Þjóðviljinn - 11.02.1982, Qupperneq 16
DIOÐVIUINN
Fimmtudagur 11. febrúar 1982
Forseti
✓
Islands á
förum til
Bretlands
Forseti lslands, Vigdfs Finn-
bogadóttir, mun dveljast i opin-
berri heimsókn i Bretlandi dag-
ana 17.-19.Íebrúar. Þaö er breska
ríkisstjórnin sem er gestgjafinn.
Forsetinn mun m.a. ræöa við
Margréti Thatcher og sitja há-
degisverðarfund Elisabetar II.
drottningar i Buckinghamhöll.
HUn mun einnig skoða minjar um
norræn menningartengsl við
Breta og heimsækja skóla fyrir
börn sem skara fram ilr.
Að ósk forsetans mun hím einn-
ig hitta björgunarmenn úhafnar
m/s Tungufoss og eiginkonur
þeirra.
Forseti mun fara utan hinn 16.
þ.m.ogdaginn eftir að hinni opin-
beru heimsókn lýkur mun hún
taka þdtt i þorrablóti Islendinga-
félagsins i Lundúnum.
Harma
þessi
endalok
segir Hilmar
Ingólfsson um
sameiginlegt
vinstraframboð
í Garðabæ
Það er rétt aö viðræöur hafa átt
sér staö milli Aiþýðubandalags-
ins, Framsóknar og Alþýöu-
flokksins um sameiginlegt fram-
boð þessara flokka við sveitar-
stjórnarkosningarnar í vor. En
samkomulag náöist ekki og ég
harma þau endalok. Meö sam-
eiginlegu framboði heföu þessir
flokkar staðið sterkar aö vigi
gegn ihaldinu. Það er hins vegar
Ijóstaö ihaldsmeirihlutinn hér i1
Garðabæ fellur i vor, hvort sem
sameiginlegt framboö gcgn hon-
um hefði komið fram eða ekki.
Alþýðubandalagið mun nií ein-
beita sér að þvi að fá tvo menn
kjörna i' kosningunum i' vor",
sagði Hilmar Ingólfsson bæjar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins i
Garðabæ i samtali við Þjóðvilj-
ann i' gær.
Hilmar benti á að i siðustu
kosningum fengu þessir ftokkar
samtals 1033 atkvæði, en ihaldið
930 atkvæði, en hélt samt meiri-
hluta. Og nú stendur ihaldið I
Garðabæ veikar en nokkru sinni,
enda hefur stjórnun þess á bæn-
um verið óstjórn, sem allir eru,
orðnir óánægðir með.
Að iokum sagði Hilmar, að
Alþýðubandalagið myndi nú
vinda sér i að ganga frá Ksta sin-
um fyrir kosningarnar.
— S.dór.
Aðalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga.
Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn
hlaðíiins i þessum simum: Hitstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroí
8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af-
greiðslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og
eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld.
Aðalsími
81333
Kvöldsími
81348
Helgarsími
afgreiðslu
81663
Franskir
útvarpshlust-
endur heim-
sóttu „hiö
skelf ilega
hús” á Rein
í fyrradag
„Frétti venjulega siðastur um örlög min og bóka minna i oörum
löndum”, segir Halldór Laxness.
Islandsklukkan í
franska útvarpinu
,,Það var mikill spenningur
meðal íslendinga hér I Frakk-
landi og franskra tslandsáhuga-
manna þegar gat að llta i blöð-
unum um helgina að hefja ætti
flutning tslandsklukkunnar I
útvarpi. Af þessu höfðu að vfsu
borist spurnir en við vissum
ekki hvenær flutningurinn hæf-
ist”, Sagði Einar Már Jónsson
fréttaritari Þjóðviljans i Parls I
samtali um kl 18 I gær.
,,Nú eftir nokkrar minútur er
að hefjast þriðji þátturinn i
þessari þáttaröð, sem hóf göngu
sina sl. mánudagskvöld. Það er
farið afar nákvæmlega i text-
ann. í fyrsta þættinum á
mánudagskvöld var hýðing
Jóns Hreggviðssonar á Þing-
völlum og samdrykkja hans og
SigurðarböðulsSnorrasonar, en
i gær fór allur þátturinn i heim-
sókn Arna Magnússonar,
biskups og Snæfriðar að Rein.
