Þjóðviljinn - 11.02.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.02.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. febrúar 1982 Rætt við Sigurð G. Tómasson um iræðslumál og umferðarmál Með auknu húsrými á að huga að breyt- ingum á skólastarfinu Sigurður G. Tómasson „Ég hafði ekki sér- þekkingu á skótamálum þegar ég tók sæti í fræðsluráði Reykjavíkur og tók að vinna að þeim málum, en ég hef komist að þeirri niðurstöðu og þá kannski fyrst og fremst í sambandi við afskipti mín af málefnum Vestur- bæjarskólans að erfið- leikar og aðstöðuleysi varðandi skólahúsnæði er ekki minna í Reykjavik en annars staðar á land- inu. Mér er kunnugt um það að í Vesturbæjar- skóla er húsnæði minna á hvern nemanda en alls staðar annars staðar í landinu og er þetta þó í einu grónasta hverfi höf uðborgarinnar," sagði Sigurður G. Tómasson í viðtali við Þjóðviljann. Sigurður G. Tómasson á sæti i fræðsluráði Reykjavíkur og er for- maður umferðarnefndar borgarinnar. „Ef ég ræöi áfram um Vestur- bæjarskólann, þá hefur þessi skóli veriö olnbogabarn i skóla- hverfinu, vanræktur bæöi varöandi húsnæöi og tækjakost. bar hefur þó verið unniö mjög athyglisvert starf upp á siökast- iö, teknir hafa veriö upp breytt- ir kennsluhættir að kröfum nýs tima eftir aö Kristin Andrés- dóttir varð skólastjóri 1980. Viö skólann er starfandi foreldra- og kennarafélag sem hefur veriö áhugasamt um viögang skólans. Slik félög eru mikilvæg viö hvern skóla og fræðsluráð hefur veriö þess fýsandi aö sllk félög væru stofnuö viö sem flesta skóla og viljað hafa sam- starf viö þau um málefni skól- anna. Foreldra- og kennara- félag Vesturbæjarskóla skrifaði borgaryfirvöldum bréf um mál- efni skólans og fór fram á úr- bætur. Meginhugmynd þeirra var I fyrstu aö skólinn yröi á þeim staö, sem hann er nú og skólahúsiö yröi gert upp. Ég var mjög hlynntur þeim hugmynd- um, en viö nánari athugun kom þó i ljós að á þeim staö er alls ekki mögulegt aö byggja alhliöa skóla, sem veitti þá þjónustu, er börn fá annars sataöar.” Umferð Nú eru I nálægö skólans um- feröargötur. Kom ekki til tals aö loka þeim? „Jú, ég beitti mér fyrir þvi I umferðarnefnd aö loka mætti Hrannarstig ef meö þyrfti, vegna viöbótarhúsnæöis, en til þess hefur enn ekki komið. For- eldrar og aörir Ibúar i Vesturbæ hafa aö undanförnu mjög beitt sér fyrir umbótum I umferöar- málum I bæjarhlutanum. Þetta er gamalt hverfi, sem skipulagt var og byggt áöur en bilar komu til sögunnar. Það er þvi ekki aö undra að bilaumferö valdi hætt- um og óöryggi ibúanna. Þeir fóru þvi þess á leit við borgar- yfirvöld aö þegar I staö yröu geröar ráöstafanir til aö draga úr ökuhraöa, m.a. með þvi aö láta gera upphækkanir og þrengingar á götum. Upphækk- Ég vil geta þess i sambandi við skólamálin og skipulag þeirra, að það eru sifellt uppi raddir um aö nú megi fara aö leggja niður skóla i eldri hverf- unum og taka húsnæöið af skól- unum til annarra nota. Ég held aö þaö sé röng stefna. Nú þegar ástandiö i húsnæðismálum skól- anna i eldri hverfunum er orðiö skaplegt á auövitað að huga að breytingum á skólastarfinu, en aðstæður geröu áöur allt starf leiöinlegt. Ég tel að fleiri skólar eigi að gera tilraunir með svo- kallaðan opinn skóla og jafn- framt er kominn timi til aö huga að iengingu skóladagsins. Skól- inn þarf aö standa allan daginn og þá þurfa börnin aö fá mat i skólunum. A næsta fundi Fræösluráös með skólastjórum veröur ein- mitt rætt hvernig hægt er að haga framkvæmdum I sam- bandi við máltiðir I skólum. Annars eru þessir hlutir eitt af þvi sem foreldrafélög gætu beitt sér fyrir. Þau eiga að þrýsta á skólana um nýjungar i skóla- starfinu. Þá er mikilvægt að minu viti að 9. bekkurinn sé hvergi slitinn frá öðrum bekkjum grunn- skólans. Það þarf semsagt aö stefna aö þvi aö börnin séu i sama skólanurn allan grunn- skólann. Nú eru 9. bekkingar ekki keyröir á milli skóla eins og áður var gert og sýnir það aö á- standið hefur batnað. 