Þjóðviljinn - 11.02.1982, Page 7
Fimmtudagur 11. febrúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Reykjavikurskákmótið/ 2. umferð:
Helgi tók forystu
19082
X.REYKJAVIKUR
SKAKMOTIO
— ásamt
Schneider
Alþjóðlegur meist-
ararnir okkar náðu allir
að vinna andstæðinga
sina í annarri umferð
Reykjavíkur mótsins,
sem tefld var að Kjar-
valsstöðum, í gærkveldi,
Haukur varð fyrstur til
að leggja sinn mann,
Mexikómeistarann Frey,
og birtist sú skák hér á
eftir.
Jón L. vann Goodman, Eng-
landi af miklu öryggi.
Helgi tefldi mikla glannaskák
við Pólverjann Kuligowski, sem
er alþjóðlegur meistari. Pól-
verjinn lenti i geigvænlegu
timahraki, og i mjög tvisýnni
stöðu kom hver ágætisleikurinn
frá hendi Helga, svo til við-
stöðulaust, þannig að Kuli-
gowski mátti hafa sig allan við i
vörninni. Þegar leiknir höfðu
verið 43 leikir gafst Pólverjinn
upp i þessari stöðu:
Eins og sjá má eru þræðirnir
allir i höndum Helga sem stýrði
hvitu mönnunum.
Sahovic, andstæðingur Mar-
geirs, lenti i timahraki um-
ferðarinnar, þegar hann þurfti
að leika rúmlega þrjátiu leikj-
um á aðeins u.þ.b. 5 minútum.
Honum tókst að rata réttu leið-
ina og jafnteflið blasti við er
timamörkunum var náð.
Skák þeirra Friðriks og Hel-
mers virtist allan timann i jafn-
vægi, og var greinilegt að
Norðurlandameistarinn ætlaði
sér ekki að gefa Friðrik færi á
neinum brellum, heldur leitaði
eftir uppskiptum.
Shamkovic hefur peð upp i
skiptamun i biðskák sinni við
Jóhann Hjartarson, þannig að ef
Jóhanni tekst að nýta þann um-
framliðsafla verður hann ásamt
Helga ólafssyni með tvo vinn-
inga. Sjálfur vildi Jóhann ekk-
ert segja um stöðuna i gær-
kveldi.
Helgi ólafsson er þá eini Is-
lendingurinn, sem unnið hefur
báðar sinar skákir. — eik.
ilvitt: Haukur Angantýsson
Svart: Frey (Mexíkó)
Spænskur leikur
1. e4-e5 4. Ba4-Rf6
2. Rf3-Rc6 5. O—0-Be7
3. Bb5-a6 6- B*c6
K. Helmers — Frifirik ólafsson.............. 1/2 — 1/2
Jóhann Hjartarson — L. Shamkovic............ BIÐ
Helgi Ólafsson — A. Kuligowski.............. 1 — o
D. Sahovic — Margeir Pétursson.............. 1/2 — 1/2
A. Abramovic — G. Forintos.................. 1/2—1/2
L. Schneider —M.Bajovic.................. 1 —o
L. Alburt —T. Horváth....................... 1—0
A. Adorjan — K. Kaiszauri................... 1—0
K. Bischoff — R.Byrne....................... o—1
B. Ivanovic — Magnús Sólmundarson........... BIÐ
Haukur Angantýsson — K. Frey................ i—o
R. GrOnberg —D. Gurevic .................... 0 — 1
Elvar Guðmundsson — B. Kogan................ UIÐ
Jón L. Arnason — D. Goodman................. 1 — 0
Róbcrt Harðarson — S. Kindermann............ o — 1
Jónas P. Erlingsson —C. Höi................. BIÐ
K.Burger —G.KrSthenbíihl.................... 1/2—1/2
Dan Hansson — T. Wedberg.................... 0 — 1
Stcfán Briem— Guðmundur Sigurjónsson........ BIÐ
Leifur Jósteinsson —H. Westerinen........... BIÐ
E. Mednis —AsgeirÞór Arnason................ BIÐ
D. Firmian —Sævar Bjarnason ................ 1 — o
Július Friðjónsson — V. Zaltsman............ 0 — 1
G. Iskov — Hiltnar Karlsson................. 1/2 — 1/2
Jóhannes G. Jónsson — Benedikt Jónasson..... 1/2 <-1/2
Jóhann ö. Sigurjónsson — A. Savage.......... 1/2 — 1/2
Jóhann Þ. Jónsson — Karl Þorsteins.......... 1/2 — 1/2
(Sjaldséð framhald sem
íreiðanlega hefur komið and-
Jtæðingi Hauks á óvart. Haukur
er litið fyrir það gefinn að arka
troðnar slóðir.)
