Þjóðviljinn - 11.02.1982, Qupperneq 9
Fimmtudagur 11. febrúar 1982 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 9
Húsgerð I
Verkamannabústaðirnir við Eiðsgranda verða fjölbýlis-
hús af þremur geröum. Þau standa i f jórum þyrpingum og
myndar hver þyrping ferhyrndan garð með göngustigum
og leikvöllum fyrir börn.
Húsgerð II
Húsgerð Illa
Verkamaimabústöðum á Eiðs-
granda úthlutað á næstunni
Stjórn verkamanna-
bústaða i Reykjavik hef-
ur nú auglýst eftir um-
sóknum um 176 ibúðir i
verkamannabústöðum á
Eiðsgranda en bygging
þeirra er nú hafin. Um-
sóknarfrestur er tii 27.
febrúar n.k.
1 þessum áfanga verða byggð 17
fjölbýlishús, tveggja, þriggja og
fjögurra hæða og er kjallari undir
öllum húsunum. Húsin eru svala-
gangshús af þremur gerðum,
merktum I, II og III á meðfylgj-
andi uppdráttum. Húsin standa i
fjórum þyrpingum og myndar
hver þyrping þvi sem næst fer-
hyrndan garð með göngustigum
og leikvöllum fyrir börn og er inn-
gangur i öll húsin úr þessum
garði. Undir garðinum er bilskýli
og fær hver ibúð umráðarétt yfir
einu bilastæði. Auk þessara stæða
verður komið fyrir venjulegum
bilastæðum ofanjarðar.
Fyrstu ibúðirnar við Eiðs-
granda verða tilbúnar i árslok
1984, en þær siðustu fyrri hluta
árs 1984. Þessar 176 ibúðir eru
byggðar samkvæmt lögum um
byggingu verkamannabústaða
frá 1. júli 1980. en samkvæmt
þeim lögum skal byggja 834
ibúðir viðs vegar um landið. Af
þessum 834 ibúðum eru fram-
kvæmdir hafnar á 592 ibúðum,
þar af 252 i Reykjavik. Ibúðir
þessar eru á ýmsum byggingar-
stigum.
Umsóknarfrestur
til 27. febrúar
Stjórn verkamannabústaða i
Reykjavik tók þá ákvörðun að
auglýsa strax eftir umsóknum
um ibúðirnar vegna hins mikla
fjölda umsókna sem stjórninni
bárust i desember þegar auglýst
var eftir umsóknum. Stjórnin
hafði þá til umráða 55-65 ibúðir,
og bárust alls 574 umsóknir eða 8-
10 um hverja ibúð. Þá var ljóst,
að mjög brýnt var að leysa hús-
næðisvanda mikils fjölda manna.
Stjórn verkamannabústaðanna
auglýsir þvi nú eftir umsóknum
um ibúðirnar á Eiðsgranda og
þeim endursöluibúðum, sem hún
fær til meðferðar á öllu þessu ári
en reiknað er með um 100 ibúðum
i þeim flokki. Jafnframt var
ákveðið að umsóknir, sem sendar
voru inn i nóv.-des. sl. gildi
áfram. Þeim sem áhuga hafa á
ibúðunum við Eiðsgranda svo og
þeim sem viija koma til greina
við úthlutun endursöluibúða á
þessu ári, er þvl bent á að sækja
um strax.
Réttur
til íbúðakaupa
Rétt til kaupa verkamannabú-
stað hafa þeir sem fullnægja
eftirfarandi skilyrðum:
1. Eiga iögheimiii I Reykjavik.
2. Eiga ekki ibúð fyrir eða sam-
svarandi eign I öðru formi.
3. Meðaltekjur áranna 1978, 1979
og 1980 mega ekki fara fram úr
Utanmál íbúðar í fermetrum án geymslu og sameignar
svolagangur
Gamlar
umsóknir
gilda áfram
— 100 endur
söluíbúðum
einnig
úthlutaö
nú
stiqi ^ T " :
!f r- u • - .
herb.K
8.7m2 I '•
• 107.11 m1 2 3
Grunnmynd
• 52.58 m2
kr. 59.520 að viðbættum kr.
