Þjóðviljinn - 11.02.1982, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 11.02.1982, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. febrúar 1982 Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í febrúarmánuði 1982 Mánudagur 15. febrúar R—1 til R—500 Þriðjudagur 16. febrúar R—501 til R—1000 Miðvikudagur 17. febrúar R—1001 tii R—1500 Fimmtudagur 18. febrúar R—1501 til R—2000 Föstudagur 19. febrúar R—2001 til R—2500 Mánudagur 22. febrúar R—2501 til R—3000 Þriðjudagur 23. febrúar R—3001 til R—3500 Miðvikudagur 24. febrúar R—3501 til R—4000 Fimmtudagur 25. febrúar R—4001 til R—4500 Föstudagur 26. febrúar R—4501 til R—5000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlits rikisins, Bildshöfða 8 og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skuli fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bif- reið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi að skráningar- númer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir i leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tima. Á leigubif- reiðum til mannflutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sérstakt merki með bókstafnum L. Varnræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- ferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftilitið er lokað á laugar- dögum. í skráningarskirteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðarinnar hafi verið stillt eftir 31. júli 1981. Lögreglustjórinn i Reykjavik. 10. febrúar 1982. SETUR ÞÚ STEFNULJÓSIN TÍMANLEGA Á? UMFERÐAR 'Ð UTSALA áður nú gallabuxur 310 150 vattvesti 240 150 pils 310 170 velour-gallar 350 150 telpna-buxur 199 100 herra-skyrtur 120 60 háskólabolir 114 60 dönskleðurkuldastigvél, kv. .. 560 390 dönsk leðurkuldastigvel, karla 681 450 gærufóðruð kuldastigvél, karla 550 195 inniskór barna 50 15 inniskór kvenna 40 20 æfingaskór 155 95 finnsk lappakuldastigvél 490 250 leðurskór m/hrágúmmibotni, karla 340 115 drengjaskór úr leðri 270 95 DOMUS KAUPFELAG REYKJAVIKUR 0G NAGRENNIS Minning: Sigrún Ágústsdóttir og Bogi P. Thorarensen Hér minnumst viö tveggja ung- menna er létust af slysförum i hliðum Ingólfsfjalls s.l. laugar- dag, Sigrúnar Agústsdóttur fæddri 29. desember 1958, dóttir hjónanna Sigriðar Eiriksdóttur og Agústar Sigurðssonar, Birtingaholti og Boga Péturs Thorarensen fæddum 24. mars 1956, sonur hjónanna Guðrúnar og Harðar Thorarensen Eyrar- bakka. Höfðu þau fyrir fáum árum myndað heimili saman i Reykja- vik. Stundaði Sigrún nám i sjúkraþjálfun við Háskóia Isiands en Bogi var við nám i Tækniskóla ísiands. Bæði voru þau einstak- lega efnileg ungmenni, hlaöin undraverðri lifsgleði starfsorku og elskulegu viðmóti, sem alla hreif. Hjá okkur sem þeim kynntust er sár harmur kveðinn, þvi við þau voru svo miklar vonir bundnar. Sökum fjölskyldutengsla hafði ég fylgst með lifsferli Sigrúnar heitinnar frá fæðingu til þessa dags á sama vaxtaskeiöi og barna minna. Henni var i blóð borin óvenjumikil atorka, lifsþróttur og hjartahlýja. öll sin störf vann Sigrún af eldmóði og var hún eftirsótt til starfa. Auk þess átti hún i óvenjurikum mæli ástúð og hjálpsemi sem henni var sýnt um að miöla öðrum. Þannig er greypt inn I vitund mfna atvik frá liðnu sumri er ég horfði á hana leiða lasburöa ömmu sina i brekkum Birtingaholts i svölum kvöld- blænum. Þar sá ég glöggt hvern mann Sigrún hafði að geyma. Nærgætni, alúð og umhyggja skein úr öllu hennar fasi. Sú kvöldganga hafði heldur ekki ver- ið sú eina, þeirra mun margra að minnast. Hún hafði lika valið sér það lifsstarfið sem henni hæfði best að likna sjúkum og þjáðum. Sagt er að maöurinn sé aðeins það