnareru bara óáreiðanleg um- mæli þá sigrar dauðinn alltaf menninga. Annars er mér svosem sama hvað fólkheldur uppá,— en það mætti nú gera það á skemmtilegan hátt. Ha?” — Eigiði eld? — var spurt fyrir aftan okkur á einhverju bjöguðu máli. Við snérum okkur við. Við næsta borð satungur maður með mógult úf® hár, skeggbrodda á tálguðu andliti og gula skán i munnvikunum. Hann fékk eldinn. Ómi var rétt i þann mund að set ja upp djúpa svipinn, i annað sinn, þegar hann var truflaður. — Viljiði skipta? — Við svöruðum með þvi að hrista höfuðiö. Viljiði brennivin ha? Eða stelpur? önnur höfuðhristing „Heldur mannhelvitiö að lifið sé bara að reykja, drekka og riða? ” Svo kom djúpi svipurinn aftur. Að Mariukirkju, sem stendur við eitt horn markaðstorgsins, var stöðugur straumur ftílks. Fólks á öllum aldri. Gamlar dökkklæddar konur með sorg I augum, saklaus börn, skugga- legir þorparar eða grimmilegar ungmeyjar, — allir fá englaá- sjónu inni helgidómnum. Inni við altarið var verið að vigja saman ungt par. 1 anddyr- inu beið annaö ásamt aðstand- endum eftir að fá geistlega bless- Verkfall un. Er við gengum út sáum við hvar þriðjaparið kom aðvifandi i grænum moskvits leigubil. Við stóðum i anddyri kirkjunnar skamma stund án þess að segja orð. Skyndilega var þögnin rofin, —Félagi ómihafðisettupp djúpa svipinn. , ,Ætli pólskar konur séu mjög dyggöugar? Sko, ég segi einsog Nietzsche „Ég elska þann sem elskar sina dyggð” en, — með þeim fyrirvara aö dyggö- imar séu ekki of margar. Annars finnst mér að hér mætti koma fyrir færibandi.” Trúaðar konur Víð hvern skriftasól, sem titt eru fleiri en einn i kaþólskum kirkjum, stóð fólk i löngum röð- um og beið þess i þolinmæði að fá að hvisla i eyra skriftaföðurins sinum innstu leyndarmálum. Vafalaust hafa skriftirnar ein- hverja sálræna þýðingu sem teljast má af hinu góða. Það má kannski þakka þessari hefð, að nokkru, að sjálfsmorð ku vera öilu ótiðari i kaþólskum löndum en lúterskum.En þráttfyrirallar mögulegar jákvæðar hliðar, þá er óhugnanlegt að sjá smáböm biða hljtíð i röðinni i' von um að fá létt af hjarta sinu „öllum sinum syndum.” Frá blautu bamsbeini er fólk alið upp I trúnni á erfða- syndina. Barnið er syndum vafið um leið og það kermur úr mtíður- kviði og allar götur siðan á manneskjan iægilegri baráttu við lævlsa syndina sem alls staðar smýgur og er allt um kring. Hið sterka vald kirkjunnar yfir sálunum og þýlyndi fólks gagn- vart valdi sem það hvorki skilur né skynjar nema i blindri trú, hlýtur að grópa sin spor i allt samfélagslifið.Eftilvill er hér að nokkru rót þeirrar fylgni sem virðistmeð einræði ogharðstjórn annars vegar og sterkri kaþólskri kirkju hins vegar? Að kvöldi páskadags, er við vorum i vonlausri leit að opnu kaffihúsi, rákumst við á pólskan Amerikana. Hann visaði okkur á kaffihús. sem við fundum samt ekki. — Hvernig er að vera Amerikani i landisem er umsetið RUssum? Ég er ekki Ameríkani ég erPólverjisem býiBandarikj- unum, ég er listamaöur. — Hann glotti. — En valdið og kerfið, hvernig, virkar þaðá þig? Valdið er kerfiö og kerfið er bara eitt- hvaö handa fuglunum. Think about it! bye! — og hann var horf- inn inn i myrkrið. Samkvæmt eöli sinu hlýtur kerfiö að vera f jötrandi. 