5.260 fyrir hvert barn innan 16
ára aidurs á framfæri umsækj-
anda.
I eftirfarandi töflu er yfirlit yfir
stærð, fjölda og áætlað söluverð
einstakra ibúða, miðað við bygg-
ingarkostnað i janúar 1982:
Greiðslur
Umsækjandi sem fær úthlutað
ibúð skal greiða 5% af kostnaðar-
verði hennar innan 8 vikna frá
dagsetningu tilkynningar um út-
hlutunina. Stjórn verkamannabú-
staða ákveður gjalddaga siðari
hluta af greiðslu kaupanda og
skal greiðslufrestur vera hinn
sami og að framan greinir.
Byggingarsjóður verkamanna
lánar allt að 90% af áætluðu
kostnaðarverði. Lánið er veitt til
42 ára með 0,5% ársvöxtum og
greiðist með jöfnum árs-
fjórðungslegum greiðslum.
Stjórn verka-
mannabústaða
Stjórn verkamannabústaða
skipa þessir menn: Guðjón Jóns-
son, járnsmiður, formaður, Guð-
mundur J. Guðmundsson, al-
þingismaður, Gunnar Helgason,
forstöðumaður, Hilmar Guð-
laugsson, múrari, Kristjan Thor-
lacius, deildarstjóri, Páll R.
Magnússon, húsasmiður, og
Sigurður E. Guðmundsson,
frkvstj.
Umsóknareyðublöð eru afhent
á skrifstofu Verkamannabústaða
að Suðurlandsbraut 30 og verða
þar einnig veittar allar upp-
lýsingar. Skrifstofan er opin
mánudaga — föstudaga kl. 9—12
og 13—16. Umsóknarfrestur er til
27. febrúar, eins og áður sagði.
—ast
Stærð Æskil. Fjöldi íbúða Heildar- Aætlað
ibúða f jölsk. i hverri husgerð fjöldi söluverð
án geymslu stærð I ii IIA III ibúða
2 herb. 53 m2 1 2 16 430.000
67 m2 2-3 3 4 3 31 500.000
3 herb. 79 m2 2-4 6 3 3 39 590.000
86 m2 3-5 3 4 3 31 650.000
4 herb. 101 m2 4-6 3 3 3 27 760.000
5 herb. . 107 m2 5-7 4 32 870.000
Bílskýli p. stæði 70.000
484 íbúðum lokið
334 færri
en 1980
A siðasta ári var lokið við 484
ibúðir I Reykjavik, og er það 334
færri ibúðir en lokið var við árið
1980. Hins vegar var hafin bygg-
ing á 631 ibúð á siðasta ári, en 479
árið 1980. Þetta kemur fram I árs-
skýrslu byggingafulltrúans i
Reykjavik.
Skipting hinna 484 ibúða var á
þessa leið:
1 herbergiogeldhús............ 14
2 ” 70
3 ” ” 54
4 ” ” 39
5 ” ” 164
6 ” ” 125
7 ” ” 14
§ ” ” .4
Samtals 484
1 Reykjavik voru byggðir alls
543.263 rúmmetrar. Úr steini voru
byggðir 454,031 rúmm, úr stáli
63.432 rúmm, og úr timbri 25.800
rúmm.
Hér er svo að lokum yfirlit yfir
ibúðir árin 1970—1981:
í Reykjavík 1981
Ár Fullgerðar ibúðir tbúðir Fokheldar i smiðum Ekki fokheldar Hafin bygging á nýjum ihúðum
1981 ... .... 484 346 596 631
1980 .. . .... 818 402 393 479
1979 . .. .... 542 592 542 536
1978 . . . .... 621 451 689 511
1977 .. . 737 652 598 478
1976 .. . .... 561 810 699 754
1975 . . . .... 743 539 777 741
1974 . . . .... 918 606 712 786
1973 . . . 794 859 591 1133
1972 .. . 902 423 688 895
1971 . . . 530 711 407 664
1970 . . . 640 509 475 685