6. ...-dxc6 14. Rxe6-Bxe6
7. d3-Rd7 15. Hadl-Dc8
8. 03-0—O 16. h3-a5
9. Bb2-f6
10. Rbd2-Rc5
11. d4-exd4
12. Rxd4-He8
13. I)f3-Re6
17. a4-IId8
18. De2-b6
19. f4-Bc5+
20. Kh2-He8
21. g4
(Peðameirihluti hvits á
kóngsvængnum er svo sannar-
lega ekki árennilegur. Haukur
hefur náð öflugu frumkvæði út
úr byrjuninni og hann fylgir þvi
fast eftir. Það er aðdáunarvert
hvernig hann smátt og smátt
þrengir að andstæðingi sinum
uns yfir likur.)
21...-Da6 24. Hxdl-Bd6
22. Dg2-Had8 25. e5!
23. Rf3-Hxdl
(A’ann!)
25. ...-fxe5 28. Dd2-Bc5
26. fxe5-Be7 29- Rf5-Be6
27. Rd4-Bd5 30. c4
(Útilokar allt mótspil eftir
skálinunni a6-fl.)
30. ...-Bf8 33. Re2-Dd8
31. Rd4-Da8 34. Rf4-De7
32. Dg2!-Bd7 35. De4-Hd8
(Afleikur i timaþröng en ekki
var staðan gæfuleg.)
36.Ðd4!
(Gegn hótuninni 37. e6 er
ekkert svar.)
36. ...-Dh4
37. e6-Bxe6 40. Dxc7-Dxb3
38. Dxd8-Df2+ 41. Hd8-Dxc4
39. Rg2-Dxb2 42. De7!
— Lokahnykkurinn. Svartur
gafst upp.
(Skýringar eftir Helga Ólafs-
son).'
Biðskáklr
úr <
fyrstu
umferð
Af þeim skákum sem
fóru í bið í fyrstu umferð-
inni vakti án efa mesta
athygli viðureign þeirra
Magnúsar Sólmundar-
sonar og bandariska stór-
meistarans Mednis.
Magnús hafði þjarmað að
Bandaríkjamanninum í
skákinni, og þegar hún
fór i bið hafði hann þrem-
ur peðum meira:
E. Mednis
Magnús
Margir voru á þvi að sigur-
möguleikar Magnúsar væru
umtalsverðir, en þvl miður
reyndist svo ekki vera, en skák-
in tefldist þannig:
47. g4-hxg4+
48. Kg3-Del +
49. Kxg4-De6+
50. Kf4-Dh6+
51. Ke5-Dh5+
52. Ke6-Df7 +
53. Ke5-Dh5 +
Jafntefli
Aðrar biðskákir fóru þannig
að Jóhann Hjartarson vann
Benedikt Jónasson, og Stefán
Briem geröi jafntefli við Tom
Wedberg. Þrjár skákir fóru aft-
ur I biö, og voru tefldar I bið-
skákartimanum eftir umferðina
i gærkveldi. Það voru skákir
þeirra Ivanovic og Kaizauri,
Frey og Bischoff og Elvars og
Gurevic.
f — eik —
Yfirlýsing frá GeAlæknafclaf’i /slands:
Vistun ósakhæfra vodamenna
breytir sjúkrahúsi í fangelsi
A fundi i Geðlæknafélagi
tslands 4. febrúar 1982 var sam-
þykkt eftirfarandi yfirlýsing:
Undanfarnar vikur hefur átt
sér stað umræða á opinberum
vettvangi um vistun og meðferð
geðveikra voðamanna. Með þvi
aö þar hefur viða gætt misskiln-
ings og vanþekkingar á for-
sendum málsins, þykir
Geðlæknafélaginu hlýða að birta
nokkrar leiöréttingar og athuga-
semdir.
1 blaðagreinum hefur oft veriö
gefið I skyn að geðveikir menn
séu almennt hættulegri en annað
fólk og liklegri til aö vinna voða-
verk. Rannsóknir hafa hins vegar
leitt i ljós, aö geðveikir fremja
hlutfallslega færri afbrot en aðrir
þegnar þjóðfélagsins.
