Þjóðviljinn - 11.02.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.02.1982, Blaðsíða 10
10 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. febrúar 1982 Jón Baldvin Hannesson kennari skrifar: F^lgist þu með starfi bams þíns? Geturöu hugsað þér ab láta eins og ekkert sé þegar barn þitt kem- ur heim úr leikskóianum og sýnir þér hróðugt eitthvað sem það hef- ur búið þar tii? Nei, auðvitað ekki. Þú hrósar barninu að sjálf- sögðu og skoðar meö athygli lit- inn og jafnvel ómerkilegan hlut i augum fullorðinna á meöan barn þitt ijómar af ánægju við hliðina á þér. Og barnið lýsir e.t.v. fyrir þér hvað þetta sé nú og hvernig þaö hafi búið hlutinn til o.s.frv. Ef að barninu væri ekki hrósað fyrir vinnu sina i þessu tilviki væri ver- ið að taka frá þvi mjög mikilvæga tilfinningu, þá tilfinningu að barnið og vinna þess sé einhvers virði og að vel unnu verki fylgir ánægja. Þeirri ánægju sem hér um ræð- ir er ekki svo auðvelt að lýsa og hún felstekki i neinum „áþreifan- legum” verölaunum. En liklega hefur þú sjálfur, lesandi góður, orðið margoft fyrir svipaðri reynslu. Hefurðu ekki einhvern tima lagt mikla hugsun, vinnu og alúð i eitthvert verk sem þú hafð- ir verulega ánægju af, en engin bein laun fyrir? Hefur t.d. saum- aö, málað, smlðað, eða leikið á hljóðfæri svo aðeins fátt eitt sé nefnt. 1 þvi tilviki geturðu örugg- lega sett þér fyrir sjónir hvað örlitið hrós eða viöurkenning fyr- ir unninn hlut hefur mikið að segja. Það gilda nefnilega svipuð lögmál um okkur fuílorðna fólkið, aö okkur er nauösynlegt að fá við- urkenningu fyrir verk okkar, þótt börnum sé þaö ennþá mikilvæg- ara. I skóla er mikilvægt að nem- endur finni til þess aö þeir séu metnir einhvers. Ekki I saman- burði við aðra, heldur að þeir skipti einhverju máli sem ein- staklingar og að öllum öörum sé ekki sama um þá. Hið sama gildir á heimilum okkar. Við verðum að meta hvern og einn fjölskyldu- meölim að verðleikum, ekki mið- að við aðra fjölskyldumeðlimi eða utanaö komandi einstaklinga, heldur á algjörlega sjálfstæðan hátt. Engum dettur i hug að miða vangefiö barn við heilbrigt I þroska, enda er slikt úti hött. Það er á svipaöan hátt litil skynsemi i þvi að allir á sama aldri þurfi nauðsynlega að kunna sömu hlut- ina og það á sama tima.Þannig hafa þó skólar starfaö til skamms tima. Og það verður þvi miður að segjast eins og er, að þrátt fyrir löggjöf sem kveður á um að hver nemandi skuli fá kennslu miðað við sinn þroska og sina getu er framkvæmdin ekki þannig i reyndinni. Skólar eru heldur ekki i stakk búnir til þess að veita ein- staklingsbundna kennslu þar sem i mörgum bekkjum eru of margir nemendur, bækur og nauðsynleg- ustu kennslugögn af skornum skammti og öll aöstaöa i lág- marki. Allt þetta veldur þvi að börn fá yfirleitt ekki nægilega at- hygli og uppörvun i skólanum. Þessu þarf að breyta með sam- stilltu átaki allra sem hlut eiga að máli. Það hefur veruleg áhrif á skóla- göngu barna hvernig sambandi þeirra viö foreldrana er háttað. Allt frá fæðingu þurfa börn um- hyggju og alúð á öruggu heimili þar sem þeim liður vel. Ef for- eldrar eöa annað heimilisfólk get- ur gefiö sér tima til þess að ræða við börnin i ró og næði gengur börnunum betur þegar i skólann er komiö að ræða við og hlusta á kennara og aðra