Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.— 17. janúar 1982. dseaurtónlíst Skondið úr sk j alasafninu Undirrituð stóðs ekki þá freistingu að stela með- fylgjandi úrklippu úr New musical express. Hér er á ferðinni kveðja til Phils Oakey, aðalsöngvara og laga- smiðsbresku hljóðgerfla hljómsveitarinnar Human League (sem kvað vera væntanleg til íslands). Kveðj- una sendir honum gömul bresk rokkhetja, Screaming Lord Sutch, sem er búin að vera í rokkinu í rúma tvo áratugi. Andrea Jónsdóttir skrifar A litlu myndinni er „nýróm- antikerinn” Phil Oakey árið 1981. A þeirri stóru er Scream- ingLordSutch (fyrirmynd Phils að þvi er viröist). Sú mynd var tekin á þvi herrans ári 1964. Og kveöjan frá Lord Sutch hittir óneitanlega i mark: „Þú varst ekki sá fyrsti, Philip Oakey”. Siðan notar lávarðurinn tæki- færið til að auglýsa sig i leiðinni og hvetur fólk til að kynna sér nýjustu tiltektir „hins góða lá- varðar” (á ensku taka þeir gjarnan svo til orða, þegar talað er um Jesús Krist) á hljóm- leikaferðalagi með Stray Cats. „Enn rokkandi eftir 21 ár...”. Ekta lávarður Screaming Lord Sutch kom i heiminn áriö 1942 og var skirður David. Fyrir utan ættarnafn sitt Such ber hann með réttu aðals- titilinn fimmti jarl af Harrow. Arið 1958 stofnaði hann sina fyrstu hljómsveit, The Savages, en meðal liðsmanna var pianó- ieikarinn Nicky Hopkins sem m.a. hefur leikið með Rolling Stones, Jeff Beck og Rod Stew- art. Sviðsframkoma Such lávarð- ar var frá upphafi mjög villt og sótti hann margt i hryllings- kvikmyndir 6. áratugsins (t.d. Jack the Ripper) og til amer- iska söngvarans Screaming Jack Hawkins (f. 1929) sem not- aði t.d. lfkkistur, slöngur og hauskúpur á hljómleikum sin- um. Dr. John, Alice Cooper og Arthur Brown hafa líka fetað i fótspor Hawkins. Arið 1974 bauð lávarðurinn öskrandi sig fram i kosningum til enska þingsins fyrir Þjóðar- flokk táninga en tókst ekki að komast langt i vinsældum á þeirri braut. Þá kom hann á fót sjóræningjaútvarpsstöð en ekki varð hún gróðavænleg né lang- lif. Hann sneri sér þvi að fyrri iðju — að syngja á klúbbum út um landsbyggðina. Eingöngu er mér kunnugt um tvær hljómplötur frá Screaming lord Sutch: Lord Such and heavy friends (Atlantic — 1970), og hans „þungu” vinir eru engir aðrir en Nicky Hopkins, Jeff Beck og helmingur Led Zeppe- lin, Jimmy Page gitarleikari og John heitinn Bonham tromm- ari. 1971 kom út Hands og Jack the Ripper. Screaming Lord Such hefur ekki aldrei náð miklum vinsæld- um sem músikant, þótt uppá- tæki hans hafi af og til valdið umtali og hneykslan. Kannski tekst honum það nú á vegna hljómleikahalds með Stray Cats og... og i kjölfar vinsælda Hum- an League með Phil Oakey i broddi fylkingar þar sem Phil Oakey er i broddi fylkingar... með hinn „nýja” gamla stil lá- varðarins. Og allt er jú fertug- um fært... A Friðryk í lagi Ekki er hægt að segja að hljómplata Friðryks hafi þyrlað upp skrifum er hún kom út sl. haust. Skýringin á þvi mun vera slæleg dreifing á gripnum og inn á Þjóðvilja barst Friðryk ekki fyrr en