sem hann er öðrum. Sigrún og Bogi voru bæði á stuttri veg- ferð sinni þeir gimsteinar að þau verða okkur sem þeim kynntust minnisvarði þess fegursta sem I manninum býr. Ósjaldan hlýjaði milda brosið hans Boga mæddan huga. Bæði höfðu mikið að gefa. Lesandi góður við þig vil ég eiga orð. Minnumst þessara kvöddu ungmenna i bænum okk- ar. Biðjum þeim velfarnaðar með þakklátum huga á ókomnum leiðum. Minnug þess fagra er þau gáfu okkur. Megi ljósberi bæna okkar verða þeim birta og ylur á leiðum hins hulda. Guð gefi for- eldrum og systkinum þeirra styrk og hugarhægð. Guð blessi ykkur öll. Þórkell G. Björgvinsson Bygging verkamannabústaða: 842 íbúðlr reistar á áratugnum 1970-1981 Framkvæmdir hafnar við 602 íbúðir til viðbótar A árinu 1981 lauk byggingu sfð- ustu ibúðanna I verkamannabú- stöðum sem I byggingu voru á grundvelli laga nr. 30 frá 12 maí 1970. Voru þesar Ibúðir 59 og I eft- irtöldum 4 sveitarfélögum: Reykjavik 36 ibúðir Blönduós 6 fbúðir Sauðárkrókur 14 ibúðir Seyðisfjörður 3 ibúðir Að framangreindum 59 ibúðum meðtöldum hafa alls verið reistar 842 Ibúðir I 25 sveitarfélögum á grundvelli laga nr. 30 frá 12. mai 1970. Skiptast þær þannig á sveit-1 arfélög: Reykjavik 524 ibúðir Akranes 18 Ibúðir Borgarnes 6 ibúðir Ólafsvik 6 ibúðir Stykkishólmur 2 ibúðir Patreksfjörður 6 ibúðir Suðurfjarðarhreppur 2 ibúðir Bolungarvik 3 ibúðir tsafjörður 20 ibúðir Blönduós 6 ibúðir Sauðárkrókur 26 Ibúðir Siglufjörður 3 íbúðir Dalvik 2 ibúðir Akureyri 70 ibúðir Vopnafjorður 6 ibúðir Seyðisfjörður 3 ibúðir Neskaupstaður 6 ibúðir Eskifjörður 8 ibúðir Reyðarfjörður 4 ibúðir Búðahr., Fáskrúðsfirði 6 ibúðir Vestmannaeyjar 36 ibúðir Selfoss 8 ibúðir Gerðahreppur 2 ibúðir Hafnarfjörður 37 Ibúðir Kópavogur 32 ibúðir. Samþykkt lán á árinu 1981 vegna lokaframkvæmda þeirra 59 ibúða er að framan greinir námu samtals kr. 14.505.570.- og skipt- ast þannig: Reykjavik kr. 13.500.000.- Blönduós kr. 566.121.- Sauðárkrókur kr. 303.799.- Seyðisfjörður kr. 135.670.- Greiðslur til Byggingarsjóðs verkamanna frá sveitarfélögum fyrir milligöngu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu aðeins kr. 987.509.00 á sl. ári. Er þar með lokið milligöngu Jöfnunarsjóðs um greiðslur á framlögum sveit- arfélaga er gilt hefur frá setningu laga nr. 30 frá 12. mai 1970, en lög nr. 51/1980 gera ekki ráð fyrir slikri milligöngu. Slðan lög nr. 51/1980 um Hús- næðisstofnun rikisins tóku gildi hafa verið samþykktir lánssamn- ingar er taka til 279 verkamanna- bústaða og leiguibúða sveitarfé- laga. Ibúðir þessar eru I 28 sveit- arfélögum. A árinu 1980 voru framkvæmdir hafnar við 74 þess- ara Ibúða, en framkvæmdir við 205 þeirra hófust 1981. Af þessum 279 ibúðum eru 252 verkamanna- bústaðir, en 27 leigulbúðir sveit- arfélaga. Auk framangreinda 279 Ibúöa sem gerðir hafa verið lánssamn- ingar um hefur húsnæðismála- stjórn á liðnu ári heimilað 20 sveitarfélögum undirbúning að byggingu 323lbúða. Gera má ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við verulegan og jafnvel mestan hluta þessara ibúða á árinu 1982. Þá hafa ennfremur borist frum- umsóknir um 232 Ibúðir frá 13 sveitarfélögum. Hafa þær um- sóknir enga afgreiöslu fengið fyrst og fremst vegna skorts á nauðsynlegum gögnum og upp- lýsingum. (Fréttatilkynning frá Húsnæðisstofnun) Tilkynnlng til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að 25% dráttarvextir falla á launa- skatt fyrir 4. ársfjórðung 1981 sé hann ekki geiddur i siðasta lagi 15. febrúar. Fjármálaráðuneytið Einstaklingsíbúð Óska eftir einstaklingsibúð til leigu. Upplýsingar i sima 20060.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.