nemendur. Þvi miöur bendir margt til þess að allt of mörg heimili veiti börnum ekki nægan tima og næga um- hyggju. Að visu eru það gæöi samskiptanna á heimilinu en ekki magn þeirra ef svo má segja sem ræður mestu um uppeldisáhrifin og vill þetta tvennt þó gjarnan fara saman. En I þvi þjóðfélagi þar sem báðir foreldrar vinna úti eins og tiðkast orðið hér á landi vill oft verða erfitt að finna tima til samvista allrar fjölskyldunn- ar. Þá ekki siður þegar allir þeir fjölmiðlar sem i boði eru ræna þeim minútum sem eftir eru þeg- ar vinnan og heimilisstörfin eru frá. Foreldrar verða aö gefa sér tima til að ræða við börn sin um áhugamál þeirra og störf. Ef þeir gera það á jafnréttisgrundvelli og fylgjast þannig með barninu að starfi og leik getur það hindrað að barnið lendi i erfiðleikum I skól- anum eða annars staðar. Hrós er börnum nauðsynlegt, en hrós verður að vera meira en inni- haldslaus orð. Með þvi að sýna barninu áhuga og umhyggju geta foreldrar best komiö barninu i skilning um að það sjálft og störf þess séu einhvers virði og stuölaö þannig að bættri liðan þess i skól- anum og meiri áhuga á náminu. Jón Baldvin Hannesson Ný gerð Volvobifreiða Starfsfólk Félagsmálastofnunar ályktar: Um vímuefnaneyslu og áhrlf hennar Sænsku Volvo-verksmiðjurnar kynna nú nýja gerð Volvo-bif- reiða sem framleiðsla er hafin á. Nefnist gerðin Volvo 769 GLE, og er i veigamiklum atriðum frá- brugöin þeim gerðum Volvo-bif- reiða sem til þessa hafa verið á markaöinum. Bifreiðin er að miklu leyti byggð á tilraunabif- reið sem Volvo-verksmiðjurnar létu smiða á afinu 1980 „Volvo Concept Car”, en sú bifreið var kynnt á bifreiðasýningum vlða um heim og vakti gífurlega at- hygli. Volvo 760 GLE verður meö sex strokka vél 2849 rúmsentimetra og afl vélarinnar er 155 hestöfl miðað við 5700 snúninga á mlnútu. Einnig verður unnt að fá þessa gerð með sérhannaðri di'selvél sem er i senn ótrúlega kraftmikil og hljóðlát. 1 fjölda mörg ár hafa Volvo- verksmiöjurnar haft forystu i öryggismálum og má t.d. nefna að þær komu fyrstar meö ökuljós og öryggisbelti sem sjálfsagðan búnað í bifreiðum. Hafa verk- smiðjurnar hlotið verðlaun bandariska umferðaröryggis- eftirlitsins, en sem kunnugt er gerir það mjög strangar krMur. 1 Volvo Concept Car komu fram fjölmargar nýjungar á þessu sviði, og hafa sumar þeirra verið teknar upp i Volvo 760 GLE. Má þar nefna sérstaka gerð aftur- sæta, sem eiga að hindra að far- þegar renni fram og skelli á baki framsætanna, verði árekstur. Þá hefur hið svonefnda öryggisstýri verið endurbætt, breytingar hafa veriö gerðar á hemlunarkerfinu sem eiga að tryggja aö unnt sé að stöðva bifreiðina á minnsta hugsanlegum tima, og einnig hafa verið gerðar ráðstafanir til þessaðauka öryggiökumanns og farþega verði hliöarárekstur eða ef bifreiðin veltur. Volvo 760 GLE hefur nú verið sett á markaðinn og munu verk- smiðjumar á næstunni leggja áherslu á kynningu hennar. Þess skal sérstaklega getiö að verk- smiöjurnar munu enn halda áfram smiði hinna hefðbundnu Volvo-bifreiða, þ.e. 340 gerðar- innar og 240 geröanna, en þær bif- reiBirhafa notiö mjög mikilla vin- sælda viða um lönd, ekki sist hér á Islandi. A fræösludegi starfsfólks Fé- lagsmáiastofnunar Reykjavikur- borgar, i fjölskyidudeild, Útideild og Unglingaathvarfi