i desember. Það verður bara að segjast eins og er, að ætli plötufyrirtækið að standa þó ekki væri nema jafnfætis Steinum hf. i dreifingu, þá verða þau að taka á honum stóra sinum. En nóg um dreifingarslys. Friðryk er sómahljóm- plata,— ljóörænt rokk með djassivafi og hljóðfæraleikur allur með ágætum. Ég vil þó leyfa mér að nefna sérstaklega góðan gitarleik Tryggva Hiibner alla plötuna út i gegn. Lagasmiðar eru flestar góöar og skemmtilega útsettar; bara eitt leiðinlegt lag á plötunni. Það er að visu alveg hundleiðin- legt, A balliðeftir Paul Collins. Ég skil ekkert i Friðryksmönn- um að vera að leita til útlanda þegar þeir semja sjálfir eins góð lög og platan ber vitni um. Bestu lögin finnast mér Há- degisbardagar og Friðryk eftir Tryggva, Fyrir og eftir vopna- hlé eftir Pétur Hjaltested hljómborðsleikara (og söngv- ara), Astin eftir Sigurð Karls- son trommara, og svo Póker eftir Jóhann Helgason. Pálmi túlkar vel þann ágæta texta þeirra Valtýs Þórðarsonar (Gunnabróður) og Jóhanns G. Annars á Viktor A. Guðlaugsson bestu texta plötunnar að minu mati, Bræðralag við lag Björg- vins Gisla og 1 kirkju við lag Pálma Gunnarssonar, aðal- söngvara og bassaleikara þeirra Friðryksmanna. (A Friö- ryk er reyndar að finna lag sem Asgeir óskarsson gerði við ljóð Steiris Steinarrs, Myrkur, en Steinn er undanskilinn i þessari einkunnargjöf. Með eru Krist- ján Hreinsmögur og Pétur Hjaltested). Boðakspur Friðryks er i anda friðarhreyfinga eldri og nýrri,— og hljómlistin þar aö auki þrælvönduð. Þó má klaga undan dálitið loðnu „sándi” á stundum. Loks vil ég bara þakka hljómsveitinni hressilega uppákomu I útvarpinu á gamlárskvöld... eða var þaö ný- ársnótt...? A Áf ARCHIVE FUN Top: Phil Oakey. Right: Oakey copyist Screamin' Lord David Sutch in 1964 — before he made his name as leader of the National Teenage Party Check out the good Lord's latest barnet on the Stray Cats tour starting next week, fans! "Still rocking after21 years ..." Wéf*Mr "ffhf °ftKgy< Labbi og Smári ætla að bjóða fólki upp á gistingu er það vinnur við upptökur I stúdióinu i Glóru. Stúdíó, stúdíó... Dreibbbýlingar (hér var freistandi að nota fræbbblsku, ... að athuguöu máli Guðna kj....sku, sem- notaði orðið „dreibbbylisbekkur” til forna) ....já, dreibbbýlingar eru smám saman að koma á Upptöku- stúdióum. 1 Glóru i Hraun- gerðishreppi biður Ólafur Þórarinsson eftir manni utan- lands frá til að setja upp tækin i stúdióisem hann hefur smiðað i ibúðarhúsi sinu ásamt fyrrum félaga sinum úr Mánum, Smára Kristjánssyni. Þeir félagar munu reka þetta fyrirtæki i sameiningu og ætla jafnframt að búa þannig um hnútana að fólk geti gist þarna i sveitinni, þegar það er að vinna i stúdió- inu. Það er glóra i þvi. 1 Keflavik er verið að reka smiðshöggið á stúdió sem er til húsa i Kjallaranum hjá Rúnari Júliussyni (er hann ekki ennþá kenndur við Hljóma?), en ásamt Rúnari hefur Þórir Baldursson unnið að uppsetn- ingu þess. Stúdióið mun geta tekið til starfa i næsta mánuði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.