1 þeirri viðleitni aö viöhalda sjálfu sér sniður það einstaklingunum þá stakka er miðast við það sjálft, en ekki þarfir einstaklinganna. Ka’fið er spennitreyja. I Póllandi hefur fólk, almennt, nægt fé. Þessi fullyrðing er sönn en samt er hún fjarstæða, þvi þar vantar vörur til að kaupa. A Vesturlönd- um er ofgnótt vara, svo mikil aö á hverju ári eru þúsundir tonna af matvælum eyðilögð til að halda uppi verðinu á hinum „frjálsa” markaði. Vestrið býr einnig yfir sinum eigin fjarstæðum, — at- vinnuleysið eykst og kaupmáttur launa minnkar. t Póllandi hefur rikt spilltur flokkur og þungt skrifræði, en þrátt fyrir allt er ekki hægt að ganga á skjön við ýmis þau grundvallaratriði sem flokkurinn hefur reist tilveru sina á. 011 félagsleg þjónusta telst til sjálf- sagðra mannréttinda. En þar er spilling og þar er skortur. t Ameriku eru möppudýrin lika sterk, þar er félagsleg þjónusta það sem fyrst er ráðist á þegar harðnar i ári. Félagsleg réttindi eru þar kreppuvaldur og byrði á samfélaginu. Þar fá menn að deyja úr flensu ef þeir eiga ekki fyrir lyfjum, og fólki er visað frá sjúkrahúsi þótt það sé með blý- kúlu i maganum, ef það getur ekki tryggt borgun i reiðufé. Þrátt fyrir hina nöturlegu staðreynd um fjöturseðli kerfis- ins, þá er samt kerfið bara eitt- hvað handa fuglunum. Fólk finnur nefnilega alltaf sinar eigin leiðir, sem liggja fyrir neðan og utan. Bæði i V-Evrópu og N- Ameriku hafa verið gerðar athuganirsem hafa leitt i ljós að eftir þvi' sem skrifræðið verður þyngra og skattkúgunin meiri þeim mun betur blómstrar öll samhjálp og vinnuskipti. I skjótu bragði mætti ætla aö slikt væri aðeins af hinu góða, en þar eð með þessu er dregið úr valdi möppudýranna er þessi eðlilega sjálfsbjargarviðleitni fólks stimpluð sem svört vinna- og glæpsamlegt athæfi. En þarna eru mörkin;-, kerfið nær ekki lengra i kúgun sinni. Þótt fólk hlaupi ekki beinlinis til og brjóti niður og bylti, þá hefur það svipt kerfið stórum hluta valdsins, með þvi að fara leiðir sem eru fyrir neðan og utan. Fólkið skilur nefnilega að kerfið, það er bara eitthvað handa fuglunum. Og þó? ÚTBOÐ Rafmagnsveitur rikisins óska eftir til- boðum i eftirfarandi: Útboð RARIK-82005. Smiði á festihlutum úr stáli fyrir 11-19 kV háspennulinur. Opnunardagur 10. febrúar 1982 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik fyrir opnunartima, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, frá og með mánudeginum 18. janúar 1982 og kosta kr. 100,- hvert eintak. Reykjavik 14. janúar 1982 Rafmagnsveitur rikisins. Leiðrétting á auglýsingu sem birtist þann 15. janúar 1982, varðandi deiliskipulag á Laugarási. Fallið hafði út úr auglýsingunni, að upp- dráttur o.fl. liggi frammi almenningi til sýnis á Borgarskipulagi Reyjavikur, Þverholti 15, frá og með 22. janúar n.k. tií og með 5. mars n.k. Frestur til að skila athugasemdum rennur út kl. 16.15, föstudaginn 19. mars n.k. Reykjavik 15. janúar 1982. Borgarstjórinn i Reykjavík Húsgagnasmíði Við viljum ráða röskan og ábyggilegan starfsmann i lakkdeild i verksmiðju okkar. Unnið er eftir bónuskerfi. Upplýsingar á staðnum og i sima 83399. Kristján Siggeirsson Lágmúli 7 Þ j ónustuíbúðir aidraðra Öskum eftir að ráða starfsmenn i eftir- talin störf: 1. Ræstingar. 60% starf. 2. Starfsmann i eidhús (afleysing) 70% starf. Laun skv. launataxta starfsmannafélags- ins Sóknar. Upplýsingar veitir forstöðumaður frá 13—15 daglega. VOULEZ-VOUS LÆRA FRÖNSKU? Nú eru frönskunámskeiðin að fara i gang. Úrvals frönskukennsla frá 18. janúar til 9. arpil. Verð frá kr. 700 — 1060. Afsláttur fyrir yngri en 20 ára. Innritun virka daga frá 17—19 i Alliance francaise, Laufasvegi 12 II. Alliance Fran^aise — spenna menn beltin allir sem einn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.