var rætt um vimuefnaneyslu og áhrif hennar. i tilefni af þessum fundi gerir starfsfólk Félagsmálastofnunar Reykjavikurborgar, sem vinnur að þessum málum, eftirfarandi ályktun: Neysla vimuefna af ýmsu tagi hefur verið mjög almenn meðal unglinga og virðist fara vaxandi. Afengisvenjur unglinga, allt nið- ur i 12 ára aldur, likjast nú æ meir siðum fullorðinna. Unglingar drekka reglubundið, skipuleggja áfengiskaupin timanlega með dyggilegri aðstoð fullorðinna og stór hópur þeirra „dettur ræki- lega i J»ö” um hverja helgi. Fleiri efni eru komin til sögunn- ar, auk áfengis. Hafa lyf og leysi- efni bæst við og æ sterkari ávana- efni ryðja sér nú greinilega til rúms. Þessi þróun er alvarlegt Ertþú búinnað fata í I jósa - skoðunar -ferð? áhyggjuefni. Svo virðist sem nokkuð stór markaður hafi þeg- ar myndast á þessu sviöi. Rann- sóknir erlendis frá sýna aö slikur markaður tengist fleiri vanda- málum, t.d. afbrotum og vændi og bendir ýmislegt til að slik þróun muni einnig eiga sér stað hér- lendis. Undanfarin ár, hefur ýmislegt verið gert i málefnum reykviskra unglinga. Má þar m.a. nefna upp- byggingu 5 félagsmiðstöðva i Reykjavik, á vegum Æskulýðs- ráös. Starfsemi Félagsmála- stofnunar Reykjavikurborgar er þriþætt, þegar um er að ræða starf meðal unglinga. 1. Fjölskyldudeild Félagsmála- stofnunar Reykjavikurborgar aðstoðar einstaklinga og fjöl- skyldur sem eiga i erfiðleikum og þangað geta unglingar leitað eftir aðstoð. 2. útideild hefur verið starfandi undanfarin ár og heldur uppi reglulegu leitarstarfi meðal barna og unglinga i Reykjavik. 3. Eitt unglingaathvarf er rekið fyrir 6 unglinga, sem eiga við ýmsa félagslega erfiðleika að etja. Nýlega hefur verið opnuð ung- lingaráðgjöf á vegum rikisins sem unglingar geta leitað til vegna erfiöleika sinna. Hvaöer tilúrbota Abyrgðin á þessum málum dreifist á margar stofnanir, þvi er mikilvægt að þeir aðilar er málið varða taki nú höndum saman. Að- gerðir mega ekki stjórnast af til- viljanakenndum skyndiviðbrögö- um; langtímaáætlun þarf að vinna að sameiginlega af hálfu heilbrigðis-, félags- og fræösluyf- irvalda. Stórauka þarf fræðslu meðal barna, unglinga og for- eldra þeirra um áhrif og skað- semi vimuefna i þvi skyni að koma i veg fyrir frekari neyslu og útbreiðslu þessara efna. Aðstöðu fyrir unglinga má tvi- mælalaust bæta, svo og alla félagslega aðstoð viö þennan ald- urshóp. Nefna má, að engin með- feröarstofnun er til fyrir unga vimuefnaney tendur. Fjölskyldudeild Félagsmála- stofnunar Reykjavikur hefur á undanförnum árum, við gerð fjárhagsáætlunar gert margar tillögur til úrbóta i málefnum unglinga, m.a. hefur verið farið fram á Unglingaheimili fyrir heimilislausa unglinga, fleiri unglingaathvörf og aukinn mann- afla i Útideild og er enn þörf. En fyrir starfsmenn á sviði barnaverndar blasir fyrst og fremst viö að rjúfa þurfi þann vitahring þar sem erfiðar félags- legar aðstæður leiða af sér margþættan félagslegan vanda. Hlutverk fjölmiðla er mikil- vægt, en fjalla verður um málið á viðari grundvelli i stað þess aö slá upp æsifréttum eins og boriö hef- ur viö. Miklu máli skiptir, hvernig fræösla og upplýsingar eru settar fram, svo ekki sé hægt aö skilja hana sem ieiðbeiningu um notkun efnanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.