Þetta verða hvorki meira né
minna en 30 hálfrar klukku-
stundar þættir, sem sendir eru
út fimm sinnum i viku næstu
vikurnar. Islandsklukkan er
sett þannig upp að sögumaður
segir söguna og tengir saman
þætti, en á milli er textinn ieik-
inn. Við þekkjum þetta form úr
framhaldsleikritum heima. Það
er menningarrás franska út-
varpsins „France Culture” sem
flytur Islandsklukkuna i þessum
búningi, og hefur Jean-Jacques
Vierne annast leikgerðina og
farið eftir þýðingu Regis Boyer
sem út kom fyrir nokkrum ár-
um á bók I Frakklandi og vakti
mikla athygli. Og ég tel það
alveg vist að tslandsklukkan
muni falla vel i geð franskra út-
varpshlustenda”, sagði Einar
Már Jónsson að lokum.
Halldór Laxness:
„Bókmenntalegur skyldleiki
meö Frökkum og íslendingum”
,,Ég veit lltið um þetta. Ég
frétti venjulega slðastur um ör-
lög min og bóka minna I öðrum
löndum. Hitt veit ég að islands-
klukkan vakti mjög mikla at-
hygli þegar hún kom út í Frakk-
landi fyrir einum tveimur árum
og sömulciöis Gerpla.
Eg vissi að það stóð til að
flytja 30 þætti i franska útvarp-
inu úr íslandsklukkunni, en
vissi ekki hvenær útsendingar
hæfust. Ég hlusta aldrei eftir
frönskum útvarpssendingum,
þvi útvarpsöldurnar eru svo
duttlungafullar, — maður þarf
að vera mjög heppinn til að
heyra eitthvað og oftast er mað-
ur óheppinn,” sagöi Halldór
Laxness þegar við spjölluðum
við hann vegna flutnings ís-
landsklukkunnar i franska út-
varpinu. Hann bætti ennfremur
við:
„Við eigum ákaflega margt
sameiginlegt meö Frökkum á
bókmenntasviðinu og það er
ekkert undarlegt þótt Frakkar
kunni aö meta Islenskar bók-
menntir. Islendingar eignuðust
skáldskap á eigin bókmáli á
sömu öld og Frakkar og áhrif
latneskrar menningar á is-
lenska fram að siðbót eru
ómæld, þótt Islendingar hafi
trúað ruglinu i dönskum sið-
bótarmönnum, sem vildu gera
sem minnst úr okkur. Við höfum
enga bókmenntalega samstöðu
með þjóöum sem eru 800 árum á
eftir okkur á þessu sviði eins og
Skandinövum og Þjóðverjum,”
sagði Halldór að lokum.
—þs
Kjaradeila hjúkrunarfræðinga:
Fyrirf ramgreiðslan
ásteytingarsteinninn
,,Siðasta fundi okkar
með sáttasemiara lauk
um miðnættið i fyrradag
og engir fundir hafa
verið boðaðir,” sagði
Sigrún óskarsdóttir
varaformaður Hiúkrun-
arfélagsins í samtali við
Þióðviljann i gær.
,,Við lögðum fram okkar kröfur
I þessari kjaradeilu við Reykja-
vikurborg, en aðalkrafan er sú að
þeir hjúkrunarfræðingar, sem
vinnahjáborginni fái greidd laun
fyrirfram eins og tiðkast hjá rík-
inu. Viðsemjendur okkar hafa
hins vegar hafnað þessari kröfu
alfarið. Það er ljóst að hjúkrunar-
fræðingar munu ekki hvika frá
þessari kröfu, enda er það
réttlætismál að allir hjúkrunar-
fræðingar sitji við sama borð
varðandi greiðslur launa.
Þá voru á fundinum ræddar
aörar kröfur svo sem flutningur
réttinda og samræming á
veikindafrium, en þar gilda ekki
sömu reglur hjá riki og borg.
