Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 30
1 ' I' I ( < \ >' '.TsSiílsl . t í -'.01 Oiki 30 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.— 17. janúar 1982. Ef tölur um vinnu- stundafjölda verkafólks og tekjur frá 1. ársfjórðungi 1981 eru fram reiknaðar til dagsins i dag, kemur í Ijós, að verkamenn í fiskvinnslu lækka að meðaltali úr 11.292 kr. á mánuði niður í 5.493 kr. við það að fara á atvinnuleysisstyrk miöað við fullar atvinnuleysis- bætur. Konur í fiskvinnslu lækka úr 9.000 kr. á mánuði að meðaltali niður i 5.493 kr. á mánuði miðað við fullar bætur. Þessar upp- lýsingar fékk Þjóðviljinn hjá Skúla Thoroddsen starfsmanni Dagsbrúnar. Hér er I báðum tilfellum miðað við bónusgreiðslur og er vinnu- stundafjöldi karla á viku i þessu tilfelli 50,5 klukkustundir á viku en kvenna 42,2 klukkustundir. Meðal vinnustundaf jöldi hafnarverkamanna er 54,2 klukkustundir á viku og meöal- tekjur 12.710 á mánuöi samkvæmt þessum útreikningi. Einnig kemur i ljós að fullar at- vinnuleysisbætur nú, ná ekki þeim lágmarkslaunum, sem samið var um i kjarasamning- unum 1. nóv. sl. Þá varákveöið aö lægstu laun skyldu vera 5,731 kr. á mánuði en hafi viðkomandi skilað I700dagvinnustundum á sl. ári, fær hann fullar atvinnuleysis- bætur sem eru 5.493 kr. á mánuði og voru þær 1. júli sl. miðaðar við 8. taxta VMSl en samkvæmt kjarasamningum frá 1. móv. sl. eru laun ekki lengur greidd eftir honum. — S.dór Guðmundur J.Guðmunds- son form. Kona í stjórn i fyrsta sinn Einn listi kom fram til stjórnar- kjörs i Verkamannafélaginu Dagsbrún, en framboðsfrestur rann út i gær. Var það listi upp- stillinganefndar og trúnaðarráðs sem varðþvisjálfkjörinn. Eðvarð Sigurðsson, sem i 40 ár hefur átt sæti i stjórn liagsbrúnar og verið formaður i um 20 ár gaf ekki kost á sér til stjórnarstarfa og var Guðmundur .1. Guðmundsson kjörinn formaður félagsins. Hann hefur áttt sæti f stjórn Dagsbrún- ar hátt i 30 ár og veriö varafor- maður félagsins hin siðari ár. Stjórniner að öðru leyti þannig skipuð: Halldór Björnsson, vara- formaður, óskar úlafsson, ritari, Jóhann Geirharðsson, gjaldkeri, Garðar Steingrimsson, fjármála- ritari og meöstjórnendur þeir Ólafur Ólafsson og Kristvin Kristinsson. 1 varastjórn eru As- geir Kristinsson, Guðlaugur Valdimarsson og Hjálmfriður Þórðardóttir. Hjálmfriður er fyrsta konan sem tekur sæti i stjórn Dagsbrúnar. I félaginu eru um 25 konur fullgildir félagar. — Svkr. Meðal vinnu- stundafjöldi verkamanna í fiskvinnslu er 50,5 klst, en kvenna 42,2 klst. Ný stjórn Dagsbrúnar: Bygging Sultartanga- stíflu hefst nú í vor Lægstu og hæstu tekjur háseta á skuttogurum: Meira en helmings munur Tekjur háseta á minni togurum Bæjarútgerðar Reykjavikur fóru á siöastliðnu ári upp i 233.000 krónur, en á stóru skuttogurunum upp í 131.000 krónur. Lægstu tekjur háseta á stóru togurunum hjá sama fyrirtæki voru hins vegar 102.000 krónur, en á þeim minni 155.000 krónur. 1 öllum þessum upphæðum er talið fastakaup, hlutur og dagpen- ingar. Hjá Útgerðarfélagi Akureyrar eru tölur vegna stóru togaranna frá 183.000 til 236.000 króna i há- setatekjur, en á litlum togara um 206.000 krónur á ári. Svkr Verkafólk á atvinnuleysisbótum: Tekjutap nemur meira en hehnlng Eðvarð Sigurðsson lætur nú af formennsku i Dagsbrún. Guðmundur .1. Guðmundsson, hinn nýi formaður félagsins. Iðnaðarráðherra veitti Landsvirkjun leyfi til framkvæmdanna s.l. miðvikudag Iðnaðarráðherra hef- ur gefið Landsvirkjun leyfi að hefja fram- kvæmdir við Sultar- tangastiflu, en slik stifla myndi auka raforku- framleiðslu Búrfells- virkjunar um 130 Gw stundir á ári og að auki leysa öll isvandamál stöðvarinnar. ekki að eyða dýrmætu vatni til isflutninga eins og gerðist i fyrra. Þvi má bæta við að lokum að Sigurjón Rist vatnamælinga- maður benti ráðamönnum á nauðsyn þess að byggja stiflu við Sultartanga til að auka öryggi Búrfellsvirkjunar, áður en sú virkjun var byggð, en á hann var ekki hlustað og varnaðarorð hans þá kölluö áróður gegn stóriðju. — S.dór. Stiflan mun koma I veg fyrir að eyða þurfi vatnsforða Búrfells- virkjunar til að fleyta is frá. Fyrri umferö forvalsins hófst i Reykjavik i gærkvöldi. Hér má sjá Hafstein Guðmundsson fá afhent kjörgögn hjá kjörstjórn ogstarfsmönnum. Frá vinstri: Hafsteinn Guðmundsson, Arnmundur Backman, Kristján Valdimarsson, MargrétTómasdóttir og Skúli Thoroddscn. Ljósm. —eik. Forval í Reykjavík og Hafnarfirði í dag Fyrri umferð forvals Aiþýðu- bandalagsins i Iteykjavik og i Hafnarfiröt er i dag. 1 Reykja- vik er kosið á Grettisgötu 3 frá klukkan 10 árdegis til klukkan 23 f kvöid. 1 Hafnarfirði er kosiö I Skálanum, Strandgötu 41 frá klukkan 11 árdegis til klukkan 19 í kvöld. Fyrri umferðin i Reykjavik hófst i gærdag kl. 18 og sagði Kristján Valdimarsson, starfs- maður ABR i gærkvöidi að framkvæmdin hefði gengiö vel. Kristján vildi minna á opið hús i risinu að Grettisgötu 3 i kvöld frá klukkan 21 - 24. Þar verða úrslit fyrri umferðar kynnt. Félagar i Alþýðubandalaginu eru hvattir til þess að fjölmenna á forvalsstaðina i Reykjavik og Hafnarfirði og nota rétt sinn til að hafa áhrif á val fulltrúa flokksins við sveitarstjórnar- kosningarnar. Og menn eru minnlir á að hægt er aö ganga i félagiö forvalsdagana. ....... — AI Halldór Jónatansson hjá Landsvirkjun sagði að ráðgert væri að hefjast handa við fram- kvæmdir i vor og áætlað væri að þeim lyki i árslok 1983. Hann sagði að fyrst og fremst myndi stiflan auka rekstraröryggi og af- köst Búrfellsvirkjunar en auð- vitað væri stiflan liöur i Sultar- tangavirkjun, þegar aö henni kæmi. Það sem gerist við stiflugerð við Sultartanga er einkum tvennt, ismyndun i Þjórsá veröur minni enda geymir stiflan þann is sem myndast og þar af leiðandi þarf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.