1 þessu sambandi er lika rétt aö geta þess að skólahúsnæði á hvern nemanda i Reykjavik er nú rétt aö komast yfir lands- meðaltal, en var áður undir þvi. Viö höfum á allra siðustu árum fengið aukiö fé til skólábygg- inga frá rikinu enda hafði hlutur Reykjavikur legiö eftir undanfarin ár. Þetta hefur verið semsagt leiörétt aö nokkru.” Gangbrautir i Breiðholti Breiðholtið er mannmörg byggð og þar er mikill um- ferðarþungi, a.m.k. á sumum götum. Hefur eitthvað verið gert til að auka öryggi gangandi vegfarenda þar? „Þaö er nú svo aö oft koma upp vandamál i nýjum hverfum varöandi umferðina, sem ekki voru séö fyrir á teikniborðinu. Oft lagast þetta af sjálfu sér þegar hverfin byggjast aö fullu og umferö þungra bfla hættir, en stundum er þörf lagfæringa. t Breiöholti hefur einkanlega á siöasta ári veriö lagfært tals- vert til aö auðvelda umferö gangandi vegfarenda, sérstak- lega barna, sem eru mjög fjöl- menn i hverfinu eins og allir vita. Þar ber hæst göng við Stöng, sem gerö voru undir Breiöholtsbrautina nú slðastlið- iö haust og vetur. Þar að auki hafa veriö sett upp handstýrö gangbrautarljós viö Breiöholts- braut, en þetta eru helstu gönguleiðir fólks á milli Breiö- holtshverfanna. Þá voru gerðar tillögur og þær samþykktar um upphækkun á gangbraut á Austurbergi, það verk hefur af einhverjum ó- skiljanlegum ástæöum ekki veriö framkvæmt ennþá Framkvæmdadeildir borgar- innar sýna hins vegar stundum hvers þær eru megnugar, samanber bilastæöin viö Broad- way,” sagöi Siguröur aö lokum. —SvKr. anir og þrengingar á götum eru siöur en svo neitt töfraorö i borgarkerfinu. Tæknimenn borgarinnar eru margir hverjir fremur andvigir hindrunum á bilaumferö. Þar er þvi ekki á visan að róa. Sjálfur er ég hlynntur slikum aögeröum þar sem nauösynlegt er aö draga úr hraöa vegna ann- arra vegfarenda. Af tillögum Vesturbæinganna var þvi aöeins ein sem hlaut samþykki borgar- yfirvalda, þaö var lagfæringin viö Túngötu og Hofsvallagötu. Tiliaga um upphækkun og þrengingu á Vesturgötu hlaut hins vegar einungis atkvæöi Alþýöubandalagsins i borgar- stjórn og þvi ekki nægan stuðn- ing. Þá hefur verið aukin lýsing viö gangstéttir og þær lagfærö- ar. En áöurgreindar óskir um lagfæringar eru þar meö ekki úr sögunni, þvi i sambandi við endurskoöun á skipulagi gamla bæjarins, sem unniö er aö á veg- um borgarskipulagsins er sér- staklega unnið aö athugun og tillögum um úrbætur i um- feröarmálum Vesturbæjar, samkvæmt beiöni umferöar- nefndar og fylgjast fulitrúar nefndarinnar meö þvi starfi. Ibúar gamla Vesturbæjarins hafa llka dæmi fyrir sér um lagfæringu, á Hjaröarhaga, en þar hafa verið geröar lagfær- ingar sem miöa aö þvi aö draga úr umferöarhraöa og óþörfum gegnumstreymisakstri eftir að fram haföikomiö beiöni ibúanna um slikt. Sett voru svokölluð eyru á gangstéttahorn upp- hækkanir á tvær gangbrautir yfir Hjaröarhaga. Nýr Vesturbæjarskóli Ef við vikjum aftur að Vestur- bæjarskólanum, er þá meining- in að hann verði áfram i sinu gamla húsnæði? „Nei, það varð úr og fólk sá þaö, bæöi foreldrar kennarar og aörir Ibúar Vesturbæjar að til þess aö tryggja börnum i þessu hverfi sómasamlega skólaþjón- ustu þá þyrfti aö koma til bygg- ing nýs skóla. Þvi varð þaö úr að hönnuð skyldi ný skólabygging og reisa á eina staönum i bæjar- hlutanum þar sem koma mætti honum fyrir. Óhjákvæmilega liður þó nokkur timi þar til skól- inn getur hafiö starf á nýjum stað. Hönnun tekur a.m.k. ár og framkvæmdir hefjast þvi ekki fyrr en i fyrsta lagi á næsta ári ef allt gengur aö óskum. Þá er i gangi athugun á þvi hverju megi koma fyrir á lóðinni, sem er á horni Framnesvegar og Hringbrautar. Jafnhliða þessu hefur verið unnið að þvi aö tryggja rekstur skólans á núverandi staö. í þvi skyni hefur veriö framkvæmt ofurlitiö viöhald og lagfæringar á gamla húsinu þó þaö eigi langt i land meö að teljast gott skóla- húsnæöi svo aö möguleikar yröu á að halda uppi kennslu i lög- bundnum greinum, en það hefur ekki veriö hægt hingað til. Þvi miður hefur enn ekki tekist aö rýma húsnæðiö og óvist hvort af leigu verður”. Framkv. í skólamálum Hvað er að segja um fram- kvæmdir vegna skóla I öörum hverfum borgarinnar? „Allt framtil þessa tima höfum við staöið i stórkostlegum fram- kvæmdum I skólamálum i nýj- um hverfum og þá sérstaklega i Breiðholti. Það hefur veriö byggt iþróttahús við Seljaskóla og stór áfangi i kennsluhúsnæði viö ölduselsskóla, sem er fjöl- mennasti skólinn i Breiöholti. Vesturbæjarskóli er ekki stórt hús, enda er; þar þröngt um nemendur. Húsrými á hvern nemanda i Reykjavik er nú komiö litillega yfir landmeðaltal.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.