Einnig varrættum starfsaldur en
hann er ekki metinn ef um er að
ræða minna en hálft starf.
Næsta skref I deilunni verður að
likindum það að sáttasemjari
mun leggja fram sáttatillögu, og
verður það ekki seinna en á
sunnudag. Undirbúningur verk-
falls er hins vegar i fullum gangi
og höfum við beðið um fund með
vinnudeilunefnd BSRB,” sagöi
Sigrún.
Svkr.
Framkvæmdaráð
borgarinnar
samþykkir:
Malbikun
og frágang
umhverfis
Þangbakka
— Framkvæmdaráð Reykja-
vikur samþvkkti á slðasta fundi
sinum að unnið yrði að frágangi
umhverfis fjölbýlishússins við
Þangbakka á bak við Broadway
fyrirsem næst 3 milljónir króna á
þessu ári,— sagði Adda Bára Sig-
fúsdóttir i viðtali við blaðið í gær,
en við inntum hana eftir hvað liði
gatnagerð á þessu svæði.
— Mjóddin er svæði, þar sem
hús hafa ekki afmarkaðar lóðir,
og framkvæmdir á hinu sam-
eiginlega svæði eru nú i undir-
búningi. Hvað þetta tiltekna fjöl-
býlishús varðar, þá hefur verið á-
kveðið að malbika stig að þvi
þannig að hægt sé að komast að
aðalinnganginum á malbiki.
Jafnframt verður gengið frá bila-
stæði, útivistarsvæðiverða form-
uð og nánasta umhverfi lagað.
Skeiðarárhlaupið:
Sennilega
hámark á
sunnudag
,,t dag er fjórtándi dagur
Skeiðarárhlaupsins og áin er I
stöðugum vexti,” sagði Sigurjón
Rist vatnamælingamaður I sam-
tali við Þjóðviljann I gær. Sigur-
jón er nú staddur fyriraustan við
mælingar á hlaupinu.
„Skeiðarárhlaupin hafa venju-
lega staðið i svona þrjár vikur og
þvimá geta sér tilaðmestverði i
ánni á sunnudaginn kemur.
Hlaupin vaxa hægt, en minnka
svo hratt eftir að hámarkinu er
náð. 1 dag er vatnsmagnið um
1650 rúmmetrará sekúndu. Þetta
er þó litið hlaup miðað við mörg
fyrri og hagar sér svipað og
hlaupið 1976.
Hér áður fyrr voru Skeiðarár-
hlaup á um tiu ára fresti, en i
seinni ti'ð hafa þau verið á fjög-
urra til sex ára fresti. 1 millitið-
inni safnast vatn i Grimsvötn, en
þar á hlaupið upptök sin. Hlaupin
hafa verið að minnka frá 1934 en
þá gaus i Grimsvötnum og 1954
var vatnsmagnið um tiuþúsund
og fimmhundruð rúmmetrar á
sekúndu. Þá fór það i árnar hér
fyrir vestan og flæddi um allan
sand.Núer alltmeð kyrrum kjör-
um, en 1934 og 39 brotnaði úr jökl-
inum og stykkin komumeð vatns-
flaumnum niður á sand.
1 kvöld hafa runnið til sjávar i
þessu hlaupi 550-600 gigalitrar, en
það er ekki nema fimmtungur
þess, sem var i hlaupinu 1976.
Þegar jökullinn á Grimsvatna-
svæðinu nær 1436 metra hæð yfir
sjávarmál eru Grimsvötn full, en
það hafa þau nú verið i tvö ár.
Það mætti þvi kanski hugsa sér
að vatnsmagnið væri mikið i
Grimsvötnum nú og draga þá
ályktun að þetta yrði mikið hlaup,
en það hegðar sér enn sem komið
ereins og hlaupið 1976. Það er þvi
erfitt að spá um hversu þetta
hlaup kann að verða mikið.
Ain er dökk og þaö leggur af
henni jöklafýlu og það fellur á
málma,” sagði Sigurjón að lok-
um.
Svkr.