Þjóðviljinn - 11.02.1982, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 11.02.1982, Qupperneq 2
2 SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN jFimmtudagur 11. febrúar 1982 Burt með ösku og móköggla úr kirkju- 1 garðinum A árinu 1806 voru land- og bæjarfógetaembættin sameinuö og Frydensberg bæjarfógeti setturyfirþau bæði. Fór karl þá líka heldur betur aö láta tii sin taka. Þóttihonum ekki hvaö slst • i • ástæöa til aö áminna bæjarbúa um aö ganga sómasamlega um kirkjugaröinn. Því var þaö, aö um haustiö gaf hann út auglysingu þess efnis að „hér eftir sé bannaö aö bera ösku, móköggla eöa önnur óhreinindi i kirkjugaröinn eða þann svokallaða Austurvöll ell- egar á nokkurt kaupstaöarins pláss, heldur annað hvort niður i fjöru eöa á annan afskekktan staö, aö viölögöum sektum”. Þessu til viöbótar lagði fógeti rikt á viö fólk aö fara varlega ;með eld og ljós og gæta þess vandlega, aöeldur fælist ekki i ösku þeirri og mó, sem Ut væri borið. Fiskafli reyndistnú mjög meö minna móti og geröist þvi hart i búi hjá almenningi. Kaupmenn brugðust á þann veg við þessum erfiöleikum bæjarbúa aö ,,neita um lán og halda vörum si'num dýrum, sér I lagi á móti pening- um, sem þeir hafa nú sett niður um 10—12% á móti sveita- og sjávarvörum”. „Kinverskur matur framleiddur úr islenskum hráefnum”. Þetta stendur letraö stórum stöfum á kinversku I veitingastaönum Drekanum viö Laugaveg. Þar elda þeir Kári og Karl sina þjóöarrétti fyrir hungraöa tslendinga. Ekki er iogiö á þessa Allabalia. IVIér sýnist á forvalinu hjá þeim að þeir séu fuii kvensamir. Hugsaöu þér ef jöröin væri ekki til og ég stæöi ilausulofti. > Nú? Hvers vegna dett ég ekki? Skilur ^þú þaö? j---------' Svo sannarlega. Ef jöröin væri ekki, á hvaö ættiröu þá aö detta? KÆRLEIKSHEIMILIÐ viðtalid Pabbi, þetta er uppáhaldssögustaðurinn minn, af því að við förum í lyftuna. > Hljómleikar á Borginni í kvöld Hljómsveitin PURRKUR PILNIKK heldur tónleika aö1 Hótel Borg i kvöld fimmtudag- inn 11. febrúar. Þar koma fram, auk Purrksins, hljómsveitirnar i Q4U, JONEE JONEE og LINSUBUFF HARALDAR HILDITANNAR. Húsiö veröur opnaö kl. 21. tónleikarnir hef jast kl. 22. og aögengseyrir er 50 kr. Rætt við Guðrúnu Auðunsdóttur, tauþrykkjara: „Eg vildi helst fá tvær leik- sýningar >• • 99 a an Guörún Auðunsdóttir tau- þrykkjari heldur nú sýningu á tauþrykki I Galleri Langbrók I Torfunni viö Lækjargötu i Reykjavik. Þar sýnir hún 17 listaverk, þar sem hún ýmist þrykkir eða málar með tau- þrykkslitum I efni. Listaverkin eiga þaö öll sameiginlegt, fyrir utan aöferöina, aö þau sýna fatnaö — flest úlpu. „Þetta mótíf er þannig til- komiö,aö áriö 1978 var ég mikiö aö velta þvi fyrir mér hvað ég ætti að þrykkja. Ég útskrifaöist úr Myndlista- og handiðaskóla tslands áriö 1977 og þar voru okkur kenndar undirstööuaö- ferðirnarog viö látin þrykkja si- þrykk. Ég vildi prófa eitthvað annaö, og eitt kvöldiö tók ég gamla úlpu, sem ég hafði saumað sjálf, og teiknaði hana upp. Ég varð svo heilluð af þessu.aö ég er enn að. Nei, ég er alls ekki leiö á þessu mótifi”, segir Guðrún og brosir. „Astæöan fyrir þvi, aö ég fór út i tauþrykk, en geröist ekki málarieöa eitthvaö slikt, er ein- faldlega sú, aö ég haföi mikinn áhuga á tauþrykki. Ég var búin að vinna lengi meö efni allt frá þvi ég var krakki og siöan tók saumaskapurinn á bömin við. Mér finnst efni yndislegt. Þannig stóö á þvi. Ætli ég veröi ekki meö úlpuna til eilifðarnóns? Kannski lækn- ast ég viö þessa sýningu — hver veit”. Guðrún er einn af stofnendum Textflfélagsins og einn af stofn- endum Galleris Langbrókar. Langbrók var stofnuð áriö 1978 af 12 konum og var fyrst í stað tilhúsa að Vitastig 12. Þær leit- uðu lengi að hentugra húsnæði og fundu loksins: neösta hæðin i turni Landlæknishússins á Bernhöftstorfunni varð fyrir valinu. Langbrækur gerðu leigusamning viö Torfusam- tökin, og samkvæmt þeim samningi greiddu þær úr eigin vasa 5 ára leigu á 6 mánuðum. Guörún segir okkur, aö starf- semi Gallerisins gangi bæri- lega, en eingöngu vegna þess, að leigan kom úr þeirra eigin vasa, svo og vegna þess að þær vinna sjálfar viö afgreiöslu. „Hingað koma mjög margir og fólk er yfirleitt mjög áhuga- samt. Enþaö kaupirmiklu siður textilvörurheldur en t.d. grafik. Ég veitekki hvers vegna það er, nema þá helst að tauþrykkiö er tiltölulega ný listgrein hér á landi og er ekki orðin mjög þekkt. Fólki lfkar hins vegar þessar vömr mjög vel. Salan hefur alltaf verið að smáaukast hjá okkur”. Guðrún hefur tekið þátt i sýn- ingum áöur, t.d. sýndi hún á samsýningu Textilfélagsins i Listasafni alþýðu árið 1981 og á sýningunni „Sumar á Kjarvals- stööum” sama ár. Hún vann leikmynd og búninga fyrir leik- sýningu hjá Leiklistarskóla Is- lands árið 1980, geröi leikmynd, brúöurog búninga fyrir leiksýn- inguna „Kóngsdóttirin sem kunni ekki aö tala” hjá Alþýöu- leikhúsinu áriö 1980 og gerði sömuleiöis leikmynd og búninga fyrir „Dýrin i Hálsaskógi” hjá Leikfélagi Akureyrar 1981. Við spuröum hana bvernig gengi að samrýma þessi störf. „Mér finnst þetta tengjast mjög vel saman”, segir Guörún. „Þegar ég hef veriö búin aö vinna Ieiksýningarnar, hefur alltaf komiö yfir mig vilji til aö gera eitthvaö mjög ,stórt —vinna stærri verk. Kannski hefur þaö eitthvaö meö rýmiö aö gera; i leikhúsunum er plássiö svo mikið. Allavega er þaö svo, aö andinn stefnir alltaf hærra eftir vinnu i leikhúsi. Ég vildi helst af öllu fá svona tvær leiksýningar á ári til aö kljást við”. Guðrún Auðunsdóttir er nú að vinna aö samsýningu meö bróöur sinum, Guðbergi Auð- unssyni myndlistarmanni. Sú sýning er fyrirhuguð i mars i Rauöa húsinu á Akureyri. Við óskum þeim systkinum gæfu og gengis.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.