Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 21
Helgin 16,— 17. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Það skortir skilning á grundvallarbreytinguin Rætt viö Kára 1 Arnórsson skólastjóra WT 1 # Fossvogsskóla Kennarasamband tslands er nú að hefja kynningarherferð sina að nýju. en fyrri hluti hennar fór fram i haust. Af þvi tilefni var rætt við KáraArnórsson skóla- stjóra, en hann er i forsvari fyrir Kcnnarasamb. vegna þessarar kynningar. Ilann var spurður hver tilgangurinn væri með þessu kynningarstarf i. „Það er von að spurtsé þvi slikt framtak er næsta óvenjulegt. Meginástæðan fyrir þvi að i þetta er ráðist er almennt sinnuleysi al- mennings og ráðamanna um skólamál. Ætlunin er að vekja fólk til umhugsunar og umræðna um skólann. Fyrst og fremst höfum við i huga aðbímað nem- enda. Þeirbúa viðmjög misjafna aðstöðu. Þrengsli eru mikil og vinnudagurinn sundurslitinn eða þá hitt að nemendur eru látnir dúsa i skólabilum upp i þrjár klukkustundir á dag. Lögboðnar námsgreinar eru felldar niður vegna húsnæðisleysis eða kennaraleysis og enginn hreyfir litla fingur hvað þá meir til að mótmæla þessu misrétti. — Er hlutverk skólans annað en var? Hafa kröfurnar breyst? „Ég hygg að það megi vera flestum fullljóst að hlutverk skólans hefur breysL Annað væri lika undarlegt miðað við þær miklu breytingar sem orðið hafa i islensku þjóðfélagiundanfarin ár. Það uppeldi sem börn og ungl- ingar fengu áður i skapandi starfi með fullorðnum er ekki lengur fyrir hendi i þeim mæli sem var. Það kemur þvi i hlut skólanna að bæta úr. Þessu verður að svara með mun meiri einstaklingsum- önnun sem felst i fjölbreyttara starfi innan skólans. Það er mjög eðlilegt að kröfur breytist og aukist en til þess að hægt sé að verða við réttmætum kröfum þarf að skapa skólanum betri skilyrði. Við jöfnum kost nem- enda best með þvi' að geta sinnt hverjum og einum eftir þroska og getu, Um þetta hygg ég að menn séu sammála. Það er jafn augljóst mál að með þeim fjölda sem hverjum kennara er ætlað að sinna ihverri bekkjardeild a.m.k. á þéttbýlissvæðunum er sli'kt úti- lokað.” Hvcrnig er vinnutima nemenda háttaft? „Flestirskólar, ef frá eru taldir heimavistaskólar, eru tvisetnir, sumir að hluta til þrisetnir. Af þeim ástæðum hefur stór hluti nemenda megin vinnutima sinn siðdegis. Nám krefst áreynslu og árdegistími nýtist nemendum betur en siðdegið þvi þá eru þeir . orðnir þreyttir eftir eril dagsins. Tvisetningin veldur þvi einnig að vinnutimi nemenda verður sund- urslitinn og mislangur. Um þetta eru foreldrar alltof sinnulausir. Ég minntistáðan á heimanakst- urinn sem farið hefur vaxandi undanfarin ár. Það er mikið álag fyrir unga nemendur að þurfa að sitja i' skólabilnum á annan klukkutima dag hvern eftir að starfinu i skólanum er lokið. Ég hygg að mörgum fullorðnum þættisúrtibrotiað vera svolengi til vinnu sinnar eða Ur. Heimilislíf er nú með öðrum hætti en áður var og aðstæður ólikar. Margt nýtt glepur hug barnsins og foreldranra. Þetta hefur áhrif á aðstöðu til heima- námsins en hluti af vinnutima nemenda er að sjálfsögðu bund- inn heimanáminu. Væri skólinn einsetinn gætu börnin lokið vinnu- degi sinum i skólanum.” Þú talar um vinnuaftstöftu nemenda. Hvaft mcft vinnuaft- stöðu kennara? „Þvi er fljótsvarað. Aðstaða kennara til að sinna sinni vinnu utan kennslustundanna er afar bágborin og mjög viða alls engin. Kennarinn verður að hröklast úr kennslustofunni þvi annar bekkur verðurað komastþar inn og hann verður að flýja með sin verkefni. Það eru vaxandi kröfur um sam- vinnu kennara og hún reyndar nauðsyn í skólastarfi