Þjóðviljinn - 16.01.1982, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 16.01.1982, Qupperneq 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16,— 17. janúar 1982. kvihmfndir Sá sterkari? áhorfendur fá að vita um Tom Horn i upphafi myndarinnar um þessa hetju vestursins — eina af fjöldamörgum, sem ástæða hef- ur þótt til að gera ódauðlegar á kvikmynd. Myndin fjallar um baráttu Toms við nautgripa- þjófa i Wyoming, en þangað er hann fenginn af félagi nauta- bænda, sem gremst afföllin á hjörðinni. Tom er heimilað að beita hvaða brögðum sem vera skal á þjófana, og honum er jafnframt gert ljóst, að félagið getur ekki kannast við þessa iðju hans opinberlega. En laun- in fyrir ómakið eru auðvitað rif- leg. Tom hefst þegar handa, og veröur vel ágengt. Þar kemur þó aö nautabændunum finnst hann orðinn helst til aðgangs- haröur og þeir taka að óttast að þaö kvisist út, að Tom karlinn N hafi ekki aðeins drepið hvern nautaþjófinn á fætur öðrum af hugsjónaást heldur vinni verkið að beiðni þeirra. Og þeir ákveða að losa sig við Tom, og beita lúabrögðum til þess. Og þannig fer á endanum, að hetjan Tom Horn hengdur lyrir morð á pilti nokkrum, sem ekkert hafði komið nálægt nautaþjófnaði — en flest þykir þó benda til þess aö hann sé saklaus af þvi moröi. Kvikmyndin fylgir i flestu þeirri formúlu, sem hefur orðið til kringum villta vesturs hetju- myndirnar: Tom er hinn ein- mana útlagi, sem viö áhorfend- ur finnum til með, af þvi þrátt fyrir alla lögleysu er hann Iag- anna megin. Hann er „sterki maöurinn”, sem aðstæður krefjast að haldi uppi merki réttlætisins. Gamalkunnugt stef i bandariskum kvikmyndum — og reyndar fjöldamörgum öör- um, ef þvi er að skipta. Og það skiptir ekki svo miklu máli, þótt illa fari fyrir Tom undir lokin, samúðin er öll hans megin, þótt hagsmunir nautabændanna hafi um stundarsakir vegið ivið þyngra á metunum en lif hans. Tom Horn er settur á stall og sú hugmyndafræði, sem stjórnar gerðum hans sömuleiðis. Það væri að sönnu fróölegt að fjallaýtarlegarum einmitt þetta fyrirbæri, sem einkum ber á i bandariskri kvikmyndagerð: hvernig ákveðin hugmynda- fræði „sterka mannsins” birtist I myndum eins og þessari um Tom Horn og fjöldamörgum viðlika myndum. En það gerist þvi miður ekki i stuttri kvik- myndaumfjöllun og verður að biða betri tima. Eins og vænta mátti, er Tom Horn ágætlega gerö hvað alla tækni snertir, kvikmyndataka er sömuleiðis með mestu ágæt- um. Landslagið i Wyoming er ósköp fallegt, og þaö nýtur sin vel, og nautgripirnir eru mestu kostaskepnur, sem og hrossin. Ljóst er, að Steve McQueen á sér trúan aödáendahóp, vafalit- ið hérlendis sem annars staðar. Hins vegar verður að segjast eins og er, að þaö er út i hött að tala um leik af hans hálfu. En þar sem þess eins er krafist að hann komi fyrir sem sæmilega geröarlegur kúreki á miðjum aldri, tekst það bærilega. Um aöra leikara er ósköp svipaö að segja, þeir standa sig ekkert óskaplega illa, en gera um leið ekkert sérstaklega vel, sem undirstrikar að leikstjórinn, William Wiard, kann illa til verka. En ekki þar fyrir: ef maður treystir sér til að horfa framhjá þeim göllum, sem ég hef tint til og nokkrum til viðbótar, er kannski óþarfi aö sjá eftir þeim tima sem fer i aö berja augum kvikmyndina um Tom Horn. — jsj. Jakob Jónsson skrifar Kvikmynd: Tom Horn Leikstjóri: William Wiard Handrit: Thomas McGuane og Bud Shrake (byggt á sjálfsævisögu Tom Horn) Tónlist: Ernest Gold Meðal leikenda: Steve McQueen, Linda Evans, Richard Farnsworth, Billy Green Bush. Sýningarstaður: Austurbæjar- bió. Tom Horn mun hafa verið garpur mikiil, sem uppi var á siðari hluta siðustu aldar vestur i Bandarikjun- um og alist upp i þeim hlutanum, sem lög- gæslu gætti litt á þeim timum. Hann var stjórnarmegin í strið- inu við indiánana og var siðar i riddarasveit Teddy nokkurs Roose- velts, sem siðar varð forseti Bandarikjanna. Riddarasveit þessi barðist á Kúbu i spænsk-ameriska striðinu og varð fræg fyrir harðfengi sina. Þetta er i stuttu máli það sem Steve McQueen i hlutverki Tom Horn Þessi kvikmynd var næstsfö- asta mynd leikarans. Kuiton Mackay.Richard Beckinsale og Christopher Godwin fara ailir meö veigamikil hlutverk i Eiliföarfanganum. Ronnie Barker og Peter Vaughan I hlutverkum Fletchers eiliföarfanga og Grout guöfööur. Grinaktugur leikur og margar skrýtlur Kvikmynd: Eilifðarfanginn (Porridge).Bresk, 1980. Leikstjóri: Ilick Clement Handrit: Dick Clement og Ian LaFrenais Kvikmyndataka: Bob Huke Meðal leikenda: Ronnie Barker, Richard Beckinsale, Fulton Mackey, Brian Wilde, Peter Vaugl.an. Sýningarstaöur: Regnboginn Bretar ætla seint að þreytast á gerð laufléttra gamanmynda um marg- víslegustu efni og er það að mörgu leyti vel. Aldrei er of mikið af húmor á þessum siðustu og verstu tímum, og víst er ósköp notalegt að geta horft á elskulegar gamanmyndir Breta, til mótvægis við þau tækniviðundur, sem mest ber á hjá frændum þeirra hinum megin við Atlantshafið. Hinu er þó ekki að leyna, að bresku gamanmyndirnar eru ærið misjafnar, og svo dæmi sé tekið: heldur voru nú Afram-myndirnar margfrægu orönar laslegar, þegar á leið. En samt tekst Bretum vel upp af og til, og þaö veröur varla annað sagt en að Eiliföar- fanginn heyri til skárri gaman- mynda enskra, og ber þar ýmis- legt til. Eilifðarfanginn er kvikmynd sem sýnir allar sömu helstu aðalpersónur og voru i sjón- varpsleikriti nokkru, „Prisoner and Escort”, sem skrifað var af sömu mönnum, er geröu svo handritiö að kvikmyndinni. Ekki hef ég séð sjónvarpsleikrit þetta, og get þvi ekki gert neinn samanburð á hvernig hefur tek- istaö koma hugmyndinni áfram á hvita tjaldið. Um hitt er mér kunnugt, að mörgu var breytt og ýmsum persónum bætt i kvikmyndina, sem skipa veiga- mikinn sess. Og trúlegt þykir mér, að þær breytingar hafi verið til bóta. Auk þess varð ekki betur séð en handrits- höfundarheföu markvisst stefnt að þvi að skrifa tilgerðarlitið handrit meö einföldum söguþræöi, og gefa um leið færi á grinaktugum leik og býsna mörgum skrýtlum — og það tekst þeim þokkalega. Leik- stjóri og leikarar fá þannig ágætisefni að moða úr. Ronnie Barker leikur sjálfan eiliföarfangann, Fletcher, og ferst það mætavel úr hendi. Hann er milli tveggja elda, annars vegar fangelsisyfirvalda og hins vegar guðföðurins (Peter Vaughan), og tekst ávallt aö sigla milli skers og báru þannig að báðum likar vel. Ekki er samt vert að rekja söguþráö myndarinnar of náiö, hann er þess eölis, eins og oft vill verða þegar gamanmyndir eiga i hlut að varast ber að segja of mikið — en ég get ekki stillt mig um að hrósa aðstandendum myndarinnar fyrir að láta Fletcher og vin hans, Lennie (Richard Beckinsale) enda á þvi að brjótast inn i fangelsiör eftir á að hyggja er þaö liklega eina rökrétta lausnin, þegar þar er komið sögu. En til aö gera langt mál stutt: Eilifðarfanginn er ágætis gamanmynd, og þaö er vissu- lega vel þess viröi að sjá hana — að minnsta kosti ef menn telja sig ekki hafa neitt þarft við timann aö gera og vilja drepa hann leiðindalaust. — jsj.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.