Þjóðviljinn - 11.02.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. febrúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Athuga-
semd frá
siglinga-
málastjóra
I fréttum rikisútvarpsins frá
Alþingi aö kvöldi 4. febr. 1982 og i
Þjóöviljanum 9. febrúar 1982
viröist gefiö i skyn, aö i svari
sjávarútvegsráöherra, Stein-
grims Hermannssonar til Péturs
Sigurössonar, alþingismanns, viö
fyrirspum hans um sjósetningar-
búnaö gúmmibáta sem Sigmund
Jóhannsson i' Vestmannaeyjum
hefur hannaö, felist að siglinga-
málastjóri hafi talið rétt að biöa
meö aö setja reglur um sjósetn-
ingarbúnað, þar til reynsla væri
fenginaf þessum búnaði á skipum
Vestmannaeyinga.
Þetta mætti skilja þannig, að
beðiö yröi eftir sjóslysi til aö
reynsla fengist á þennan búnaö.
Hiö rétta er að sjálfsögðu, að
um leið og siglingamálastjóri
fagnaði þessum búnaði Sigmunds
og viöurkenndi til notkunar i
islenskum skipum þegar í júli-
mánuöi 1981, þá taldi siglinga-
málastjóri réttað fylgst yrði með
uppsetningu þessa búnaðar i
ýmsum stæröum og geröum fiski-
skipa í Vestmannaeyjum, en
ætlunin var.að þvíverki yrði lok-
ið fyrir vetrarvertiö veturinn
1981/1982.
Síöan yröu samdar reglur á
grundvelli reynslunnar af
uppsetningu búnaöarins við
mismunandi aðstæður i ýmsum
geröum skipa.
Að þessum reghim hefur verið
unnið nú i janUar 1982, og
tillögurnar hafa nú verið sendar
til samgönguráðherra.
Hjáimar R. Bárðarson,
siglingamálastjóri.
Skipaskráin
1982 er
komin út
Siglingamálastofnun hefur sent
frá sér „Skrá yfir islensk skip
1982” og er hún miöuð viö 1.
janúar sl. Efni skipaskrárinnar
er i stórum dráttum óbreytt frá
undanförnum árum, en flest árin
bætist þó eitthvert nýtt efni viö I
sértöflum aftan við sjálfa skipa-
skrána. Vegna samanburöar á
milli ára hefur þessu viöbótarefni
verið haldið óbreyttu, þvi að
giidi þessa nýja efnis eykst, þegar
hægt er aö gera samanburö sömu
atriða frá ári til árs.
Eins og fyrr, er það enn von
Siglingamálastofnunar rikisins,
að skipaskráin megi með þeim
fjölmörgu upplýsieum, sem felast
i sértöflum i skránni, verða að
gagni fyrir þá, sem nota þurfa i
starfi og einnig til ánægju fyrir,
þá, sem hafa áhuga á að fylgjast
með þróun islenskra skipa, fisk-
veiöa, siglinga og skipasmiða.
Prófkjör
krata í
Hafnarfirði
t prófkjöri Alþýðuflokksins i
Hafnarfirði sem fram fór um
helgina varð Hörður Zóphanias-
son efstur og fékk hann 543 at-
kvæði i það sæti. Annar varð
Guömundur Arni Stefánsson með
326atkvæði i fyrsta og annað sæti.
Bragi Guömundsson fékk 371 at-
kvæði i fyrsta til þriðja sæti og
Jóna ósk Guðjónsdóttir var meö
417 atkvæði i fyrsta til fjórða sæti.
Úr kvikmyndinni Eldsmiðurinn eftir Friörik Þór Friöriksson.
Ný íslensk kvikmynd
Eldsmiðurmn
Sýnd í sjónvarpinu á sunnudaginn
N.k. sunnudagskvöld veröur á
dagskrá sjónvarpsins ný islensk
kvikmynd, Eldsmiöurinn, eftir
Friðrik Þór Friöriksson.
Myndin fjallar um Sigurð
Filippusson sem býr á Hóla-
brekku 11 á Mýrum viö Horna-
fjörð. Sigurður er einsetumaöur
sem hefur alla tið lifað af járn-
smiðum og störfum tengdum
þeim. Hann er mikill hugvits-
maður og hefur smiðað margar
tegundir af járnklippum, skrúf-
lyklum og flest þau verkfæri
sem hann notar við járn-
smiöarnar. Mörg þessara verk-
færa eru einstök völundarsmið.
Fyrsta girahjól sem vitaö er til
að smiðað hafi verið á Islandi er
verk Siguröar og algerlega upp-
hugsun hans. Þá hefur hann
brevtt klukku 1 dagatal sem
sýnir hvaða vikudagur er i staö
tima Meðal annarra smiðagripa
Sigurðar sem er á áttræðisaldri
er vindrafstöö, koppasprauta og
margt fleira. Myndin var tekin
s.l. sumar og er 35 minútna
löng.
Klippt á spottann. Skólameistari Menntaskólans viö Sund setur hina árlegu Þorravöku. —Ljósm. —eik.
Þorravaka í Mennta-
skólanum við Sund
Hin áriega Þorravaka
Menntaskólans viö Sund hófst i
gær og mun standa til 16. febr-
úar n.k. Meöan á vökunni stend-
ur munu nemendur og kennarar
fjalla um flest annað en það sem
námsskráin segir til um, heidur
skipa sér i fjölda starfshópa,
sem taka fyrir hin margvisleg-
ustu mál.