Lagaleg skilgreining á ósak-
hæfi geðveikra manna er mis-
munandi I ýmsum löndum, t.d. á
Norðurlöndum, og hafa þvi
skapast ákveðnar heföir um
vistun og meðferð slikra voöa-
manna I samræmi við inntak lag-
arna í hverju landi fyrir sig. Hér
á landi úrskurðar rannsóknar-
dómari hvaða afbrotamenn skuli
sæta geðrannsókn m.t.t. sakhæfis
eöa ósakhæfis, og miðast slik
rannsókn við ákvæði 15. greinar
almennra hegningarlaga frá 1940,
en þar stendur orðrétt:
„Þeim mönnum skai eigi refsað
sem sökum geðveiki, andlegs
vanþroska eða hrörnunar, rænu-
skerðingar eða annars samsvar-
andi ástands voru alls ófærir á
þeim tima er þeir unnu verkið til
að stjórna gerðum sinum”.
Hugtakið ósa'khæfi takmarkast
i þessari lagagrein við svo gagn-
gera truflun eða ágalla I sálar-
lifinu, aö við geðrannsókn er ein-
ungis hægt að úrskurða ósakhæfa
þá einstaklinga, sem haldnir eru
algerri sturlun og fá ekki stjórnaö
geröum sinum. Þeir geðsjúk-
dómar og andlegir ágallar, sem
leiöa til svo alvarlegs vanhæfis,
eru jafnan komnir á varaniegt
stig, og tilraunir til lækninga bera
i fæstum tilfellum árangur.
Undan þessari staðreynd verður
ekki flúið, hversu mikiö sem
menn vilja leggja sig fram um
meðferð.
Ósakhæfir voðamenn eiga að
sjálfsögðu rétt til aö njóta að-
hlynningar eins og aðrir geðsjúk-
lingar, faglegrar tilsjónar lækna
og tilhiýðilegrar hjúkrunar. Engu
að siður hljóta þeir að skipa sér-
stakan flokk geðsjúklinga, og
kemur þar aðallega tvennt til:
1. Þeir hafa verið dæmdir til
öryggisgæslu og teljast þar með
hættulegir samborgurum sinum.
2. Þeir hafa unnið voðaverk,
sem i eðli sinu vekja hrylling I
hugum manna.
Vistun ósakhæfra voðamanna á
Kleppsspitala eða geðdeildum
annarra sjúkrahúsa, mundi hafa i
för með sér algjöra röskun á þeim
frjáslegu háttum um meðferð og
aðbúnað, sem sjúklingar hafa þar
notiö I vaxandi mæli á undan-
förnum árum, og tekið hefur tima
og fyrirhöfn að koma i fram-
kvæmd. öryggisgæslan mundi
breyta sjúkrahúsinu i eins konar
fangelsi, þar sem óhjákvæmilegt
væri að vista þessa sjúklinga á
lokaðri deild með rimlum fyrir
gluggum og öðrum öryggisút-
búnaði. Mundi slik einangrun
ákveðins hóps sjúklinga orka
þvingandi á þá sjáifa og skapa
óhug meðal annarra sjúklinga á
spitalanum, svo og aðstandenda
þeirra. Þótt þessir sjúklingar séu
ekki afbrotamenn i lagalegum
skilningi, þá hafa þeir unnið
voðaverk sem ekki verða aftur
tekin eða bætt, og vera þeirra
innan einangrunardeildar á
stofnuninni, mundi ala á enn
meiri fordómum i garð geðsjúk-
linga almennt, og eru þeir nógir
fyrir.
Vegna sérstööu ósakhæfra
voöamanna, og einkanlega m.t.t.
öryggisgæslunnar, þar sem
verndun þegnanna vegur meira
en læknisfræöileg sjónarmiö,
virðist sú tilhögun raunhæfust að
vista þá á sérstökum geðdeildum
i tenglsum við fangelsi.
F.h. stjórnar Geðlæknafélags
tslands,
Jakob Jónasson,
Sigmundur Sigfússon
Allar afgreiðsludeildir bankans verða
LOKAÐAR
fyrir hádegi föstudaginn 12. febrúar 1982
vegna minningarathafnar um Pétur Sæ-
mundsen bankastjóra.
IÐNAÐARBANKIÍSLANDS H.F.
/
Iðnaðarbanki Islands h.f.