en hvergi ætlaður staður. Undirbúningur fyrir það starf sem kennurum er ætlað að vinna er mikill. Þvi er nauðsynlegt að aðstaða sé fyrir þá vinnu. Léleg vinnuaðstaða kennaranna hlýtur að komaniður á starfijpeirra ogþarmeð bitna á börnunum. Sá háttur margra sveitarfélaga að byggja skóla i áföngum veldur oftgifurlegum erfiðleikum istarfi vegna þess að þegar fyrsta áfanga er lokið er ætlast til þess að öll kennsla geti farið fram. Þetta ástand bitnar oftast verst á kennslu i verkmenntagreinum, listgreinum og likamsrækt.” Eru þá foreldrar áhugaiausir um skólaim? Er afstafta þeirra neikvæft? „Foreldrar hafa áhuga fyrir börnum sinum og hvernig þeim vegnar. Skólinn hefur hins vegar verið þeim mörgum lokaður heimur siðan þeir voru þar nem- endur. Það hefur lengi loðað við á Islandi að skólinn væri sér heim- ur riki kennaranna og skólastjór- ans sem aðrir ættu að hafa sem minnst skipti af. Vafalaust eiga skölarnir sjálfir nokkra sök á þessu. En skóliim er ekkert einkamál kennara eða starfs- fólksins sem þar vinnur. Hann er fyrstog fremst vinnustaður nem- endanna. Margir foreldrar hafa mikinn áhuga fyrir skólanum meðan börn þeirra eru þar. Þeir gætu gert miklu meira en þeir gera i dag til þess að betur væri búið að skólanum. Foreldrar valda mestu um það hver viðhorf eru til skólans. Það er mikilvægt að þeir reyni á heimili sinu að skapa jákvætt viðhorf. Neikvæö afstaða heimilis til skóla gerir nemendum erfitt fyrir og getur valdið vanliðan þeirra i skólanum og erfiðleikum i námi.” Hafa þá engar framfarir orftift i skólunum? „Jú, vissulega hafa orðið fram- farir á ýmsum sviðum. Má þar t.d. nefna ný námsgögn, breytta kennsluhætti, betri tækjakost skólasöfn og fleira. En misræmið er þarna gifurlegt og sum fræösluhéruð búa skólum sinum svo lélega aðstöðu að slikt fyrir- fyndisthvergi i nálægum löndum. Það skortir skilning á grundvall- arbreytingum sem fylgja verður i kjölfar breyttra þjóðfélagshátta. Má þar nefna nauðsyn þess að koma á einsetnum skóla. Fáar þjóðir búa betur að heim- ilum sinum hvað varðar húsnæði og búnað en tslendingar. Það vekur þvi' furðu að þeir skuli ekki búa betur að skólum barna sinna en raun ber vitni. Um þetta vill Kennarasamband tslands hefja umræður. Kennarar kunna vel að meta það sem gert hefur verið fyrir nemendursvo sem aukinn stuðn- ing og sálfræðiiega aðstoð, enþvi miður er slikt viða af skornum skammti. Þeir leggja áherslu á að gera þarf stór átak i þvi að bæta starfsaðstöðuna i skólunum og skapa þannig möguleika fyrir betri skóla. Það er von kennara- sambandsins að það kynningar- starf sem nú er að hefjast stuðli að þvi að svo megi verða,” sagði Kári að lokum. "MANNSHVARF’ „MANNSHVARF" ER GRÖFT MANNRÉTTINDABROT Það er algeng aðferð ríkisstjórna í ýmsum löndum að láfa fólk „hverfa”. Þetta eru ekki aðeins yfirlýstir pólitískir and- stæðingar, heldur einnig almennir borgarar, sem eru yfirvöldum þyrnir í augum. í mörgum tilfellum er um að ræða leynilega aftöku án dóms og laga. Þannig hafa þúsundir manna „horfið” að undirlagi yfirvalda síðastliðin 10 ár. Styðjið baráttuna fyrir skoðanafrelsi, og gegn pyntingum og dauðarefsingu með því að gerast meðlimu i Amnesty International. Námskeið verður haldið á vegum íslandsdeildar Amnesty International 2. og 3. febrúar 1982. Fyrir þá sem vilja kynnast starfsemi A.l. og hvernig þeir geti gerst virkir félagar. ISLANDSDEILD amnesty ^ international Pósthólf 7124. 127 Reykiavik Nafn Nafnnúmer Sími ”MANNSHVARF”1982 Heimilisfang □ Námskeiðsþátttaka □ Virkur □ Styrktarfélagi | iðH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.