^^AðsögnErlings Erlingssonar,
eins forsvarsmanna vökunnar,
munu nemendur og kennarar
skipa sér i eina 26 umræðuhópa,
sem m.a. fjalla um fikniefni,
tisku, sálræna sjúkdóma, dul-
speki, smiði kennsluáhalda og
flest það sem nöfnum tjáir að
nefna. Auk þess mun svo boöið
upp á fasta dagskrá sem fólki
utan skólans er velkomið að
sækja. A morgun, föstudag,
kemur Þórarinn Eldjárn og ies
upp úr verkum sinum og danski
rithöfundurinn Vita Andersen
mun verða kynnt af Aiþýöuleik-
húsinu. Einnig verður boðið upp
á vandaða dagskrá i skólanum á
kvöldin.
Þorravökunni lýkur, eins og
áður sagði, 16. febrúar og mun
þá skólahúsið vera opið og skól-
inn kynna starfsemi sina. — v.
Aðalfundur Samtaka
sveitarfélaga
Ályktar um
samgöngumál
á höíuðborg-
arsvæðinu
Aöaifundur Samtaka sveitarfé-
laga á höfuöborgarsvæðinu var
haidinn mánudaginn 18. janúar. 1
samtökum þessum eiga sæti fuil-
trúar frá Kjalarneshreppi, Mos-
fellshreppi, Reykjavili, Seltjarn-
arnesi, Kópavogi, Garöabæ,
Bessastaöahreppi og Hafnarfiröi.
A þessu svæöi búa nii rösklega
123.000 manns, eða um 53% hinn-
ar Islensku þjóöar.
Meðal þeirra tillagna, sem
samþykktar voru samhljóða á
fundinum var tillaga um almenn-
ingssamgöngur á höfuðborgar-
svæðinu, en hún hljóðar svo:
„Aðalfundur Samtaka sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu
leggur áherslu á mikilvægi góöra
almenningssamgangna á höfuö-
borgarsvæðinu og samþykkir, að
könnun á æskilegu framtiðar
skipulagi almenningssamgangna
á svæðinu verði eitt helsta verk-
efni Skipulagsstofu höfuðborgar-
svæðisins á núverandi starfsári.
Jafnframt beinir aðalfundurinn
þeim tilmælum til samgöngu-
ráöuneytisins og Skipulagsstjórn-
ar rikisins aö það taki þátt i og
styrki þessa könnun.”
A fundinum var mikið rætt um
svæðaskipulag og fjármögnun
skipulags á höfúðborgarsvæðinu.
Voru m.a. samþykktar tillögur,
sem ganga Ut frá þvi, að Sam-
band sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu eigi tvimælalaust rétt
á framlagi úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga sem önnur iands-
hlutasamtök, svo og rétt á fé til
handa starfsmanni, er vinni að
undirbúningi og gerðáætlana fyr-
ir landshlutann i samvinnu viö
áætlanadeiid.
I stjórnsamtakanna voru kosin
Adda Bára Sigfúsdóttir, Reykja-
vik, Guðrún Þorbergsdóttir, Sel-
tjarnarnesi, Hörður Zóphónias-
son,Hafnarfirði, Jóhann H. Jóns-
son, Kópavogi, Magnús Sigsteins-
son, Mosfellssveit, Markús örn
Antonsson, Reykjavik, Markús
Sveinsson, Garðabæ, Richard
Björgvinsson, Kópavogi (formað-
ur) og Stefán Jónson, Hafnarfirði.
Fyrirspum til
stjórnar
Kvenréttinda-
félags íslands
Þjóöviljanum hefur borist fyr-
irspurn frá kynningarhópi
Kvennaframboðsins I Reykjavik.
Er fyrirspurninni beint til stjórn-
ar Kvenréttindafélags tslands og
er ástæðan ummæli formanns
KRFt, sem féllu i fjölmiölum I til-
efni af 75 ára afmæli félagsins.
Vegna plássleysis, sem herjar
mjög á blaðið þessa daga, verð-
um við að stytta fyrirspurnina
allverulega. Vonum viö, að þaö
komi ekki að sök, þótt vitaskuld
séu styttingar hvimleiöar.
Kynningarhópurinn vekur at-
hygli á, að KRFI hafi ávallt barist
fyrir framgangi kvenna i stjórn-
málum, allt frá stofnun félagsins
áriö 1907. Raunar er þaö höfuö-
markmið félagsins. Formaður-
inn, Esther Guðmundsdóttir, ját-
ast undir þetta markmiö, m.a. i
l viðtali við Morgunblaðið hinn 26.
janúar. En I sama viðtali lýsir
formaðurinn sig andviga konum
sem standa utan stjórnmála-
flokka, og segist vera á móti
kvennaframboði.
Kynningarhópur kvennafram-
boösins bendir á, aöi þessi skoöun
hljóti að vera einkaskoðun for-
mannsins, sem hún hafi ekki leyfi
til aö fllka I nafni sins félags.
Kvenréttindafélagið hefur hvorki
tekið afstöðu með né á móti
! kvennaframboðum.
Framhald á 14. siðu